Þjóðólfur - 07.02.1902, Síða 2
22
skynsemi, frjálslyndi og sanna þjóð-
rækni íslendinga, heldur en nú við
kosningar þær, sem í hönd fara í vor.
Undir því, hvort þær takast vel eða
iha er komin hamingja eða óhamingja
þessa lands á ókomnum tíma.
Samkvæmni og staðfesta.
Mótsagnir Skúla.
Eg get hrósað mér af því, að eg
hef aldrei keypt „Þjóðviljann" hans
Skúla Thoroddsens — og get sagt
sveitungum mínum það til lofs, að
enginn þeirra hefur keypt hann né
kaupir hann. Og þótt hann hafi bor-
izt hingað í umbúðum, þá hef eg venju-
lega leitt hjá mér að lesa hann, en
notað hann til vissra þarfa. En hérna
um daginn vildi svo til, að mér var
litið í eitt „Þjóðvilja“-blað, er kom
hingað á heimili mitt sem umbúða-
pappír — öðru vísi kemur „Þjóðvilj-
inn “ ekki hingað í sveit. — Þetta blað
var frá 1896, 31. tbl. Á fremstu blað-
síðunni er grein, sem heitir „Makkið"
IV. Hún er einmitt um „makk“ hús-
bónda hans, Valtýs Guðmundssonar,
við stjórnina dönsku, er hann hafði þá
nýbyrjað. Þá hafði hann ekki snúið
„Rauðku":) sinni við, heldur lét sér vitr-
ari menn ráða ferð sinni og hafðist
við í herbúðum heimastjórnarmanna.
Mig iðraði þess sannarlega ekki, að
eg las grein þessa. Er eigi ófróðlegt
að heyra, hvað þessi uppgjafa-frelsis-
postuli hefur sagt um þessa „stjórnar-
bóf' Valtýs. — Með því að þeir hafa
allt af verið fáir, er Iesið hafa „Þjóð-
viljann", og með því að þessum fáu
lesendum hans mun nú tekið að fyrn-
ast, hvað Skúli sagði fyrir hálfum ára-
tug um „stjórnarbótina" sína og Val-
týs, þá þykir mér svo, sem vel fari
á því að greina hið helzta, er sagt er
í grein þessari.
Hér um bil í upphafi greinarinnar
er komizt þannig að orði:
Eins og kunnugt er, þá er aðal-
kjarninn í stjórnarbótarkröfum íslend-
inga, að ýmsum aukaatriðum sleppt-
um, fólginn í þessu þrennu:
1. Að hin sérstaklegu málefni lands-
ins, sem upp eru talin í 3. gr. stöðu-
laganna, 2. jan. 1871, séu ríkisráði
Dana óviðkomandi, liggi undir úrskurð
íslandsraðherrans eins, en ekki ann-
ara ráðherra konungs.
2. Að stjórnin verði innlend2), þ. e
að stjórn þessara mála verði — auð-
vitað í umboði konungs—framkvæmd
af mönnum, sem búsettir eru hér á
landi, svo að fullnaðarúrslit þessara
mála þurfi ekki að sækja út fyrir poll-
inn.
3. Að þeir menn, sem fyrir stjórn-
inni standa, hvort sem þeir eru einn
eða fleiri, beri fulla ábyrgð gerða sinfta
gagnvart innlendum dómstóli, helzt
auðvitað þannig, að stjórnin verði
„parlamentarisk". sem kallað er, þ. e.
sé jafnan í samræmi við meiri hluta
þingsins í aðalmálum öllum, en þoki
ella sæti fyrir öðrum, er traust hafa
þings og þjóðar.
Svo hefur hann það eptir Valtý, kð
hann „þykist vita", að stjórn Dana
muni ekki fáanleg að sinna „tveim
hinum fyrstnefndu kröfum, en muni
vilja „káka“ (hann kallar það að „káka“)
eitthvað við hina síðast nefndu með
því að „skipa ísjending, búsettan í
Khöfn, sem sérstakan ráðherra íslands,
er mæti á alþingi, og beri ábyrgð á
1) Sbr. þetta vísuorð í þingeyskri Skúla-
rímu: „Rauðka lenti ráðgjafans f högum".
2) Leturbreyting hef eg gert, Höf.
stjórnarathöfninni, líklega þó mjög í
ófullkomnum stýl (hætt við því) og
meira i orði en á borði1). .
„Meira í orði en á borði“ segir
hann, að abyrgð ráðgjafans á stjórn-
arathöfninni (ábyrgð Valtýs-frumvarps-
ins) verði. Honum ætti að vera trú-
andi til að vita þetta, lögfræðingnum.
þótt hann sé ekki margfróður eða
menntaður kallaður.
Svo heldur hann áfram að ræða um
„makk" þetta og þarf um leið að víkja
nokkrum vel völdum og smekklegum
orðum að kunningja sínurn og vini,
Magnúsi landshöfðingja Stephensen,
seni lög gera rað fyrir.
Hann segir, sem satt er, að frá
þessum þrem „aðalkröfunr" geti þjóð-
in íslenzka „í engu venilegu vikið" —
og spyr svo, hvort íslendingar eigi
víst, að þessi breyting yrði spor fram
á leið, eða gæti hún ekki eins vel í
reyndinni orðið spor aptur á bak, bæt-
ir hann við.
Þessum tveim spurningum svarar
hann á þessa leið:
Fyrst er að athuga, að sérstakur ís-
lands ráðherra, búsettur í Kaupmanna-
höfn, er mætti á alþingi myndi draga
úr, en ekki auka vald það, sem nú
er hér innanlands; og þó að innlent
ábyrgðarlaust vald, eins og landshöíð-
ingjadæmið íslenzka, sé auðvitað ekki
mikils virði, og mörgu útlendu valdinu
verra, þá er þó óneitanlega ÖVÍðfeldÍð Og
spor í Öfuga átt, að valdþað, sem nú er
kér innan lauds, dragist að nokkru
leyti aþtur út fyrir þollinn“. Gefi menn
nú vel gaum að því, hvað þessi fyr-
verandi framfaramaður, en núverandi
apturhaldsseggur og Hafnarstjórnar-
sinni, segir:
„Sérstaki" ráðgjafinn er einn aðal-
kostur Valtýs-frumvarpsins. Það segja
Hafnarstjórnarmenn, og þeirri breyt-
ingu hafa þeir látið mest af. Um þetta
segir Skúli, „að sérstakur Islands ráð-
herra, búsettur í Kaupmannahöfn. er
mætti á alþingi, mundi draga úr, en
ekki auka vald það, sem nú er hér
innan lands". Hann játar, með öðr-
um orðum, að valdið myndi færast út
úr landinu.
En þykir honum bót að slíkuf
Öðru nær.
Hann segir, að það sé óviðýeldið og
sþor í 'ófuga átt", eins og Guðlaugur
vinur hans sagði líka.
Þótt hann æli þá (1896) viðbjóðs-
legt hatur á landshöfðingja, þá treyst-
ist hann ekki að neita því, að það
væri „spor í öfuga átt" að rýra vald
hans, þótt það meira að segja, væri
„mörgu útlendu valdinu" verra, að
því er hann sagði.
En það er ýmislegt eptir enn.
Hann segir meira og hefur hann þó
mikið sagt. Hann heldur þannig áfram:
„Og eru nokkrar Jíkur til þess, að
„sérstakur" ísl. ráðherra í Khöfn, bund-
inn í einu og 'óllu við nkisráð Dana1),
yrði stjórnbótakröfunum, og öðrum á-
hugamálum landsbúa hlynntari, en
danski tvíhleyfi ráðherrann nú er?
Væri ekki líkast, meðan stjórnar-
stefnan breytist ekki 1 Danmörku, að
ísl. ráðherrann yrði t. d. Magnús
Steþhensen2), eða einhver annar dansk-
lundaður danskur íslendingurf
Eða myndi ekki við þá útnefningu
farið eptir hræsnis-upphefðarlögmálinu?
„Harla trúlegt".1)
Éptirtektavert er þetta sannarlega.
Hann sér engar líkur þess, að fsl.
sérstakur ráðherra í Khöfn, er hann
1) Leturbreyt. er Skúla.
2) Leturbreyt. gerð af mér.
segir um, að sé „bundinn í einu og
öllu við ríkisráð Dana", verði málefn-
um vorum „hlynntari“ en „tvíhleyfi
ráðgjafinn" (dómsmálaráðgjafinn og ís-
landsráðgjafinn sameinaði)
Honum þykir líkast, að „dansklund-
aður danskur Islendingur yrði latinn
skipa ráðgjafasætið „sérstaka", meðan
hægrimenn héldu um stjórnarstýtið.
Því sama héldu and-Valtýingar allt af
fiam og bentu á — og gerðí Skúli
sjálfur hið mesta gabb að því.
En út yfir þykir honum taka, ef
Magnús vinur hans Stephensen yrði
ráðgjafi.
Því trúa líka allir, sem þekkja göf-
uglyndi Skúla.
Skúli segir því hvorki meira né minna
í grein þessari en allt þetta:
1. Að ábyrgð Valtýs-ráðgjafans verði
„meira í orði en á borði
2. Að breyting þessi (Valtýsfrumvarþ-
ið) „dragi úr, en auki ekki" inn-
lenda valdið (valdlandsh'ófðingja) og
3. að það sé „óviðfeldið og sþor í 'óf-
uga átt".
4. Að ráðgjafinn verði bundinn í einu
og 'óllu við ríkisráð Dana".
5. Að það séu engar „líkur til, að
ráðgjafinn „sérstaki“ verði stjórn-
bótakröfunum og 'óðrum áhugamálum
hlynntari“ en dómsmalaráðgjafinn.
6. Að það sé „harla trúlegt", að ráð-
gjafinn yrði „ dansklundaður dansk-
ur íslendingur" — og
7. að síðustu, að við skiþun ráðherr-
ans verði farið eþtir einhverju
„ hrœsnis-uþþhefðarl'óg máli“, sem
eðlisfæðingurinn Skúli Thoroddsen
hefur vfst uppgötvað.
Ma eg nú spyrja Skúla kaupmann
Thoroddsen: Skyldu þeir vera marg-
ir, er hafa talið öllu fleiri vandkvæði
á „stjórnarbót" Valtýs en einmitt —
hami sjálfur ?
Hvernig skýrir maðurinn svona mikil
skoðanaskipti ?
En þessi skipti eru, ef til vill, skilj-
anleg.
Þegar Skúli reit grein þessa, þá var
hann ekki óhræddur um, að Magnús
Stephensen yrði ráðgjafi. Koin bless-
aður „guli snepiljinn" seinna, eða fékk
hann seinna einhver skilríki fyrir því,
að landshöfðingi yrði ekki ráðgjafi?
Eða hví snerist hann?
Vonandi gerir hann einhverja grein
fyrir hamskipLinuni í „Þjóðviljanum".
Og svo er þessi flautaþyrill að fást
um það, að aðrir menn liafi skoðana-
skipti óg séu sjálfum sér ósamkvæmir.
Það eru karlar í krapinu, þetta!
Hver hefur haft meiri skoðanaskipti
eu einmitt hann og komizt í meiri
mótsögn við sjálfan sig?
„Hvf sér þú flísina í auga bróðut
þíns og gætir ekki bjálkans í þínu
eigin auga?"
Eg tel víst, að fleira mætti til tína
en þetta, er sýnir ósamkvæmni Skúla.
En eg hef því miður ekki nema þetta
eina Þjóðviljablað — og get því ekki
betur gert. Það fer æ á þessa leið,
þegar kjaptað er í sífellu, en aldrei hugs-
að, og „alit látið fjúka, sem heimsk-
um manni dettur í hug", einsogjónas
sagði.
I desember 1901.
Sveitamaður.
Bókmennti r.
Þorvaldur Thoroddsen: Hugleiðing-
ar um aldamótin. Andvari XXVI.
ár. I—52 bls.
Þannig nefnir hinn góðkunni höf. tvo
fyrirlestra, er hann mun hafa haldið síð-
astliðinn vetur í félagi íslendinga í Kaup-
mannahöfn. Höf. hefur ætlað sér að
gefa áheyrendum sínum stutt og glöggt
yfirlit yfir nokkrar helztu breytingar, sem
orðið hafa a högum lands og þjóðar á
öldinni sem leið. Verður ekki annað
sagt, en að hann hafi, að öllu saman-
lögðu, leyst fyrirætlan sina vel af hendi.
Það er eðlilegt, að sumum kunni að þykja
einhvers vant í fyrirlestrum þessum og
á hinn bóginn sumt það tekið fram, sem
síður var þörf a. En slíkt er einlægt
alitamál, og auk þess hefur hinn naumi
tími, sem er ætlaður til flutnings slíkra
fyrirlestra bundið hendur höf. Þó dylst
mönnum ekki, að vel hefði farið a því,
að höf. hefði drepið stuttlega á helztu
greinar verzlunar og stjórnarbaráttu vorr-
ar, með því að mal þessi eru tvö einkar-
mikilvæg atriði í allri framsóknarvið-
leitni vorri.
Fyrri fyrirlesturinn ræðir aðallega um
hið ískyggilega ástand lands og þjóðar
um hvörf 18. og 19. aldar. Þá var
þjóðin eptir margra alda kúgunar- og
dáðleysisdróma orðin vonlaus um viðreisn
sína og búin að leggja árar í bát. Er
lýsing höf. á ástandinu einkar góð, og
kemur víða við. I niðurlagi fyrirlest-
ursins er dálftill samanburður á efnahag
landsmanna nú og efnahag þeirra um
fyrri aldamót. Kemst höf. að þeirri
niðurstöðu, að Islendingar eigi nú þris-
var sinnum meiri efni en um hin fyrri
aldamót! Má vera að svo sé, en hitt
virðist að svo stöddu lítt sennilegt,
að almenningur á íslandi sé eins vel
efnaður og alþýða manna á Norðurlönd-
um gerist almennt, ef kaupmenn og
stóriðnamenn eru undanskildir.
Seinni fyrirlesturinn ber vott um, að
náttúrufræðingurinn Þorvaldur Thorodd-
sen hefur á ferðum sínum hér á landi vart
gefiðlandshögum vorum ogþjóðlífiminni
gaum en eðlisásigkomulagi landsins og
náttúrufegurð. Eins og vera ber, finnur
hann að mörgu því.sem aflaga fer í lífi voru
og búnaðarhattum, en lofar á hinn bóg-
inn það sem lofsvert er. Hann átelur
hreppapólitík vora og munaðarvöru-
nautn, einræningsskap vorn og ósam-
lyndi, öfundssýki vora og blaðaskammir;
hann veitir oss að maklegleikum ákúr-
ur fyrir óskilvísi vora og tortryggni og
skort á nýtni og verklegri hagsýni. Eins
og flestir þjóðlyndir menn, er þann lítill
vinur Vesturheimsferða, og telur þær,
svo sem opt mun raun á verða, sprottn-
ar af kvfða og ráðieysisóþreyju og svik-
ulli von um, að allt sé betra f öðrum
löndum. Höf. brýnir það fyrir oss, „að
það sé ekki nóg, að menn elski Iandið,
heldur verðum vér líka að hafa ást á
þjóðinni og íslenzku þjóðerni". Hann
vill, að vér gerum oss miklu rneira far
um, en vér höfum gert hingað til, að
glæða og efla áhúga lýðsins á sögu
vorri og bókmenntum, og leggjum um
fram allt stund á að gróðursetja föður-
fandsást í hjörtum barnanna. Höf. tek-
ur það skýrt og skorinort fram, að vér
verðum um fram allt að byggja fram-
sókn vora á „þjóðleguin grundvelli" og
gjalda varhuga við, „að láta ekki mis-
jafna útlendinga fá tangarhald á oss f
fjármálum vorum eða öðru". Af til-
vitnunum þeirn, sem hér eru greindar.
er það auðsætt, að ekkert er höf. fjær
skapi en ala upp í oss ,heimskulegt
þjóðardramb'. Hann vill að eins kenna
oss að treysta sjálfum oss og trúa á
viðreisn lands vors. En traust þetta
skal byggt á reynslu sjálfra vor og
annara þjóða, að fratnfarirnar bregðist
ekki, ef hugur fylgir máli, og vér vilj-
um leggjast a eitt.
Á stöku stað virðist höf. hafa tekið of-
djúpt í árinni, svo sem þar sem hann á 37.
bls. segir, að íslenzkir sveitamenti standi
í bóklegum áhuga, að almennri greind og