Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. Viðaukablað JIS 2. Viðaukablað við Þjóðölf 10. jan. 1902. Ban kam ál ið. Eptir Landnema. II. Eins og kunnugt er, var „stóri bank- inn“ vakinn upp aptur á þinginu í sum- ar. Málið var borið upp í neðri deild. og þar sett nefnd í það, 2 úr heima- stjórnarflokknum og 3 úr liði Hafnar- stjórnarmanna. í fljótu bragði sýndust 3 vegir færir. Sá var hinn fyrsti, að reyna að auka landsbankann eptir þörfum landsmanna: annar sá, að taka við hlutabankanum, en láta landsbankann jafnframt standa, og ioks sá þriðji, að leggja landsbank- ann niður og reisa hlutabankann á rúst- um hans. Fyrsti kosturinn er eðlilega æskiieg- astur. Eigi þjóðin sjálf sinn banka, hafa fulltrúar hennar e i n i r ö 11 ráðin yfir honum. Með því einu móti verður all- ur auður bankans, beinn og óbeinn, kyr 1' landinu. En er nú þessi vegur fær? Er hægt að auka landsbankann svo, að hann fullnægi þörf landsmanna og beri sig þó? Meiri hluti nefndarinnar, Hafn- arstjórnarmennirnir, sagði nei, en minni hlutinn, heimastjórnarmenn, já. Hvor- ugir gátu sagt af eða á með fullri vissu. Allt var undir því komið, meðhverjum kjörum landsbankinn gæti fengið það lán, er hann þyrfti að taka. Þá var hr. I. E. ekki búinn að finna það út, að einu gilti, með hve góðum kjörum lánið fengist. Bankastjórnin hafði ekkert grennzlast ept.ir því, með hvaða kjörum lán mundi fást, og það var o f m i k i ð tómlæti. Minni hlutinn sýndi þó fram á það, að bankinn mundi geta borið sig og fullnægt öllum sanngjörnum kröf- um, þótt hann ekki fengi ódýrara lán en meiri hlutinn gerði ráð fyrir, sem sé lán gegn 4V2°/o vöxtum og 2% afborg- un í 28 ár. En meiri hlutinn sat við sinn keip og svo klofnaði nefndin. Minni hlutinn, heimastjórnarmenn, vildi láta stjórnina rannsaka, hvort ekki væri unnt að auka landsbankann svo, að hann yrði við hæfi landsmanna, en tillagan var aldrei borin fram í deildinni. Meiri hlutinn, Hafnarstjórnarmenn, báru hinsvegar fram í deildinni frum- varp um stofnun hlutafélagsbanka. Frum- varpið er prentað í C deild Alþt., bls. 5 18—21. Eg tek allar tilvitnanir þaðan. III: Hlutabankinn var þa kominn inn í deildina. En hvernig leit hann út, þessi marglofaði „stóri banki"? Hvað er banki? Banki er búð, verzlunarbúð, að sínu leyti eins og hver önnur búð. Mun- urinn er bara sá, að í almennum ís- lenzkum búðum fæst allt annað en pen- ingar, en í bönkunum fæst ekkert ann- að en peningar. Ran]<ar eru peningabúðir. Þeir eru gróðafyrirtæki, eins og hver önnur verzlun. Þeirra lifsreglaer, að taka ineira fyrir þá peninga, sem þeirlána öðrum, en peninga þát sem þejr lána hjá öðrum. Bankar, sem eru einstakra manna eign, fara það sem þeir komast i því efni. Þeir taka svo háa vöxtu.sem þeir með nokkru móti geta feng- i ð. En hve háa vöxtu þeir heimta, er aptur komið undir því, hvort nokk- ur er til að keppa við þá eða e k k i. Peningaverzlun fer eptir sam- keppni, eins og hver önnur verzlun. Væri einstakra manna banki einn um hituna, mætti búast við því, að hann lán- aði peninga sína að eins til þeirra fyrir- tækja, sern gæti svarað hárri rentu, og af þeim tæki hann svo háa vöxtu, sem hann fengi. Þeir atvinnuvegir, sem ekki bæri háa vöxtu, fengju hins- vegar ekkert. Slíkur banki stofnaði nýja einokun. Hans erindi út í lífið er að fita þá, sem hann eiga. Viðskiptamenn- irnir verða að gæta sín. Hann er ekki til fyrir þá. Oðtu máli er að gegna um þjóð- b a n ka. eða banka, sem þjóðin á. Slik- ir bankar eru til fyrir þjóðina. Vit- anlega verða þeir að fara svo með ráð sitt, að þeir geti botið sig. Annars gætu þeir ekki gert þjóðinni gagn, en gróðinn er fyrir þeim aukaatriði. Þeim má vera nóg, ef þeir bera sig. Hvað er nú „stóri bankinn"? Hann er einstakra manna eign, hann er meira að segja eign Útlendra auð- m a n n a. Hann er eign þeirra manna, sem eiga svo mikla peninga, að þeir geta ekki komið þeim út heima hjá sér fyrir nógu háa vöxtu. Þess vegna leita þeir hingað. Að vísu er íslend- ingum í I. gr. frumvarpsins gefinn kost- ur á að skrifa sig, öðrum fremur, fyrir hlutum í bankanum. En fyrst og fremst er sá forgangsréttur hvergi til nema á pappírnum. I. gr. bindur sem sé þenn- an rétt við fyrstu 6 manuðina, eptir að lögin ganga í gildi, en eptir 21. gr. frumvarpsins þarf bankinn ekki að vera kominn á laggirnar fyr en 12 manuð- um eptir að lögin öðlast gildi. Þótt einhver íslendingur því gæti og vildi nota réttinn til að kaupa hlutabréf, fengi hann engin. Það væri enginn til, er gæti selt honum bréfin. Og í annan stað þarf aldrei að búast við þvi, að Islendingar keyptu bréfin. Annaðhvort borgar bankinn sig vel eða ekki. Gefi hann mikinn gróða, geta íslendingar ekki keypt þau. Borgi hann sig ekki, vilja íslendingar þau ekki. Þ.tð er heldur enginn hægðarleikur, að eignast þessi bréf fyrir íslendinga. Það hef- ur verið séð fyrir því. Þeir geta feng- ið bréfin, annaðhvort fyrir peninga eða út á fasteignir sínar. Peninga höfuin við ekki. Þess vegna viljum við la öflugan banka. En við eigum töluverð- ar jarðeignir, þótt landssjóður og kirkj- ur eigi allt of margar. Þær gætum við brúkað, ef okkur væri ekki settir aðrir eins afarkostir og settir eru í 1. gr. Við fáum ekki nema 20% út á virð- ingarverð þeirra, og þó a landssjóður að ábyrgjast, að við stöndum bankan- um full skil á vöxtunum. Eg set svo, að maður eigi 5000 kr. jörð. Vilji hann eignast hlutabréf í bankanum, veðsetur hann bankanum jörðina með 1, veðrétti og fær 1000 kr. í hlutabréfum. Af þess- um iOOO;kr. verðurhann að borga bankan- um 40 kr. á ári sem vöxtu. Borgi hann ekki vextina, tekur landssjóður jörðina af honum og borgar vextina. Þetta eru okurkostir. Hver vill veðsetja jörðina sína með 1. veðrétti fyrir svo lítilli upp- hæð. I landsbankanum og veðdeild- inni fengi maðurinn 2500 kr. út á jörð- ina, og þó abyrgist landssjóður þeim ekki vöxtuna. Auk þess er svo slæg- lega um hnútana búið; að íslendingar geta ekki, vegna 21. gr. frumvarpsins, notað sér þessa afarkosti, þótt þeir væru svo vitlausir að vilja það, Þessi aðferð sýnir ijóslega þrennt, fyrst það, að bankanum er ætlað að græða, annað það, að íslendingum er ekki unnt gróð- ans og þriðja það, að Islendingar eiga ekki að hafa ráðin yfir bankanum. Þeir, sem eiga hlutabréfin, ráða lögum og lof- um bankans. Eigi íslendingar lítið eða ekkert af bréfunum, ráða þeir heldur engu. Hlutabankinn er víxilbanki, banki, sem ætlað er nálega eingöngn að lána út á víxla, lána stutt, í hæsta lagi til 6 manaða. Hann er víxilbanki af þ vf, að víxillan eru arðvænlegust fyrir þann, sem lánar féð út. Þau eru dýrust allra lana. Hlutabankinn er víxilbanki, með rétti til að gefa út innleysanlega seðla. Af því leiðir, að hann má ekki lána út fé sitt til langs tfma. Hann verður alltaf að vera við því búinn, að leysa seðl- ana til sfn fyrir gull. Aptur á móti á hlutabankinn engan rétt á að heita „stóri bankinn". Þetta yrði bankahola, lítið stærri en lands- bankinn, að meðtöldum sparisjóði Reykja- víkur. Nafnið er frá 1899 Þá bar bank- inn nafn með rentu, Nú á hann ekk- ert í því, en nafnið út af fyrir sig á líldega að sýna, að þar geti a 11 i r lands- menn alltaf fengið nógaf peningum. Það þyrfti ekki annað en láta stjórn hlutabankans vita með línu, að mann vantaði peninga. Þeir yrði þá strax sendir um hæl. Formælendur bankans kalla hann enda — þótt ekki með bein- um orðum sé — „stóra bankann" f inn- gangi frumvarpsins. Eðasamasem: þeir lofa því, að bankinn skuli „greiða fyrir og efla framfarir í verzlun, fiskiveiðum, iðnaði og búnaði landsins". Þessi 1 i 11 i v í x i 1 banki, sem ekki má gefa út nema 2lh miljón í seðlum, á að reisa alla atvinnuvegi landsins úr rústum. Það má leita lengi að annari eins fá- sinnu. Að vfsu yrði starfsfé bankans nokkuð meira en seðlafúlgan. Það gæti hæst orðið 3V4 miljón. Hlutaféð er 750 þús. hærra en það þyrfti að vera til að tryggja seðlana. En bankinn mætti ómögulega hafa það allt úti. Meiri I hluti nefndarinnar gerir bankanum að hafa úti 2 miljónir og 600 þúsund, sbr. Alþt. C, bls 506, en samkv. verzlunar- skýrslunum 1898, sbr. Stjt. 1899 C, bls. 204 og 206, var umsetning landsins þaðár alls 13 miljónir 295 þúsund 700 kr. Banki, sem ekki á nema tæpan V4 af þessari upphæð, á ekki að eins að afnema alla(!) skuldaverzlun, heldur á hann líka að nægja(!) til að útvega okkur næg fiskiskip, til að koma á fót iðtiaði, til að slétta túnin, til að rista fram mýrarnar, til að kaupa skepnur og tilað halda hjú. Þeim mönnum, sem halda annari eins lokleysu fram og roðna þó ekki, er ekki fisað saman. Nei, bankinn getur ekkert af þessu, þegar afþeirri ástæðu, að hann hef- ur ekki nánda nærri nóg fé til þess. En auk þess liggja margar aðrar ástæð- til þess. Féleysið er fyrsta ástæðan. En bankinn gæti, þótt hann hefði nægilegt fé, hvergi nærri haldið loforðið í innganginum. Hann er eins og eg sagði, víxilbanki með inn- leysanlegum seðlum. Hann verður því, samkv. eðli sínu að hafa fé sitt, útlansféð líka, á takteinum. En nokkra mánaða lán eru allsendis ónóg íslenzkum atvinnuvegum, að minnsta kosti búskapn- um. Þau yrðu í mörgum tilfellum til glötunar. Hugsunarlausir menn tæki lanin, en gætu ekki borgað á tilteknum tfma. Það væri gengið að þeim og þeir misstu allt. Við þurfurh margra ara lán, en þau fengjust ekki í h 1 u t a b a n k a n u m. Það er önnur ástæðan. En þó að bankinn hefði nægilegt fé milli handa og mætti lána það, mundi hann þó með engu móti geta efnt inn- gangsloforðið. Hlutabankinn er ekki sfður peningabúð eða g r óða fyrirtæki en aðrir bankar, en af því leiðir, að hann mundi ekki lána fólki upp á tómarlúk- urnar. Gróðamenn, einkum útlendir gróðamenn, þekkja ekki til brjóstgæða í viðskiptum. En nú hefur almenning- ur hér á landi litla tryggingu að bjóða, sfzt tryggingu, sem ókunnugir og því tortryggnir, útlendir auðmenn mundu taka gilda. Það er ekki nóg, að pen- ingar væru til í bankanum. Þeir væru ekki komnir inn á heimilin fyrir það. Það yrði að vera kleyft, að komast yfir þá. Svangur maður fær ekki saðning sinn af því, að sja næg- an mat f gluggum matsölumannsins. Hann verður að hafa eitthvað til ð borga matinn með. Almenningur hefur ekki fulltryggt veð til að fá peninga út á hjá útlendum mönnum. Það sést bezt á því, að bankamennirnir lána hluta- brétin út á 2 o°/o af virðingarverði jarð- eigna, því að eins, að landssjóður abyrgist vextina. Vegna tryggingar- skortsins fengi almennmgur ekki lan í bankanum. — Það er þriðja ástæðan. 1898 var umsetning Reykjavikur ein 1- ar 2,832,422 kr., eða nalega 3 miljómr sbr. Stjt. 1899 C, bls. 92 og 170, aflt svo töiuvert meiri en öll seðlafúlga hluta- bankans.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.