Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Búnaðarritið Og Búnaðarþingið. I. Bæði hepti Búnaðarritsins næstl. ár eru lagleg og fræðandi. Fyrra heptið er þegar orðið almenningi kunnugt, og sleppi eg því, að minnast frekar á það. Síðara heptið inniheldur samsafn af skýrslum búnaðarfél. og búnaði viðvíkj- andi. Eru þar fyrst 3 skýrslur frá Sig. Sigurðssyni, ráðanaut Bf. Isl., þá yfir- lit yfir 26 ára heiðursgjafaveitingar af „Styrktarsjóði Kristjáns kon. IX, eptir Þórh. Bj., þá skýrsla um fjárræktarfél- ag S. Þingeyinga, eptir P, J., Gautl., þvínæst skýrsla Svb. Ólafssonar, þá búnaðarþingin 1899 og 1901, ásamt mörgum skjölum frá hinu síðara, því- næst („hjartans") ávarp búnaðarfélags- ins til yfirk. H. Kr. Fr., svo sjóðleifar Bf. Suðura., og að síðustu skrá yfir ,,helztu"(?) ritgj. um búnað og atvinnu- mál í (íslenzkum) blöðum og tímaritum. Alltþetta er fræðandi, og svo skemmti- legt aflestrar, sem frekast má vænta at skýrslna-samsafni. II. Einkum er það búnaðarþingið í sum- ar, sem verðskuldar sérstaka athygli. Það er fyrsta búnaðarþingið, sém hald- ið hefur verið með amtsráðskjcrnum full- trúum fyrir alla landsfjórðungana, því á þinginu 1899 mættu engir amtsráðs- kjörnir fulltrúar fyrir Vesturamtið, sem þá hafði enn ekki lýst yfir, að það gengi í Bf. lsl„ og enga fulltrúa kosið; en fundurinn kaus þa J. Havst. amtm. og Guðj. alþm. Guðlaugsson til að fylla tylftina. Á þinginu í sumar mættu allir full- trúar þeir, er þar áttu sæti, nema ann- ar fulltrúi Vesturamtsins, Kristinn Danf- elsson prestur. Þegar litið er á búnaðarþingmanna- listann, vekur það fyrst eptirtekt, að þetta þing, sem eingöngu á að fjalla um búnaðarmál, og ráðstafa að miklu leyti því fé, er lagt er til eflingar fram- förum í þeirri grein, er samsett af: 5 guðfræðingum, 4 lögfræðingum, 1 náttúrufræðing, i búfræðing, 1 bónda; af þeim búa: 6 í kaupstað, en 6 ísveit, og af þeim 6 hafa 5 embættisstörf fyr- ir aðalatvinnu, (2 sýslum., 2 prestar og I gagnfræðaskólakennari). Einmtgis Binn maðuraf petrn 12, er búnaðarþingið siíja, hefur búskap fyrir aðalatvmnu! 1899 voru það þó fjórir, eða þriðjungur búnaðarþingmanna. Þessir 11 menn (9 embættismenn, einn uppgjafa-embm. og 1 fasta-sýslun- armaður), geta að vísu verið góðir bún- aðarþingsmenn, engu síður en margir menn, er af búskap lifa aðallega; en þetta virtist þó benda til þess, hvernig veljendur til búnaðarþingsins skilja þýð- ingu þess, eða eru því starfi vaxnir. Því óneitanlega færi betur á því, að svo sem helmingur þingsins a. m. k. vaeri af flokki bænda. Og þótt sá flokk- er nú virðist í næsta litlu áliti, mun naumast mikið torveldi á að finna 6 Reykjavík, föstudaginn 10. janúar 1902. M 2. bændur á landinu, er jafnazt geti við suma embættismennina, sem búnaðar- þingsfulltrúar. Stjórnarnefnd Bf. ísl. er alskipuð kaup- staðarbúum, og ætti það að nægja. Hinir 9 sýnist mættu vera búendur til sveita og sjávar, menn sem hefðu bú- skap fyrir aðalatvinnuveg. En meðan kosningu búnaðarþings- manna er háttað eins og nú, má búast víð, að það verði að mestu skipað em- bættismönnum; bændurnir fái varla að „vera með“, með þeim „útvöldu". Búnaðarþingið í sumar samþykkti fjölda ályktana, og skal stuttlega vik- ið að hinum helztu þeirra. Viðvíkjandi heilbrigði búpenings á- lyktaði þingið: að veita 150 kr. til Austuramtsins til (bráðasóttar?) — bólu- setningarráðstafana, að stjórnarnefndin hlutist til um útvegun bóluefnis, að fél. skori á landsstjórnina að láta dýral. á næsta ári rannsaka „skitupest" norðan- lands, ör?stjórn fél. láti rannsaka berkla- veiki í kúm og að nauðsyn væri á, að fá dýralækni í hvern landsfjórðung. Bráðasóttar-bólusetning virðist enn ekki orðin áreiðanleg, eptir reynslunni í haust að dæma, og er því varlega kostandi miklu til hennar af almennu fé að svo stöddu, en óneitanlega stend- ur landbúnaðarfélaginu næst, að gang- ast fyrir tilraunum með bóluefnið, unz það hefur náð almennri viðurkenningu, sem hættulaust og áreiðanlegt meðal gegn bráðasótt í sauðfé, er það von- andi verður. „Vísindalega menntaðan ráðanaut", áleit þingið æskilegan fyrir félagið, svo landið gæti fylgzt með búnaðarframför- um útl. þjóða", — og var slíks von af öðru eins vísindamannaþingi. Öðrum virðist meiri þörf verklega (praktiskt) menntaðra ráðanauta. En „búnaðar- þingið vildi ekki sinna" beiðni um styrk til verklegrar búnaðarkennslu frá mjög efnilegum manni. Þingið 'ályktaði, að fél. tæki að sér „hússtjórnarskólann í Rvík með lóð og áhöldum og öllum skyldum og réttind- um(?), eignum og skuldum", og fól stjórnarnefndinni, að taka að sér stjórn hans. Nefndin á einnig, „að taka til íhugunar og undirbúnings undir næsta búnaðarþing, hverjar umbætur þurfi að gera á skólanum og hvernig fyrirkomu- lag hans skuli vera". F'elld var breytingartill., mjög skyn- samleg,-frá Þórh. Bj.: „að fél. tæki við eignaleifum skólans með þeirri skuld- binding, að koma upp nýjum myndar- legurn*) hússtjórnarsk. svo skjótt, sem kringumstæður leyfa". Það mun óhætt að fullyrða, að skóli þessi („Restaurationin" í Iðnaðarm.hús- inu), hefur ekki áunnið sér hylli sem hentug kennslustofnun fyrir húsmæðra- efni af alþýðuflokki. Bændum út um land kann því að sýnast annað hafa legið nær þinginu, að gera fyrir þá, en að taka stofnun þessa upp á arma fél- *) Þingið hefur máske hneykslazt á orðinu „myndarlegum" ; þótti það benda til, að nú- verandi hússtjórnarskóli væri „ómynd". agsins með öllum skuldnm, enda þótt réttindin fylgdu, sérstaklega þegar ekki má breyta ncinu i fyrirkomulagi skól- ans um næstu 2 ár — og leggja hon- um 600 kr. á ári. í fundargerðunum er þess venjulega ekki getið, með hve mörgum atkv. til- lögurnar eru samþykktar. Tvær eru þó sagðar samþ. „í einu hljóði". En um hússtjórnarskóla-tillöguna (frá nefnd: P. J., P. Br. Guðl.), er þess getið, að hún sé „samþ. með 6 atkv. samhlj." Hinir 5 hafa eigi greitt atkv. (Sem áheyrandi get eg skýrt hvern- ig þetta: „með 6 atkv. samhlj." komst inn í 7. fundargerðina: Þegar Þórh. B. las upp fundargj. í byrjun fundar daginn eptir, óskaði hann að mega bæta við: „með 6 atkv.", eins og átt hefði sér stað; kvaðst ekki vilja vera talinn með. Enginn hafði á móti þessu, og bætti hann þvi við; las svo upp aptur: „till. nefndarinnar samþ. með 6 atkv." „Þá vil eg láta bóka, að ekkert atkv. hafi verið á móti", sagði P. Briem. Ut af þessu spannst þras nokkurt milli hans og forseta. Sagði forseti, að sá viðauki væri óþarf- ur, „því, ef ekkert er bókað á móti, þá er ekkert á móti". Varð P. Br. svo hávær út af þessu, að glumdi í saln- um, hristist allur og sló í borðið svo það hoppaði, vitnaði undir allan þing- heim, að forseti beitti ofríki og hótaði að ganga af fundi. Skrifarinn (Þ. B.), talaði þá nokkur friðstillandi orð, og lagði til að bæta við: „samhlj.", og við það „datt í dúnalogn". — Skal eg fúslega viðurkenna, að eg treysti engum bónda, sem eg þekki, til að gera svo mikið rokuveður út af öðrum eins hégóma, eins og amtm. Briem gerði á þeim fundi). Hlutverk Garðyrkjufél. tekur Bf. Isl. að sér, ef Garðyrkjufél. hættir, samkv. álykt. þingsins, og er það rétt. Von- andi styður Bf. ísl. að innlendri fræöfl- un. Þrándheimsfræið svonefnda hefur opt gefizt misjafnlega, en innlent fræ venjulega vel. Þingið fól stjórnarnefndinni, „að stuðla að því, að koma hér á landi ..... upp verzlun á jarðyrkjuverkfærum og búskaparáhöldum, og hafa hér í Reykja- vík safn af verkfærum til sýnis og reynslu". Að „fela" og „skora á“, hefur því að eins þýðingu, að fyrir ’nendi sé skil- yrði fyrir framkvæmdinni. Nefndin þarf talsvert fé til að geta haft veru- legt „safn" af allskonar jarðyrkjuverk- færum og búskaparahöldum „til sýnis og reynslu". Sama er um berklarann- sóknirnar, sern henni er „falið að fram- kvæma", styrkinn til sjávarútvegstíma- rits o. s. frv. , 1 fjárhagsáætluninni fyrir næstu tvö ár, er gert ráð fyrir 5000 kr. bæði ár- in „til ýmiskonar fyrirtækja til efling- ar búnaði". Annað fé hefur stjórnarn. ekki til að grípa í þessu skyni — auk allra annara fyrirtækja, er styrkja þyrfti, á líkan hátt og Bf. Suðura. opt hefur gert, og að góðu liði orðið. Verði að hætta við allar þesskonar styrkveiting- ar, er hætt við að það yrði óvinsælt. Auk hússtjórnarskóla — hirðingarinn- ar, sem þegar er áminnst, er kynbóta- tillagan helzta nýmælið frá þinginu. Það veitir 2000 kr. fyrra árið (1902) og 2600 kr. hið síðara „til kynbóta". Af þvi eru 10OO kr. árl. „þóknun" til Guð- jóns Guðmundssonar — fyrir hvað? — ja, pað má þingið vita — "sennilega:" „hin réttu einkenni". Síðara árið er gert ráð fyrir, að styrkja „einhversstaðar sýningu á bú- fé", og er það góðra gjalda vert; von- andi, að sú liðsemd búnaðarfélagsins verði af „einhverjum" notuð. „Til ferða- kostnaðar" eru 500 kr. árl., og „Fjár- ræktarfél. Þingeyinga" fær nokkurn styrk. Síðasta starf þingsins var, að kjósa stjórnarnefnd, og má álíta, að það hafi allvel tekizt, eptir ástæðum. Meiri hlut- inn eru menn, sem vitanlegt er um, að skyn beri á búnaðarmálefni. Og þetta var fyrsta búnaðarþing 20. aldarinnar. B. B. Trúin á landið. Amtmaður Páll Briem hefur í 30. tbl. Stefnis, ritað alllanga grein um trúna á landið. Af því að grein þessi kemur sumstaðar í bága við algildar hugsun- arreglur og mannlega reynslu, skuluin vér athuga hana lítið eitt. Texti amtinannsins eru orð nokkur, sem mikilsvirtur þingmaður kastaði fram í þingræðu í sumar, að ótrú og traust- leysi á sjálfum sér og sinni þjóð og landi, væri ef til vill dýpri rót til fá- tæktar landsmanna, en menntunarleys- ið. Orðin eru svo )jós og skýr, að varla er hægt að misskilja þau, en samt hefur amtmanni tekizt það. Þingmað- urinn virðist að eins hafa ætlað sér, að leiða athygli manna að algildu reynslu- lögmáli, að vanti þjóðina eða einstakl- inginn traust á sjalfan sig og markmið sitt, verður baráttan og framsóknin lin og þróttlaus og árangurinn lítill eða enginn. Amtmaður lítur aptur á móti svo á orð þessi, sem hér sé um nýjan alíslenzkan átrúnað að ræða, og finnur sig knúðan til, að andmæla þessari háskalegu villu, með því að það sé eng- inn giptuvegur fyrir Íslendinga, að fara að trúa á sjalfa sig, sína þjóð og sitt land? Ef vér lítum nú á fyrsta liðinn sjálfstraustið, eða að trúa a sjálfa sig — því að amtmaðurinn mun þó vart ætla, að hér sé að ræða um trú á mátt sinn og meginn, — mun sagan og dag- leg reyns’a færa oss heim sanninn, að dugnaður, vit og sjálfstraust eru aðal- skilyrði allrar framsóknar og menning- ar. Það er einmitt sjalfstraustið, sein ríður opt baggamuninn, ef á þarf að herða. Hvernig mundi siðmenningu Evrópu vera nú var!ð, ef Forn-Grikki hefði brostið áræði til þess, að leggja til orustu við Persa a Maraþon eða við Salamis. Er ekki og hefur ekki eld- hugur, hugvit og sjálfstraust verið móð- ir flestra uppfundnirga ? Mun sjalfstraust-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.