Þjóðólfur - 01.11.1901, Qupperneq 2
206
hvort hæstiréttur myndi vísa trá sér málum þeim,
er alþingi kynni að höfða gegn ráðgjafanum. Eg
er ekki fær til þess, enda skiptir slíkt litlu. En
eg vil beina þeirri spurningu til allra hugsandi
manna hér á landi, hvort þeir telji ekki llkur
þess, að oss Islendingum veiti erfitt að sækja ráð-
gjafann fyrir útlendum dómstóli, 300 mílur í burtu,
þar sem Dönum hefur enn þá ekki tekizt að
koma ábyrgð á hendur ráðgjöfum slnum, þótt
þeir hafi gert tilraun til þess og hafi »pólitiskan«
dómstól í landinu, er að eins er hafður til þess
að dæma slík mál.
Annars skal eg láta mér færari mann hafa
hér orðið um þessa breyting á ráðgjafaábyrgð-
inni. Það vill svo vel til, að hann er Hafnar-
stjórnarmaður og þykir ekki »bræðranna minnst-
ur« með þeim. Hann er þeirra mestur hávaða-
maður á þingbekkjunum og hefur sig mjög í frammi.
Maðurinn er enginn annar en hr. Guðlaugur
Guðmundsson, Hann ritar þannig um það atriði
í 63. tbl. ísafoldar 1896:
„Annað er það, að það, sem einmitt gæti verið
og ætti að vera böfuð-umbótin, breytingin á hinni
pólitisku ábyrgð stjórnarinnar, þannig að hana mætti
kæra fyrir sérhverja stjórnarathöfn, í stað þess sem
nú er að eins fyrir stjórnarskrárbrot, sú umbót miss-
ir — mér liggur við að segja algerlega') — sitt gildi
við það, að hæstiréttur í Danmörku á að fjalla um
þau mál. Menn þekkja þá ekki rétt eðli slíkra mála,
ef menn ímynda sér, að útlendir „fag“-dómstólar
geti um þau dæmt, svo að nokkurt „pólitiskt réttlæti"
sé í, ellegar ef menn ímynda sér, að íslenzk stjórn-
mál séu svo óbrotin og einföld, eða þá svo lík dönsk-
um málum, að þar í landi geti hver menntaður mað-
ur sett sig inn í þau strax og dæmt um þau; það
er mjög langt frá, að svo sé. Það þykir og er harð-
ur kostur fyrir íslendinga, að þurfa að sækja mál
um stjórnarskrárbrot fyrir danskan hæstarétt, útlend-
an júridiskan dómstól, hvað svo góður sem hann er
í sinni röð, en það er þó ólíku betra en hitt. Um
þá spurning geta þó dómararnir komizt að niður-
stöðu, því aðallega er það „júridisk" spuming, laga-
brot eða ekki. Hitt, hvort einhver stjórnarathöfn,
t. d. lagasynjan eða staðfesting, embættisveiting eða
afsetning, bráðabirgðarlög o. fl., hvort hún hafi rök
fyrir sér, hvort hún sé þjóðfélaginu til heilla, nauð-
synleg eða til ills, óþörf o. s. frv., um það getur, að
minni hyggju, enginn útlendur dómstóll komizt að
neinni órækri niðurstöðu. En á því veltur aðallega,
hvort stjórnarathöfnin, sem kært er yfir, á að varða
ábyrgð eða ekki. Hvort hún fer í bága við lögin
eða ekki hefur minni þýðing. Stjórnarathöfnin þarf
ekki að draga á eptir sér neina ábyrgð, þó að hún
fari í bága við eitthvert lagaboð, ef hún er nauð-
synleg eða þjóðfélaginu þörf. Það er sjálfsagt sjald-
gæfara, að gerð, sem „formaliter" er lögleg, geti
varðað ábyrgð, en fráleitt er, að það sé óhugsanlegt.
Þetta, að hæstiréttur dæmi ( slfkum málum, það
dregur alla þýðing úr því, sem mest átti að vera
varið í, hinni „íullkomnu ráðgjafaábyrgð". Þegar
svo um leið litið er til hins, að æzta valdið dregst út úr
landinu, þá get eg ekki betur séð, en að hér eigi
að stíga stórt spor aptur á bak“.
Þetta er skynsamlega skrifað. Hér þarf engu
við að bæta. Hér er sýnt fram á, að hæstiréttur
»geti« ekki dæmt um stjórnarmál vor, »svo að
nokkurt spólitiskt réttlæti sé í«, og verður rök-
semdaleiðslu hr. G. G. naumast hrundið.
Eg skal og taka hér upp nokkur röksamleg
orð, er herra Guðlaugur segir í 20. tbl. »ísafold-
ar« 1896 um þetta atriði:
„Hvernig stöndum vér nú að vígi, með ráða-
neyti í öðru landi, 300 mílur í burtu?
Hvaða þýðing hafa lagaleg ábyrgðarákvæði,
þar sem svo er ástatt?
Alls enga“.
Þórhallur Bjarnarson kvaðst ekki gera mikið
úr hinni lagalegu ábyrgð ráðgjafans á þingmála-
fundi Reykvíkinga síðastliðið vor. »En eg geri
mikið úr þeirri siðferðislegu ábyrgð«, bætti hann
við hárri röddu, guðsmaðurinn. Það var »sið-
ferðislega ábyrgðin«, er var aðalástæða þess, að
hann var valtýskur, að því er eg bezt fékk skilið.
Þegar lagalega ábyrgðin er orðin ónýt, þá er »sið-
ferðislega ábyrgðin« látin taka við.
1) Leturbreytingar hefur hr. Guðl. gert. — Höf.
Eg verð að segja það, að mig rak í roga-
stanz, er eg heyrði jafngreindan mann oggætinn
og lektor prestaskólans gera sig sekan um svo
herfilegan misskilning, aðhann villtist á »persónu«
og fyrirkomulagi. Veit hann þá ekki, hvert deilu-
atriðið hefur verið í stjórnarskrármáli voru fjögur
árin síðustu, um hvað þetta harða og stranga
stríð hefur verið háð? Það hefur verið háð um
það, hvort það væri heppilegt að hafa íslenzka
ráðgjafaembættið »sérstakt«, meðan vér getum
ekki fengið ráðgjafann búsettan hér á landi, hvort
það væri vísasti vegurinn til að auka innlenda
valdið, að ráðgjafinn hefði ekki öðrurn störfum
að gegna en Islandsmálum, er hann dvelur í Höfn,
hvort engin hætta sé þá á því, að hann dragi
til sín ýms af störfum þeim, er landshöfðingi nú
hefur á höndum, og færi þannig valdið út úr
landinu? Um hitt er ekki deilt, hversu góður
maður hann verði, sá er embættið skipar. En
þó er það allra fráleitast að vera að »rövla«
um, hversu mikla »siðférðislega ábyrgð« ráðgjaf-
inn þeirra Hafnarstjórnarmanna hafi. Eða skyldi
það vera nokkuð »sérstakt« víð þennan »sérstaka«
mann, hver svo sem hann verður, að hann hafi
ssiðferðislega ábyrgð«? Hafa ekki allir mennskir
menn, með óbrjálaða skynsemi, »siðferðislega
ábyrgð«, hvaða stöðu svo sem þeir skipa og hvar
sem þeir eru í metorðastiga mannfélagsins, hvort
heldur það eru ríkir keisarar eða voldugir kon-
ungar á veldisstólum eða þá nautahirðar vestur
á Homströndum? Þá er þó mun meira vitíþví
að deila um hitt, hversu mjög ráðgjafinn muni
finna til þeirrar »siðferðislegu ábyrgðar«, er á
herðum honum hvílir. Og þó er slíkt ærið barna-
legt. Skyldi ekki hafa verið hlegið að því hér á
árunum, þegar þingið var að skapa aukalækna-
embættin, ef einhver hefði komið með þá ástæðu,
að nauðsyn væri á því að stofna eitthvert embætti
af því, að afburðalæknar myndu skipa það. Oss
jarðbúum hefur og fæstum verið léð sú spektin að
vera forvitrir og geta sagt fyrir óorðna hluti. Og
llkast þykir mér, að herra lektorinn sé ekki gædd-
ur þeirri spásagnargáfu, að hann viti, hver verð-
ur sá »sérstaki« ráðgjafi.
Það er því undarlegra, að hann skyldi fara
að hreyfa við ssiðferðislegu ábyrgðinnit, erhann
er maður sögufróður og allra manna bezt að sér
um sögu vora. Rekur hann ekki minni til, hvem
flokkinn hinir æztu embættismenn lands vors
fylltu í hinni fyrri stjórnarskrárbaráttu vorri ? Hvern-
ig værum vér nú komnir, ef meiri hluti konung-
kjörinna þingmanna hefði fengið að ráða á þjóð-
fundinum 1851. Voru það hinir æztu embættis-
menn þessa lands, er þá sögðu þessi orð, er aldrei
munu gleymast í sögu Islands: »Vér mótmælum
allir«. Og það er honum líklega kunnugt, herra
»lektornum«, að sumir flokksmanna hans fara
ekki í launkofa með það, að þeir hafi enga
»trölla«-trú á sumum hinna æztu embættismanna
lands vors, pg að þeir myndu ekki »gera mikið
úr« þvl, að þeir fynndu mjög til hinnar siðferðis-
legu ábyrgðar sinnar. Og hver ástæða skyldi
vera til að halda, að ráðgjafar þeirra verði sam-
vizkusamari menn en þeir eru yfirleitt?
Um iðnaðarskóla
eptir Agúst Einarsson, Þingeying.
Opt hefur þv( verið hreyft á alþingi, að margt
færi aflaga í bóknámsskólum Islands, og opt
hefur verið kvartað yfir því, að þeir þyrftu að taka
miklum og góðurn breytingum.
Það hefur verið rætt á alþingi, og því fylgt
fast fram, að barnaskólar þurfi að fjölga og al-
þýðumenntun þurfi að vera betri en hún er hér
á landi; laun skólakennara þurfi að vera hærri
en þau eru, og í einu orði, að allt fyrirkomulag
á skólum vorum þurfi að vera betra og fullkomn-
ara en það er nú. Þetta er nú allt saman gott
og ekkertað því finnandi; því það er víst og satt,
að alþýðumenntun þyrfti að vera fullkomnari en
hún er nú, og barnaskólar fleiri og fullkomnari
en þeir eru. En það þarf meira, en einungis að
hata marga bóknámsskóla og fullkomna. Það þarf
að læra það verklega l(ka. Það þarf að fjölga
alþýðuskólunum í því verklega, svo almenningi
gefist kostur á að nema það verkega með betra
móti en hingað til hefur verið kostur á.
Það eru nú 4 búnaðarskólar hér á landi og
og þeir allir ónógir fyrir kröfur almennings. Það
eru margir, sem vilja læra annað en bóknám eða
búfræði. Það langar margan til að læra eitthvert
handverk, en geta það aldrei sökum fátæktarinn-
ar, sem er stöðugur húsbóndi þeirra, en engrar
hjálpar að vænta, ef menn eiga ekki svo efnaða
foreldra eða önnur skyldmenni, að þau geti hjálp-
að þeirn.
Mörg handverk eru til, sem allarðsamt er að
stunda hér á landi, en sem að eins láir geta lært,
og ekki nema örfáir, sem geta orðið tullnuma,
því peningana vantar, af því ekki er hægt að læra
nema með þeim afarkostum (kauplaust í mörg ár).
Það er sorglegt að vita, að til séu bændur hér á
landi, og þeir ekki allfáir, sem varla kunna að
tálga hrífutind, eða setja bakka á ljáblað o. s. frv.
og sökum þess að bóndinn kann ekkert af þessum
algengustu »handverkum«, svo sem : járnsmíði og
trésmtði þarf hann að láta aðra úti í frá vinna
hvert handtak, sem þarf að gera á heimili hans,
er tilheyrir áðumefndum handverkum og kostar
hann til þess ærnum peningum, því ekki er að fá
járnsmið eða trésm. nema á stöku stað og þeir vana-
legast alveg uppteknir hjá þeim, sem næstirþeim
eru, og af því að handverksmenn eru svo fáir eru
þeir miklu dýrari en þeir annars væru, efþeir væru
fleiri. Af því nú að bóndinn kann ekki neitt hand-
verk, verður hann opt að fara á mis við ýmis-
legt, sem hann þyrfti að láta gera á heimili sínu
og verður þar afleiðandi opt fyrir miklum skaða
á efnum sínum. Hann þarf að borga það allt
út frá sér, sem hann borgar þeim, er smíða fyrir
hann, og verður honum það útdráttarsamara, en
ef hann gæti gert það sjálfur eða heimilismenn
hans.
Allt þetta stafar af því, að fátækir menn í
uppvextinum hafa enga mögulegleika til að læra
nokkurt handverk, og verða að fara alls á mis í
því efni, því ekki er fyrir fátæka pilta að ganga
að þeim afarkostum, sem handverksmenn bjóða
hér á landi.
Sama er að segja um kvennþjóðina. Margar
húsmæður kunna hvorki að hirða um mat né búa
til föt handa sér og sínum, sökum vankunnáttu
og efnaskorts í uppvextinum.
Um þessa vankunnáttu alþýðu hugsar enginn;
aldrei er hreyft við því á alþingi að stofna iðn-
aðarskóla hér á landi, svo alþýðu gefist kostur á,
að læra með betri kjörum, en hún hefur átt að
sæta hingað til.
Nú sem stendur eru hér á landi: 1 latínu-
skóli, 1 læknaskóli, 1 prestaskóli, 3 kvennaskólar,
4 búnaðarskólar og 2 gagnfræðaskólar, en enginn
einasti iðnaðarskóli. Allir kennarar þessara
skóla, taka laun sín af opinberu fé, og á mörgum
þessum skólum, er nemendunum veittur styrkur
til að læra, og fá þeir hann af opinberu fé.
Þetta er allt gott, en það má ekki hallast of
mikið að einu (nfl. bókmenntunum). Bókmennt-
ir Islendinga færast alltaf í vöxt, en iðnaður þeirra
færist lítið áfram. Það hefði verið mikil bót, þó
ekki hefði verið nema einn iðnaðarskóli hér á
landi, og verið kennd á honum algengustu hand-
verk, t. d. trésmíði, járnsmlði, skósmíði, söðla-
smíði, bókband og málun og hefðu kennarar
á iðnaðarskóla átt að vera kostaðir af opinberu
fé, og fátækum nemendum veittur opinber styrk-
ur til að læra hvaða handverk, sem þeir hefðu
helzt kosið.
Um þetta ástand alþýðu ættu menn að fara
að hugsa, og skoða gaumgæfilega í huga sér ástand-
ið í því verklega hér á landi.
Búnaðarskólarnir eru alls ónógir; það þarf að
gera fleira en slá og raka, slétta tún og hirða
gripi o. s. frv. Menn þurfa að hafa verkfæri og
hús o. m. fl.