Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.03.1902, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 21.03.1902, Qupperneq 1
9 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. marz 1902. Jfo 12. SaMKVÆMT lögum um stofnun landsbanka 18. sept. 1885, 9. gr, hefur bankinn ákveðið, að setja á stofn nú með vorinu útibú í kaupstaðnum Akureyri, og skal starfs- svið útibús bessa vera Norðlendingafjórðungur: Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. — Að öllu forfallalausu tekur útibú þetta til starfa eigi síð- ar en 1 5. júni þ. á. Þetta kunngerist hér með almenningi. Landsbnnkinn 18. marz 1902. Tryggvi Gunnarsson. B i ð j i ð ætíð u m •«.........................'■'■'■• OTTO MONSTED’S DANSKA SMJÖRLÍKl sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksiniðjan er liin eízta og stærsta f Danmörku, Ofr býr tii óefað hina beztn TÖru og* 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ódýrnstn í sainanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Enn um bankamálið. Þegar Tndriði bjó til reikninginn sinn fræga í vetur, þar sem hann lét bank- ann tvíborga afborgun og vöxtu af lánum, er hann tæki, þá hugði eg, að höfundurinn mundi endurbæta þessa ritsmtð sína og lagfæra að einhverju Teyti, og taldi líka sjálfsagt, að ritstjóri ísafoldar mundi sjálfur leiðrétta þetta og afsaka, að hann hefði tekið þessa vitleysu í blað sitt, en sú von mín hefur brugðizt. Björn var raunar að tala um hér um daginn, að það hafi verið ofurlítil „reikningsskekkja" hjá Indriða vorum, en þótti það mjög af- sakanlegt, að honum — Indriða — hefði viljað þessi slysni til, má vel vera, að þetta sé satt, eptir því sem vitsmun- nm og þekkingu hans er farið. Þótt bankastjórinn hafi nú í Þjóðólfi og fl. hrakið alla reikningana, öfgarn- ar, ósannindin og vitleysurnar hans „Indriða", þá hygg eg, að þessum fáu línum sé ekki ofaukið. Eg hef búið til tvö dæmi, er eg hygg að séu nokkurn veginn ljós, og að þeim verði ekki með sannindum hrundið; sýna þau að bankinn tapar ekki á því, að taka )án gegn 4% vöxtum, heldur hitt að hann græðir á því, svo um munar. Dæmin eru þannig: I. dæmi. Bankinn tekur til láps iJ/4 miljón kr- ■og gefur út á það 2!/2 miljón 1 innleys- anlegum seðlum,. og skilar af sér spari. sjóði. Tekjur: Kr. i- Vextir af 2*/4 miljón á 5°/0 112,500 2. Piovision og aðrar tekjur . . . 14,000 3- Vextir af varasjóði bankans . . 6,000 4- Arleg afborgun af gullforðan- um, sem bankinn eignast ár- lega að meðaltali............ 44,643 Kr. I77A43 Gjöld: 5. Vextir og afborgun af 1 x/4 milj. kr. 6°/o í 28 ár, á ári að með- altali ....................... 75,000 6. Kostnaður við bankahaldið í Reykjavtk..................... 22.000 7. Kostnaður við 3 útibú (6 þús. hvert)........................ 18,000 8. Tekjuafgangur leggst við vara- sjóð.......................... 62,143 Kr. 177,143 Athugasemdir: 1. Hér er gert ráð fyrir, að Vxo af seðla- fúlgunni sé óarðberandi (eða 250 þús. kr.), því sé lánsþörfin hér á landi eins mikil og þeir stórabankamenn halda fram, er óskiljanlegt að meira þurfi að liggja arðlaust en 250,000 kr. að jafnaði. 2. Gera má ráð fyrir, að bankinn og úti- bú hans hafi talsverðan arð af annari peningaverzlun sinni en seðlafúlgunni, og að sá arður mundi vaxa árlega; eptir því sem bankinn hefði meira und- ir höndum, að dæma eptir þeirri pró- vision og öðrum tekjum, sem bankinn hefur haft árlega fyrirfarandi ár, þá mun það vera minnsta upphæð, sem mætti telja vissa inntekt í próvisíon og og aðrar tekjur, 14,000 kr. 3. Vextir af varasjóði miðað við eign vara- sjóðs bankans, eins og hann er nú; þessi liður er því sfzt of hár, því eptir því sem varasjóður vex, hækka vextirnir. 6. Með þvl að bankanum er hér breytt 1 reglulegan seðlabanka, og eigi gert ráð fyrir neinum sparisjóðsstörfum, verð- ur kostnaðurinn við bankahaldið minni, og virðist því fullhatt reiknaður. Með því að landssjóður leggur eigi lengurtil seðlana, er honum eigi reiknað neitt árlegt gjald, sem bankinn væri þó vel fær um að greiða, ef ástæða þætti til, t. d. ef landsjóður gengi í ábyrgð fyrir gullfúlgunni eða gullláninu handa bankanum. 7. Hér eru reiknuð 6000 kr. 1 kostnað SlLD. KAUPMANNAHÖFN. ■VWWVWW Velmetið innflutnings-verzlunarhús í Kaup- mannahöfn, sem nákunnugt er síldarverzlun, óskar að komast í samband, viðvíkjandi sölu á íslenzkri síld, við áreiðanlegan síldarútflytj- anda, án milligöngumanns í Kaupmanna- höfn. Viðskiptin verða einungis gegn borg- un út í hönd. — Tilboð merkt: ,, S. 40“ sendist Aug. J. Wolff & Co Ann. Bnr. Köbenliavn. fyrir hvert útibú, og er það 1000 kr. hærra fyrir hvert, en bankamálsnefnd- in hafði áætlað á síðasta þingi, og er það því stzt of lágt, þar sem úti- búin mundu einungis verða »dískontó« bankar, lána mót víxlum, sjálfskuld- arábyrgðarlán og mót handvéði, ein- göngu, í það minnsta fyrst um sinn. II. dæmi: Bankinn tekur til láns 875 þús. kr. og gefur út á það i1/*, miljón kr. í innleys- anlegum seðlum, og heldur bankanum, sem nú er og sparisjóði. T e k j u r: Kr. 1. Vextir af 2*/4 miljón á 5% 112,500 2. Próvision og aðrar tekjur. . . 14,000 3. Vextir af varasjóði....... 6,000 4. Tekjur af varasjóðsrekstri . . 8.500 5. Það sem landsbankinn eign- ast árl. af gullfúlgu...... 3G250 Kr. 172,250 Gjöld: 6. Vextir og afborgun af 875 þús. kr. árl. í 28 ár..... 52,500 7. Bankahaldskostnaður í Rvík. 25,000 8. do. á þrem- ur útibúum, hvert á 6 þús. . 18,000 9. 1% til landsjóðs af óinnleys- anlegum seðlum............ 7,5°° 10. Tekjuafgangur leggst til vara- sjóðs.................... 69.250 Kr. 172,250 Athugasemdir. 1. sömu og við I. dæmi. 2. do. — — - do. 3. do. — — - do. 4. Þar sem bankinn er hér eigi gerður að reglulegum seðlabanka, virðist eigi neitt vera því til fyrirstöðu, að halda sparisjóðsstörfunum, sem gefur talsverð- an tekjuauka, þótt útgjöldin auðvitað vaxi þá nokkuð við aukið mannahald etc. 7. Aukinn bankahaldskostnaður vegna sparisjóðs. 8. Sömu og við nr. 7. í I. dæmi. 9. Hér er reiknað til landsjóðs 1% eins og áður af óinnleysanlegu seðlunum. Ef nú landssjóður tæki þessar 875 þús- undir til láns hjá Danastjórn og setti þeim í veð árstillagið, sem við fáum frá Dönum, eða nægilega upphæð af því, fengi landssjóður vexti af tillaginu ár- lega hjá bankanum, sem hann nú enga hefur, því bankinn mundi með ánægju borga landsjóði árlega fyrir ábyrgðina 1% í vexti, sem yrði fyrsta árið 8,750 kr. Hvað nú því við víkur, hvort betra sé fyrir landsmenn sjálfa, »að arðurinn af bankarekstrinum lendi í landinu sjálfu, hjá innlendum banka, sem er að öllu leyti eign landsins«, »eða að arðinum sé skipt milli útlendra hluta- eigenda«, því um annað er hér ekki að ræða, þá ætti það að vera svo auð- skilið mál öllum skynberandi mönnum, að um það ætti ekki að þurfa að deila. Þessi hlutafélagsbanki, sem Valtý- ingar og fylgifiskar þeirra eru að berj- ast fyrir, hefur eigi verið ætlaður til fasteignar-veðlána.heldur eingöngu dis- konto-banki, sem lánaði einungis upp á stuttan tíma, mest 6 mánuði, og væri hann því alls ómögulegur fyr- ir bændur hér, hann yrði að eins handa kaupmönnum. Af þeirri ástæðu er það mjög nauðsynlegt, að landsbank- inn stæði við hlið hlutafélagsbankans, ef hann skyldi verða settur á stofn hér. Auk þess er nauðsynlegt, að hann standi, til þess að hér komi nauðsyn- leg samkeppni í peningaverzluninni, sem hvarvetna er skilyrði þess, að hún verði hagstæð, hér ekki sfður en ann- arstaðar. Það getur hver heilvita mað- nr séð, að hér verður einokun í pen- ingaverzluninni í 30 árin næstu, ef þeir „Warburg" fá einkaleyfi til þess að gefa út seðla hér allan þann tíma. ís- lendingar ættu að hafa fengið nóg af e i n o k u n. Því það er hún, sem veld- ur því, að þeir eru nú svo dáðum og dug horfnir, að þeir hafa svo lítið þrek almennt sýnt í sjálfstjórnarbaráttu sinni hinni síðari, og farið þar svo með sín- um ráðum, að það er stórt happ, ef þeir súpa ekki seyðið af því, meira en orðið er, en eg vona, að ærlegir ís- lendingar óski ekki að innleiða einok- unina hér aptur, eða verði fúsir á að selja sig útlendum „Gyðingum" með holdi og hamsi. En það gera þeir vissulega, ef þeir leggja peningastofn- un sína niður, þessa einu, sem þeir eiga, og sem hefur gert svo mikið gagn, og hleypa svo útlendum okrurum hing- að og veita þeim einkaleyfi hér til peningaverzlunar í 30 ár. Það er líka auðsætt, að þeim herrum leikur meira en lítill hugur á því, að koma banka vorum fyrir kattarnef; sést það bezt á því, að þeir vilja ekki setja hér á stofn hlutafélagsbanka nú, ef lands- bankinn fær að standa, þótt þingið síðasta gerði það sómabragð — meðal margra annara — að veita þeim heim- íld til þess. Þeir vilja hafa „einokun", algerða einokun, svo þeir fái okr- að sem allra mest. Þeir trúa því, að þeir fái einkaleyfið næsta sumar, og þykir rétt að bíða þess. Hefur lika heyrzt að Valtýs-„þjóðhetjan" hafi talið þeim trú um þetta; tel eg það ekki ósennilegt, því doktorinn er einkan- lega bjartsýnn maður og trúaður á að það nái fram að ganga, er hann vill. En því skyldi honum ekki vera sama áhugamál, að koma peningaverzlun vorri í hendur útlendra manna, eins og hann vill láta flytja öll völd og ráð út úr landinu, og vill eigi svo mik- ið sem unna oss þess að hafa þær menntastofnanir hjá oss, er vér höfum þegar fengið með mikilli baráttu og erfiði. Hver maður með óbrjálaðri skyn- semi hlýtur að sjá, hversu það muni liollt þjóð vorri, að útlendir Gyðingar reki hér einokunarverzlun með peninga, þar eð þeir munu hugsa meira um það, að græða á viðskiptunum við oss, en

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.