Þjóðólfur - 21.02.1902, Blaðsíða 1
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 21.
febrúar 19 02.
Jo 8
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄t
Lífsábyrgðarfélagið
TRYG
rygrgringrarhöfnðstóll
1 miljón kr.
Sjúkleika- og slysa-ábyrgðarfélagið
TRYG
Trygrgringarhöfnðstóll
100,000 kr.
I
◄
1F é 1 a g s s t j ö r n i n. ►
Það tilkynnist hér með, að hr. cand, phil. Einar Gunnarsson
Reykjavík er skipaður aðalumboðsmaður vor fyrir suð-vesturhluta Islands.
Kaupmannahöfn i. janúar 1901.
Virðingarfyllst.
Félagsstjörnin.
Sigur
heimastjórnarflokksins.
^ppgjöf Hafnar-
stjórnarliðsins.
í 6. tölublaði Þjóðólfs 7. þ. m, var
óálítið skýrt frá hringsóli Hafnarstjórn-
arflokksins síðan á þingi og mótsögn-
nrn þeim, er flókkurinn hefði gert sig
sekan í hvað ofan í annað, hefði etið
ofan í sig annan daginn það sem hann
hefði hrækt frá sér hinn o. s. frv. Og
þetta var rökstutt með svo Ijósum dæm-
um, að ekki verður móti mælt, enda
hefur engin tilraun verið gerð til þess.
Það er afaráríðandi, að þjóðin geri
sér glögga grein fyrir, hvernig Hafn-
stjórnarflokkurinn, er kallar sjálfan sig
»Framfaraflókkinn«(!) hafi farið að ráði
sínu og hvernig hann hafi spreytt spó-
ann til að sporna gegn því með hnú-
um og hnefum, að vér fengjum við-
unanlega heimastjórn, unz svo var kom-
ið — fyrir röggsamlega tilhlutun ráð-
herra vors -—• að mennirnir sáu opinn |
dauðann fyrír dyrum við næstu kosn-
ingar, ef þeir gæfust ekki upp nú þeg-
ar °g gengjii á náðir heimastjórnar-
flökksins, ef vera kynni, að einhverjir
þeirra fengju þá grið og yrðu teknir
í sátt, þrátt fyrir »fortíðina«.
Til að gera þessa uppgjöf skilj-
anlega almenningi, þykir rétt að ryfja
upp aðalatriðin i baráttu Hafnarstjórn-
arflokksins eptir þing. Það er óþarft
að fara lengra fram í tímann, því
að allir muna eptir því, hvernig val-
týskan var úr garði gerð, er hún kom
fyrst fram 1897, hversu margir þing-
menn þá þegar ginu við þeim óskapn-
aði, sendu út ávarpið sæla til þjóðar-
>nnar ( þinglok 1897, hversu harðlega
þeir vörðu afnámöi. gr. o. s. frv., allt
þangað til að mótspyrna heimastjórn-
arflokksins og meginþorra þjóðarinnar
knúði þá til, flesta þvernauðuga, að
falla frá flónskunni og skóbæta dálítið
valtýskuna á síðasta þingi. En nú
skyldi líka til skarar skríða. Það þarf
ekki að minna á atferli meiri hlutans
á síðasta þingi, það er svo kunnugt.
Og í þinglok batt flokkurinn fastmæl-
um, að lifa og deyja með frumvarpi
því, er Hafnarstjórnarliðið i efri deild
fl'cypti af stokkunum. Það og ekkert
annað skyldi fá heitorð stjórnarinnar
uni staðfestingu vg samþykkjast ó-
breytt á aukaþinginu 1902. Á þann
flútt var Valtý og liði hans borgið. Og
okkurinn kaus auðvitað framkvæmd-
arstjorn hér f Reykjavík til að sjá um
þetta allt með aðstoð Valtýs ytra,
stndi Linar Anierfkupostula norður á
Akureyri til að snúa NorðurIandi til
réttrar trúar með tilstyrk ýmissa höfð-
ingja þar, er helltu guliinu úr pyngj-
um sínum til að setja upp spánnýja
málpfpu á Akureyri, er skyldi básúna
afrek flokksins og blása í lúðurinnfyr-
ir valtýskunni. Það var auðvitað tal-
ið sjálfsagt, að aumingja mennirnir, er
lögðu skildinga sína í þessa „þarfa-
stofnun" mundu uppskera hundrað-
faldan ávöxt af fé sínu, þá er Valtýr
væri seztur á tignartrón sinn í Höfn,
og sneri þar stjórnarsveifinni, eins og
honum sýndist. Allt liðið var því f
7. himni yfir hinum glæsilegu afreks-
verkum þess á þingi, og hinum' gylltu
vonum þess f framtíðinni.
En það dró brátt þykkt, ískyggilegt
ský yfir hinnbjarta himinn Hafnarstjórn-
arflokksins. Heimastjórnarflokkurinn
gerði nfl. það ólukkans stryk í reikn-
inginn, að senda mann á sinn kostn- j
að á fund ráðherrans og lofa Valtý '
ekki að vera þar einum til frásagna.
Þetta var fyrsti flókinn, er myrkvaði
vonarhiminn Valtýsliðsins. En enn
voru þö vonirnar sæmilega hraustar til
heilsu, því að flokkurinn treysti þvi, að
Valtý yrði ekki mikið fyrir, að varpa
Hannesi Hafstein flötum, enda gerðu
öll Valtýs-blöðin voðalegan aðsúg að
honum með ópi og óhljóðum, og köll-
uðu hann uppreisnartnann, sendiför
hans uppreisn(ll) gegn þjóð og þingi(ll)
(það var nfl. uppreisn gegn Valtý
þeirra elskulegum, einskonar „crimen
læsæ majestatis" gegn þeirri hatign)
En svo fóru nú samt leikar, að Valtýr
bar skarðan hlut frá borði í viðskipt-
um þeirra Hafsteins, svo að hann varð
þá þegar vonlítill um, að stjórnin
mundi sinna máli hans, eins og hann
vildi vera láta.
Þá er flokksstjórar Valtýs hér heima
fengu pata af þessum óvænlegu horf-
um foringja þeirra ytra, þá hugkvæmd-
ist þeim, að rétta honum hjálparhönd
með því, að rita ráðherranum geysi-
mikið skjal — bréfið fræga 6. des. f. á.,
þar sem þessir flokksstjórar segja ráð-
gjafanum hreint og beint, að hann
skuli ekki hugsa til, að bjóða þeim
annað en valtýskuna — frumvarp síð-
asta þings — annað vilji þeir ekki
hafa, nema hann ætli sér, að vera svo
stórstígur að skipa hér landstjóra með
ráðgjöfum, það vilji þeir gjarnan. Allt
annað þar á milli sé humbug og vit-
leysa t. d. ráðherrabúseta hér á landi.
Bréfið var auðvitað skrifað til að koma
í veg fyrir að stjórnin gæfi oss kost
á ráðgjafa búsettum hér, eins og heima-
stjórnarmenn óskuðu, en byði oss vai-
týskuna eina, ekkert annað, því að
mennirnir vissu ofur vel, að þeim var
óhætt að tylla sér á tá'með landstjór-
ann. Það var ekkert hætt við, að
hann fengist, enda hefur „ísafold" við-
urkennt, að þetta hafi verið sett upp
til að fá vissu um, að það væri ófá-
anlegt(l). Er það ekki dásamleg pólitík ?
Annarstaðar hér í blaðinu er vikið nán-
ar að þessu fræga 5-manna bréfi.
Ekki dugði þessi hnykkur Hafnar-
stjórnarliðsins. Ráðherrann skipti sér
ekkert af þessu „skrifi" mannanna.
Hann hefur auðvitað séð til hvers
refarnir áttu að vera skornir, að það
átti að knýja hann til að sinna engu
öðru en valtýskunni. En hann lét
ekki blekkjast. Konungsboðskaþurinn
10. jan. dœmdi valtýskuna til dauða,
með því að gefa oss kost á ráðherra-
stjórn búsettri hér á landi.
Nú komst allt á tjá og tundur. Reið-
in svall í Valtý og flokksstjórum hans
hér, er þeir sáu þennan dóm. En hvað
var að gera? Engin önnur úrræði,
en að bera sig karlmannlega og segj-
ast hafa sigrað samt, um að gera að
kannast ekki við „uppgjöfina", segjast
hafa ávallt(l) viljað þetta, sem í boði
væri, skíraþað „endurbætta valtýsku“(!)
o. s. frv. Björn nagaði reyndar negl-
urnar í fyrstu yfir boðskapnum og
Skúli hixtaði ákaft. Það var dálítið
ónotalegt, að kyngja þessari sendingu
frá ráðgjafanum svona fyrst í stað. En
„skítt með það, eg blessa samt“,
sagði klerkur, og svo jöfnuðu piltar
sig, gáfu út eitt bréfið enn til „flokks-
bræðra sinna", og báðu þá í hamingju-
bænum, auðvitað með varnöglum og
vífillengjum, að snúastnúenn einu sinni,
því að það væri vís bani þeirra, að
halda nú lengur opinberlega við val-
týskuna, það hefði allt verið gert til
að halda f henni líftórunni í lengstu
lög, því miður árangurslaust. Ham-
ingjan yrði að ráða því, hvort þeitn
auðnaðist nokkru sinni, að reisa hana
frá dauðum. Það væri að minnsta
kosti ekki vert, að láta jafnóvænlegar
vonir uppi. Þetta var meiningin í
bréfinu. Þannig gafst flokkurinn upp
og gekk á náðir heimastjórnarmanna.
Kysst á vöndinn.
Og piltarnir gerðu enn meiru. Þeir
hafa svo einstaklega gaman af að skrifa,
einkum ráðherranum. Þeir rita hon-
um nýtt bréf 11. þ. m., einskonar þakk-
lætisbréf fyrir konungsboðskapinn, fyr-
ir það, að hann bauð það, sem þeir
áður vildu ekki hafa(!) — ráðherrabú-
setu hér á landi. Nú segja þeir ráð-
gjafanum, að þeim sé óhætt að full-
yrða „að það sem vér höfum afraðið
sem stjórn framfaraflokksins(l) um af-
stöðu vora í stjórnarbótarmálinu muni
hljóta samsinni og fylgi mikils meiri
hluta landsmanua". Einmitt. Þetta
sögðu þeir líka í bréfinu 6. des., þá
er þeir voru að hampa valtýskunni
framan í raðgjafann. Þá ætluðu þeir
að blekkja hann með því, að hún hefði
fylgt meiri hluta þjóðarinnar, sem auð-
vitað voru bein ósannindi. En nú er
þeir hafa horfið frá villu síns vegar,
ættu þeir að vera svo hreinskilnir að
geta þess, að af því að heimastjórn-
arflokkurinn og allur meginþorri þjóð-
arinnar væri eindregið fylgjandi stjórn-
artilboðinu, þá hefðu hinir afráðið að
fallast einnig á það til þess að lenda
ekki í aumkunarverðum minni hluta.
Þá liefðu þeir skýrt satt og rétt frá.
Það sem skaþar stjórnartilboðinu al-
mennt fylgi er, að það er samkvœrnt
óskumog krófum heimastjórnarmanna,
oghejur þegar veriðgert að eindregnu
„þrógrarnmi" þeirra, en ekki hitt, þótt
þessisvonefnda 5-manna stjórn Valtýinga
fallist a* það, því að tilboðið mundi hafa
fengið yfirgnæfanlegt fylgi, þótt þessir 5
herrar hefðu snúizt á móti því, eins
og þeír líka hafa séð í hendi sér.
Þetta „skrif" þeirra til ráðgjafans ger-
ir að vfsu hvorki til né frá, því að
ráðherrann veit, hvernig málinu er hátt-
að, og að þessir menn og flokkur
þeirra hefur áður barizt gegn því, að
fá stjórnina inn í landið, eþki viljað
annað né meira en valtýskuna, en að
þeir nú eru ólmir í að eigna sér úr-
slitin, er þeir sjá hvað verða vill.
Baráttan hjá þeim hefur ávallt snúizt
um völdin, hver ætti að verða ráð-
gjafi, og nú spreyta þeir sig og sperra
til þess að ráðgjafinn liti í náð til þeirra
og skoði þa sem pólitiska höfuðpaura
hér heinia, og flokk þeirra ráðandi
hér lögum og lofum, ef vera kynni að
þyrla mætti ryki í augu ráðgjafans og
fa hann til að skipa hinn væntanlega
Islandsráðherra úr þeirra flokki. Það
er nú eina vonin, sem eptir er hjá
þeim, eina halmstráið, sem þeir ætla
að reyna að lafa á. Og þess vegna hafa
þeir hert upp hugann til að kyssa á
vöndinn, sem raðgjafinn lagði á þá og
valtýskuna þeirra, um leið og dómurinn
var kveðinn upp. Og svo skyldi sú
von lfka bregðast?
Höfuðlaus her.
Eins og sýnt hefur verið fram á hér
á undan, hefur frammistaða þessarar 5
manna stjórnar hér syðra verið hin
aumasta, allt þangað til hún gafst upp.
Og engu hetur hefur (undir?) stjórnin
á Akureyri vcrið. Hún gefur fyrir-
skipanir þvert ofan í stjórnina syðra,
hleypur til í miðjum klfðum, og ætlar
að hefja „nýjan stjórnarbótarleiðangur"
eins og „Norðurland" kallar, fær í
fylgd með sér nokkra menn úr liði
heimastjórnarmanna með því að hafa