Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.01.1902, Blaðsíða 2
Það ár gengu til fiskjar í Rvík 34 þilskip. A þeim voru 486 menn. Skip- in munu yfirleitt hafa verið úti um 6 mánuði, sum lengur en sum skeinur. Eptir því mun ekki vera of í lagt, að reikna útgerðina alla 1 50—200,000 kr., eða verzlun og útgerð Rvíkur full- ar 3 miljónir. Þessi bankagrýta, sem kölluð hefur verið „stóri bankinn" yrði bannig rétt fyrir Reykjavfk. Samkvæmt frumvarpinu átti lands- bankinn a ð 1 eg g jast n i ðu r. Hluta- bankinn hefði því engan keppinaut átt, en af því hefði aptur leitt, að hann hefði heimtað svo háa útlánsvöxtu, að efnamennirnir hefði ekki brúkað hann, nema í viðlögum. Meiri hluti nefndar- innar gerði ráð fyrir, að hltitabankinn mundi taka 5V20/o, sbr. Alþt. C. bls. 506. Hann hefði líka með engu móti getað tekið lægri vöxtu Hann mundi aptur á móti hafa tekið hærri vöxtu, að minnsta kosti 6°/o og líklega tölu- vert hærri stundum. Bankinn hefði því líklega ekki getað komið öllu fé sínu út í verzlun og útgerð 1' Rvík. Setjum svo, að hann hefði átt I miljón afgangs. Það fé hefði hann getað lánað mönn- um utan Reykjavíkur. Krækiber í koppi. Af þessari 1 miljón hefði töluvert farið í nágrennið, líklega V4 parturinn. Þar hefði bankastjórnin orðið kunnugust og því helzt þorað að lána þar. Afgang- urinn hefði farið í útibúin á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, sfn 250 þús- undin á hvern stað. Landsmenn ut- an Rvíkur hefði þannig ekki fengið ann- að en það, sem lagt hefði verið til úti- búanna. Og útlánsféð utan Rvíkur hefði verið lánað út á sama hátt og í Rvík. Það hefði verið lánað út til skamms tfma, mest út á víxla, aðallega kaupmönnum og útgerðarmönnum. Utlánsfé hlutabankans hefði þannig allt, eða að minnsta kosti nálega allt gengið til Skyndilána. Það hefði kann ske verið slett nokkrum tugum þúsunda í landbúnaðinn, til þess að efna inn- gangsloforðið, að nafninu til. En af því, að féð hefði verið lánað til skamms tíma, hefði aptur leitt, að einungis afkastafljótir atvinnu- vegir, verzlun og útgerð, hefði haft not af bankanum. Hinir atvinnuvegirnir hefðu ekkert fengið og engin not haft af lánunum, þótt þau hefðu fengizt. Bændurnir, bústólparnir, landsstólp- arnir í hverju landi sem er, hefðu ekk- ort fengið. Litli landsbankinn okkar, sem margir lasta, átti þó 31. des. 1900 í fasteignarlánum —- að frátöldum veð- deildariánum — 714 þúsund 770 kr. 42. a., sbr. Stjt. 1901 C. bls. 107. Sjálfskuldarábyrgðarlán hefði heldur ekki fengizt að nokkrum mun í hluta- bankanum, sízt til lengri tíma en 6 mán- aða. Landsbankinn lánar gegn sjálf- skuldarábyrgð til I árs, og framlengir lánin opt ár eptir ár. Hann átti 31. ! des. 1900 úti í sjálfskuldarábyrgðarlán- | um 288 þúsund 148 kr. 53 aura. Sveitafélög hefðu alls ekki feng- ið lán í hlutabankanum. Þau þurfa lán til margra ára. Landsbankinn átti 31. des. 1900 úti í slíkum lánum 55 þúsund 446 kr. 77 aura. Loks hefði hlutabankinn ekkert lánað út á lífsábyrgðarskírteini, en landsbank- inn hefur líka lánað út á þau. Með öðrum orðum : M i k i 11 m e i r i hluti þeirra manna, sem helzt þurfa á lánum að halda, hefði ekkert fengið í hlutabankanum, hefði liann komizt á og landsbankinn verið lagður niður. Og þeir, sem lán hefðu fengið, örlítill hluti þjóðarinnar, hefði orðið að borga lánin dýrum dómum, hefði orðið að | borga sömu vöxtu og teknir hafaverið í útlöndum, en þar hafa menn seinustu árin orðið að borga 6—8%. En hvaða íslenzkir atvinnuvegir bera slíka vöxtu? Það voru höfuðagnúarnir á hlutabank- anum, að hann hefði orðið svo fáum að liði, og þessum fáu að litluliði, af því, hve vextirnir hefðu orðir háir. En þessir agnúar stafa aptur af því, að íslendingar hefðu engin ráð fengið yfir bankanum. Bankinn átti, eins og nafnið bendir á, að vera eign hlutafélags, þ. e. hann hefði orðið eign einstakra manna. Eig- endurnir hefðu því getað farið með hann eptir eigin vild. Hlutafélögum er, í hvaða skyni sem þau eru stofnuð, svo fyrir komið, að æzta vald í öllum mál- um félagsins hefur aðalfundur, fundur eigenda. En af því, að bæði er erfitt að smala mönnum opt á fund, og svo af því, að fjölmennir fundir yrðu ávallt óhandhæg framkvæmdarstjórn, felur fundurinn allt af nokkrum mönnum að hafa á hendi hina daglegu stjórn í málefn- um félagsins. Það er framkvæmdar- stjórnin. Fleiri þurfa stjórnarliðirnir ekki að vera. En sé um stóreignir eða þýðingarrnikil mál að ræða, setur fund- ur eigenda nefnd manna til að líta ept- ir því, að framkvæmdarstjórnin fari eptir þeim reglurn, er fundur eigenda hefur sett henni. Það er fulltrúaráðið. Svona er fyrirkomulag allra meiri- háttar hlutafélaga, og svona átti „stóra bankanum" að vera fyrir komið. En ai þessu fyrirkoinulagi hefði leitt, að ís- lendingar hefðu því að eins getað átt nokkurn verulegan þátt í stjórn bank- ans, að þeir hefðu eignazt nokkuð að mun af hlutabréfunum. Hefði vel átt að vera, hefði átt að tryggja Islending- um meiri hluta fjárins. En það var nú síður en svo. Islendingar mundu aldrei hafa eignazt bréfin að nokkru ráði. Þeir hefðu fyrst og fremst ekki haft efni á þvi. Það ber öllum saman um, að reiðu fé sé Iftið til í landinu. Almenningur á fullhart með að borga opinbera skatta í pen- ingum. Því síður hefði hann haft pen- inga til að kaupa fyrir hlutabréf. 1. gr. í bankafrumvarpinu gerir að vísu ráð fyrir, að eignast megi bréfin á annan hátt. Þeir, sein eiga jarðir, hefðu gegn því, að veðsetja bankanum jarðir sínar með fyrsta veðrétti, og gegn því, að svara 4% sem vöxtum, getað fengið hlutabréf út á 20°/o af virðingarverði jarða sinna. En fyrst er nú það, að mikið vantar á, að allar jarðir á Islandi séu einstakra mánna eign. Kirkjan og landssjóður eiga allt of margar, í sumum héruðum nálega allar jarðirnar. I annan stað munu flestir, sem jarðir eiga, hafa veð- seft þær, og þá duga þær ekki leng- ur í „stóra bankann" I þriðja lagi mundu þeir fau, er eiga óveðsettar jarðir, ekki ásælast hlutabréfin fy r ir þær. Þeir legðu með því að nokkru leyti dauða hönd á jörðina eða jarðar- verðið. Þeir fengju sem sé ekki nema 20°/o(!) út á virðingarverðið, og þó átti landssjóður að ábyrgjast bankanum, að vextirnir af þessum 20% yrði borgaðir. Maður, sem ætti 2000 kr. jörð, fengi þannig að eins 400 kr. í hlutabréfum, út á 1. veðrétt í jörðinni sinni Meira fengi hann ekki út á hana, þótt hon- um lægi lífið á. Enginn opinber sjóður mundi lána honum eyrisvirði út á 2. veðrétt. íslendingar hefðu þannig ekki ráð á að eignast hlutabréfin að nokkr- um mun, enda er auðséð á þessu eina dæmi, þótt ekkert annað væri til, að ís- lendingum hefur aldrei verið ætlað að eignast bréfin. En þótt íslendingar hefðu bæði getað og viljað eignast hlutabréfin, þá hefðu þeir ekki fengið þau. íslendingum er að vísu á pappírnum, í 1. gr. frv., gefinn kostur á að eignast bréfin öðr- um fremur. Þar stendur: „Islendingar, hvort sem eru einstakir menn, sjóðir eða stofnanir, skulu látnir sitja fyrir í 6 mánuði frá því að lög þessi öðl- ast gildi, að skrifa sig fyrir hlutum í bankanum". En sá er gallinn á gjöf Njarðar, að eptir I. gr. kemur 21. gr. og hún tekur ótvíræðlega aptur það, sem lofað er í I. gr. Bankamönn- unumersem sé 21.gr. gefinn 12 mán- aða umhugsunartími frá því er lögin öðlast gildi, til þess að ráða við sig, hvort þeir eigi að leggja út í að stofna bankann. Eg set svo, að bankalögin hefðu öðlazt gildi 30. júní 1902. Þeir Islendingar, sem ætl- uðu að eignast bréfin, hefðu orðið að hafa skrifað sig fyrir þeim 31. desbr. 1902. En hvar hefðu aumingja mennirnir átt að skrifa sig fyrir bréfunum? Hjá bankamönnunum ? Hjá stjórn hluta- bankans? Nei, sei, sei, nei, Hluta- bankamennirnir hefðu sagt: Þú getur ekki skrifað þig fyrir bréfunum hjá okk- ur. Það er alveg óvíst, að við stofn- um nokkurn banka. En hvar er þá bankastjórnin. hefði veslings landinn spurt. Ertu svona grænn, góðurinn minn, hefðu bankamennirnir sagt. Banka- stjórnin getur ekki komið fyr, en við höfum ákveðið að reisa bankann, og til þess höfum við 12 mánaða umhugsun- artíma. Við þurfum ekki að akveða það fyr en 29. júní 1903. Nú, en hvar á eg þá að skrifa mig fyrir bréfunum, hefði landinn spurt? Hvergi, lambið mitt, hefðu bankamennirnir sagt. — Svo, það hefur þá bara verið „snuð", hefði landinn sagt, en bankamennirnir anzað: Nei engan veginn; þú áttir aðlesa2i. gr. einsog I. gr., góðurinn minn, endirinn er stunduin ekki þýðingarminni en upp- hafið. — Það var svona! —En hvernig stendur a því, að sannleiksvitnið hann Þórður minn, lagavörðurinn hann Guð- laugur minn, föðurlandsvinurinn hann Valtýr minn og dyggðablóðið hann Skúli okkar skyldi telja mér og mínum líkum trú um þetta? Bankamennirnir hefðu fraleitt svarað þessari spurningu, í hæsta lagi klappað hægra buxnavas- anum. íslendingar hefðu þánnig ekki eign- azt hlutabréfin fyrst um sinn, og þá ekki seinna. Annaðlivort hefði bankinn grætt eða ekki grætt. Hefði hann grætt, hefðu útlendingar ekki sleppt bréfunum. Hefði hann tapað, hefðu íslendingar ekki viljað eignast þau Islendingar hefðu þannig engin ráð haft yfir hlutabank- anum. Það er ekki rétt, kann einhver að segja. Islendingar áttu að eiga helming atkvæða i fulltrúaráðinu, og svo átti ráðgjafinn þeirra að vera sjálfkjörinn formaður. Ojú, því er nú ver, að það er satt og öllum ljóst, sem málið vilja skoða hlutdrægnislaust, að íslendingar hefðu engin ráð haft yfir bankanum. Fulltrúaráðið hefur sem sé ekki önn- ur völd en þau, sem aðalfundur fær því. Bankafrumvarpið varast að nefna, hvað þetta svokallaða fulltrúa- ráð á að gera. Á því sést, að því hef- ur eigi verið ætluð önnur eða meiri völd en s’líkum »ráðum“ í öðrum félög- um. Það er meira að segja, eptir því sem fulltrúaraðið er skipað, ekki full tryiíS'ng fyrir því, að íslenzku fulltrú- arnir geti gætt þess, að framkvæmdar- stjórn bankans fari eptir þeim reglum, sem aðalfundur eigenda hefur einu sinni sett. Þess er sem sé ekki getið, að ráðgjafinn eigi að hafa atkvæðisrétt i fulltrúaráðinu. Hann á kannske bara að stýra fulltrúaráðsfundunum, líkt og alþingisforsetarnir stýra deildarfundun- um. Hann á kannske að vera at- kvæðislaus? Það er líka fleira, sem bendir á, að ís- lendingum hefur ekki verið ætlað að hafa ráð yfir bankanum. Eptir seinustu málsgr. 20. gr. banka- frurnv., er alþingi ætlað aðkjósa2menn á aðalfund, ef landsjóður kynni að eign- ast eitthvað af hlutabréfum. En í næstu málsgrein á undan má segja, að fulltrú- um alþingis sé gert ómögulegt að mæta. Fulltrúaráðinu er sem sé heimilað að á- kveða, að aðalfundlr bankans skuli verða haldnir annarsstaðar en í Reykja- vík. í fulltrúaráðinu sitja 7 menn, ráð- gjafinn, sem ætlað er að sitja úti íKaup- mannahöfn, 3 menn, er hlutaeigendur kjósa, alltsvo útlendingar, og 3 menn, er alþingi kýs. Það má þannig segja, að í fulltrúaráðinu sitji 4 útlendingar. Eg kalla ráðgjafann útlending, meðan hann situr í Kaupmannahöfn. Því mætti ganga að því vísu, að aðalfundir yrðu haldnir í Kaupmannahöfn. Það var ekki nærri því komandi á þinginu, að bæta aptan við annarstaðar „intianlands". Oger þó fundarstaður aðalfunda þýðingarmik- ið atriði, í 20. gr. stjórnarskrárinnar er konungi heimilað að ákveða, að al- þingi skuli, þegar sérstaklega stendur á, koma saman annarsstaðar en í Reykja- vík, en því er þó bætt við, að sam- komustaður þess skuli vera á íslandi. Og það var ekki vanþörf á þeirri við- bót. Gætnir menn eru vanir því, þegar þeir semja um mikilvæg mál að setja í samninginn ákvæði um bætur, ef samn- ingurinn kynni að verða rofinn. Því var líka hreyft á alþingi, að setja trygging- arákvæði inn í bankafrumvarpið. En formælendur frumvarpsins, þessir menn, sem allt af eru að finna að gerðum stjórnarinnar, og ekki ósjaldan með réttu sögðu: Þess þarf ekki við; látum stjórn- ina taka þau ákvæði upp í reglugerð bankans Stjórnin, sem „Isafold", henn- ar húsbændur og hennar leiguþjónar hafa kallað bæði illviljaða íslandi og ókunn- uga högum þess, á að ráða því, hvernig eina banka landsins — einu peninga- lindinni — verður fyrir komið innan þeirra þröngu takmarka, sem aðalfundi útlendra eigenda þóknast að draga fyr- ir valdsviði fulltrúaráðsins Auk þeirra stórgalla, sem nú hafa verið taldir, voru mnrgir aðrir agnúar a banka- frumvarpinu. í 19. gr. frumvarpsins er bankanum að eins ætlað að hafa „aðal- skrifstofu" sína í Reykjavik. Hann nratti eptir frumvarpinu 1901, ekki síður en frumvarpinu 1899, hafa skrifstofu í Kaup- mannahöfn, og þóttust formælendur frumvarpsins þó ekki vilja, að bankinn hefði skrifstofu í Kaupmhöfn. Þeir urðu sem sé að kannast við, að bankinn mundi brúka nokkuð af starfsfé sínu erlendis, ef hann hefði þar skrifstofu, en samt mátti ómögulega girða íyrir það, og þurfti þó ekki annað en fella orðið „aðal" framan af orðinu „aðalskrifstofa". Hefði í 19. gr. staðið, að bankinn skyldi hafa skrifstofu sína í Reykjavík, hefði banka- mönnunum verið ómögulegt að hafa skrifstofu fyrir bankann í Kaupmanna- höfn. En í ákvæðinu um, að bankinn hafi „aðalskrifstofu" sína í Rvíkliggur, að hann megi hafa skrifstofu eða skrifstof- ur annarsstaðar, og þá líka í Kpmhöfn. Landsbankinn, okkar eigin stoftiun, verður að greiða landssjóði arlega 7500 kr. fyrir að mega gefa út 750 þúsund krónur í seðlum. Hlutabankinn, útlendi auðmannabankinn, atti að borga lands- sjóði fyrir að rnega gefa út meira en þ r i s v a r s i n n u m h æ r r i upphæð meira en þrisvar sinnum lægra árgjald(l) Hlutabankinn atti að m ga gefa út 2l/a miljón í seðlum, en átti eptir áætlun meiri hluta nefndar- innar að eins að greiða í landssjóð 2V3 þúsund kr. á ári, sbr.C-deild Alþt.bls. 506 neðst, og þó var því jafnframt lofað í 15. gr. ftumvarpsiuo, að aldrei mætti leggja á bankann nokkurt annað gjald eða skatt. Glasgovv- prentsmiðja.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.