Þjóðólfur - 18.03.1902, Síða 2

Þjóðólfur - 18.03.1902, Síða 2
læknarnir Guðm. Magnússon lækna- skólakennari og Björn Ólafsson augna- læknir úr lækningafrömunarferð sinni, Guðjón Sigurðsson úrsmiður, Skúli Thoroddsen, BjörnKristjánsson kaupm., Jón Brynjólfsson skósmiður o. fl. „Ceres" kom hingað s. d. aukaferð með vör- ur, er „Laura" gat ekki tekið. Með henni komu nokkrir farþegar, þar á meðal Mr. Copland frá Leith, Lárus Snorrason kaupm. frá ísafirði, Guðjón Guðmundsson landbúnaðarkandídat o.fl. Ceres fór til Vestfjarða í dag. Skipstrand. Botnverpill enskur hefur nýlega strandað við Hellna í Snæfellsnessýslu, allskammt frá hinum nafnfræga Gat- kletti. Mannbjörg varð. Skipshöfnin er komin hingað. Enn um „lokagrein“ amtmanns. Nokkrar athugasemdir. Eg gat þess í síðasta blaði Þjóðólfs, þá er eg hafði athugað síðasta »pródúkt« Páls Briems amtmanns í »Norðurlandi« frá »almennu sjónarmiði« að eg mundi minnast eitthvað á það, er amtm. þókn- aðist að víkja sérstaklega að mér og blaði mínu i síðasta hluta greinar sinnar. Hann ver meira en heilum dálki af hinu dýrmæta rúmi i Norðurlandi, til að reka smiðshöggið á þessa fyrirmyndargrein sína með hnútum til Þjóðólfs. En sá rembi- hnútur er ekki haglegar riðin né heppi- legar en allt smíðið á greininni yfirleitt. Smíðalýtin eru hin sömu alstaðar frá upp- hafi. Höf. byrjar Þjóðólfskafla sinn á því, að hann segir, að sér finnist »ein- hver gæfustjarna hafa verið yfir stjórn- arbótarbaráttunni, þrátt fyrir ofsann, trú- girni manna og tortryggni«. Og þessi gæfustjarna á náttúrlega að vera fylgja þeirra Valtýs, amtmanns og annara helztu skörunga Hafnarstjórnarmanna, því að auðvitað kemur amtmanni ekki til hug- ar að eigna heimastjórnarflokknnm nokk- um þátt í því, að málinu var bjargað við í síðustu forvöð. Úr því að amtmaður var svo lítilþægur, að sætta sig vel við valtýskuna, eins og hún var, er hún kom fyrst fram 1897, þá hefur það víst verið einhver óheillastjarna er hindraði, að hún var ekki þá þegar samþykkt. Hefði það ekki verið heppilegra, að hún hefði her- tekið alla þjóðina á svipstundu, og engin andmæli verið hafin gegn henni? Frá sjónarmiði amtmanns hlýtur svo að vera, e f hann vill ekki eigna heimastjórnar- flokknum — andstæðingum Valtýs, þá »gæfustjörnu«, er verið hafi yfir málinu, því að ekki getur hann þakkað Hafnar- stjórnarmönnum, að frumvarp þeirra var ekki samþykkt fyr en 1901. Þeir vildu ólmir samþ. frv. 1897 og 1899. Telji amtm. frv. Valtýs 1901 betra en frv. 1897 eða 1899, eins og hann líklega gerir, þá er það engum öðrum að þakka enheima- stjórnarmönnum. Hann hefur því óaf- vitandi eignað þeim gæfustjörnu máls- ins. Eptir þessi »kompliment«, er amtm. gefur heimastjórnarflokknum óvart, byrj- ar hin eiginlega bænagerð, blessun amt- manns yfir Þjóðólfi. En þar fipast amt- manni undir eins í upphafinu. Bænagerð- in byrjar á ósannindum. »Þegar eg tór að rita um stjórnarmálið 1 haust« segir hánn »þá gerði Þjóðólfur árás á mig, eins og er í fullu samræmi við stefnu blaðsins«. Þá er eg las þetta fór eg að leita að þvf, hvort amtmaður hefði orðið fyrir nokkurri (per- sónulegri) árás í Þjóðólfi. og eg varð þess hvergi var, því að rökstudd, hógvær and- mæli gegn skoðunum manna eru ekki »árásir«. í aðsendri grein í Þjóðólfi 13. og 20. des. f. á., er einmitt mótmælt mjög hógværlega skoðunum amtmanns í stjórnmálagrein í »Norðurlandi« og þær hraktar. En þar er ekki minnstu vitund sveigt að amtmanni persónulega. Grein þessari hefur amtm. aldrei andmælt, og og hún er að minni vitund svo að segja hið eina, er birzt hefur í Þjóðólfi gagn- vart amtmanni og komið hafði honum fyrir augu, er hann reit greinina í »Norð- urland« 22. f. m. En sá sem er svo við- kvæmur, að hann skoðar rökstudd, afar- hógvær andmæli sem persónulega móðg- un eða árás á sig, honum er hentast að ganga ekki framarlega í fylkingu í bar- áttnnni, heldur berjast á baki annara eða í laumi. Eg hafði stöðugt þá von lengi framan af, að hr. P. B. mundi komast á réttan kjöl í pólitíkinni að lokum og þess vegna lét Þjóðólfur hann afskiptalausan þrátt fyrir skriptir hans í sNorðurlandi í haust, sem mér »hugnuðust« miður vel. En eg hélt að þetta mundi lagast. Sú von hefur nú brugðizt eptir prentun» loka- greinarinnar (»Endalok baráttunnar«) sem brotin var til mergjar 1 síðasta blaði. Sú viðbót P. Br., að það sé í »fullu sarn- ræmi við stefnu blaðs míns«, að gera »árás« á hann (P. Br.) fyrir stjórnmálaritgerðir hans, er óviðurkvæmileg og ósönn stað- hæfing. Það má segja um P. Br., að »blindur er hver í sjálfs síns sök«. Það getur vel verið, að honum sem harðsnún- um Valtýing (það er ekkert smánarorð, en heldur ekki honum til virðingarauka) hafi þótt Þjóðólfur óhlífinn í því að sýna þann flokk í sönnu Ijósi, og að blaðið hafi því opt verið mikill þyrnir í augum hans. Þjóðólfur finnur enga hvöt hjá sér til að biðja afsökunar á því, þótt hann hafi ekki látið heykjast við þær ómjúku atrennur og áhlaup, er Hafnarstjórnarflokkurinn f hvæsandi hatri hefur gert að honum úr öllum áttum í senn, því að nógir hafa verið skósveinarnir, er hlaupið hafa erindi Valtýs-klíkunnar. Að ekki hefur tekizt að koma Þjóðólfi fyrir kattarnef, þrátt fyrir allan aðganginn svíður mönnunum auð- vitað sárast af öllu. En það situr manna sízt á P. Br., jafn geðríkum manni og hársárum, að lá Þjóðólfi, þótt hann hafi stjakað frá sér, er á hann var leitað. Ekki mundi P. hafa orðið mýkri, gætnari né auðsveipnari, hefði hann verið 1 mínum sporum síðan 1897, þótt ekki sé lengra rakið fram. En eg get ekki neitað því, að eg kann illa við að sjá góðkunningja minn P. Br. fara núað fyrrabragði og að ástæðulausu frá minni hálfu að raula undir með Hafnarstjórnarflokkn- um f ófrægðargauli hans andspænis Þjóð- ólfi. Eg hélt satt að segja að P. Br. teldi sig ofgóðan, ol-»fínan« til þess að syngja undir í sama tón og »simplustu« skósvein- ar Valtýsliðsins. — En nú sé eg, að svo er ekki. Og er þá að taka því. — Hr. P. Br. brigzlar m é r um að eg hafi smánað hann(!) með því að kalla hann valtýskan, eða ummæli hans »valtýskari en dr. Valtýr hefur nokkurn tíma verið«. Þetta stendur í hinni fyrnefndu aðsendu grein í Þjóðólfi 13. des., og er þar sagt um »Norðurlandið« sem P. Br. ri t íft mest í. F.n þótt það hefði beinlínis verið sagt um P. Br. sjálfan, þá skil eg ekki, hvern- ig hann getur talið það smánandi fyrir sig, þar sem hann hefur svo þráfaldlega dásamað yfirburði valtýskunnar og lýst fylgi sínu við hana. Honum getur ekki þótt nein minnkun að þvf að vera sagð- ur þeirrar skoðunar, sem hann er (!). En hann segir að þetta sé sagt um sig til þess að sýna, að hann sé af öðru sauðahúsi en heimastjórnarmenn, sé ekki eins og eg »og aðrir föðurlandsvinir« bætir hann við, og svo ætlar hann heldur en ekki að þvo sjálfan sig með því að sláút því »tromfi« að honum sé óhætt að segja, að hann sé »miklu meiri heimastjórnarmaður en eg«. Þetta er nokkuð, sem kallað er þynnka í ritdeilum, órökstuddir sleggjudómar og sama sem ekki neitt. Hvor okkar amt- manns sé meiri föðurlandsvinur eða meiri heimastjórnarmgður liggur ekki undir okk- ar dóm. Það liggur undir dóm sögunnar, sem dæmir óhlutdrægt um menn ogmál- efni. Ef eg ætti að fella dóm um þetta efni, þá mundi eg telja mig alveg eins mikinn föðurlandsvin og amtmanninn — lengra vil eg ekki fara — en eg þyrði hinsvegar, þótt þetta tvennt falli að mestu leyti saman, að telja mig öllu einlægari heimastjórnarmann, og fengi að eg hygg, eptir framkomu okkar beggja öllu fleiri at- kvæði óhlutdrægra meðdómanda með mér í því, heldur en hann fengi, þótt hon- um kunni að þykja það hart, hann, sem ætlar að sanna það þarna í »Nbrðurland- inu« að hann sé miklu meiri heimastjórn- armaður en eg. Það er bezt að líta snöggvast á þær sannanir og sjá hvað mikið verður úr þeim, við hve mikil rök þær hafa að styðjast. Þær eru 3. Nr. 1. P. Br. segir að eg hafi gert tilraun til að lama hina væntanlegu heima- stjórn hér á landi, með því að berjast fyrir því, að ráðgjafi vor í Kaupm.höfn væri danskur ráðgjafi, sem hvorki þyrfti að kunna að tala, rita eða skilja íslenzku og ekki þyrfti að mæta á alþingi. Hér tekur amtm. nokkuð mikið upp í sig, og meira en hann getur staðið við. Mér er reyndar ekki fulljóst við hvað hann á með þessu, en líklega á það að skiljast svo, að eg hafi með odd og egg barizt fyrir Kaupmannahafnarráðgjafanum í 10 manna frumvarpinu. En þetta er gersain- lega ósatt. Hversu vandlega sem amtm. leitar í Þjóðólfi frá því 10 manna frv. kom fram, mun hann ekki finna einaein- ustu ritstjórnargrein, þar sem Kaupm.- hafnarráðgjafanum er haldið á lopti. Eg hef margsinnis tekið það skýrt fram, að hann var að eins settur í frv. sem neyð- arúrræði, hægri manna stjórninni til geðs, enda var fallið óðar frá honum, er und- irtektir stjórnarinnar urðu kunnar. Öll áherzlan lögð á heimaráðgjafann, búsetta ráðgjafann hér. Þetta getur amtm. sjálf- ur sannfærzt um, ef honum er annt um að skýra satt og rétt frá, en hlaupa ekki með órökstuddar staðhæfingar og sleggju- dóma. Honum mun þyí veita erfitt að sanna, að eg hafi gert tilraun til að »lama hina væntanlegu heimastjórn«, þótt eg tæki mig ekki út úr mínum flokki sem meðflutningsm. ’ 10 manna frv., enda þótý Kaupm.hafnarráðgj. stæði þar. Amtm. ríður ekki feitum hesti frá svona veiga- lausri og vesalli atrennu á heimastjórnar- fylgi mitt. Nr. 2 í röksemdum(!) amtmannsins er aðeg»hafi aldrei stutt það, sem sémikil- vægasta atriðið ( allri heimastjórn, sem sé þjóðræði, og geri meira að segja tilraun til að koma því fyrir kattarnef, með því að láta Þjóðólf flytja gamlar, úreltar hægri- mannakenningar um völd þjóðarinnar«. Vitnar hann svo því til sönnunar í eina setmngu í hinni fyrnefndu aðsendu grein í Þjóðólfi 13. des., sem ávallt stendur eins og kökkur fyrir brjóstinu á amtmanninum. En þar stendur meðal annars: »Stjórnin á því að eins að fylgja þjóðinni, að þjóð- in sé á réttri götu«. Þessi setning í að- sendri grein, er öll sönnun amtmanns fyr- ir því, að eg hafi »aldrei stutt mikilvæg- asta atriðið í allri heimastjórn, þjóðræðið«, og sé að koma því fyrir kattarnef(!). Er ekki slík röksemdaleiðsla dásamleg? Geti amtm. fiskað einhversstaðar í einhverri aðsendri grein, er einhverntíma hefur birzt í Þjóðólfi einhverja setningu, er hon- um fellur ekki að einhverju leyti, þá er hann ekki seinn á sér að kveða upp áfellisdóm yfir ritstj., er hafi hleypt þessari setningu að. Eg vil ekki kalla þetta naglaskap í röksemdaleiðslu, en »þynnka« er það. Auk þess get eg frætt amtmann á því, að eg veitti þessari til- vitnuðu setningu í greininni eptirtekt, áð- ur en prentað var, en taldi ekkert hættu- legt, þótt hún stæði óhreyfð, af því að hún hefði mikinn sannleik í sér fólginn, þótt hún sé ekki fullkomlega rétt frá mínu sjónarmiði. Eg hef þá skoðun, að þá sé þjóðræðinu, völdum og frelsi þjóðarinnar bezt farið, að þessir tveir málsaðilar, stjórn- in og þjóðin starfi í einingu, verki hvor á annan til allra góðra hluta, og leið- beini hvor öðrum, ef öðrum skyldi mis- sýnast. Eins og því heimili er illa farið, sem sundurlyndi ríkir á, eins ervariðmeð illt samkomulag stjórnar og þjóðar. Þá er svo stendur á, álít eg, eins og P. Br., að stjórn- in eigi að lúta í lægra haldi, þrátt fyrir það, þótt þjóðinni kunni að missýnast, og málstaður hennar sé ekki réttur, og því mun P. Br. naumast vilja neita, að það geti ekki komið fyrir, t. d. fyrir æsingar miður hlutvandra manna. En þá er svo er, vill höf. greinarinnar í Þjóðólfi 13. des. láta stjórnina ráða. Þetta skilur þann höf. og P. Br. En eg vildi gjarnan, að P. Br. gæti sýnt mér, hvenær eg hef barizt gegn þjóðræðinu, og viljað svipta þjóðina völdum. Eg hygg, að honum veiti það erfitt með réttum rökum. Eg vil að eins ráða amtmanni að »tala ekki afsér« meira en hann hefur þegar gert. Að eg var ekki fylgjandi hinni svonefndu Rangár- miðlun, kemur ekki þessu máli við, því að hún tryggir að mínu áliti ekki þing- ræðið minnstu vitund og því síður þjóð- ræðið, því að það tvennt þarf ekki að fara saman, eins og dæmin hafa sýnt, þar sem þingið hefur verið andhverft miklum meiri hluta þjóðarinnar. Niðurstaðan verður sú, að P. Br. getur hvergi fundið orðum sínum stað um mótspyrnu Þjóðólfs gegn þjóðræðinu, og fer þar með fleipur eitt, * sem hann ætti ekki að láta sjást eptir sig á prenti. N r. 3 . Þriðja og síðasta sleggjan sem á að ríða Þjóðólfi að fullu, og sanna, að P. Br. sé meiri heimastjórnarmaður en eg, er sú að Þjóðólfur hafi brugðið Ólafi bróður hans um stefnuleysi(!), manninum, sem hafi barizt fyrir því að tryggja fjár- ráð þingsins, fá lögleitt þjóðræði o. s. frv. Og svo nefnir hann í sömu andránni með Ólafi þá dr. Valtý, Stefán kennara og Jó- hannes sýslumann, sém einskonar fyrir- myndar þjóðræðisforkólfa(l) á síðasta þingi. Já, þetta eru karlar, sem segja sex. En hvar hefðu þeir verið staddir, ef Salómon f Norðurlandi hefði ekki verið þeim innan handar og lagt á ráðin? Það er skiljan- legt, að P. Br. sé gramur við Þjóðólf fyr- ir það, að hann hefur ekki kunnað að meta starfsemi þessara höfuðmáttarstólpa valtýskunnar. En við þvl verður ekki gert. Við amtmaður erum þar á algerlega gagn- stæðri skoðun um hin blessunarríku áhrif þessara manna á heimastjórnarbaráttu þessa lands. Það verða því aðrir að skera úr því, hvort þessir menn geti, samkvæmt framkomu sinni, talizt forvígismenn fyrir heimastjórn hér á landi, og hvort Þjóðólfi hafi svo hraparlega skjátlazt í því, að telja þá hinumeginn 1 andstæðingaflokki heimastjórnarmanna. Að minnsta kosti held eg, að það sé nokkuð kátleg og skrítin sönnun hjá P. Br., ef hann ætlar að sýna að hann sé meiri heimastjórnarmaður en eg, með því, að Þjóðólfur hafi brugðið Ólafi bróður hans um stefnuleysi, og ekki talað með ást og lotningu um hina elsku- legu flokksbræður amtmanns, þær heiina- stjórnarhetjurnar(!) Valtý, Ólaf Briem, Stef- án og Jóhannes. Auðvitað liggur það í þessari undarlegu röksemdaleiðslu amt- manns, að hann sjálfur, Ólafur, Valtýr, Stefán og Jóhannes séu hinir sönnu, réttu heimastjórnarmenn, miklu fremur en eg og mínir líkar, enda segist hann vona, að þessum mönnum(I) megi auðnast að vernda þjóðræðið, gagnvart árásum þeirra, sem vilja gera þjóðina ómynduga (Norðurl. 22. tbl., 2. bls. 3. d.). Svona langt hélt eg naumast, að P. Br. væri leidd- ur. Hvernig skyldi Húnvetningum geðj- ast að þessu? Sú var þó tíðin, þá er hann kom frá háskólanum, og áður en hann komst til vegs og valda, varð riddari etc, að fáir hefðu ætlað, að hann mundi nokkurntíma reka þau erindi, er hann nú hefur rekið, eða taka þann þátt í stjórn- málabaráttu vorri, sem hann hefur tekið með síðustu ritsmíðum sínum í »Norður- landinu«. En »svo bregðast krosstré sem önnur tré«. H. Þ. „Vesta“ kom hingað í morgun. Hafði ekki komizt lengra en á Héraðsflóa (lítið eitt norður fyrir Séyðisfjörð) sakir haf- íss, og varð að snúa þar aptur. Fer vestur um land á morgun til að reyna, hve langt hún kemst þeim meginn. Með Vestu var meðal annara farþega Klemens Jónsson sýslumaður, Guðm. Björnsson cand. med. o. fl. Farþeg- arnir halda flestjr áleiðis með skipinu. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.