Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 2
6
ið ekki liafa átt góðan þátt í, að vísa
Kolumbus veg til Ameríku? Mýmörg
önnur dæmi mætti tilgreina, ef þess
gerðist þöif. Það fer því svo fjarri,
að sjálfstraust sé þrándur í götu menn-
ingar og framfara, eins og amtmaður
vill gefa í skyn, heldur er það opt og
tíðum frömuður framsóknar og framfara.
Vitaskuld tölum vér um hæfilegt og skyn-
samlegt sjálfstraust, en ekki um sjálf-
byrgingsskap eða heimskulegt sjálfsáiit.
Er vér því næst virðum fyrir oss hinn
iiðinn, að trúa á ,sína þjóð og sitt land',
þá er trú þessi, sem amtmaður hneyksl-
ast svo á, að hann leitar fulltingis Salo-
mons til þess að kveða hana niður, ekk-
ert annað en rík sannfæring og rök-
studd af reynslunni, að landi voru og
þjóð muni vegna v'el, ef vér viljum leggja
fram krapta vora og reisa það við,
sem viðreisnar þarf. Mun nokkur bera
brigður á, að Jón Sigurðsson hafi trúað
á framtíð lands vors og lýðs ? Er það
ekki sennilegt, að trúa á það, að ,land-
ið á sér enn vor, ef fólkið þorir1, hafi
öðru fremur knúð hann til að hefjast
handa og gerast forkólfur vor í frelsis-
og framsóknarbaráttunni.
Að síðustu viljum vér andmæla því
harðlega, að traust það á sjalfum sér
og landi og Iýð, sem margur góður ís-
lendingur telur og hefur talið nauðsyn-
legt skilyrði fyrir framsókn landsins eigi
nokkuð skylt við sjáltbyrgingsskap,
framfaratregðu og kyrstæðuást, nema ef
vera skyldi í kolli amtmanns.
Þ.
ísafold og reikningsskekkjan.
ísafold kvartar sáran 4. þ. m. yfir með-
ferðinni á sér og reikningsstólpa sínum
Indr. Einarssyni vegna bankareiknings-
ins alkunna.
Vitaskuld er full von, þótt þeim báð-
um svíði, en vottur er það þó um til-
finningu, að þau vita af því. Aptur er
það afkáralegt í mesta lagi að ætla að
reyna að iækna sig með ósannindum og
— lofgerðarklausum um I. E.
Isaf. segir sem sé : „var hún (o: reikn-
ingsskekkjan) leiðrétt í næsta blaði, eins
°g lög gera fáð fyrir". Þetta eru tóm
ósannindi. Engin leiðrétting skekkjunn-
ar hefur enn í dag birzt i ísaf. Það
sem ísaf. víst ætlast til, að sé skoðað
sem leiðrétting er stutt athugasemd í 72.
tölubl. ísaf. aptan við grein eptir I. E.
þar sem sagt er, „að fallið liafi burtu
athugasemd urri kostnaðinn við banka-
haldið" úr hinni frægu reikningsgrein.
En þessi setning er ósönn, bví að í
reikningsgreininni frægu stendur. þessi
klausa: „Þótt ekki sé ætlaður I eyris
kostnaður til stjórnar bankans eða rekst-
urs að öðru leyti, þá sökti hann sér samt
sem áður í óbotnandi skuldir með slíkri
lántöku" . A þessu sést, að það er gert
nieð fulln r oi og fúsum vilja að sleppa
öllum ko.1- tði, og eru það því bein
ósannindi að segja, að ath. um það hafi
failið burtu. Með slíku er alls ótnögu-
legt að bjarga sér úr klípunni né leið-
rétta nokkurn skapaðan hlut. Hið ann-
að í áminnstri athugagrein er viðurkenn-
ing frá I. E. um, að bankinn mundi geta
borgað skuld sína með öðru en hinu
lanaða gulli. Hún er vitanlega góð,
þessi viðurkenníng, það sem hún nær
til, efi hún leiðréttir ekkert. Hún
gerir að eins allan útreikninginn hjá I.
E. að endalausri vitleysu; strikar allt út
sem eina voðalega fjarstæðu. En hún
sýnir um leið, hve frámunalega illa mað-
urinn er að sér í bankamálum.
tsaf. eys því næst ógnar Iofgerð yfir
alla frammistöðu I. E. fyr og sfðar.
I íyggilegra hefði án efa verið, að moka
ekki iofinu út. í svona ógnar stórum kökk-
um, ef þeir hafa átt að ganga í nokk-
urn mann, sem þekkir til. Klausur þess-
ar verða eins og bitrasta háð. Það væri
líka heldur ánægjulegt, ef „þjóðin, bæði
þingmenn og aðrir, ættu þessum reikn-
ings-manni að þakka mest allt það, sem
henni hefur kennt verið af viti um banka-
mál fyr og síðar“. Það má nærri geta,
að það muni vera hollar og þakkarverð-
ar uppfræðingar, sem þjóð og þing fær
um bankamál hjá manni, sem er svo fá-
fróður sjálfur. að hann veit ekki né þekk-
ir nokkurn mögulegleika til, að banka
geti goldizt fé í öðru landi, er hann svo
geti notað þar — enda þótt hann hafi
fyrir sér reikning t. a. m. Landsbank-
ans litla, er sýnir honum slíkar upphæð-
ir, sem skipta mörgum hundruðum þús-
unda á ári.
Það væri einnig mjög móðgandi t. a.
m. fyrir hann Björn Kristjánsson og hann
„Mercator“, sem fyllt hafa ísafold með
banlcavísdómi á síðari tfmum, að telja
þá ekki með I. E. í lýðfræðslunni, að
gefa I. E. svona einum dýrðina, þó að
hann semji „reiknings-meinlokur", eins
og Isafold orðar það.
ísafold segir síðan : „Þá er og ann-
ars vegar býsnast endalaust yfir því, að
Isafold skuli hafa flutt athugasemdalaust
grein með þessari skekkju í“ og finnst
henni sér vera slegnir miklir gullhamr-
ar með þessu. Gott er að geta hugg-
að sjálfan sig á þennan hátt og grætt
sár sín. „Allar hýðingar eru læknisdóm-
ur“, sagði sá, sem hýddur var.
En eg get nú trúað ísafold fyrir því,
af hverju það hefur verið, sem menn hafa
„býsnazt". Mönnum hefur þótt það
sorgleg býsn, að hún ísa, það blað
landsins, sem stjórnin hefur trúað fyr-
ir að flytja opinberar auglýsingar, og
hefur því fengið allmikla útbreiðslu, skuli
vera sokkin svona djúpt, og að hún skuli
vera svo gráðug að gleypa þennan úlf-
alda án þess að gretta sig. Hann er
þó svo stór, að hann mundi passa nokk-
urn veginn í „Dyrhólagatið" í ii.tölu-
bl. „Sunnanfara", er mest varhlegiðað
núna fyrir jólin. Snorri.
,,Hin týnda Paradís“
nýi sjónleikurinn, er „Leikfélagið" er
nú að leika, er saminn af þýzka leikrita-
skáldinu Ludvig Fulda, sem nú er tæp-
lega fertugur að aldri (f. 1862). En
leikrit þetta var fyrst gefið út 1890, og
þótti þá þegar mikils um það vert. Er
þar sýnt fram á mismun þann og mis-
rétti, er sé á milli vinnuveitenda og
verkamanna, eða milli auðvalds og bí-
lífis á aðra hlið og fátæktarinnar og
skortsins á hina hiiðina. Ohófleg nautn,
aðgerðaleysi og unaðsemdir er þar sett
andspænis sultinum, þungu, æfilöngu
erfiði og algerðri vöntun skemmtana og
annara þæginda lífsins, er allir hafa sama
rétt til að njóta. Þar er sýnd, eins og
í spegli, þessi stöðuga barátta fátækra
verkamanna fyrir tilverunni í dimmum,
þröngum klefum, sýnt, hversu það sé
þungbært hlutskipti, að vera fjötraður á
höndum og fótum í viðjum erfiðisins, ljóss-
og frelsisvana, án þess þó að geta haft of-
an af fyrir sér og sínum, án þess að geta
veitt sér hin allra nauðsynlegustu þæg-
indi, er gera lífið þess vert, að það sé
lifað. Og þó segir höf. að þeir menn,
sem eyði æfi sinni í gjálífi, glaumi og
átveizlum, þjótandi eirðariaust úr einu
landi í annað til að leita nýrra og nýrra
unaðsemda, hafi í raun og veru misst
sína Paradís, jafnvel miklu fremur en
þeir, sem bundnir séu stöðugt á klafa
í baráttunni við fátæktina, því að mun-
aðarseggirnir geti aldrei notið sannrar
gleði, séu orðnir leiðir á öllu, geispandi
af óþreyju og ólund í hringiðu skemmt-
ananna, er ekki veiti þeim neina vferu-
lega nautn o. s. frv.
Efni þessa áhrifamikla leikrits, er í
stuttu máli þannig, að Edith einkadótt-
ir auðugs verksmiðjueiganda, trúlofast
efnalausum, stærilátum aðalsmanni, er
virðist hafa það eitt til síns ágætis, að
hafa notið lífsins í ríkulegum mæli, í
drabbi og ‘.iðjuleysi, og vera sonur nafn-
frægs vísindamanns, er hlaut aðalstign
fyrir uppgötvanir sínar. En unnusta
hans er alin upp í óviðjafnanlegu dá-
læti og eptirlæti, óvitaudi um allt nema
sólskinshliðar lífsins, skraut og skemmti-
ferðir, unz augu hennar opnast fyrir
því, að til sé afarfjölmennur flokkur
manna, er ekki hafi af öðru að segja,
en striti og stríði, og vinna hljóti baki
brotnu til að fylla vasa auðmannanna.
Það er Arndt verksmiðjustjóri föður
hennar, sem fyrstur bendir henni á, að
það séu hinir fátæku verkamenn í verk-
smiðju föður hennar, sem hún eigi allt
að þakka; þessvegna geti hún skemmt
sér og notið allra unaðsemda lífsins.
Og lýsing hans á hinum bágu kjörum
þessara manna hefur mikil áhrif á hina
ungu, ríkilátu hefðarmey, er aldrei hef-
ur þurft að neita sér um nokkurn hlut.
Og þá er svo verkamennirnir heimta
hærra kaup, styður hún málstað þeirra
og verður fráhverf unnusta sínum, er
henni þykir beita hörku og kær-
lf'iksleysi við þessa fátæklinga, þá er
hún hlustar á samtal hans við sendi-
nefnd verkamannanna, og hefur sjálf séð
dálítið sýnishorn af lífinu í verksmiðj-
unni. Þá er faðir hennar og unnústi
eru ósveigjanlegir að slaka nokkuð til
við verkamennina og verkfallið er til-
kynnt, biður hún unnusta sinn, að koma
t veg fyrir það, og þá er hann neitar
því, slítur hún trúlofuninni, og fær Arndt
til þess að vera kyrran við verksmiðj-
una, og föður sinn til þess að taka kröf-
ur verkamannanna til greina. Það er
svo sem fullkomlega gefið í skyn við
lok leiksins, að Edith verði ekki lengi
ótrúlofuð. Hún hefur auðsjáanlega góð- j
an hug á Arndt, og frá hans hálfu virð-
ist alls ekkert vera þeim ráðahag til
fyrirstöðu, heldur samkvæmt leyndustu
óskum hans, því að sú undiralda kem-
jjr dálítið fram í leiknum, að hann af
ásettu ráði geri allt, sem í hans valdi
stendur til þess að opná fyrir henni
þennan nýja, ókunna heitn og koma
fram í sem fegurstu Ijósi fyrir henni,
sem talsmaður verkamannanna fátæku.
En það ber svo lítið á þessu atriði í
leiknum, að það spillir honum ekki.
Allt endar því á æskilegasta hátt rneð
fegurstu framtíðarvonum fyrir væntan-
legu hjónaleysin; og það vill fólkið
hafa. Leikur þessi hefur því verið vel
sóttur, eins og hann á skilið, því að hann
er einhver hinn allra bezti, er „Leik-
félagið" hefur hingað til leikið, svo að
Reykjavíkurbúunt er ekki góður leikur
bjóðandi, ef þeir kvnnu ekki að meta
þennan. Það er mikill rnunur á hon-
uin og danska kaffislúðrinu „Silfurbrúð-
kaupinu" eptir frú Gad, er einn gagn-
rýnir kvað hafa hafið til skýjanna á
prenti, og kallað langbezta Ieikinn,(!)
er leikfélagið hafi leikið, leik, er hver
maður ætti að sjá þrisvar sinnum(l).
En hann var alls leikinn þrisvar fyrir
hálfu húsi, og síðan ekki söguna meir.
Hafa því naumast margir viljað sjáhann
tvisvar, hvað þá heldur optar. Og þar
voru áheyrendurnir skynsamari. en gagn-
rýnirinn.
Um Ieikendurna í þessum leik Fulda,
er það skjótt að segja, að flesturn þeirra
tekst þar mjög vel og sumum prýðis-
vel. Mesta eptirtekt vekur Edith, er
ungfrú Gunnþórunn leikur, og tekst henni
þar engu miður en í „Heimkomunni", og
er raunar nóg sagt með því. Einkum er
síðasta samtal hennar við unnustann, von
Ottendorf, ágætt að öllu leyti, hvert orð
fellur þar svo að segja með réttri á-
herzlu eptir því sem við á, smámsam-
an alvarlegar, þyngra og þyngra eptir
því setn tilfinningarnar gerast örari, og
næf færist úrslitunum. Ilenni tekst mjög
vel að sýna þykkju, þólta og fyrirlitn-
ing bæði í látbragði og útliti. Sum-
staðar annarsstaðar virðist oss húti ekki
nógu alvarleg, t. d. er vafasamt, hvort
það er rétt skilið, að hún eigi með
hæðnisbrosi og einskonar kátínu að segja
unnusta sínum, að lesa bók föður hans,
eða hvort glettni á við, er hún segir
honum að „fara í friði". Þar mundi eiga
betur við halfkæringskuldi í orðunum.
Það væri samkvæmara alvöru hennar
gagnvart biðlinum, sem hún virðist alls
ekkert skotin í. En þetta eru smá-
munir einir í samanburði við hinn á-
gæta leik hennar yfirleitt -— Unnusti
hennar, barón von Ottendorf, er mjög
liðlega leikinn af Jóni Jónssyni sagn-
fræðing, enda tekst honum jafnan vel
að sýna snyrtilegan, kurteisan og létt-
úðugan heimsmann, eða þann „Don
Juan“, sem ekki ofþyngist af neinum
sorgum, né tekur lífið alvarlega,- hvorki
í ást eða öðru. Glettni sú, er um of
lýsti sér í látbragði hans fyrsta kveld-
ið í samtalinu við verksmiðjueigar.dann,
þa er þeir voru að tala um fjárskiptin,
hefur síðan horfið að mestu eða öllu
leyti. — Arni Eiríksson leikur Arndt
vel og eðlilega með krapti og alvöru,
eins og á að vera. En hann vantar
nógu gott persónugerfi til þess, að á-
heyrendur geti fullkomlega sætt sig við,
að Edith verði nokkuð hrifin af útliti
hans svona þegar í stað. En leikur
hans er jafngóður fyrir því. Helgi
Helgason, er leikur Bernardi vefksmiðju-
eiganda, er þéttur á velli og þéttur í
lund, eins og slíkum burgeis sæmir, og
leikur óaðfinnanlega. Handtök hans á
frakkanum eru samt ekki sem viðkunn-
anlegust, en það getur komið af óvana
á leiksviði; rödd hans bregst honum
og stundum að réttu tónfalli, þá er hún
á að lýsa þungri sorg eða gremju. Af
hinum smærri leikendum er Kraus einna
bezt leikinn (Sig. Jónsson kennari). Ö-
fyrirleitnin lýsir sér vel í málróm hans
og látbragði, getfi hans er og gott. Kr.
Ó. Þorgrímsson er einnig dágóður, sömu-
leiðis Friðf. Guðjónsson og frk. Emilía
Indriðad., þótt lítið sé, sem hún segir.
Kona verksmiðjueigandans (frk. Þuríður
Sigurðard) er ekki nógu virðuleg í
framgöngu, vantar persónu til þess, virð-
ist heldur ekki hafa skilið hlutverk sitt
rétt. Þó er hún miklu betri þarna, en
í „Silfurbrúðkaupinu". — - Leikur þessi
hefur hingað til verið leikinn 4 sinnum
ávallt fyrir fullu húsi, eða því sem næst,
og það er líklegt, að hann verði vel
sóttur enn.
Frá útlöndum
barst hingað í næstl. viku, með ensku
botnvörpuskipi, eitt núiner af skozku
blaði („ThePeople's Journal") frá 28. des-
ember. Engin ný Stórtíðindi hefur það
að flytja. Búaófriðurinn heldur látlaust
áfram og verða ýmsir efri í smáorustum
þeiin, sem stöðugt eru háðar þar syðra.
Mannfalliðað jafnaði þetta 20—30 manns
af hvorum, er þeitn lendir saman. Kitc-
hener lætur að vanda heldur veUyfir út-
litinu, og segir að frá I — 22. des. hafi
Bretar tekið 1290 Búa til fanga, 132 hafi
gefizt upp, 67 verið særðir fil ólífls, en
139 fallið, hvort sem nokkuð er að marka
þessar tölur eða ekki. Blaðið reiknar
út, að af herstyrk þeim, er Búar höfðu