Þjóðólfur - 29.11.1901, Page 3

Þjóðólfur - 29.11.1901, Page 3
219 Alþýðufræðsla stúdentafélagsins, Stúdentafélagið bað styrks af alþingi í sumar er leið, til þess að hefja háskólafræðslu fyrir a}- menning. Þótt það fengi hvergi nærri svo mikið sem um var beðið og til þurfti, synjaði þingið þó ekki algerlega styrksins. Það veitti félaginu 300 kr. til þessa fyrirtækis. Nú hefur bæjar- stjórnin í Reykjavík verið svo góðfús, að hún hef- ur léð félaginu ókeypis húsrúm til alþýðufræðslu í barnaskólahúsinu og veitir því ókeypis hita og ljós. — Félagið hefur sett nefnd manna til að annast framkvæmd þessa máls. í henni eru þeir Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn M. Ólsen forstöðu- maður lærða skólans, Guðmundur Björnsson hér- aðslæknir, Jón Magnússon landshöfðingjaritari og Þórhallur Bjarnarson forstöðurnaður prestaskólans. — Alþýðufræðsla félagsins verður á tvennan hátt í vetur. I. Alþýðufyrirlestrar verða haldnir á sunnu- dögum eins og að undanförnu. II. Fyrirlestra- flokkar tveir eða þrír verða haldnir um jafnmarg- ar fræðigreinar. Verða þeir ha'dnir í barnaskól- anum og geta 30 manns fengið aðgang að hverj- um flokki. Þessari kennslu verður svo hagað, að kennarinn fer yfir grein sína í þrem til átta fyr- irlestrum, en ver slðan nokkrum tímum til að ryfja upp aptur með nemendum. En sér til minnis fær hver áheyrandi yfirlit yfir aðalatriðin 1 öllum flokkinum, en gefst síðan tækifæri til að spyrja kennarann um það, er nemanda er eigi ljóst, þegar kennarinn ryfjar upp aptur. Fyrsti flokkurinn hefst í byrjun næsta mán- aðar. Segir Þórhallur Bjarnarson prestaskóla- stjóri sögu Islands í 8 fyrirlestrum og ver fjórum kvöldum til að ryfja upp aptur. Þeir sem vilja verða þessarar kennslu aðnjótandi eiga að skrifa nöfn sín á lista í búðinni hjá Sigfúsi Eymunds- syni. En á mánudaginn kemur geta þeir fengið aðgöngumiða á sama stað. Kostar hann 1 krónu og gildir fyrir öll tólf kveldin. Alþýðumenn og sveitamenn, er hér dvelja vetrarlangt verða látnir sitja í fyrirrúmi, jafnt konur sem karlar. — Er það einsætt fyrir alla þá, er fengið geta-, að sæta þessum kostakjörum. Sunnudagafyrirlestrarnir hefjast svo fljótt, sem því verður við komið, og mun það verða aug- lýst i blöðum og á götum úti. Fá orð um strandferðir. Eins og öllum mun ljóst, á strandferðabáturinn „Hólar" að koma við í hverri ferð á Breiðdalsvík, eins og líka eðlilegt er, því síðan fastaverzlunin kom hér eru hingað og héðan töiuverðir vöruflutningar, líka ýmislegur annar flutningur og ferðafólk. Það er því mjög tilfinnanlegt, þegar skipið fer hér fram hjá, eins og það hefur gert tvívegis í sumar. I bæði skipin beið hér fólk, sem ætlaði með skipinu, en sem varð að fara landveg með ærnum kostnaði. Þetta kom líka fyrir í fyrra sumar, og þá biðu hér milii 10 og 20 manns. Engum getur blandazt hugur um það, að réttur vor íslendinga er borinn fyxir borð með því að líða skipstjórunum það skeytingarleysi að fylgja ekki á- ætlun skipanna. Eða til hvers eru þessar áætlanir, þegar þeirn er eigi fylgt? Eg er sannfærður um, að í öðrum siðuðum löndum væri sá skipstjóri rek- inn frá, sem leyfði sér að brjóta áætiun hvað eptir annað án nokkurra verulegra orsaka. En íslend- ingum má allt bjóða, og það eins fyrir það, þótt þeir kaupi þessar ferðir dýrum dómum. Þessu til frekari sönnunar skal eg geta þess, að þegar Sunn- lendingar koma með skipinu hingað austur til að leita sér atvinnu, þá fá ekki nema embættismenn og kaup- menn að koma um borð, og með því er þessum at- vinnulausu mönnum fyrirmunað að ráða sig hjá bændum, og verða því annaðhvort að halda áfram með skipinu, eða eiga á hættu að fara óráðnir í land, sem opt hefur orðið til þess, að þeir hafa flækzt fram og aptur atvinnulausir. Sama er að segja um vinnuveitendur hér eystra ; þeim er á þennan hátt alveg fyrirmunað að ráða sér sjómenn. Þeir hafa því neyðzt til að ferðast marga daga suður, á móti skipinu, til þess að verða farþegar með því aptur austur og ráða sér menn á leiðinni. I vor kom t. d. maður alla leið austan úr Borgarfirði hingað suður í Breiðdal til að ráða sér sjómenn; surnir hafa meira að segja farið alla leið suður til Reykjavíkur. Allir hljóta að sjá, hve þetta er óeðlilegt, erfitt og kostnaðarsamt, enda eru bæði Sunnlendingar og Austfirðingar mjög óánægðir með þetta háttalag skipstjórans; en það er eins og enginn þori að kvarta eða láta opinberlega til sín heyra, rétt eins og þessi Jacobsen sé óaðfinnanlegur f alla staði. Mér dettur í hug hundadagakonungurinn sálugi, sem hræddi alla til að lúta sér þegjandi. Það virðist einnig fremur óviðfeldið, að menn, sem hafa brýnt erindi um borð, skuli eigi fá að koma upp á skipið, og fyrir það sama líða stórtjón; því eigi er ætlð þægileg, að klára peningasakir og skrifa kvittanir niður í skipströppu, hvernig sem veður er, en þetta hefur þó kornið fyrir. Það er enn fremur ólíðandi, að skipstjórarnir á þessum strandbátum Iáti svo óðslega á viðkomustöðunum, að naumast sé hægt að afgreiða þá, hversu rösklega sem að því er gengið og enda hlaupi frá óútskipuðum vörum, eins og átt hefur sér stað. Af þessu flýtur, að af- greiðslumenn verða ófáanlegir; líka er það óregla, sem aldrei ætti að eiga sér stað, að afgreiða þessi skip um næturtíma, þvi bæði getur af því hlotizt manntjón, þar sem vont er skipalægi, og svo er það næsta óþægilegt fyrir vesælt fólk og fjölskyldur með ung börn að rífast upp á nóttunni til að komast um borð, hvernig sem veður er. Eg get alls eklci trúað öllum þeirn sögum, sem eg hef heyrt um Jacobsen; en hver sá, sem ferð- azt hefúr með „Hólum" og séð, hve aumingja Sunn- lendingárnir og fleiri hafa orðið að þola honum. getur vissulega trúað miklu, þótt hann eigi þreyfi á, og eg hugsa, að hér ætti nógu vel við, sem mað- urinn sagði við konunginn forðum: „ Það er píslar- sagan öfug; þar leið einn fyrir alla, en hér Iíða allir fyrir einn“. Því verður ekki neitað, að alþing hefur leitazt við að bæta samgöngurnar í kringum strendur lands- ins. En það er eigi nóg, að kasta 50 þúsund krón- um I vasa gufuskipafélagsins; það verður jafnframt að skora fastlega á stjórnina að sjá um, að félagið uppfylli skyldu þá, er á því hvílir, bæði með því, að það láti skipstjóra sína fylgja áætlun skipanna, og þeir sýni fólki öll „þægilegheit" í öllum grein- um, svo að strandferðirnar komi að tilætluðum not- um. En dugi það eigi, þá er að snúa sér til ann- ara með strandferðirnar, því um nóga er að velja, sem mundu fúsir á að taka slíkar ferðir að sér, og það fyrir minna en þetta afarháa gjald, sem íslend- ingar nú offra gufuskipafélaginu danska. Þverhamri, 27. okt. 1901. Ari Brynjúlfsson. . * Það er sjálfsögð skylda blaðanna að gefa mönnum kost á, að láta í ljósi opinberlega óánægju sína yfir ýmsum misfellum í öllu því, er almennings- hag varðar, einkum þá er menn hafa djörfung til að koma fram hreint og beint, en skríða ekki I dul- argerfi, eins og því miður mörgum hættir við, þegar þeir eru að finna að einhverju hjá náunganum. Vér höfum því ekki viljað synja hinum heiðraða höf. rúms fyrir þessar aðfinningar sínar, er sjálfsagt eru á rök- um byggðar, að því er strandferðabátana snertir. En nokkuð óbilgjarnan hyggjum vér höf. í garð kapt. Jacobsens, er reynzt hefur mörgum farþegum vel að sögn, og er mjög ötull skipstjóri. En engum er unnt að gera svo öllum líki, og staða skipsljóra á strandferðabátum hér við land er bæði vandasöm og vanþakklát. Ritst. Kaupið ekki köttinn í sekknum, I tímaritinu „Hlín“, sém hr. S. B. Jónsson gef- ur út, las eg nýlega auglýsingu frá honum um am- eríkanska brotplóginn „Canton Clipper". Mælir hann þar fram með plógi þessum, og segir hann vera hentugan á íslenzku þúfurnar „I þess með- höndlun, er kynni að plœgja". Eg hef rcynt þennan plóg, og látið uppi álit mitt um hann, að hann væri mjög óhentngur fyrir vorar kringumstæður (sbr skýrslu mína í Isafold). Það virðist því, sem hr. S. B. Jónsson álíti, að eg kunni ekki að plægja, og skal eg ekki um það þrátta við hann, hver okkar er færari í því starfi, né hvor okkar ber meira skynbragð á, hver jarð- yrkjuáhöld oss eru hentug, en eg verð hér að eins að taka það fram, að plógar þessir eru alveg óhœf- ir til að plægja með þúfur, og ætti því enginn að kaupa þá. Eg skrifa þetta ekki til þess að spilla fyrir verzlun hr. S. B. Jónssonar, heldur þvert á móti, þv! plógar þessir ná aldrei verulegri útbreiðslu, en á hinn bóginn vil eg reyna að koma I veg fyrir það, að auglýsing hans og meðmæli kynni að hafa þau áhrif, að einhver keypti slíkan plóg, því það yrði ekki til annars en að styðja þann gamla hleypi- dóm, sem því miður er enn svo algengur, nfl. að ómögulegt sé, að plægja þúfur, og að íslenzku hest- arnir geti ekki dregið plóg. Plægingar hafa hingað til allt of lítið verið tíðkaðar hjá oSs, en vonandi er, að þær fari að ná meiri útbreiðslu, og helzta skily/ðið fyrir þ-ví er, að menn fái hentuga plóga— sem -vinna verk sitt vel, og ekki er ofraun fyrir hest- ana að draga. En það, að vera að reyna að fá menn til að kaupa plóga, sem þeir geta alls engin not haft af, er einmitt sfor í áttina til pess að koma i veg fyrir, að þlœgingar nái útbreiðslu. Eg hef áð- ur bent á '„Ólafsdalsplóginn litla", sem einkar hent- ugan plóg fyrir oss, og þann plóg vil eg ráða mönn- um til að kaupa; en fáist ekki fyrst um sinn nógir plógar frá Ólafsdal, þá eru til ýmsir útlendir plógar. sem eru rniklu betri og þó miklu ódýrari en þetta uppáhald hr. S. B. Jónssonar, og nefni egþaijtil fyrst sænska plóginn, sem hr. garðyrkjumaður Ein^r Helgason hefur útsölu á, og svo ýmsa norska plóga. einkum frá S. M. Lundh & Co í Kristjaníu, og væri miklu nær fyrir hr. S. B. Jónsson, að taka að sér útsölu á þeim, heldur en ameríkönsku plógunum. Eg verð að álíta, að það væri heppilegra fyrir hann, að haga vali verkfæra þeirra, er hann vill selja ept- ir því, hvermg i’erkfœrin reynast hér, heldur en að vera að gylla fyrir almenningi það, sem er alsend- is ónýtt, eða með öðrum orðum, hefur ekkert til slns ágætis nema hátt verð. JÓ7t Jónatansscn. Heimastjórn í vændum. Stjórnarsvarið eða konungsboðskapurinn um stjórnarmál vort kom ekki nú með póstskipinu, sem munnast var líka að vænta, kemur því ekki fyr en með janúarferðinni. Það skiptir eintiig minnstu, hvort hann kemur einum mánuðinum fyr eða síðar, aðalatriðið, að hann flytji oss góð tíðindi. Og þess getum vér fyllilega vænst, eptir því sem horfur málsins núeruytra. Því til styrk- ingar birtum vér eptirfarandi fregn, er Þjóðólfi hef- ur borizt frá áreiðanlegum heimildarmanni í Höfn, eptir að »Laura« fór þaðan, ds. 17. þ. m., en hún er svo látandi: »Sannfrétt má það heita, að Al- berti íslandsráðgjafi hafi látið það í ljós við sannorðan mann, að hann vildi bjóða íslendingum sérstakan ráðgjafa, búsettan i Reykjavík«. Það eru því mjög góðar horftir á, að máli þessu reiði vel af í höndum hins nýja ráðgjafa vors, og að hann bregðist drengilega við sann- gjörnum óskum heimastjórnarmanna, enda mun hann þá geta sér mikinn og góðan orðstír, er seint mun fyrnast hjá þjóð vorri. „Heimastjörn“. Svo nefnist nýr ritlingur, er nokkrir landar vor- ir 1 Höfn hafa gefið út, en dr. Finnur Jónsson er ábyrgðarmaður að. Er þar einkum skýrt frá horf- um stjórnarbótamáls vors ytra, og hvernig ýmsir merkir menn með Dönum hafa litið á það nú síðustu mánuðina (fyrirspurn Krabbes í fólksþing- inu, svar Alberti’s, þýðing á ritgerð eptir J. F. Scavenius í »Samfundet« m. fl.). I ritlingi þess- um, sem er skýrt og skorinort saminn, er lögð alvarleg áherzla á, að nú eða aldrei eigi íslend- ingar að neyta tækifærisins til að fáheimastjórn,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.