Þjóðólfur - 29.11.1901, Side 1
4
ÞJÓÐÓLFUR.
53. árg.
Reykjavík, föstudaginn 29. nóvember 1901.
Nr. 56.
Biðjið ætíð um
OTTO MÖNSTED’S
danska smj örlíki
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru
og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst lijá k a u p m ö n n u n u m .
Ban kamálið
Og
Björn Kristj ánsson.
Þeir prímenningarnir, Indriði Einarsson, Björn
Kristjánsson og ritst. Isafoldar fylgjast trúlega að
ætlunarverki sínu. I. E. gefur út villandi og ósanna
reikninga um landsbankann, B. Kr. gefur villandi
og ósannar skýringar um veðdeildina og seðla
landsbankans, og svo labbar Isafold út um allt
land með þessa hollu fæðu til lesenda sinna, án
þess ritstjórinn með einu orði geri nokkra leið-
rétting við það, sem búið er að sýna og sanna,
að rangt sé, og sem hann sjálfur hlýtur að viður-
kenna að sé ósatt. —
B. Kr. segir í ísafold 72. tölubl. „Það er aug-
ljóst, að landssjóður hefur vegna bankaseðlanna
misst það lánstraust hjá Dönum, sem landssjóður
annars ætti skilið". Og svo segir hann, að þetta
vantraust sé því valdandi, að bankavaxtabréfin séu
í svo lágu verði, og hafi svo lítið traust erlendis.
Allt er þetta ósatt og heilaspuni. —
Þeir af Dönum, sem nokkuð þekkja til ís-
lands og hugsa um hag þess, hafa gott álit á efna-.
hag landssjóðs og bankans. Það sýnir sala banka-
vaxtabréfanna í haust, og ummæli þjóðbankans
danska. I skjali hans til stjórnarinnar, sem þingið
hafði til álita næstl. sumar standa þessi orð: „ H i ð
núverandi gróða fjárhagsástand landsbánk-
ans og landssjóðs".
Traust það, er menn hafa á bankaseðlunum
byggist að nokkru leyti á ábyrgð landssjóðs,
en að mestu leyti á reynslu þeirri, er menn
hafa fengið á peningaviðskiptaþörfinni í landinu.
I áminnstu skjáli þjóðbankans, álítur hann að
hættulaust sé, að gefa út 1,000,000 kr. í seðlum upp
á ábyrgð landssjóðs; og hver innlendur maður, sem
er nokkurn veginn viti borinn og þekkir dálítið
peningaþörf landsmanna, verður að játa, að lands-
sjóður á eigi krónuvirði í hættu, meðan hann
ábyrgist ekki meira en 750,000 kr. í seðlum, og
sízt ættu þeir menn að tala um hættu landssjóðs,
vegna ábyrgðar hans á 3/4 milj. kr í seðlum, sem
eru að útmála fyrir alþýðu, hve ómetanlegt tjón
landið bíði við það, að eigi er til 1 landinu banki
með 3—4 milj. kr. í seðlum. En það er fastur
vani B. Kr., að búa til svo ínikið víravirki utan
um mótsagnirnar, að lesendunum sést yfir þær,
við fljótan yfirlestur.
Ef landssjóði liggur á lánstrausti, þá snýr hann
sér til þeirra manna, sem hafa peningaráð og
þekkingu á peningaveltu, og er eg sannfærður
um, að enginn þeirra nuindi þá lýsa vantrausti
á landssjóði vegna bankaseðlanna, eins takmörk-
uð og útgáfa þeirra er, en þar á móti gæti harð-
æri og þar afleiðandi minnkandi tekjur landsjóðs,
ef til vill, veikt traustið á landssjóði, ef um nokk-
urt vantraust væri að ræða. Reyndar er allt skraf
B. Kr. um vantandí lánstraust landssjóðs rugl og
vitleysa; hann hefur ekki leitað láns, en sú litla
reynsla, sem eg hef 1 því efni, fer í gagnstæða
átt. Því þegar eg næstl. haust talaði um 1 mi]j.
kr. lán til landsbankans, þá lá það samstundis
laust fyrir, ef hann gæti sett veð, eða ef lands-
sjóður ábyrgðist,
Þar sem B. Kr. er að vitna til reynslu annara
landa, að óinnleysanlegir bankaseðlar hafi orðið
þeim til falls, þá eiga slík dæmi ekkert við það
mál, sem hér er verið að ræða um, því óinnleys-
anlegir seðlar hafa því að eins orðið til tjóns, að
ofmikið hefur- verið gefið út af þeim, en eg hef
eigi farið fram á, að fjölgað væri seðlum þeim,
sem landssjóður tryggir, heldur að eins að gefnir
séu út nýir innleysanlegir seðlar, gegn fullrfægj-
andi trygging í gulli.
B. Kr. segir enn fremur, „að bankavaxtabréfin
séu í lágu verði vegna vantrausts manna á lands-
sjóði, sem bankaseðlarnir eru orsök í“. Fyrst og
fremst eru það bein ósannindi, að bréfin séu í
lágu verði; af þeim er selt yfir •/2 milj. kr., þar
af er mestur hluti með fullu ákvæðisverði og hitt
1% lægra, og 1 öðru lagi væri vantraust á lands-
sjóði engin orsök í því, þótt bankavaxtabréfin
seldust með miklu lægra vcrði.
Nú er þegar búið að lána út í veðdeildinni
900,000 kr. og verður innan skamms tfma búið að
lána þær 1,200,000 kr. sem veðdeildinni er með
lögum frekast leyft að lána. Þegar svo er kornið,
má óhætt fullyrða, að veðið fyrir 1 milj. og 200,
000 kr. verði eptir virðingarverði 3 milj. kr. Við
hliðina á þessu veði leggur landssjóður fram, til
enn frekari tryggingar 200,000 kr. í verðbréfum.
Af þessu sést, að trygging landssjóðs er að eins
J/i6 hluti af þeirri tjg-ggingu, sem bankavaxtabréfs-
eigendur hafa fyrir bréfunum, svo nærri má geta
hvort kaupendur binda verð bréfanna eingöngu
við það, hvort landssjóður ábyrgist 3/4 milj. kr. í
bankaseðlum, sem í raun 'réttri hafa næga trygg-
ing í peningaþörf landsmanna. Þetta ætti B. Kr.
að vita, svo það lítur þannig út, sem hann móti betri
vitund sé að kasta því ryki í augii alþýðu, að
landssjóður taki á sig þeim mun meiri ábyrgð,
sem meira er selt af bankavaxtabréfunum út úr
bankanum, annars væri það minnkun fyrir hann,
sem þingmann, að þekkja ekki betur lögin og
málefni það, sem hann er að rita um.
Það eru fasteignaveðin og skuldabréf lántak-
enda veðdeildarinnar, sem er aðaltryggingin fyrir
eigendur bankavaxtabréfanna. Eg get búizt við
því, að ekki líði á löngu áður en I. E. og B. Kr.
sýna í verkinu, að þeir eru á sömu skoðun. Því
þegar þeir gera nýtt áhlaup til að reyna að fella
verð á verðbrétum veðdeildarinnar (bankav.br.),
þá nntni þeir eigi byrja á ástandi landssjóðs, held-
ur á fasteignaveðunum, t. d. reyna að telja mönn-
um trú um það, að skuldabréf lántakenda veð-
deildarinnar séu ólögleg eða vitlaus, ofmikið lán-
að út á veðin, ísalög og harðæri mikið í landinu
og fólksflutningar miklir til Ameríku, svo þar af
leiðandi standi hús auð og jarðir í eyði; þess
vegna sé trygging bankavaxtabréfanna ófullnægj-
andi, og menn verði að gæta sín, að gefa elcki
mikið fyrir bréfin. Þeir vita, að þetta skilja út-
lendir menn og hræðast það. En þótt þeir tali
um ábyrgð landssjóðs á nokkrum bankaseðlum
þá skilja aðrir það ekki, og draga að þeim dár
og spott fyrir slíkan framburð.
B. Kr. flytur þá kenningu þvert ofaníreynslu
allra landa, að seðlaútgáfurétturinn lé lftils virði,
svo skaðinn sé enginn þó landið sleppi honum.
Að sönnu lítur svo út, sem margir af meðmæl-
endum „stóra bankans" hefðu sömu skoðun á al-
þingi í sumar, þar sem þeir vildu gefa stofnend-
um hlutabankans seðlaútgáfu réttinn til 30 ára,
sem getur orðið yfir 1. miljón kr. virði, og gerðu
sig ánægða með, fyrir landsjóðs hönd sýnilega
minna árgjald frá hlutabanknnum, en landið hefur
tekið undanfarin ár, af sinni eigin peningastofn-
un. Svona langt kemst Valtýskan og ísafoldar
ofstækjan, þegar þær spenna bogann hátt. —
B. Kr. ráðgerir að árstekjur landsbankans af
750 þús. kr. íseðlumvetði 27,000 kr., banka kostn-
aðinn gerir hann um árið 25,688 kr. Þar af læt-
ur hann sparisjóð og veðdeild bera 6,000 kr., og
bankann 19,688, tæpar 7,500 kr. verða þá eptir,
sem bankinn þarf lögum samkvæmt að greiða
landssjóði. Af þessum reikningi sézt, að ágóðinn
af seðlaútgáfunni ber því nær öll útgjöld bankans
svo það er þá eptir reikningi B. Kr. sjálfs, ágóð-
anum af seðlaútgáfuréttinum að þakka, allt það
gagn, sem landsbankinn hefur gert í 16 ár síðan
hann var stofnaður. Þó segir B. Kr., að seðlaút-
gáfuréttur sé lítils virði og rnegi fara, Fáir eru
þó svo illviljaðir landsbankanum, að þeir eigi játi,
að hefði bankinn eigi verið stofnaður enn þá, þá
væru færri húsin 1 Reykjavík, þilskipin færri á
höfninni og framfarirnar minni útumlandið. Það
er eigi sennilegt, að öllum þeim peningum, sem
hafa farið úr bankanum út um landið, hafi verið
illa varið, svo að þeir ekkert. gagn hafi gert. —
Auk þess gagns, sem bankinn hefur gert öðruni