Þjóðólfur - 18.10.1901, Blaðsíða 4
200
að vöxtunum af hinum mikla auð hans, er skipti
miljónum skyldi varið til verðlaUna handa af-
bragðsmönnum, er sköruðu fram úr í vísindaleg-
um og verklegum efnum. Fyrsta úthlutun af þess-
ari stórkostlegu gjöf áttið a fara fram þetta ár,
og segir svo í merku blaði »Neues Wiener Tag-
blatt« í Vínarborg 13. f. m. eptir fregnum frá
Stokkhólmi, að verðlaun þessi hafi hlotið Níels
F i n s e n prófessor landi vor í Höfn, sem fræg-
ur er orðinn fyrir uppfundningar sínar um áhrif
ljósgeislanna á vissa sjúkdóma — og rússneskur
líffærafræðingur Pauloff, er einkum hefur rit-
áð um næringargildi fæðunnar. En verðlaun þessi
eru 200,000 krónur til hvors. I dönskum
blöðum höfum vér ekki séð þessa getið, og er
það undarlegt og Þjóðólfur selur því frétt þessa
ekki dýrara, en hann keypti hana. En svo mik-
ið er víst, að Nlels Finsen var talinn af mörgum
einna næstur til að hljóta þessi háu verðlaun.
Handrltasafn keypt.
Landsbókasafnið hefur nú keypt haridritasafn
bókmenntafélagsdeildarinnar í Höfn, og það brot
af safni félagsins, er hér var heima, fyrir 22,000
krónur, er afborgast á 22 árum með 1000 kr.
árlega. Er það stórt safn og allmerkilegt og því
mikill vinningur fyrir Landsbókasafnið að fá það.
Var safn þetta sent frá Höfn nú síðast með
»Laura«.
Drukknun.
Hinn 22. f. m. drukknaði undir Þyrilsklifi á
Hvalfjarðarströnd Guðríður Daníelsdóttir,
kona Jónasar bónda Jóhannessonar á Bjarteyjar-
sandi. Hafði farið frá Þyrli seint um kveld heim
til sín, en allskammt er þar millum bæjanna.
Hefur farið undir klifinu, sem ekki er farið nema
um fjöru, eigi gætt þess, að flóðhátt var orðið og
ófært, erida skuggsýnt, og fórst hún þar, en hest-
urinn komst af. Lík hennar hefur ekki fundizt,
þrátt fyrir mikla leit. F.inmitt á þessum sama
stað drukknaði fyrir nokkrum árum Björn Bene-
diktsson Blöndal úr Vatnsdal,
Brynjólfur Pétursson f 18. okt. /8j/.
Það getur sumum virzt allmefrkilegt, að í dag
er fæðingarafmæli annara eins manna sem Þor-
valdar bónda á Þorvaldseyri (68 ára), Tryggva
Gunnarssonar bankastjóra (66 ára) og Magnúsar
Stephensen landshöfðingja (65 ára), en ekki mundi
Þjóðólfur samt sérstaklega minnast þessa merkis-
dags nú, ef ekki hittist svo á, að þennan dag
(18. okt.) fyrir 50 árum átti þjóð vor að sjá
á bak þeim manni, er henni var mest eptirsjá í
á þeim tímum, og henni gat mestur styrkur orð-
ið að í frelsisbaráttu hennar. Og þessi maður var
Brynjólfur Pétursson justizráð, fyrsti for-
stöðumaður hinnar ísl. stjórnardeildar í Höfn. Hans
er nú sjaldan minnst, hefur einhvernveginn gleymzt,
orðið útundan, á svipaðan hátt og Baldvin Ein-
arsson. En það mun þó ekki ofsagt, að Island
mundi hafa borið þess miklar og góðar menjar,
ef Brynjólfs Péturssonar hefði lengur notið við f
jafnþýðingarmikilli stöðu, sem hann hafði á hendi.
En »íslands óhamingju verður allt að vopni«.
Æfisaga þessa manns er enn órituð. Hér verður
heldur ekki rituð nein afmælis- eða dánarminning.
í þess stað látum vér nægja að taka upp það
sem Sveinbjörn Hallgrímsson segir í Þjóðólfi 10.
febr. 1852, er hann getur um fráfall Brynjólfs í
sambandi við fráfall annara ágætra Islands sona
á fyrra helmingi aldarinnar. Hann segir þar svo (4.
árg. bls. 303): »0g nú í haust hvarf oss Brynj-
ólfur Pétursson um fertugsaldur. Vér þekktum
hann í æsku hans sem gæfusamlegasta ungmenni,
því að forsjónin hafði ekki sparað við hann ást-
gjafir sfnar, hvorki til sálar né líkama. Þá fór
hann úr landi, leitaði sér menntunar og nam hana
og komst til vegs og virðingar, og svo fréttum
vér af honum sem sönnum sóma ættjarðar sinnar,
því kallaður var hann Islands mesta prúðmenni.
En nú er hann líka horfinn oss!«
Og nú vildi Þjóðólfur ekki láta þessa 50 ára
dánarafmælis að öllu ógetið í dag.
Gaddavír
fæst nú í YERZLUNINNI
„GODTHAAB“
De forenede Bryggerier
Köbenhavn.
mæla með hvarvetna verðlaunuðu ölföngum sínum.
ALLIANCE PORTER (Double brown stout) hefur náð meiri fullkomnun
en nokkurn tíma áður.
ÆiGXE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt
meðal við kvefveikindum.
Export Dobbelt 01. Ægte Krone 01. Krone Pilsner.
fyrir neðan alkoholmarkið og því ekki áfengt.
N ý k o m i ð til
Reinh. Anderson’s,
S t ó rt af Ú r val
Vetrarfpakkaefnum
frá 5—12 kr. alinin.
Agætlega gott C H E VI OT
Allt selst með
afslætti -
í vetrarföt.
gregij borgun út í hönd.
MÍNUM heiðruðu skiptavinum nær og
fjær geri eg kunnugt, að eg er fluttnr af (Jrím-
staðaholti og seztur að í Reykjavík
Bergstadastræti Ji 19.
Eins og að undanförnu, tek eg að mér alls-
konar (JCLL- og SII.FURSMIIH, svo og AÐ-
GERDIR við gnll- og silfnrstáss.
Vandaða SILFUR-SK ÚFIl 0 LK V sel eg á ein-
ungis 3 krénur og GULLHRINGA smíða eg
eptir pöntnn.
Fljót afgreiðsln. Vandað verk.
Hvergi eins ódýrt smíði.
Benedikt Ásgrímsson
gullsmiður.
Skipmann sgarn
fæst í VERZLUNINNI
,GODTHAAB‘,
SVEITAMENN
geta fengið góðan og ódýran
saltfisk
í VERZLUNINNI
_______,,GODTHAAB“.
• Áteiknað •
í klæði — Angola og fleira
á Skólavörðustíg 5.
zzrKLÆÐASKURÐ —
(Dresdener-system)
kenni eg eins og að nndanförnn og að
taka MÁL.
GUÐM. SIGURÐSSON
klæðskeri.
S .AU.M .A8.TOFA.
Guðm. Sigurðssonar,
BANKASTRÆTI 14
erbirg af öllu, sein til fata þarf.
Mjóg fínt GHEVIOT í sparifót.
Verð og gæði frá kr. 1 ,35—6,00 pr al.
Efni í ULSTERA —
VETRARKÁPUR -
FERBAJAKKA —
BARNAKÁPUR -
DltENGJAFÖT (mjög ódýrt).
BUXUR einstakar —
HVERSDAGSFÖT —
KAMGARN o. fl.
Ný efni væntanleg með sls Laura.
Ekta anilinlitir
n
*
r+
fB
p
3
1:
~ :
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins
og í verzlun
STURLUJÓNSSONAR
Aðalstiæti Nr. 14*
X.
U
•uijiue ^>13
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.