Þjóðólfur - 28.02.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.02.1902, Blaðsíða 4
36 UNDIRSKRIFAÐUR yflrréttarmálafærslinnadur er til viðtals uin málsóknir, fasteignasölu, lög- fræðislegar leiðbeiniugar o. s. frv. kl. 10-11 f. h. ogkl. 5 7 e h. 28. febr. 1902. Einar Benediktsson. Þakkarávarp. Við undirskrifuð hjón vottum hér með okkar innilegasta hjartans þakklæti öllum þeim, sem greiddu götu okkar, og gáfu okk- ur síðastliðið haust, þegar við urðum fyrir þeim skaða, að missa bjargargripinn okkar snemmbæra kú, og skulu hér nefnd heið- urshjónin Sigmundur Olafsson og Steinunn Bjarnardóttir, SigurðurSigmundsson ogKrist- jana Bjarnadóttir hér á bæ, og JónJónsson og Guðbjörg Þorkelsdóttir á Skiphyl, og heiðursmennirnir Sigurður Jósepsson í Ein- holtum, Jón Guðmundsson, Eyjólfur Eyjólfs- son og Guðmundur Davíðsson allir á Ökr- um. Þessum öllum biðjum við góðan guð að launa og blessa öll þeirra fyrirtæki, þess óskum af innstu hjartans rótum. Litla Kálfalæk xó. febr. 1902. J. Kr. Sigurðsson. Borghildur Benjaminsdóttir. Islenzkir sagnaþættir I. Sérprentun úr Þjóðólfi i8()8—iqor, 136 bls, eru nú fullbúnir og kosta heptir 1 kr. 50 au. fyrir kaupendur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir þá, sem ekki eru kanpendur blaðsins. Þeir sem útvega 5 nyja kaup- endur að Þjóðólfi og standa skil á borg- un frá þeim í gjalddaga, fá, auk venju- legra sölulauna, eitt hepti af sagnaþáttun- um ókeypis, en þeir sem útrega 10 nýja kaupendur, fá 2 eintök ókeypis. Þetta tilboð stendur fyrst um sinn til 31. des. 1903. Rvík 20. febr. 1902. Hannes Þorsteinsson. „Þakklæti fyrir góðgerð gjalt, guði og mönnum líka“. Með innilegri þakklátsemi viljum við hjón- in minnast þeirrar höfðinglegu rausnar, sem hinn góðfrægi og höfðinglundaði búhöldur Einar sýslunefndarmaður Jónsson á Gárð- húsum í Grindavík auðsýndi okkur á næst- liðnu hausti, þar sem hann gaf okkur klyfj- ar á hest, af dýrindis vöru og 5 kr. í pen- ingum að auki. Sömuleiðis þess, að 3 syn- ir hans: Einar, Júlíus og Dagbjartur gáfu okkur klyfjar á annan hest, í félagi við 2 bændur þar í byggðarlagi, nfl. Símon í Vall- arhúsum og Jón í Rafnshúsum. Fyrir þær höfðinglegu gjafir, sem þessir eðallunduðu menn gáfu okkur, í hinum erfiðu kringum- stæðum okkar, er meðfram orsökuðust af skarlatsóttinni, er gekk hjá okkur ( 8—9 vik- ur, um aðalbjargfangatímann á liðnu sumri, — viljum við biðja algóðan guð af hjarta, að endurgjalda þeim og öðrum, sem þá réttu okkur hjálparhönd, á þann hátt og á þeim tíma, sem hans alvísa ráð sér hverj- um og einum þeirra bezt haga hans náðar- laun. Sámsstöðum í Fljótshlíð 20. febr. 1902. Ivar Þórðarson. Jóhanna Jóhannesardóttir. Klæðaverksmiðja í Danmörku. óskar að fá duglegan umboðsmann á íslandi til að taka á móti ull til vefn- aðar. — Beztu vörur, fljót skil. — Menn sendi blaði þessu skriflegar upplýsing- ar, með merki: „klæðaverksmiðja", um meðmæli og kröfur um þóknun fyrir að taka þetta starf að sér. T rypograph inn er hið bezta og handhægasta áhald til að taka mörg endurrit af sama skjali. Fæst í tveim stærðum, kvarto og folio í bókaverzlun SIGFÚSAR EYMUNDSSÖNAR. Þar fást einnig: Vasapennar úr gulli (Pelican pennar); bezta tegund vasa- pennaaðdómi þeirra.sem hafa notað þá. Gullblek, rautt blek, óaf- máanlegt merkiblek til að merkja lín, og m e r k i b 1 e k til að merkja kassa. xMikið af RITFÖNGUM. HÖFUDBÆKUR, KASSABÆKUR og KLADDAR, og niurgt flcirji. ur Allt mjög ödýrt eptir gæðum. Þakkarávarp, Þá er eg í vetur varð fyrir því stórslysi, að fara úr liði á mjöðminni, var eg svo heppin að njóta hjálpar hins ágæta læknis hr. Sigurðar Magnússonar, er kippti aptur í liðinn meða ðstoð hr. Chr. Schierbecks lækn- is, sem einnig er kunnur sem bezti læknir og mannvinur. Síðan stundaði Sigurður læknir mig á 9. viku með þeirri framúrskar- andi alúð, umhyggjusemi og lltillæti, er sjald- gæft mun vera, og gaf mér að lokum alla læknishjálp sína og miklu fyrirhöfn. Þetta kærleiksverk auðsýnt mér I minni fátækt bið eg algóðan guð að Iauna honum. Sjálf get eg ekki annað en þakkað af hrærðu hjarta þessum ágæta lækni, sem að mínu áliti, og eg hygg allra, sem hafa kynnzt honum, er jafnmikið ljúfmenni og mannkostamaður, eins og hann er góður og nákvæmur læknir. Einnig þakka eg öllum öðrum, er mér hafa reynst vel I veikindum mínum. Reykjavík 20. febr. 1902. Margrét Einarsdóttir, Klapparstlg 22. t verzlunlnnl EDINBORG í Reykjavik fæst með bezta verði flest allt, er að útgerð lýtur, svo sem Línur, Onglar, Kaðlar allskonar. Segldúkur margskonar, Olíuföt o. fl. o. fl. Einnig nægar birgðir af góðri og billegri matvöru. Ásgeir Sigurðsson, Vottorð. Eptir að eg í mörg ár hafði þjáðst af magaveiki og árangurslaust leitað margra lækna til að fá bót á því meini, hugkvæmdistmér fyrir rúmu ári að reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír frá Valdemar Petersen í Friðrikshöfn. Og þaðvareins og við manninn mælt. Þegar eg hafði tekið inn úr 4 glösum, fór mér að batna til muna. Með því að neyta þessa ágæta heilsulyfs að staðaldri, hef eg verið fær til allrar vinnu, en það finn eg, að eg má ekki án þess vera, að nota þennan kostabitter, sem hefur gefið mér aptur heilsuna. Kasthvammi í Þingeyjarsýslu. Sigtryggur Kristjánsson. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á fslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v P að líta vel eptirþví, að —p~~ standi á flösk- unutn I grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með gias í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Nýprentuð eru : SKÓLALJÓÐ Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nerna. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. 18 mönnunum. Gamla þjóðarhatrið funaði upp og Svíþjóð var sagt stríð á hendur. Nú breyttist allt í einu veður í lopti. Leirdælir höfðu neytt allrar orku til þess að komast hjá herþjónustu, höfðu síðan neyðst til þess að láta undan og voru loks af vananum farnir að sætta sig við herþjónust- una, svo sem hvert annað óhjákvæmilegt böl—en nú vaknaði föðurlands- ástin hjá þeim. Menn minntust afreka Raumsdæla úr Kalmarstríðinu; þeir voru nábúar Leirdæla, hraustu bændurnir, sem unnið höfðu sér ódauð- legan orðstír í ófriðnum við Skota. Ætli það hefði verið nokkur sómi fyrir Leirdæli, þó þeir hefðu getað fengið því framgengt, að þeir mættu sitja heima í skjóli fjalla sinna á meðan að landar þeirra legðu líf sitt í sölurnar fyrir konunginn og fósturjörðina. í Leirdal höfðu menn litlar fregnir af ófriðnum. Menn vissu, að her- inn sunnanfjalls, er var 8000 manns, varði landamærin á milli Friðriks- staðar og Elverum og að stórfylki það, er Leirdælir voru í, myndaði þar vinstri fylkingararminn. Loks kom fregn um það, að stórfylki þetta hefði ráðizt á skotvígin við Leir 19. maí 1808 og því næst hefðu Leirdælir undir forustu Júrgensens höfuðmanns tveim dögum síðar ráðizt á sænska útvarðasveit við Jerpset, 4 mílur fyrir sunnan Kongsvinger, og gereytt henni, svo að nafn hersveitarinnar væri á allra vörum og hún hefði ver- ið látin koma fram fyrir hershöfðingjann, Kristján Agúst prins, til þess að hann gæti sjálfur þakkað hermönnunum fyrir hina hreystilegu fram- göngu þeirra og það fylgdi með sögunni, að hann hefði leyft þeim sjálf- um að kjósa sér eitthvað að launum, en annars vissu menn ekkert ítar- legar um það; sumir gátu þess til, að Leirdælir mundu aptur öðlast hin gömlu einkaréttindi sín til lausnar frá herþjónustu, en menn vildu ógjarna trúa því, því að slík laun virtust flestum vera fremur til smánar en heiðurs. Eptir þetta kom fregn um, að friður væri saminn milli ríkjanna og gætu menn því búizt við heimkomu hermannanna innan skamms. En jafn- framt því gaus einnig upp annar kvittur, sem kom öllu prestakallinu í uppnám. Þessi lausafregn barst upp frá Sognfirði og Vors upp í Aur- <lal og þaðan út um sveitina. Enginn vissi samt með vissu með hverj- 19 um hún hafði borizt, og heimildarmann nefndu menn ýmist þennan eða hinn, en í höfuðatriðinu kom öllum saman, að Andrés frá Velli hefði ver- ið náðaður með konungsúrskurði. Loksins rættist þessi orðrómur, því að hreppstjórinn fékk skriflega tilkynningu um þetta frá stjórninni. Það var uppi totur og fit á mönn- um um allan dalinn, því að allir vildu sýna bæði hermönnunum og fang- anum einhverja sæmd og hafði aldrei verið jafn-mikið um að vera þar í dalnum síðan útboðið sæla. Það var afráðið að halda mikla veizlu við heimkomu hermannanna. Andrési átti líka að veita hátíðlega móttöku, en að því er snerti þau Ingiríði, var enn þá meira í bruggi. Jörðin Gröte var þá til sölu ; var það góð jörð og fylgdi henni bæði skógarbeit og laxveiði. 011 sóknin tók sig saman um að kaupa hana og gefa Andrési og Ingiríði til uppbótar fyrir það tjón, sem þau hefðu beðið, og þær raunir, sem þau hefðu rat- að í, vegna allrar sveitarinnar. Ingiríður yngdist upp aptur við alla þessa övæntu gæfu; en heiður sveitarinnar og hamingja Ingiríðar rann svo að segja saman í eitt og breiddi ljós og yl yfir þennan afskekkta og einmana dal, svo að jafnvel allt sumarskrúð hans, blómlegu, grænu akrarnir, breiða áin síniðandi og skógivöxnu hlíðarnar virtist hálfu fegurra, en það átti að sér. Þar á ofan bættist, að það vildi einmitt svo til, að sama daginn var bæði von á Andrési og hermönnunum, Andrési vestan um Vors, en hermönnunum austan yfir Valdres og Fillefjöll. Svo var ráð fyrir gert, að Aúrdals- og Haugasókn ætti að taka á móti Andrési, en hann átti að koma sjóveg og lenda við Leirdalseyri, en Tönjum- og Borgundamenn nttu að ganga á móti hermönnunum. Síð- an skyldi svo til hagað, að allir mættust við aðalkirkjuna í Tönjum kl. 2, og átti þá að halda þar þakkarguðsþjónustu, en að því búnu skyldi allur hópurinn halda í fylkingu með fánum og hljóðfæraslætti til stóra hátíðatjaldsins, þar sem margar raðir af borðum voru búnar til máltíðar. Eptir máltíðina áttu nokkrir menn úr hátíðarnefndinni að fara með Ingi- ríði og Andrési til Gröte og selja þeim jörðina í hendur að gjöf frá sveit-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.