Þjóðólfur - 13.12.1901, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.12.1901, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 53. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. desember 1901. Nr. 59 Stefnuskrá Hafnarstjórnarmanna. Afsláttarpólitík Valtýs. Biðjið ætíð um OTTO MÖNSTED’S danska smjörlíki sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst lijá kaupmönnnnum. III. (Síðasti kafli). Naumast getur pólitisk blindni og flokks- ofstæki gengið öllu lengra en það, að berjast fyrir þvímeð hnúum og hnefum, að hin eina peningastofn- un, sem landið á verði lögð niður, og fjármál lands- ins fengin útlendingum í hendur. En þetta er í fullu samræmi við útflutnings- og afsláttar póli- tik foringja Hafnarstjórnarmannanna, dr. Valtýs. Allt burtu, allt afmáð, sem á þjóðlegri rót stend- ur, landsbankinn ekki síður en skólarnir. Þar er allt á sönni bókina lært. Og svo mikið vilja mennirnir til þess vinna, að vér verðum erlendra auðmanna undirlægjur í peningamálum, að land- sjóður á að afsala sér þeirn rétti, sem hjá öllum þjóðum er talinn svo afar arðsamur og rnikils- verður, að engri þjóð í heimi, hversu ræfilsleg og ómennileg sem hún væri mundi koma til hugar að afsala sér honum í útlendra manna hendur. Þessi réttur er seðlaútgáfurétturinn, sem þeir Arnt- zen og Warburg hafa verið að seilast eptir í ákafa og fengið til þess dyggilega hjálp hjá Vaitý og flokksmönnum hans, en örfáum öðrum. Hafnarstjórnarmenn hafa verið einkar hróð- ugir af því nú upp á síðkastið, að 4 heimastjórn- armenn í neðri deild greiddu atkv. með rnálinu, er það var afgreitt til efri deildar í sumar, enda þótt gert væri ráð fyrirniðurlagningu Landsbank- ans í því frv. Þær ástæður munu liggja til þess, að úr kjördæmum sumra þessara þingmanna að minnsta kosti munu hafa komið fram óskir um að þm. væru stórabankamálinu fylgjandi. Einn þessara þm. gerði og sérstaka grein fyrir atkvæði sínu (sbr. þingtíðindin) á þann hátt, að hann vildi gefa efri deild kost ájað athuga málið. Auk þess var forseti neðri deildar (Kl. J.) málinu hlynntur (vegna útibús á Akureyri ?). Þetta sýnir að eins, að heimastjórnarmenn héldu ekki eins vel hóp í málinu eins og hinir, því að enginn einn einasti úr Valtýsflokknum hafði neitt við Warburgs banka- málið að athuga, og sýnir það ljósast, hversu það mál er gert að eindregnu flokksmáli þeirra meg- inn. Sá flokkur veit og skilur það réttilega, að þetta er kvistur af sömu rót og Hafnarstjórnin þeirra, en fáeinum heimastjórnarmönnum virðist það því miðurekki fullljóst enn, og er það hrap- arleg missýning. En þeim mönnum fer stöðugt fækkandi, eptir því sem málið skýrist betur. Ritstjóri þessa blaðs og þeir 5 þingmenn aðr- ir, er atkvæði greiddu gegn bankafrv. út úr neðri deild í sumar, munu hvorki blikna né blána, þótt föðurlandsvinurinn(!) Einar Hjörleifsson sé að skæla sig yflr þeirri atkvæðagreiðslu að sögn í »Norðttrlandi« þeirra Valtýsliða. Skilningi þess manns í landsmálum er svo einkennilega háttað, að hann gleypir hugsunarlaust við öllu, hver þrem- illinn sem það er, sem Valtýr vill hafa fram, og á hann að því leyti sammerkt við marga ósjálf- stæða lítt hugsandi menn < þeim flokki, sem hvorki vilja né geta gert sér grein fyrir, hvert verið er að teyma þá, og er það sorglegur vottur um póli- tískan þroska og samvizkusemi sumra svokallaðra þjóðfulltrúa vorra og leiðtoga á yfirstandandi tíð. Þessir menn geta t. d. ekki skilið það, ekki torskildara en það er, að það er alveg sama, að afhenda þeim Arntzen og Warburg seðlaútgáfu- rétt landssjóðs til fullra afnota, eins og landið, þetta fátæka land, gæfi þeim hreint og beint stórkost- legan höfuðstól, svo hundruðum þúsunda króna skipti, til að taka vexti af og græða á eptir eig- in vild, játandi með því, að landið hafi ekki vit á að hagnýta sér þennan höfuðstól eða græða á honum. Og er ekki unnt að hugsa sér auðvirði- legri og vesallegri þrotayfirlýsingu, auk þess sem það er stórhneyksli og gengur glæpi næst að varpa þessu fyrir fætur útlendinga, undir eins og þeir rétta fingurna út eptir fúlgunni. Hvergi annar- staðar í víðri veröld mundi slík forsmán geta átt sér stað nema hér á Islandi á þessum síðustu og verstu tímum. Og þegar menn svo athuga meðulin, sem beitt er til að ríða landsbankann á slig, og greiða götu stóra bankans þá óar mann við öllu óhrein- lyndinu, blekkingunum og hringlandanum. T. d. má taka sölu veðdeildarbréfanna. Þá er einn banka- spekingurinn (hinn nafnkunni I. E.) ætlaði að slá stórt högg og reyna að rota landsbankann með því að breiða það út, að bréf þessi væru háskalegir »pappírar« og óseljanlegir nema með stórum afföll- um,að minnsta kosti 15—20% fyrir neðan ákvæðis- verð, þá urðu margir til að trúa þessu, og menn fengu ýmigust á þessum bréfum, sem von var. En þá er sú varð raunin á rúmu ári síðar, að bréfin voru keypt af útlendum bönkum með ákvæð- isverði, eða sama sem (99%), þá er þessi sami bankaspekingur ekki lengi að hlaupa 1 gagnstæða átt, og segja að það sé ómyndarsala, því að bréf- in séu svo einstaklega »áreiðanlegir pappírar«, er ættu að seljast fyrir 125 kr., þ. e. 25% yfir ákvæð- isverð(ll) og það sé því tjón(!) að selja þau fyrir 99 kr. Það þarf hálsliðamýkt og óvenjumikla samvizkusemi til annars eins. Þegar það leggjar- arbragð á landsbankann mistókst: að enginn vildi eiga bankavaxtabréf veðdeildarinnar, þá varð að finna annað bragð til að gera bankastjórninni grikk, nfl. að hún hefði verið svo heimsk fyrir bankans hönd að selja með ákvæðisverði bréf, sem í fyrra áttu að vera í mesta lagi 85 kr. virði hverjar 100 kr. en nú 125 kr.(U). Þessi tindar- lega verðhækkun kom allt í einu hjá spekingnum eptir að bankastjóra hafði tekizt að selja bréfin háu verði, þrátt fyrir hrakspár mannsins í fyrra. Nú voru góð ráð dýr, því að spekingurinn mun hafa rennt grun í að þessi nýja veðdeildar- bréfakenning hans mundi þykja dálítið kátleg. Og ráðið varj fljótfundið. Jafnvel þótt sami bankavitringur hefði áður látið i ljósi, að efla mætti landsbankann með lánsfé, meðan hann hélt, að lán íengist ekki, þá var hann ekki lengi að snúa við blaðinu, þá er sú varð reyndin á, að bankinn gat fengið nóg lán ytra. Þá varð allt í einu beinn voði og frámunaleg heimska að ætla sér að efla landsbankann á þann hátt. Og til að sanna þetta, lét spekingurinn á þrykk út gangaí lífakkeri þeirra Warburgs, Isafold, þennan fræga reikning, sem orðið hefur honum og blað- inu til maklegs sóma nær og fjær, þar sem maðurinn lætur landsbankann tvíborga afborg- un lánsins árlega(H). A þennan hátt var atið- velt fyrir þetta reikningshöfuð að láta lands- bankann verða fyrir voðatjóni af þessu láni, því hroðalegra sem lengur leið1). Það er óþarft að minnast hér frekar á þetta fáránlega reiknings- hneyksli, sem alstaðar varð til aðhláturs, nema ef til vill hjá allra stækustu Warburgsliðum; það hefur verið rækilega krufið til mergjar hér áður í blaðinu.—Jafnframt hefur verið sýnt fram áþað ómótmælanlega, að landsbankinn getur mjög vel staðið sig við að taka lán með 4% vöxtum og afborgun á 28 árum; græðir einmitt á þvl, en auðvitað því meir, ef hann fengi lán með 3 eða 31/2% og þyrfti ekki að afborga það á skemmri tíma en 50—60 árum. Og það er alllíklegt, að bankinn gæti fengið slíkt lán, ens og Halldór Jóns- son bankagjaldkeri vék að 1 fyrirlestri sínum í Stúdentafélaginu. Hann gat þess, að sér þætti mjög sennilegt, að vér gætum fengið einhverja hlutdeild í hinu stóra rlkisláni, sem Danir væru nú að taka, og þá auðvitað með sömu kjörum, gætum fengið t. d, x miljón af þessum 30 mil- jónum, er Danir taka. Þáð er mjög sennilegt,og ætti bankastjórnin sem fyrst að leita íyrir sér um það. Það er enginn minnsti vafi á því, að það yrði stórgróði fyrir bankann. En þótt það tæk- ist ekki, er afborgunarlán á 28 árum með 40/0 vöxtum hagur fyrir bankann, eins og sýnt hetur verið fram á. Og landsbankinn getur nú þegar með þeirri */2 niiljón kr., er hann hefur fengið með þessum kjörum sett á stofn útibú, t. d. á Akureyri fyrst, eins og bankastjórnin mun þegar hafa gert ráðstafanir til. Og það er einmitt eink- um til stofnunar útibúa, sem landsbankann hefur hingað til skort fjármagn. En það er ekki hætt við öðru, en mótstöðumenn landsbankans hrópi nú: »Það er ömögulegt. Útibúgetur Warburgs- bankinn einn sett á stofn«. En þeir gæta þess ekki, þeir góðu herrar, að þessi Warburgsbanki t) „Þarna gerði I. E. ykkur góðan greiða" sagði einn af helztu forvígismönnum Warburgs bankans við einn úr hinum flokknum, þegar reikningur I. var ný- prentaður, með fleiri orðurn, er hann hafði uui reikn- ingshöfuðið, og hér verða ekki gremd.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.