Þjóðólfur - 01.11.1901, Síða 3
207
Eptir því sem menn kunna fleiri handverk,
eptir því gengur búnaðurinn betur, og eptir því
verða húsakynni betri og þrifnaður meiri, því
óhætt er að segja, að ekki færi eins margt aflaga
eins og fer á heimilinu, ef heimilismenn sjálfir
gætu gert flest, sern heimilinu kemur við.
Þess er óskandi, að einhver láti til sín heyra
um þetta mál í blöðunum, þvt ef það bóklega
þarf að taka gagngerðri breytingu til batnaðar, þá
þarf það verklega þess ekki síður.
Niagara-fífiin.
(Eptir Bibliothek der Untcrhaltung und des Wissens).
Fyr á dögum var auðveldara að verða fræg-
ur fyrir íþróttir heldur en nú. Nú á tímum eru
óbreyttir skósmíðanemar farnir að rlða hjólhest-
um og hver skóladrengur er farinn að leika fót-
boltaleik. En hvernig eiga fþróttamenn þá að
fara að afla sér frægðar nú á tímum? Með því
að fremja þær íþróttir, sem ekki eru allra með-
færi. Fyrir því hafa Englendingar tekið að leika
knattleik á hestbaki og þess vegna var aptur byrj-
að í Frakklandi á loptförunum; því að það er á
fæstra færi að ala knattleikshest eða eiga lopt-
far. Nú leika allir auðugir Englendingar þenn-
an knattleik og frakknesku greifarnir keppast hver
við annan að sigla í loptinu frá París til Svíþjóð-
ar, Rússlands, Spánar eða Norður-Afríku.
I Ameríku veitir fífldirfskan sumum mönnum
annaðhvort gnægð fjár, orðstír og umtal eða þá
beinbrot og örkuml og jafnvel bráðan bana. Einn
veðjar 10,000 dollurum um það, að hann skuli
hlaupa út af Brooklyn-brúnni miklu beint á kaf
niður í vatnið; og maðurinn gerir það og vinn-
ur annaðhvort 10,000 dollara eða rífur í sund-
ur á sér magann. Annar veðjar um, að hann
skuli hanga 40 mínútur á höndunum eða hlaupa
þvert yfir járnbraut rétt fyrir framan lestina,
er hún fer með fullum hraða, eða hann skuli
hlaupa út úr loptfari á nýju fallhlífinni eða fara
í tunnu yfir hringiðuna í Niagara, því að þá kall-
ast hann meistari Ameríku og verður stórfrægur
maður. Og íþróttamaðurinn ameríski leggur ó-
hræddur út í hættuna og næsta dag segir svo frá
því í öllum blöðum, hve meistaralega hann vann
veðmál sitt eða hve Ameríka finni til sárrar
sorgar yfir því, að mr. N. N. var masaður 1
sundur af járnbrautarlestinni, handleggsbrotnaði
og hryggbrotnaði, hálsbrotnaði og hryggbrotnaði
eða katnaði í tunnunni sinni í hringiðunni í Nia-
gara. Einkanlega leikur mönnum sífellt mikill
hugur á Niagara.
Þegar 1856 gat franski línudansarinn Blondin
sér frægð og frama með því að ganga yfir foss-
inn á streng. Arið 1860 ítrekaði hann þessa þraut
fyrir hundrað þúsundum áhorfenda. Fyrst gekk
hann slyppur yfir strenginn, sem var 1200 fet á
lengd. Þvínæst fór hann aptur út á miðjan streng-
inn og bar þá ýms eldhúsgögn og dálítinn stól.
Síðan settist hann niður, kveykti á eldavélinni,
bakaði sér eggjaköku. borðaði hana, tók dót sitt
saman aptur og hélt svo áfram ferð sinni. I þriðja
skiptið, sem hann fór yfir um, bar hann mann á
bakinu. Maðurinn var bláfátækur aumingi, og
hugði hann því, að ekki væri verra að drukkna
í Niagara heldur en deyja úr hungri í New-York,
og þarna var þó ekki örvænt um, að hann gæti
unnið sér inn 500 dollara og orðið kunnurmað-
ur þar á ofan. Hann hét Mouton og fullyrti, að
hann væri afkomandi Triboulets, hins alkunna
hirðfffls Frans I. og Maríu Stúart. Hann lifir enn
og er vindlasali í Lundúnum, en hann má ekki
minnast á förina yfir Niagara, því hann segir, að
sér sortni fyrir augum, er hann hugsar til þess.
Blondin er nú dauður fyrir mörgum árum.
Þessi fífldjarfa þraut Blondins hefur einungis
einu sinni verið leikin eptir. Það gerði ítalska
línudansmærin María Spelterina, árið 1876. En
eptir línudansmærina komu aðrir íþróttamenn.
Árið 1879 veðjaði Ameríkumaður einn, ec
Peer hét, um það, að hann skyldi hlaupa út af
brúnni, sem liggur yfir iðuna fyrir neðan Niagara-
fossinn.
Menn héldu, að hann væri brjálaður, en Peer
vissi, hvernig hann skyldi fara að. Hann batt
blýlóð við fæturna á sér, en í hendinni hélt hann
á snúru, sem hann einungis þurfti að kippa í til
þess að blýlóðin losnuðu. Svo hljóp hann út af
brúnni og var alveg þráðbeeinn í loptinu. Það
heyrðist hvellur, eins og þegar skotið er af byssu,
þegar hann kom við yfirborð vatnsins. Hann
sökk 50 metra undir yfirborðið, en skaut svo upp
aptur og hafði hann þá einungis lítilvæg sár á
fótunum.
Þar sem vatnið úr báðum fossunum rennur
saman hér um bil 3000 fet frá brúnni, myndast
geysimikil hringiða, sem vellur og sýður í, eins og
í sjálfu Víti. Matthew Webb, frægur enskursund-
maður reyndi að synda í gegnum hana og hafði
að eins korkbelti utan um sig. Hann drukknaði
og llkið fannst ekki fyr en löngu síðar stórskadd-
að. Sumum, sem síðar hafa fetað 1 fótspor hans,
hefur heppnazt það betur.
Árið 1887 smíðaði Davíð Graham, beykir í
Fíladelfíu tunnu og innan í hana festi hann gúmmí-
svæfla og haglegt jafnvægistól; hún hélzt sífellt
upp á endann 1 vatninu. Efst á tunnunni vargat,
sem hann gat stungið höfðinu út um. Hann fór
nú í tunnuna og lét hana svo reka niður eptir
fljótinu. Fjórum sinnum tókst honum með heilu
og höldnu að framkvæma þetta áhættuverk. Árið
eptir léku þau mr. Hatzleff og miss Allen sömu
listina. Fóru þau bæði í tunnu, sem lá langsum
í vatninu. Þau voru einnig heil á hófi, en ekki
vildu þau fyrir neinn mun endurtaka þessa þraut.
Þau voru búin að fá meir en nóg af henni.
Sundmanninum John Lincoln Soules tókst
litlu betur en Mathew Webb, er hann reyndi að
synda yfir hringiðuna árið 1892. Þrátt fyrir afl
sitt og sundkunnáttu kastaðist hann upp að klett-
unum; hann komst að vísu lífs af, en lifði við
örkuml alla æfi.
Sama árið byggði Robert Flack frá Kanada
bát, er hann ætlaði að róa á í gegnum iðuna.
I júlímánuði reri hann út á fljótið og og lét bát-
inn reka með straumnum niður eptir. En óðara
en hann kom inn í iðuna, hreif hún bátinn og
keyrði bæði hann og eigandann í kaf og þarna
drukknaði hann fyrir augum margra þúsunda
manna og þar á meðal konu sinnar og barna.
En þó að honum heppnaðist þetta eigi tókst
manni, er Nielsen heitir það í fyrra sumar. Hann
er Ameríkumaður, en af dönskum ættum. í fimm
ár vann hann að bátsmíðinni og var loks full-
búinn í fyrra vor ; í júlí reri hann gegn um hring-
iðuna og ávann sér þannig ameríska frægð.
Niagara hefur nú um langa hríð dregið að
sér athygli íþróttamannanna framar öðruoggerir
það sjálfsagt um langan aldur enn þá, því að
ávallt verða nógir til, sem leggja vilja lífið í söl-
urnar til þess að afla sér fjár og frama.
Ameríkumenn kalla þetta íþróttir og þá, sem
þær vinna Niagarahetjurnar. En sumum kynni ef
til vill að virðast, að réttara væri að kalla það
heimskuleg glæfraverk og menn þessa »Niagara-
flflin«.
(Aðsent.)
Mikið óttalegt óskapa-voðabull er hún, greinin hans
„bróður" Indriða í síðasta blaði „ísafoldar" þessa
eina hagfræðings, sem þeir Valtýingar eiga á papp-
(rnum. — Skyldi aumingja maðurinn aldrei fá sið-
ferðislegt sálarþrek til þess að láta af þessari leið-
indadellu, sem jafnframt sómir sér illa í sorpdálkum
„Isafoldar"? —
Þessi siðprúði „bróðir" hefur gert sig sekan
um meira en litla ósamkvæmni, er rétt þykir að
benda honurn á, ef vera mætti, að hann gæti skilið
það. í fyrra „sló hann sér til riddara" á veðdeild-
arbréfunum. Fylltist gæðingurinn spámannlegum
anda og spáði því, að þau myndu ekki seljast meira
én fyrir 85%. Samdi hann svo langa og hjartnæma
hugvekju um hið hryggilega ástand bankans — og
hafði þennan spádóm sinn að texta.
En bíðum við nú við!
Svo gerðust þau tíðindi nú ( haust, að banka-
stjórinn brá sér utan og seldi veðdeildarbréfin fyr-
ir 99%.
Svona reynast þeir traustir og áreiðanlegir, spá-
dómar sumra falsspámannanna á stundum!
En sá „vfsi" Indriði þurfti meira að segja um
bankamálið. Hann gat ekki Iært að þegja af þess-
um hrakförum sínum.
Hann skrifar í „ísafold" síðast, þessa haldgóðu
ruslaskrínu þeirra Hafnarstjórnarmanna. Þar segir
hann, að veðdeildarbréfin hefði átt að selja fyrir
125%, þótt hann í fyrra teldi ekki hugsanlegt að
selja þau við meira verði en 85%!
Ó; sú dásamlega samkvæmni hjá þessum mesta
riddara allra valtýskra fjármálariddara vorra! O,
hve sælir eru þeir Hafnarstjórnarmenn að eiga slíkt
leiðarljós ( fjármálunum! Viðarr.
Veitt prestakall.
Hjarðarholt í Dölurn er veitt séra Ólafi Ólafs-
syni á Lundi, með þv( að kosning varð ólögmæt.
Manntal.
I dag fer fram hér í Reykjavík og anrtarstað-
ar um land allt hið fyrsta allsherjar manntal á
nýju öldinni, eptir nýju og (tarlegu formi, en lítt
handhægu. Hafa eyðublöð til manntals þessa
verið prentuð í Kaupm.höfn, mjög fyrirferðarmik-
il og þung í vöfunum, svo að rnargar hestklyfjar
hefur orðið að senda í sum fjölmennustu prófasts-
dærni landsins. Hefðu eyðublöð þessi getað verið
rniklu hagfelldar gerð og þó kontið að sömu notum.
Hér í Reykjavík eru um 50 manns skipaðir til
að taka manntalið og skipta þeir bænum á milli
sín. Dálitlum ruglingi getur það valdið, að báð-
ir strandferðabátarnir »Hólar« og »Skálholt« eru
ókomnir með fjölda fólks, sem hér er heimilis-
fast. Auðvitað á að taka manntal á þeim á þeirri
höfn, sem þeir eru staddir í dag, eða þar sem
þeir koma fyrst við eptir 1. nóv. Verður því
bæjarfógeti hér að gæta þess er skipin kóma, að
engum verði hleypt í land, fyr en búið er að yfir-
heyra og skrásetja alla skipshöfnina, ef þess gerist
þörf, og getur staðið alllengi á þeirri uppskript,
ef farþegar skipta hundruðum.
EPTIRMÆLI.
Priðjudagskveldið 29. okt. andaðist hér í bæn-
um, að heimili sonar síns, merkismaðurinn 7'orfi
Tímóteusson, eptir þunga og all-langa sjúkdómslegu.
Torfi var fæddur að Skarðshömrum í Norðurár-
dal, 21. maí 1828. Faðir hans var Tímóteus bóndi
þar, og á Glytstöðum (f. 3. ág. 1797), Torfason bónda
á Hreðavatni, Jónssonar bónda samastaðar, hrepp-
stjóra Norðdæla (-j- 15. júh' 1785), Jónssonar. Móðir
Torfa á Hreðavatni kona Jóns hreppstjóra, var Guð-
ríður (eldri), Torfadóttir bónda á Hreðavatni (-j- 1730),
Arnbjarnarsonar, Jónssonar, og bjuggu þeir Iangfeðg-
ar hver eptir annan á Hreðavatni. Móðir Tímóte-
usar, kona Torfa Jónssonar, var Halldóra Jónsdóttir
úr Kiðey, Ketilssonar prests í Húsavík (J- 1778),
Jónssonar. Var Magnús sýslumaður Ketilsson föður-
bróðir Halldóru.
Móðir Torfa Tímóteussonar, kona Tímóteusar,
vat Guðrún (f. 5. marz 1795) Þorgilsdóttir bónda á
Dýrastöðum (f. 1755, -j- 26. maí 1819), Markússonar
bónda á Hvítskjaldarhóli í Sökkólfsdal, Símonarson-
ar. Þorgils kvæntist á Hvassafelli í Norðurárdal 23.
júlí 1792, og var kona hans, og móðir Guðrúnar,
Þóra (f. 1761, -j- 31. des. 1846), Ólafsdóttir bónda á
Hreðavatni, er drukknaði þar í vatninu (um 1770),
Gíslasonar bónda á Fróðastöðum (•}• 1746), Ásmund-
arsonar á Bjarnastöðum (1708), Ólafssonar, Helga-
sonar (Jökla-Helga), Ólafssonar, Sveinssonar. Kallast
ætt sú, er komin er frá Gísia Fróðastaðaœtt, og ein
af betri bóndaættum um Borgarfjörð. Móðir Ólafs
Helgasonar var Sigríður Vigfúsdóttir bónda ( Kal-
mannstungu, Jónssonar, þess er veginn var í Síðu-
múla 1571, Grímssonar. Eru ættir þær allar merk-
ar, og mætti telja þær miklu framar en hér er gert.
Torfi Tímóteusson ólst upp á Skarðshömrum,
hjá foreldrum sínum, og kvæntist 3. okt. 1850, Guð-