Þjóðólfur - 18.10.1901, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.10.1901, Blaðsíða 3
199 Þá er komið var miðnætti og fundur hafði staðið nær 4 klukkustundir var honum slitið, og Þóttust menn hafa haft allgóða skemmtun. Það leyndi sér ekki á fundi þessum, að hann hneigðist greinilega að heimastjórnarflokknum og skoðunum hans, en eindregið á móti Isafoidar- manninum og fylgismönnum hans. Vér erum næst- um því sannfærðir um, að hefði sú fundarálykt- tin verið borin upp, að allt, undantekningarlaust allt, sem Isafold legði til almennra mála væri ósatt og á höfði, þá hefði það verið samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta þar á fundinum. Nornin og Nafna-tölur. Til hafa verið, og eru enn, geðvondar kerl- ingar, sem hafa það sér til hugsvölunar, að út- hella illsku sinni yfir þá, sem framfæra þær. Kerlingarnornin gamla, alkunna, hún Isa Björns- dóttir Jónsson frá Forarbakka er ein sú versta af þess kyns heimilisplágum, er menn hafa söguraf. A laugardagskvöldið 12. okt. 1901 var hún að vanda í illu skapi. Hún sat í hnypri á fleti sínu í öðrum enda baðstofunnar. Fólkið hafði dreg- ið sig saman í hinum baðstofuendanum og sneri með fyrirlitningu baki við hinni »fúlu« norn. Blind og heyrnarsljóf eins og hún er, hafði hún veður af því, að ókunnugir mundu þetta kveld vera staddir á Breiðabólsstöðum, þar sem hún er niðurseta, og þá er henni vant að takast upp, ef ske kynni að þeir tryðu einhvequ af rausi henn- ar og bæru það út. Alt hennar tal er illgirnislegt last urn þá, sem henni er í nöp við; snýr hún öllu öfugt: fram- faraflokkur heitir á hennar máli apturfaraflokkur- inn, stjórnarbótarvinir, stjórnarbótarféndur, o. s. frv. Ef nokkurt mark væri að taka á tali henn- ar, er það næst sanni að taka það alveg öfugt. * * * »Það er alls eigi tiltekið í frumvarpi flokks- ins, því er samþykki hlaut þingsins í sumar — það er alls ekki tiltekið þar, hvar Islandsráð- gjafinn skuli vera búsettur, hvort heldur á Islandi eða í Danmörku. Það er af ásettu ráði látið alveg óákveðið. Svo fjarri fer því að framfara- (= apturfarajflokkurinn amist í sjálfu sér við inn- lendri búsetu ráðgjafans, ef hann er að eins einn. Aðalatriðið er þetta, að hann einn og enginn annar sé milliliður milli þings og konungs«. — Þetta segir hinn einfaldi ritstj. Isafoldar 12. þ. m. Svo fjarri fer því, að hans flokkur amist í s.jálfu sér við því, að ráðgj. sé búsettur á Isl., að þeir fara ekki fram á það í strkr.frv. að b a-n n a það með b e r u m o r ð u m ; en þeir gera annað; þeir segja í 1. gr. frv.: »Hið æzta vald innanlands skal . . . . fengið í hendur lands- höfð., sem .. .. hefur aðsetur sitt á Isl.« Hvað skyldu flokksbræður karltötursins segja um þessa málsútlistun hans? Þeir »amast í sjálfu sér« ekki við því að ráðgj. búi áísl. en ekkert vald má hann hér hafa. Landsh. á að hafa saðsetur sitt á íslandi«, og framkvæma þar vald ráðgjafans, sem auðsælega er æ 11 a z t tit'að búi utanlands (sbr. »vald innanlandst). »Svo fjarri fer þvl«, að sá flokkur er frv. samþykkti, ætlist til að ráðgjafinn (þó einn sé) sé hér bú- settur. Og samkvæmt frv. (10. gr.) ætlazt þeir ekki heldur til að ráðgjafinn noti sætið, sem hann á á alþingi. »í forföllum ráðgj. má hann veita öðrum umboð til að mæta á alþ. fyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir landsh. fyrir hönd ráðgj. — ef ráðgj. er ekki forfallaður? Frv. »(apturfara)flokksins« gerir í öllu ráð fyrir að ráðgj. búi ekki á f s 1., gerir honum ómögulegt að búa hér með ráðgjafavaldi, en mögulegt (=ef ekki skylt) að láta aðra mæta ætíð fyrir sig á alþingi. Björn Bjarnarson. Við útför 19. aldarinnar. Eptir Friðrik Harrison í North Am. Review. (Niðurl.). En nú snúum vér oss að hinum ' andlegu og dýpri orsökum þessara apturfara. A undan öllum miklum veðrabrigðum í verknaðar- ins veröld fara æfinlega fram verulegar breyting- ar í heimi hugsunarinnar, og sú apturför, sem vér nefndum, stendur í vissu sambandi við aptur- hvarf manna til þeirra óljósu lífsskoðana, er lagð- ar voru niður fyrir 50 árum sfðan. Um miðja öldina ruddi sér til rúms andi þeirra Benthams, J. St. Mills, Spencers og Darwins, og þótti sem sú hreyflng lofaði stórum framförum. Það var svipuð heimsskoðanahreyfing, sem þeir Hume, Adam Smith, Voltaire og Diderot vöktu á fyrri öldinni. Má kalla hana framþró- unaröldu aldarinnar eða stefnu hinna rökréttu rannsókna; þótti oss þá byrjuð vera ný blóma- öld í öllum fræðum, allri speki, þekking og trú. En heimspeki þróunarinnar og rannsóknanna efndi eigi það, er hún hafði heitið. Hún vakti oss vonir, sem illa brugðust. Hún þóttistmundu skýra fyrir oss heiminn og verða vort leiðarljós; en hún eftirlét auð rúm á svæðum trúar og siða- fræði. Hún leysti ekkl ráðgátu sálarinnar, og þótt hún varpaði mikilli ljósbirtu yfir náttúruna, megnaði hún ekki að sama skapi að skýra manns- eðlið. Hún hafði ærið nóg að vinna við rann- sókn lífkerfanna, en allt um uppruna mannsins lenti í tilgátum einum. Darwin áleit sig sjálfan mega að mörgu leyti kallast óvissu-fræðing (agnó- stika). Stuart Mill haltraði milli skyldu-átrúnaðar síns og einhverrar efasamrar guðstrúar, og Spenc- er boðaði hátíðlega, að efni trúarinnar gæti eigi verið annað en »hið óskynjanlega*. Þetta hik og efi gagnvart aðalsannindum tilverunnar kom allri alþýðu manna til þess að snúa sér með ó- ánægju frá slíkum kenningum, og endalokin urðu algert fráhvarf (reaktíón). Eigi er hægt að ákveða með vissu, hvenær það fráhvarf hófst, enda hlaut það aldrei ákveðna mynd. Engin ný speki kom aftur til öndvegis, en víst er það, að á síðustu 20 árum hefur þessi fyrnefnda Spencers hreyfing sí og æ verið að dala og í hennar stað byrjað einskonar andleg- leikastefna (spíritúalisme). En árangurslaust leitum vér eptir og þráum nýtt og greinilegt fræðikerfi eða kenningastefnu; það sem oss býðst, er tóm metafysisk þoka, sem notar hljómmikil orð eins og væri þau verulegir hlutir. Ef vér endilega ættum að miða við tiltekirm tíma, mætti benda til þess atburðar, þegar bók B a 1 fo u r s kom út og vakti svo víða gleði og feginleik — bókin urn »Trúarinner grundvöll« og eru nú síðan lið- in 5 ár. En í þeirri bók er ekkert nýtt eða áreiðanlegt að finna, nema næma útlistun þess, hvernig sálarlaust svartsýni og sjúk efasemi um allan sannleika leiðir að lokum ósjálfrátt til viðurkenningar kirjkulegrar rétttrúunar. Öll bókin er einskonar guðfræðisgrikkur. Heimspekingur- inn segir við alþýðumanninn: Þú skalt ekki reiða þig á nokkra kenningu, þér er svo hætt við að týna trú þinni í þessari nútímans Babylon; þér er einn kostur beztur að fylgja mér, eg skal koma þér með heilu og höldnu í banka hinnar enskum biskupakirkju«. Þetta er vafurloga-speki, byggð á óljósri eptirlöngun, vonum og möguleik- um, sem nærist á þeirri nettu forskript, að >>þrátt fyrir allt og allt geti þó skeð«,o. s. frv. Þarna er merki vors æzta þekkingarvits 11 Ekki skortir starfsemi, uppfundningar og atorku umhverfis oss; en hvar finnst sú heilbrigði, frumleiki og andagipt, sem einkenndi kynslóðina næst á und: an? Tökum síðasta tug aldarinnar. Geturnokk- ur staðhæft, að hann geti jafnazt við nokkurn tug um miðbik aldarinnar (1840—1860) í tilliti til skáldskapar, vísinda, fagurfræði og heimspeki ? Og nú trúarbrögðin, hvernig lítur út við- víkjandi þeim hin slðustu árin? Kirkjuflokkarnir hafa víst aldrei látið betur til sín taka. Er mun sönn guðrækni vera meiri eða framtakssamari nú en fyr? Mun hreinskilin trú á fræðigreinir kristn- innar vera fastari og hreinni nú? Er kristin- dómurinn með sönnu allsherjarkraptur til þjóð- menningar og siðbóta? Aptrar hann þjóðunum frá að uudiroka hverar aðrar, eða einstökum manneskjum frá að falla til eigingimi og losta- semi? Vér höfum tekið fram skuggahliðar sam- tíðarinnar, hungrið í fé og frama, og þá materíu- dýrkun, sem drottnar hvarvetna. Hvað hafa kirkj- urnar gert til þess að stöðva og bæta allt þetta? Enn til þessa dags hefur ekki ein einasta rödd í ensku kirkjunni látið til sín heyra gegn þeim, sem steypt hafa Englandi í hinn ærulausa ræningja- ófrið í Suður-Afriku! Ekki hefur eitt einasta lofsorð heldur heyrzt frá prédikunarstólum hitín- ar ensku rlkiskirkju um hina hraustu borgara í Transval, sem verja frelsi sitt og fósturjör'ð. Bú- arnir safnast saman kringum sín arinhlóð og feð- ur, synir og sonarsynir falla fram og biðjast fyrir; konur þeirra, systur og dætur rétta þeim vopn og hlífar, og áður en lagt er til orustu, hljómar sálma- söngur um allar herbúðimar. ’ En á Englandi kveða menn klúrar, vísur meðan liðið býr sig í leiðangur, og liðsmenn sjálfir skemmta sér við trúðleiki og við dupt og drykk á gildaskálum, en aðrir hlýða á afgamlar og andvana lltaníur, sem raulaðar eru frá ríkiskirkjunnar ölturum. Þannig starfar kristindómurinn við endalok 19. aldarinnar. Matth. Jochumsson. Úr bréfi úr Eyjafjarðarsýslu 4. okt. í morgun barst mér í hendur fyrsta númerið af blaði E. Hjörleifssonar, og þeirra kumpána, sem hann kallar „Norðurland", en sem sjálfsagt hefði verið miklu réttnefndara ísafoldardilkur eða Isuseyði, því ekki leyna sér fingraförin „þess gamla“ á því ísuroði, hvað pólitisku stefnuna snertir. Ritstjórinn er að reyna að vefengja þær fréttir af stjórnmálahorfum vorum í Höfn, sem hingað bárust með „Ceres“ til þess að gera sem minnst úr gagninu af utanför herra Hafsteins. — Valtýs-klíkunni kemur nefnilega svo bölvanlega, að nokkur annar, en einhver af henn- ar útvöldu, eigi tal við stjórnina um þjóðmál vor. Fer klíkunni þar eins og séra Jón sál. Þorláksson segir um Lúcifer: „Hann gat engan á hirnni vitað, heiðri tignaðan nema sig“ en eklci þykir mér ótrú- legt, að áframhald sömu vísu eigi lika vel heima hjá því „kompaníi". Ritstjóri þessa nýja blaðs hælir sér af því, að hann hafi fengið loforð vtm aðstoð margra merkra manna hér í sýslu, við útgáfu blaðsins, og telur ýmsa upp, og furðar mig stórum að sjá suma af þeim mönnum talda stuðningsmenn að valtýsku flokksblaði, þar sem þeir fyrir örstuttum tíma hafa verið af öllum álitnir hreinir and-valtýingar; en reyk- urinn úr kjötkötlum Valtýs, sem söddu svo margan svangan Valtýing á síðasta þingi, mun kitla vitin á mörgum nokkuð áþreifanlega, svo að þeir nú á elleftu stundu varpa fyrir borð sinni fyrri pólitisku sannfæringu, og falla nú auðmjúkir til fóta gull- kálfsins. — Annars hef eg lítið um blað þetta að segja, enda er lítið séð af því enn; það mun eiga að snúa mönnum hér frá heimastjórnarstefnunni. En vonandi er, að Eyfirðingar, og yfir höfuð Norðlend- ingar séu ekki svo ístöðulausir, að þeir láti flugu- mann fsafoldar snúa sér af þeirn pólitiska vegi, sem þeir nú um langt árabil hafa með sóma rakleitt haldið, og það einmitt nú, þegar svo virðist rofa til í hinu pólitiska moldviðri, að von er um að geta kornist klaklaust leiðar sinnar. — En þetta sannast allt á sínum tíma. Kosningarnar í vor til aukaþings- ins eru sú eldraun, sem sýnir, hvorl þjóð vor hefur enn þrek til að verja réttindi sín og sjálfstæði, eða hvort hún er svo djúpt fallin, að hún láti nokkra valdasjúka uppskafninga lilaupa með sig í gönur. — Nobels-verðlaunin. Eins og kunnugt er hafði sænski hugvitsmað- urinn Alfred Nobel, er tann »dynamitið« og látinn er fyrir skömmu, skipað svo fyrir í erfðaskrá sinrti,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.