Þjóðólfur - 14.02.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.02.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. febrúar 19 02. 7. Lifsábyrgðarfélagið TRYG 'rygfg’ingarhöfuðstóll 1 miljón kr. Sjúkleika- og siysa-ábyrgðarfélagið TRYG Trygging’arhöí'nðstóll 100,000 kr. gið ^ Það tilkynnist hér með, að hr. cand, phil. Einar GunnarSSOn „Sá er vitur sem þegja kann". —:o:— í 7. tbl. ísafoldar er Kristján yfir- i dómari Jónsson enn á ný að halda uppi vörn fyrir athæfi hinna 6 efrideildar þjóðmæringa hinn 13. dag ágústm. f. á. Máttugasta sönnunargagn hans er, að nú sé það bert orðið, að konungur muni staðfesta stjórnarbreytingarfrum- varpið (þ. e. Valtýskuna). En er það nokkur sönnun fyrirþví, að athæfi þeirra 6 félaga hafi verið vitrum og þjóðholl- um fulltrúum samboðið, að vér ekki tökum dýpra í árinni. Yfirdómarinn mun þó renna grun í, að það var sið- ferðisleg skylda vinstrimannaráðaneyt- isinssamkvæmtþingræðisstefnunni, sem j það heldur fram, að geta þjóðinni kost á því, að stjórnarbreytingarfrv. yrði staðfest, svo framarl. sem þjóðin vildi hallast að því. En hvernig getur yf- irdómarinn á hinn bóginn látið sér detta í hug, að Islandsráðgj. færi að leggja annað frumvarp fyrir þingið, ef hann hefði ekki fundið til þess, að agnúarn- ir á frv. Valtýs og Hafnarstjórnarmanna væri verulegir, einkum að því er ráðgjafabúsetuna snertir, og að þjóðin ætti fyllstu heimtingu á, að æzta stjórn hennar væri búsett hér á landi. ís- landsráðgj. er ekki einn á þessari skoð- un, heldur er meiri hluti ráðaneytisins með stjórnarforsetann í broddi fylking- ar á sömu skoðun. Því hefur og opt verið haldiðfram af heimastjórnarmönn- um bæði í ræðu og í riti, að mest væri undir því komið, að æðsta stjórn landsins væri búsett hér á landi og bæri bæði lagalega og sið- ferðislega ábyrgð stjórnarat- hafnanna gagnvart þingi og þjóð; en hitt væri aukaatriði, hvernig eptir- liti alríkisstjórnarinnar væri háttað, ef það væri að eins einskorðað við sam- eiginlegu málin og varðveizlu á ríkis- heildmni. Blöð heimastjórnarmanna hafa aptur og aptur brýnt þetta fyrir mönnum hér á landi, og í bréfi 14. itienninganna til íslandsráðgj. (birt í Þjoðólfi 9. okt. f. á.) og ávarpi íslenzkra stúdenta til sama er þetta tekið skýrt og skHmerkilega fram. \ firdómarinn segir enn fremur, að ráð- gj. hafi algerlega hafnað fyrirkomulagi 10 nianna-frv. Hér mætti ætla, að yfirdóm- arinn vissi ekki hvað hann er að fara með eðasegði þetta gegn betri vitund. Hon- um hlýtur þó að vera fullkunnugt um, að tomannafrv. lá alls ekki fyrir ráðgjafa; það Var fyrir löngu dottið úr sögunni. En úr því að yfir- dómarinn og ísafold hafa ekki borið vit eða vilja til þess að finna orðum sínum réttan stað, skulum vér nú fræða þau þokkahjúin á því til hvers orðin í ritstjórn- argrein „Dannebrog“: „En saadan Du- alisme vilde selv under normale For- hold, langt mere i Tilfælde af ind- byrdes Uoverenstemmelse mellem de to Ministie, bære saa store og iöjne- faldende Skröbeligheder i sig, at den paa Forhaand maa anses ganske uan- tagelig eru töluð. Svo er mál með vexti, að Pall amtmaður Briem sendi kunningja sínum í Höfn stjórnlagafrv., er hann bað þennan vin sinn að bera undir íslandsráðgj. Frumvarp þetta gekk í líka átt og 10 mannafrv., en var þeim mun lakara, að ráðgj. í Höfn átti samkvæmt frv. amtmanns, að hafa ríkara vald en eptir 10 tnannafrv., og konungur einn átti að ákvarða afstöðu ráðgjafanna innbyrðis, svo að honum var svo að segja í sjálfsvald sett, að gera Hafnarráðgj. alvaldan. íslands- ráðgj. leizt ekki á frumvarp amtmanns og mun hafa látið Iiggja orð að því, að það væri lítt skiljanlegt, hvernig jafnríkir valdsmenn ættu að vinna sam- an, ef þeir væri sundunnála, án þess að bera hvorn annan fyrir borð, og svo gæti þingið ekki geit upp á milli þeirra nema á 2 ára fresti. En þetta frv. amtmanns, sem vér skulum ekki tala frekar um, mun þó hafa átt mik- urn þátt í því að flýta fyrir konungs- boðskapnum, er hefði annars ekki kom- ið fyr cn með marzferðinni. Vér ætl- 'uðum að láta aðfarir amtmanns liggja í þagnargildi, af því að honum mun ekki hafa gengið annað en sáttfýsi og ef til vill pólitiskur metnaður til þess- arar miðlunar sinnar. En fyrst flokks- bræður hans kunna aldrei að þegja, hvorki í tíma né ótíma, höfum vér neyðzt til þess að að birta hér hina einu réttu skýringu á optnefndum ritstjórnarum- mælum Dannebrogs. Hitt má yfirdómarinn staðhæfa svo lengi sem honum gott þykir, að aðferð eða réttara sagt athæfi hinna 6 þjóð- mæringa(l) efri deildar í sumarhafi „leitt til hins farsællegasta árangurs og ár- angurinn réttlæti stefuna“(!l). Orð þessi sverja sig beinlínis í ætt við megin- uregl Jesuíta (Kristmunka); „Tilgang- urinn helgar meðalið". Einhverkynni því að telja það ekki illa tilfallið að kalla suma Valtýs kumpána pólitiska Jesuíta, ekki sízt eptir grein yfirdómar- ans að dæma. En sæmra væri honum „at blive ved sin Læst“ og láta ekki hæstarétt aptur og aptur festa fingur í hári honum fyrir tómlæti í afgreiðslu og þýðingu mála, heldur en að vera að hreyta úr sér missögnum og hnútum í ísafold. Kunnngur. Samkomulags- eða friðarnefnd í stjórnarskrármálinu helur myndazt á Akureyri snemma < f. m., eflaust fyrir for- göngu Páls Briem’s amtmanns. í nefnd þessari eru auk amtmanns: Eggert Laxdal verzlunarstj., Fr. Kristjánsson kaupmaður, Aðalsteinn Halldórsson tóvélastj., M. B. Blöndal verzlm., Páll Jónsson kennari og Þorv. Davfðsson kaupm. Nefnd þessi hef- ur sent út um land áskorun til undirskripta fyrir kjósendur til að fá fylgi þeirra ann- aðhvort með landstjórafyrirkomulaginu eða tveggja ráðgjafa uppástungu amt- mannsins, samkvæmt frv. því, er hann sendi til Hafnar. Þessi friðarnefnd á Akureyrf hefur valið nýja samkomulagsnefnd í Rvík og skipað 1 hana þá Árna Thorsteinsson landfógeta, séra Eirfk Briem og Kr. Jóns- son yfirdómara. Svo hafði verið ráðgert að setja menn í Höfn til að bera mál þetta fram við stjórnina, og til þess fyrir- hugaðir að sögn þeir Finnur, Valtýr(l) og Bogi. Að sjálfsögðu er allt þetta samninga- brask af góðum huga sprottið, en fellur vitanlega um sjálft sig, þá er konungsboð- skapurinn er kominn, jafn ákveðinn sem hann er, þvt að einsætt virðist að fylgja honum, enda hafa Valtýingar þegar að minnsta kosti í orði kveðnu heitið hinu væntanlega frumv. stjórnarinnar fylgi sínu, og fallizt þannig á »prógram« heimastjórn- arflokksins, svo að því leyti er samkomu- lag fengið á pappírnum. Auk þess hafa menn þegarséð af orðum Albertis í »Danne- brog«, að hann telur tveggja ráðgjafafyr- irkomulag Briem’s amtmanns öldttngis óað- gengilegt og virðist það þar með úr sög- unni,enda enginástæðafyrir oss að heimta ráðherra í Höfn við hlið konungs,ú r þ v í að stjórnin álítur þess enga þörf. Hér ligg- ur þvf ekki annað tyrir en að byggja á þeim grundvelli, sem þegar er lagður í konungs- boðskapnum. Allar aðrar bræðingstilraun- um eða breytingaruppástungur n ú geta orðið öllu málinu að falli, og valdið að eins ruglingi og rekistefnum. Hin skipaða samkomulagsnefnd hér í bænum inun því alls ekki sjá sér fært að sinna þessari Akureyrarmálaleitan, er kemur svona ept- ir dúk og disk, eins og málið horfir nú við. Verður minnst nánar á þetta sfðar. BúnaðarfpamfapÍF í Hrútafirði. í búnaðarritinu u. (13) árg. er skýrsla eptir herra búfræðing og alþingismann Sigurð Sigurðsson, um ferð hans f Norð- urland sumarið 1900. Þar stendur þessi klausa um Hrútafjörð: »í Hrútafirðinum hafði eg stutta við- dvöl. Kunnagir menn sögðu mér, að lít- ið væri gert þar að jarðabótum eða öðr- um framkvæmdum í búnaði. Á Melum og Stað hafa verið gerðar nokkrar jarða- bætur, einkum túnasléttun, en annarstað- ar mun lítið kveða að því, enda voru tún þar illa sprottin og vantaði auðsjáanlega áburð. Vorið hafði og verið næðingasamt og sprottið seint. Um einn bónda þar, er nýlega hafði byrjað búskap, var mér sagt, að hann hefði borið á túnið fyrstu árin, en væri nú hættur því; kvæði hann það vera eitt af því, er ekki borgaði sig, og lofaði að gera það ekki framar. Ef márgir hafa þessa skoðun, þá er eigi að furða, þótt túnin þar séu illa tödd og spretti illa* *. Hentast er það, að við Hrútfirðingar sé- um ekki mjög hörundsárir, þegarþessuer hreytt að oss í opinberri skýrslu, sem menn búast við að sé áreiðanlega sönn; ogharla er það ólíkt vitnisburði þeirn, er hr. Þor- valdur Thoroddsen gaf okkur, er búum f suðurhluta Strandasýslu, þá er hann ferð- aðist hér um sumarið 1886, sem var eitt með lökustu sumrurn hér, eða lítið betra en sumarið 1882; þá var líka minna búið að gera hér að jarðabótum en nú, og út- lit með grasvöxt og annað, þá stórum 1- skyggilegra en í fyrra sumar. Orð hr. Þorv. Thoroddsen’s hljóða þannig: »Menn í suðurhluta Strandasýslu eru langt komnir í búnaði að mörgu leyti, og óvíða sjást jafn-miklar jarðabætur; menn voru komnir á góðan framfaraveg, áður en harðindin komu, en nú er ekki gott að vita, hvernig fer ; en hvað sern á dynur, þá hefur manndáð og dugnaður allt af góð- ar afleiðingar, bæði fyrir þessa og komandi kynslóðir (sbr. Andv. 1887 bls. 202—203)«. Ólíklegt er það, að sú skoðun hefði myndazt Hér, með batnandi árferði, að það borgaði sig ekki að bera á tún. Annars get eg bezt trúað því, að hinir skunnugu menn«, er fræddu hr. S. S. um ástandið hér, vildu ekki standa við orð sín, ef til kæmi; en kenning væri það fyrir hr. S. S. og aðra að taka ekki allt trúanlegt, sem óvitrir og óvandaðir menn kasta fram ná- unganum til óhróðurs. Að telja upp allar jarðabætur hér f Hrúta- firði, sem gerðar hafa verið á seinni tím- um, yrði oflangt mál, með því lfka að nokkuð af því má sjá í Stjórnartíðindun- um C deildum, þótt þar sé ekki nærri allt talið, sem mætti og ætti að tilgreina, en. • það er auðvelt að sanna, að hér í Bæjar- hreppi, á seinasta fjórða hluta liðinnar ald- ar, hefur verið meira og minna starfað að jarðabótum, á hverju einasta byggðu býli f hreppnum, og á sumum stöðum svo stór- kostlega, að slfks munu færri dæmi, enda er á sumum jörðum hértöðufall hálfu nteira en það var fyrir 20—30 árum, og líkt tná segja um suma bæi í Staðarnreppi. Jafn- vel efnalitlir óroagamenn og leigttliðar hafa sumir hverjir gert ótrúlega ntikið ; egskal t. d. leyfa mér að benda hr. S. S. á bæ einn, er hann hefur hlotið að fara nálægt, því vegurinn liggur með túngarðinum fáa faðma frá bæntim; það er syðsta byggt býli í Strandasýslu og næst Holtavörðu-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.