Þjóðólfur - 18.03.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.03.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. Viðaukablað M 6 Viðaukablað við Þjóðölf 18. marz 1902. Utlendar fréttir. Kanpmannahöfn, 3. marz. Merkasti pólitiski viðburðurinn á þessu ári þykir samningur sá, er Bretar og Japansbúar hafa gert sía á milli um mál þeirra í Austurálfu. Tilgangur samnings þessa, sem er dagsettur 30. jan. þ. á., er að stuðla að því, að Kína og Kórea haldist jóskert, þ. e. halda uppi „status quo“ og halda ásælni ein- stakra þjóða í skefjum. Það eru vit- anlega Rússar, sem sambandsmönnum stendur mestur stuggur af, enda er þess og getið, að Kínverjar fagni samn- ingnum mjög. Lendi önnurþessara sam- bandsþjóða í ófriði, á hin því að eins að skerast í leik, ef aðrar þjóðir veita mótstöðumönnunum lið. Bandamenn í Norður-Ameríku hafa að sögn verið með í ráðum, en þó ekki viljað binda s'g °g gerast sambandsmenn. Ráðaneytisforseti Hollendinga, dr. Kuyper skrifaði fyrir nokkru ensku stjórninni og bauðst til að vera milli- göngumaður milli Breta og Búa, ef þeir vildn semja frið. Chamberlain kannað- ist við, að tilgangur Kuypers væri hinn bezti, en kvaðst ekki hirða um miðlun annara þjóða; að öðru leyti kannast hann ekki við, að Krúger og hans menn hér í Norðurálfu hafi nokkurn myndugleik tilþessað semja frið; völdin í því efni séu í höndum þeirra Steijns og Schalk Burgers. Brodrick hermálaráðgjafi Breta hef- ur skýrt svo þá, að Afríkustríðið hafi á fjárhagstímabilinu 1900—01 kostað 63 miljónir £., 1901—02 61 milj. í£. Hann gat þess, að af her Búa væri eptir að eins 3 stærri herdeildir (um 2000 manns hverjundir forustu þeirra Louis Botha’s, de Wet’s og Delarey’s, og væri það ætlun Kitchener að kvía sveitir þessar inni á einum stað og veita þeim þar aðsókn. Skömmu síð- ar tókst Bretum að umkringja de Wet, en hann skipti liði sínu í smáflokka og smaug í gegnum hringinn. — 24. f. m. fóru Bretar ófarir fyrir Búum við Klerksdorp : 120 féllu og 467 (þar á meðal 16 herforingjar) voru herteknir. ■—27. f. m. náðu Bretar aptur á móti 600 Búum á vald sitt við Vaalfljót. Af meiri háttar Búum, sem Engl. hafa handsamað 1' seinni tíð má nefna Viljoen hershöfðingja, Johs. Botha herforingja, og son de Wet’s. Einn af herforingjum Búa, Scheepers að nafni, vaskleikamaður mikill, særð- ist í orustu og fell í greipar fjandmanna sinna. Bretar báru á hann þungar sak- ir og dæmdu hann til dauða. Kitchener, sem ekki kvað vera sérlcga viðkvæm- ur, leizt vel á S. og lagði til, að hann yrði náðaður; en Chamberlain sagði úei og lét skjóta S., undir eins og sár hans voru grædd. Meðferðin á mönnum í stríði þessu er opt slæm, en enn þá hryllilegrí virð- ist þó meðferðin á skepnunum; þann- ig er þess opt getið, að Búar hafi sprengt gaddavírsgirðingar þær, er Bret- ar hafa reist meðfram járnbrautunum, með nautgripum og hestum, trylltum af svipuhöggum. Þrátt fyrir allt hatrið milli Breta og Þjóðverja heimsótti prinsinn af Wales Wilhelm keisara á afmælisdegi hans í janúarm. og var vitanlega tekið tveim höndum. Samlyndið í frjálslynda flokknum í Englandi hefur ekki farið batnandi. Rosebery og Campbell-Bannermann eru að vísu svo nokkurn veginn sam- mála að því er aðalatriðið nú sem stendur, Afríkustríðið, snertir; báðir unna Búum bærilegra friðarkosta. Þar á móti vill C. B. ekki slá hendinni af írum, sem R. hvorki vill heyra né sjá. Stjórnarflokkurinn verður náttúrl. enn þá voldugri fyrir þennan ágreining í liði mótstöðumanna. Mikið hefur verið um dýrðir í Ame- ríku út af heimsókn Heinrichs prinz hins þýzka ; hver veizlan rekið aðra með vanalegumskjallræðum. Frk.Roose- welt mölvaði kampavínsflösku á hinu nýja skipi Wilhelms keisara, sem prinz H. er að sækja, og nefndi það „Meteor", og fékk hún fyrir það m. a. glæsilegt gullarmband með mynd keisara. — Miljónkongarnir* * þar vestra hafa hald- ið prinzinum veizlu, er kostaði fleiri hundruð þúsund krónur — allt til þess að tengja Þjóðverja og Bandamenn saman með órjúfandi vináttuböndum! Prinzinn var gerður að heiðursborgara í New-York. Waldeck-Rousseau var svo óhepp- inn hér um daginn, að vagn hans varð fyrir sporvagni, er drap hestinn og meiddi ráðaneytisforseta. Honum kvað þó .engin hætta búin. Kennslumálaráðgjafinn í Búlgaríu Kuncheff fékk nýlega heimsókn, er hann sat á embættisskrifstofu sinni, af manni, sem hann hafði neitað um kenn- arastöðu. Komumaður dró skambyssu upp úr vasa sínum og hleypti mörgum kúlum á ráðgjafa, er hné örendur nið- ur. Þvínæst settist hann í sófann og skaut sjálfan sig. Ýmislegt. Páfinn, Leo XIII, f. 2/3- 1810, hélt 20. f. m. 24 ára páfaafmæli. Keisaramóðirin gamla í Kína hafði nýlega boðið sendiherrafrúnum í Pek- ing heim til sín og gat þess þám. a., að hún ætlaði að fara að laga sig eptir Evrópu-siðum og verða mannblendnari en áður. — Trúi því hver sem vill! í Paterson (New-Yersey) voðalegir húsbrunar (26 húsaþyrpingar); í New York brunnið „Park Avenue Hotel“ — margir farist, en þó fleiri meiðst. í kjördæmi Sofusar Högsbro’s, er— eins og áður mun ávikið — andaðist 15. jan. þ. á. — hefur hlotið þingmanns- kosning Deuntzer ráðaneytisforseti. All- ir ráðgjafarnir •— að undanskildum her- mála- og flotaráðgjöfunum — hafa þann- ig sæti í ríkisdeginum. • Kaupsamningurinn um dönsku eyj- arnar í Vesturheimi er nú samþykkt- ur af Bandamönnum og verður bráð- um lagður fyrir ríkisdaginn hér. íslendingafélag hefur sent formanni ferðafélagsins danska þakkarávarp fyr- ir stuðning félags þessa að eflingu góðs samkomulags milli íslendinga og Dana — m. a. með því að gangast fyrir ís- lenzka samsöngnnm í Oddfellowhúsinu í fyrra. Viðauki. Nýjustu útlend blöð frá 4.—8.þ. m. hermaengin veruleg tfðindi,nemaef telja skyldi fullyrðingu hraðskeytis frá New- York um, að Andrée loptfarinn sænski og báðir félagar hans hafi verið myrt- ir (skotnir til bana) af Skrælingjum við Hudsonsflóann í Norður-Ameríku, jafn- skjótt sem þeir Andrée stigu niður úr loptfarinu. Getur brugðizt til beggja vona, hvort nokkuð er á þessari staðhæf- ingu að byggja. En þetta er alls ekki spánný frétt, því að í fyrra sumar gaus sá kvittur upp, að þeir Andrée hefðu bor- ið beinin í Hudsonsflóalöndunum. Og þessi frétt kom í mörgum blöðum (sbr. „Þjóðólf" 20. sept. f. á.). í hraðskeyti því, er sent var frá New-York um þetta efni snemma í þ. m., og birt er í ensk- um blöðum, er þess ekki getið, að þeir Andrée hafi verið myrtir sumarið 1898, eins og blöð hér hafa hermt frá, enda er ekki sennilegt, að Andrée hafi kom- ið siglandi í loptfarinu til Eskimóanna árið eptir að hann lagði af stað, með því að hann mun ekki hafa haft nein- ar til.teringar til að fylla loptbelginn aptur gasi, er hann var einu sinni tæmdur. Það hefur því verið sumarið 1897, nokkru eptir að hann lagði af stað frá Spitzbergen, að Skrælingjarn- ir við Hudsonsflóann hafa myrt hann og félaga hans, ef það annars er satt. í „Weekly Scotsman" 8. þ. m. er skýrtfrá frekari tilraunum Marconi’s um vírlausar hraðskeytingasendingar þvert yfir Atlantshaf. Á 1S 50 (enskra) mílna færi fékk hann greinileg hraðskeyti frá stöðinni í Poldhu í Cornwallis, og bókstaflnn „s“ fékk hann sendan á 2096 mílna færi. Var hann þá staddur á skip- inu „Phíladelfíu" allskammtfrá ströndum Ameríku, að því er virðist. Ekki voru gerðar neinar tilraunir til að senda skeyti aptur til Poldhu. Marconi kveðst innan 3 mánaða geta komið á vírlausu hrað- skeytasambandi milli Evrópu og Ame- ríku, svo að gagn verði að, og hann fullyrðir, einsog áður hefur verið get- ið um, að kúlumyndun jarðarinnar sé ekkert til fyrirstöðu. Vegna þess seg- ist hann geta með 2 stöðvum andspæn- is hvor annari sitt á hvorum jarðar- helmingi sent skeyti umhverfis jörðina, en það mundi ekki hafa neina prakt- iska þýðingu. Kýlapest mjög skæð er í Sidney í Ástralíu, og kólera hefur komið upp meðal Mekkapílagríma; 1 ioþeirradauð- ir úr henni í Medína. Hátíðahald mikið á P'rakklandi um næstl. mánaðarmót í minningu 100 ára afmælis skáldsins og ritsnillingsins Victor’s Hugós. Svo er sagt, að aldrei hafi frjálslynda flokknum á Englandi verið jafnhætt við að rofna, eins og nú, síðan írska heimastjórnarfrumvarpið var á ferðinni. Það eru þeir Rosebery lávarður og Campbell-Bannermann, sem ætla að slíta flokkinn sundur á milli sín. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefur fengið prófessors-nafnbót. Heiðursmerki. Júlíus Havsteen amtmaður og Hall- grímur Sveinsson biskup hafa verið sæmdir kommandörkrossi dannebrogs- orðunnar 2. stigi. Einar Jónsson myndasmiður (frá Galtafelli) hefur hlotið þann sóma, að höggva mynd af fyrv. kennslumálaráðherra Bjerre, er sett verður á legstað hans. Til mœllnga á suðurströnd íslands verða í ár veittar 15,000 kr. á dönsku fjárlögun- um, en alls ætla Danir að verja 30,000 kr. til þessa fyrirtækis. Embættispróf 1 lögum við háskólann hafa tekið Guðmund- ur Eggerz með 1. einkunn og Guðmund- ur Björnsson (frá Svarfhóli í Stafholts- tungum) með 2. einkunn. Hinn síðar- nefndi fór heim með „Vestu" til norð- urlandsins og ætlar að reisa bú í Klömbur í Vesturhópi í vor. Dáin er í Kaupm.höfn 30. jan.frú Þorbj'órg Stefánsdóttir (sýslumanns í Árnessýslu Bjarnarsonar)kona Klemens sýslumanns Jónssonar; hafði verið þar til lækninga síðan í haust, er hún sigldi með manni sínum. Hún var góð kona, greind og stillt. Nýjan spítala ætlar Frakkastjórn að láta reisa hér í bænum nálægt „frönsku húsunum", sem nú eru flutt inn í Skuggahverfi. Múrmeistari Baldt hefur tekið að sér að reisa spítalann. Kostnaður áætl- aður um 40,000 krónur. Eiga þar að vera sjúkrarúm að minnsta kosti fyr- ir 20 sjúklinga, og spítalinn að öðru leyti hinn fullkomnasti að útbúnaði öllum. Póstskipið „Laura" kom hingað 16. þ. m. Með því komu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.