Þjóðólfur - 28.02.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.02.1902, Blaðsíða 3
r 35 hann getur losað sig úr þvl með vottorð- um kunnugra skipstjóra ? Hversvegna vill hann af eintómum þráa og þverhöfðaskap vekja upp aptur umræðurnar um þetta og halda gatinu sínu sem rnest á lopti? í hans sporum mundu flestir hafa haft vit á að þegja, eða afsaka skyssuna með fá- Um orðum. En til þess skortir manninn áþreifanlega bæði vit og vilja, og þess vegna neglist hann æ fastara og fastara f *gatinu« við hvern rykk, sem hann ger- ,r til að losast úr því. Hann losnarhvort sem er aldrei úr þeirri bóndabeygju, sem t’jóðólfur hefur hneppt hann í, bæði 1 þessu og öðru, hversu mikið, sem mað- Urinn spriklar. Það er alltsaman máttlaust spark. Kúri hann nú í hinu víðfræga Dyrhólagati sínu! Korriró! Fyrirmyndarprestur og föstuprédikun. stjórnarnefndin væri prýdd með þessu »gulli« af presti. Og auðskilið er það,að hann býður sig til þingsetu við hvert tæki- færi, á þessum róstusömu tfmum, og það jafnvel í tveim kjördæmum f senn. Þar er maður, sem kann að »stilla til friðar«, og vill fá tækifæri, til að rieyta þeirra híéfileika sinna þar sem mest á ríður. Dalamenn ættu að lesa þesSa gullvægu föstuprédikun hans, fyrir næstu alþingis- kosningar. Væntanlega gefur prestafyrirmyndin í Görðum út fleiri slfkar prédikanir; það væri velgerningur, fyrst og fremst við bisk- upinn, sem ekki kemst til að semja slíkt sjálfur fyrir annríki, ogþar næst við flokks- bræður þeirra, Valtýinga, sem sjálfsagt skilja málið á þeim, þó háfleygt sé, — þótt andvaltývar eða heimastjórnarmenn og álíka syndugar verur séu óvanir svona kristilegum stfl, og eigi því bágt með að fella sig við hann. Sæll er sá flokkur, er þú fyllir, og það kjördæmi, er þfn nýtur. Hrifinn lesari. í hintt geistlega blaði ísaf. hefur fyrir- myndarpresturinn prófasturinn 1 Görðum, gefið út sýnishorn af prédikara-andagipt sinni. Föstuprédikun þessi er óvenjulega stutt hjá honum; ekki nema tveir ísudálk- ar, enda hefur hann þjappað efninu sam- an með svo miklu orðavali, að það er al- veg dásamlegt. Þannig byrjar og endar prédikunin með hinu fagra og guðrækn- islega orði »lýgi«. Það kemur fyrir hvað eptir annað í hverri línu, og stundum tvisvar í sömu línunni, alls ig sinnum í ræðunni. Márgar setningar eru líkt og þetta: »Skoðaðu nú óþokkaskap þinn; speglaðu þig í þinni eigin óafmáanlegri svívirðing og reyndu að læra að skamrn- ast þín«. Svona hógværlega áminnir þessi guðs útvaldi þjónn sinn sannkristinn bróður. Síðan þetta ræðttsnildar-sýnishorn birt- ist, þykir enginn vafi á því, hver bezt muni fallinn íslenzkra presta, til að fylla sæti herra Hallgríms, ef til kæmi. Og margir láþað yfirþjóðsáttanefndinni nyrðra, hún ekki skyldi stinga upp á prófast- inum í Görðum, sem forsætissáttanefnd- armanni fyrir hið forna Skálholtsbiskups- dæmi. Þar er þó auðsjáanlega maður, sem kann að haga svo orðum sínum, að þau hneyksli ekki náungann. Engin furða er, þótt »framfaraflokks«- Föstuprédikun prófastsins í Kjalarnesþingi í sfðustu Isa- fold þarf fárra athugasemda við frá minni hálfu, því að höf. greinarinnar hér á und- an hefur að miklu leyti tekið af mér ó- makið og lýst almenningsálitinu áþessari fáránlegu ritsmíð guðsmannsins, prófasts- ins, sem á að ganga á undan öðrum með góðu eptirdæmi til orða og verka. Hver siðavönd og óhlutdræg kirkjustjórn mundi veita alvarlega og þunga áminningu hverj- um kennimanni kirkjunnar, er í opin- beru blaði léti sjást eptir sig annan eins munnsöfnuð, og Garðaklerkurinn 1 ísa- fold. Eg vænti því þess, að yfirhirðir kirkjunnar hér finni skyldu sína til að veita prófastinum alvarlega ofanígjöf fyrir föstuprédikun hans í ísafold, því að eigi er rétt að gera ráð fyrir, að herra bisk- upinn fari í manngreinarálit og sjái í gegn- um fingur við alla guðsmenn 1 flokki Val- týinga. Annars lýsir prédikun prófastsins svo vel hinum göfuga, kristilega innra manni hans, að ókunnugir menn geta feng- ið ljósari hugmynd um manninn eptir en áður. Og svo veit nú allur landslýður, að hann er hið andlega, skært lýsandi leiðarljós í stjórn »framfaraflokksins«(!), og hefur ljós þetta náttúrlega reiðst Þjóðólfi grimmilega, af því að hann hefur aldrei getið guðsmannsins sérstaklega sem leiðar- stjörnu »framfaraflokksins«(!) á hinum breiða vegi hans. Þetta var auðvitað yfirsjón mikil — manni datt ekki í hug, að mað- urinn væri svo ákaflega þýðingarmikil per- sóna í þessari stjórn, svo að prófastur- inn verður að afsaka, þótt Þjóðólfi sæist yfir liann, og léti hann liggja alveg á milli hluta í stjórnmáladeilunum á síðustu tímum. En ekki er nú kjarkurinn hjá guðsmanninum meiri en svo, þá er hann fer að þylja fræði sín yfir Þjóðólfi, að hann þorir ekki að snúast beint að á- byrgðarmanni blaðsins, heldur að eins að blaðinu, og hyggur hann víst, að hann geti skotið sér undan lagalegri ábyrgð fyrir munnsöfnuð sinn með þvl yfirvarpi. En ekki er séð, að það takist samt, og getur prófasturinn því búizt við því, að ritsmíð hans verði svarað á þann eina hátt, sem slík »pródúkt« verðskulda, enda þótt hann hafi þegar fengið dóm sinn í almenningsálitinu fyrir munnsöfnuð sinn, þann dóm, sem hvorki mun honum til sæmdar né ánægju, þann dóm, sem opt er þyngri en vöndur laganna, þvl að »sjaldan lýgur almannarómur«. En al- mannarómurinn mun vera hér um bil á einn veg um föstuprédikun Garðaklerksins, nema hjá hinum örfáu persónum, sem enn eru blindaðaraf villuljósi valtýskunn- ar. En þeir herrar eru orðnir harla fáir. Valtýr getur nú kallazt »hershöfðinginn liðlausi«, því að það mun lítið stoða, þótt kennivaldið í Görðum liggi daglega á bæn, og prédiki krossférð í hverri einustu Isa- fold gegn hinum »vantrúuðu«, því að trú- in á Valtý verður ekki lífguð úr þessu, hversu heitt sem prófasturinn biður drott- inn sinn, að auka landslýðnum þessa trú. Af því koma tárin, af því svellur heiptin og gremjan svo mjög í hinu volaða og vonarsnauða Valtýsliði. H. fi. Vel skotna fálka kaupir .1 úlíus Jörgensen. ME Ð óvanalega góðum kjör- Um geta menn nú eignast smærri eða stærri hús hér í bænum, ef þeir semja við trésmið Uoga Þórðarson, Laugaveg 47. Blómsveigar,_______________ á líkkistur o. fl., marg- B L Ó M - ar tegundir, ljómandi S V E I G A R fallegir, nálægt 300 stykki um að velja, þar ámeðal mjög stórir og fínir blóm- sveigar, hentugir, þegar félög vilja heiðra framliðna vini sína eða meðlimi. Sömuleiðis blómsveigaborðar, áprentaðir ef óskað er, margar mjög fallegar gerðir. Blóm og puntur i blómsturvasa, ákaflega margarog marg- breyttar tegundir um að velja. Pálma- greinar af öllum stærðum, vaxrós- ir, grályng og margskonar tilbúin blóm (um 90 tegundir), bæði til þess að búa til úr blómsveiga og annað skraut. Ennfremur mjög mikið úrval af heillaóskakortum, mjög ódýrum og eptir nýjustu tízku. Þetta og fleiri tilbúnir skrautmunir, t. d. áteiknað angóla og klæði með tilheyrandi, fæst á Skólavörðustíg 5. Svanl. Benediktsdóttir. Heimsins vöndnðnstu og: ódýrnstu Orgel og Fortepiano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Co og frá Corn- ish & Co, Washington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, 13 tónfjölgunum, a hnéspöðum, með vönduð- um orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónur. (Orgel með sama hljóð- magni og llkri gerð kostar i hnottréskassa miunst 244 krónnr í umbúðum hjá Peter- sen & Steenstrup). Flutningskostnaður frá Ameriku til Kaupmannahafnar er frá 26— 40 krónur eptir verði og stærð orgelsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með *5 ára á- byrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi fé- laganna hér á landi: Þorsteinn Aruljótsson. Sauðanesi. 20 tingum þeirra, en annars skyldu menn skemmta sér við drykkju inni í tjaldinu eða við dans fyrir utan það, svo lengi sem hverjum sýndist. Auðvitað fór Íngiríður niður að Leirdalseyri til þess að taka á móti Andrési. / Tilhugalíf þeirra hafði verið harla einkennilegt. Hann hafði verið handtekinn nieð fyrsta kossinn hennar á vörunum og ávallt síðan orðið að þrælka sem óbótamaður. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá þekkti hún hann sáralítið. Mynd hans, sem hún bar í huga sínum, var fögur °g tilkomumikil, en hún hafði orðið til við þrá, fjarveru Og meðaumkv- un. Var hún lík honum? Hafði hún nokkurn tima verið lík honum? Hún var í ákafri geðshræringu og einblíndi á bátinn, sem sigldi með fullum seglum að landi. Hún þekkti hann þegar álengdar á svarta hár- inu, og á því, hvað hann var hávaxinn og lotinn; hann var engu bein- Vaxnari nú, en þegar hún sá hann síðast — og það var heldur ekki að ^ynja. Þegar báturinn lagði að landi, tók einn bóndinn úr Haugasókn til máls °g bauð með hárri röddu Andrés velkominn. Því var svarað ineð fagn- aðarópi, sem kvað við um allan hópinn; Andrés stóð upp og veifaði húf- unni; síðan gekk hann á land, en í því varð honum fótaskortur, svo að hann hefði dottið í sjóinn, ef tveir menn hefðu þá ekki náð í hann og varið hann falli; Ingiríði virtist menn umhverfis sig kæfa niður í sér hláturinn, en þegar fagnaðarópin kváðu við, fylltust augu hennar af tár- um, svo að hún sa ekki nema í þoku. Hann þurfti að skiptast orðum á við svo marga og taka í hendina á svo mörgum, að það lá við, að henni fyndist sér ofaukið. Loks settust þau þó í vagninn, en er þau sátu þar tvö ein og ætluðu að fara að talast við á leiðinni að Tönjum, þá fann hún fyrst átakanlega til þess, hve ókunnug þau voru hvort öðru. Hann fór nú samt að tala um sjálfan sig og allt það, sem hann hefði orðið að þo!a, um fangalíf og viðurværi, um félaga sína og um slungna glæpamenn og svo framvegis. Gortið og hatrið, sem lýsti sér í orðum hans, og blótsyrðin, sem hann kryddaði setningarnar með, hneykslaði mjög Ingiríði; það varð ekki ráðið af orðum hans, að hann hugsaði neitt >7 réttinn. Andrés frá Velii var fluttur af hermönnum til Björgvinar og settur í Björgvinarkastala. Efra-Rjóður var lagt undir krónuna og var það fengið hersveitarfor- ingja Leirdæla til ábúðar. Ingiríður fór til föðursystur sinnar, sem átti jörð þar í sveitinni, og var henni mikii hluttekning sýnd af öllum sveitung- um hennar. í Leirdal var sett á fót ein hersveit af fótgönguliði og urðu Leirdælir fyrirtaks hermenn, er þeir fóru að sætta sig við hlut sinn. Tím- ar liðu og smátt og smátt fóru menn að kyrrast í skapi. Knútur hafði verið í herþjónustu; hann var dulur og fáskiptinn, og hafði lítil mök við aðra menn. Eptir dauða föður síns stundaði hann bú sitt í róognæði; hin eina skemmtun hans var að fara upp að Seltúnaásnum, sem forðum, og veiða. Hann kvæntist ekki; Ingiríður var einnig ógipt; hún tók nú að gerast roskin stúlka. Ingiríður vissi vel, að Knútur elskaði hana og umhugsunin um það veitti henni nokkra fró. Sá harmur, sem hann bar, þótti henni vera dálitlar sárabætur fyrir píslarvættisdauða föður hennar, fyrir þrælkun unnusta henn- ar, fyrir missi óðalserfðar sinnar og fyrir hið glataða líf sitt — það mátti ekki minna vera. Margir urðu til að biðja hennar, en hún vísaði öllum á bug. „Eg er trúlofuð", sagði hún. „Að vísu er unnusti minn dæmd- ur til þrælkunar æfilangt og eg verð því aldrei brúður hans; en hvað um það ; hann fylgdi dyggilega fram máli voru og hann verður nú að gjalda dirfsku sinnar og frjálslyndis og það má ekki minna vera en að eg geri það Uka; það er hin eina huggun mín". Smátt og smátt urðu tilfmningar hennar að nokkurs konar dýrlings- dýrkun á fanganum og jafnframt því sem mynd Andrésar greyptist í hjarta hennar fór henni að finnast minna til Knúts koma og hætti að veita honum nokkra athygli. Öll þau ár, sem liðin voru frá dauða föður henn- ar, höfðu þau aldrei talazt við og jafnvel aldrei kastað kveðju hvort á annað. í maímánuði árið 1807 fréttust þau hörmulegu tíðindi norður í sveit- irnar umhverfis Sognfjörð, að Englendingar hefðu rænt flota Dana og Norðmanna og síðar fréttist, að Svíþjóð hefði gengið í lið með fjand-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.