Þjóðólfur - 29.03.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.03.1902, Blaðsíða 2
47 Sjónleikar. ,HeimiIi‘ Sudermann’s. »Leikfélag Reykjavíkur« hefur nú tvis- var sinnum leikið nýtt leikrit »Heimil- ið« eptir Hermann Sudermann, nafnfrægt þýzkt leikritaskáld, höfund »Heimkom- unnar«, sem nýlega hefurverið leikið hér, og þótti mjög tilkomumikill leikur, en þessi er þó öllu tilþrifameiri, að því er skáld- lega fegurð, kjarnmiklar hugsanir og djúpa tilfinningu snertir. Efni leiks þessa verð- ur ekki lýst í fám orðum svo, að þeir, sem ekki hafa lesið hann eða séð hann geti fengið nokkra glögga hugmynd um yfirburði hans, er ekki liggja aðallega í rás viðburðanna sjálfra, heldur í ólfkum lyndiseinkunnum, hugsunum og samtali persónanna. Menn verða t. d. litlu fróð- ari um aðalkjarna leiksins, þótt skýrt sé frá þvf, að uppgjafaherforingi, kreddufast- ur, ráðríkur og ósveigjanlegur f skoðun- um á hermannahátt, rekur frá sér dóttur sína af því að hún vill ekki giptast þeim manni, er hann vill (v. Heffterdingk presti) að stúlka þessi er tæld af manni, sem hún elskar, en yfirgefur hana þungaða, að hún tekur síðan að leggja stund á söng- list til að vinna fyrir sér og barni slnu, verður fræg söngkona, og aflar sér auðs og frægðar, en víkur svo eptir 12 ár snöggvast heim til föðurhúsanna, til að sjá föður sinn, er eptir nokkrar vífilengj- ur tekur á móti henni, en vill fá að vita, hvernig hún hafi hegðað sér meðan hún var burtu, grunar, að hún sé ekki algerlega hrein og flekklaus, og verður óður og upp- vægur, er hún loksins neyðist til að skýra honum frá »fortíð« sinni, vill svo, til að bjarga heiðri(!) nafns síns, láta hana gipt- ast barnsföður hennar, er hún fyrir bæn- arstað annars manns — prestsins, er fyrr- um vildi eiga hana — lofar að gera, en sér sig aptur um hönd eptir samtal við þennan barnsföður sinn og þverneitar að giptast honum, og er faðir hennar vill kúga hana til þess og hótar að drepa hana ella, fær hann »slag« og dettur dauður niður, um leið og hann ætlar að skjóta hana. Þannig endar leikurinn og þannig er í stuttu máli hinn ytri gangur atburð- anna. Eptir þessu að dæma munu marg- ir ætla, að leikur þessi sé lítt skemmti- legur eða áhrifamikill. En bezta sönnun þess, að eitthvað sé f leik þennan varið er sú, að ýmsir, bæði karlar og konur, kvað hafa grátið í leikhúsinu þessi tvö kveld, er hann hefur verið leikinn. Sú persóna, er skáldinu, að voru áliti, hefur tekizt einna bezt með og mesta hlut- tekningu vekur, erekki aðalpersónan, söng- konan sjálf, þótt vel sé til hennar vand- að, heldur presturinn v. Heffterdingk, maðurinn, sem jarðað hefur vonir sín- ar um ást og ánægju, og fundið frið í trúnni, frið, er hann sjálfur kannast við, að líkist friði dáins manns, en sem þrátt fyrir alla uppgjöf (»resignation«) finnur þó til þess, að hann hefði getað orðið stór og styrkur, hefði haft hæfileika til að geta notið lffsins í ríkum mæli, ef »lífsgleðin hefði komið til hans á réttum tfrna*. En nú hefur hann fyrir löngu gert upp reikn- inginn við lífið, allt hjá honum er orðið svo rólegt, svo samstillt í huga hans. Hin- ir fáu neistar, sem enn virðast lifa eptir í ösku vona hans, geta engan eld framar kveikt, þvf að prestur þessi hefur, eins og hann sjálfur kemst að orði, lifað þá stund, er maðurinn verður að safna saman gler- brotum lífs síns til að byggja eitthvað upp, er maðurinn geti sætt sig við. Það er þessi sjálfsafneitun eðadeyðingeigingjarnra, ríkra tilfinninga, sem skáldinu tekst svo vel að sýna hjá presti þessum, er með margra ára áreynslu og fyrirhöfn hefur lært að lifa fyrir aðra, en heimta ekkert handa sjálfum sér. Og samt getur mað- ur þó ekki varizt þeirri hugsun, (ef til vill af þvf að maður vill láta það vera svo), að eitthvað lifi enn í kolunum, meira en ræktarsemi og velvilji til stúlku þeirrar, er hann unni — stúlkunnar, er fyrirleit hann og hataði fyrrum, söngkonunnar, er nú var fræg orðin, en hrasað hafði ognú leit hinn forna biðil sinn í öðru ljósi en áður, viðurkenndi hann, sem mann, er mildast allra dæmdi afbrot hennar. Prestur þessi (v. Heffterdingk) er mjög liðlega leikinn af Jens Waage, meira að segja furðu vel, þá er þess er gætt, að leikandinn hefur ekki áður fengizt við nein vandasöm eða mikilsháttar hlutverk. Það eru engir verulegir agnúar á þessum leik hans. Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikursöng- konuna (Magda Schwartze) mjög vel yf- irleitt, að sumra dómi jafnvel ágætlega, er sýnir, að hún er engu miður fallin til að leika alvarleg hlutverk, en létt og efnis- lftil, er hún hingað til hefur mest feng- izt við. — Hlutverk Árna Eiríkssonar (Schwartze herfylkishöfðingi) er ef til vill einna erfiðast í öllum leiknum, svo aðvel fari, með því að leikandinn verður svo að segja alltaf að vera í geðshræringu og »spenningi«, því að karl er svo vanstillt- ur og frekur. Mundu ekki aðrir i leik- félaginu en Árni hafa getað tekið þetta hlutverk að sér, svo að betur yrði gert. En með því er ekki sagt, að leikur hans sé óaðfinnanlegur. Það er mjög sjaldan, sem Áma mistekst verulega það, sem hann tekur að sér. Gerfi hans í leik þessum er gott, auk þess sem hann er klæddur svo, að hann sómir sér allvel sem her- maður, en það var einnig nauðsynlegt. Frk. Emilía Indriðadóttir leikur alllaglega og eðlilega Maríu, yngri dóttur herfylkis- höfðingjans, en dr. Keller, barnsfaðir söng- konunnar (Friðf. Guðjónsson) er fremur tilkomulítill, og leikur hans meir af vilja en mætti, en hneykslislaus þó. Frk. Þur- íður Sigurðardóttir á erfitt með að breyta sér í látbragði og málrómi, verður þvl á- vallt sjálfri sér lík. Hún ætti helzt að leika sem sjaldnast eða alls ekki. Aðrir leikendur hafa srnærri hlutverk, sem ekki þykir ástæða til að geta sérstaklega, því að engum tekst hneykslanlega illa. Þess skal loks getið, að hr. Bjarnijóns- son frá Vogi, sem nú er leikstjóri félags- ins og leiðbeinandi, hefur valið leik þenn- an handa félaginu og snúið honum á ís- lenzku og er þýðingin hin vandaðasta, að því er heyra má. En bæjarbúum má telja það til heiðurs, að þeir virðast vera farn- ir að meta meir alvarlega, veigamikla leiki, eins og t. d. »Hina týndu Paradís« og »Heimilið«, heldur en fánýtt, efnislaust rugl, gersneytt öllum skáldskap, allri feg- urð, eins og t. d. »Skírnina« og annað samskonar meiningarlaust bull, sem ekki er hægt að hafa neitt gagn eða neina skemmtun af. RÆÐA. Á hátíðarsamkomu í vinstrimannafélagi Dana flutti prófessor Finnur Jónsson ræðu þessa; þar voru viðstaddir ráðaneytisforset- inn, Islands ráðgjafi og fleiri aðrir ráðgjafar. Eg leyfi mér að byrja með því, að þakka fyrir, að mér hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í þessu hátíðar- samkvæmi. Eg skil það vel, að menn hér vilja minnast hins merkilega atburð- ar, er varð í fyrra, er vinstrimenn fengu völdin. Þetta ár verður ætíð merkisár í sögu Danarfkis og þar með íslands líka. Þó gæti eg trúað þvf, að árið 1902 yrði fullt eins vel munað sem 1901, og það af ástæðum, sem ekki þarf langt mál um. Yður er öllum kunnugt, að 10. janú- ar ritaði konungur undir boðskap þann til Islendinga, sem birtur var tveim dög- um síðar í aðalvinstriblöðum Khafnar. Þann dag og dagana á eptir réðu þeir ís- lendingar, sem hér voru, sér ekki fyrir gleði. Þeir heilsuðust á förnum vegi með fagnaði og þrýstu hvor annars hönd, ósk- uðu hver öðrum og ættjörðunni til ham- ingju. Eg hef fulla ástæðu til þess, að trúa því, að allir Danir, sem vit hafa á málinu og eru oss Islendingum góðviljað- ir, muni hafa samglaðzt oss [heyr, heyr! úr öllum áttum]. Það er í fyrsta s'kipti, að hressandi og 1) Hátíð þessi var haldin síðast í janúar, mest til að fagna ráðgjöfunum og breyting- unni. Dr. F. J. var boðið þangað og hann beðinn að tala nokkur orð. Ritst. hreinsandi blær frá frjálslyndi og fram- förum andar upp að ströndum fósturjarð- ar minnar, og boðar vöxt og viðgang. Það er eins og hinir mildu og þýðu vor- vindar, er anda sunnan að og skáldin okkar hafa svo opt og fagurlega kveðið um, og færa með sér dögg af himni og frjósamar árstfðir. Vér Islendingar höfum ekki átt góðum boðskap að undanförnu að venjast; það er sannast að segja. Þegar Islendingar hafa borið fram óskir sínar, hefur svarið ætíð verið neitandi, þverneitandi — »þetta getið þið ekki fengið« — og sþetta er ekki tiltök«; »stjórnarskráin er hin sfðasta endalykt á málinu«, og þar fram eptir götunum. En aldrei hefur okkur verið rétt hjálpandi hönd. Eg minnist t. d. boðskaparins 2. nóvbr. 1885, þar sem að síðustu það er talið ómögulegt, sem hinn nýi boðskapur nú býður oss. Munurinn á þessum boðskap og hinum er samasem munurinn á einstrengingslegri apturhalds- skoðun og frjálslyndri skoðtin á því, hversu eðlilegt stjórnarfar á að vera hjá þeim flokki, sem hefur barizt svo lengi fyrir þjóðfrelsi og nú loks sigrað svo glæsilega. Boðskapurinn nýi gefuríslendingum fulla von um, að geta fengið það, sem alltaf hefur verið efnið f aðalósk þeirra, að fá hið æzta vald í sérmálum sínum — ráðgjafa með ábyrgð fyriralþingi— búsettí landinu sjálfu. Annars gæti hann ekki vakað yfir velferð þeirrar þjóðar, er hann er settur yfir. Þetta fyrirkomttlag hef eg ætíð álitið sem condicio sine qua non [lífsskilyrði og ó- frávfkjanlega kröfu]. Eg vil ekki fara hér út í, að rekja einstök atriði, — en það verð eg að segja yfir höfuð, að eins og nú er ætlazt til, að fyrirkomulagið verði, álft eg það eðlilegt, einfalt og svo full- nægjandi, sem vér getum óskað. Egveit það vel, að Islendingar hafa að jafnaði óskað, að fá landsstjóra — nokkurs kon- ar vísikonung — og ráðgjafa undir hon- um. Þettaer auðvitað »ídealið«,en eg ef- ast um, að það fyrirkomulag yrði oss nota- sælla, eins og nú stendur á fyrir oss, en það sem nú stendur oss til boða. Eg þykist sannfærður um, að menn heima taki því feginshendi, og samþykki það með sem mestum samhuga. Lengi höfum vér hér í Höfn þráð komu þess, sem nú er orðið. Lengi hafa menn heima beðið óþreyjufullir eptir því, að frjálslyndið ynni sigur hér í Danmörku. Mikill var fögnuðurinn heima, þegar frétt- in kom í fyrra um stjórnarfarsbreytinguna. Eg var þá uppi í sveit, og kom á bæ einn. Gamall, hálfblindttr bóndi, æskuvinur föð- ur míns, var hinn fyrsti, er sagðimértfð- indin. Hann sagði þau með svo rólegum innileik, að það var auðfundið, að bak við frásögnina var föst sannfæring um, að nú væru runnir upp betri tímar líka fyr- ir Island, og hann leit á mig sínttm hálfblindu augum um leið, — eg gleymt aldrei þeim augum. Eg get af þessu ráð- ið. með hvílíkum fögnuði hinum nýja boðskap verður tekið almennt. Um leið og eg nú óska hinu nýja ráða- neyti til allrar hamingju og vona, að at- gerðir þess yerði að langvinnri blessun fyrir land og þjóð, leyfi eg mér — þótt eg, eins og gefur að skilja, geti ekki haft neina formlega »fullmakt« til þess, — að frambera hina hjartanlegustu þökk til alls hins frjálslynda ráðaneytis og sér í lagi tii hans tignar, ráðgjafans fyrir ísland, Alberti, fyrir það, hve tekizt hefur vel og fljótt, að leysa úr því máli, sem íslend- ingum er svo áríðandi fyrir hið ágæta fyrirkomulag, sem hann hefur hugsað sér að bjóða þeim. Pistill úr Árnessýslu 10. marz. II. (Niðurl.). [Garðaprófasturinn — 19 „lygar“ og 32 stóryrði — Ekki Krists erindi — Pólitík ekki við prestahæfi — Kosninga-undirbúningurinn — Áskoranaundirskriptir.— Færsla kjörstað- ar fyrirhuguð]. Fyrir stuttu barst hingað „ísaf.“ frá 22. f. m. Nógu fróðlegt og lærdómsríkt er það fyrir þjóðina íslenzku, eða hitt þó held- ur, að lesa deilugrein pólitiska þó, er blað það flytur frá meiri háttar presti og pró- fasti, séra Jens Pálssyni, þingmannsefni Dalamanna. Þessi grein er að eins tveir dálkar og í henni talar próf. sýnilega ekki erindi Krists eða postulanna, heldur ber þar öllu meira á hans eigin erindi, sem verður í röksemda stað í þessum 2 dálk- um, þannig, að i9sinnum(ll) ritar hann orð- ið „lygar" eða „stórlygar" og 32 stóryrði eða klúryrði, auk 8 málsgreina, sem lík- ara er, að illa uppalinn strákur úr skólun- um í kringum höfundinn hefði látið sér sæma að láta frá sér fara. Já, þvflíkt skrif í landsmáladeilu af merkum prófasti. Hvað munu hinir minni þjónar kirkju vorrar bjóða sér 1 skjóli prests þessa ? Þetta er „sláandi" dæmi upp á þann sannleika, hve fjarlægt prestum er yfirleitt að vasast í pólitík, enda hefur blaðið „Fjallkonan" fyrir löngu síðan haft á móti þingsetu þeirra, nema þá sérstakra valmenna. Ofan úr Hreppum er nýlega frétt, að byrjað sé þar með áskoranir, undirskrifað- ar af kjósendum þar til séra Magnúsar Helgasonar á Torfastöðum, að hann gefi kost á sér til þingmennsku. Fyrir þvf gangast helztu forkólfar þeirra Hreppa- manna: Ól. prestur Briem í Eystrihrepp og í Ytri-hrepp þeir Ágúst bóndi í Birtingaholti og séra St. Briem; að því loknu verður leitað víðar; annað mun ekki tjá. — Þessari frétt, sem talin er áreiðan- leg fylgir og, að til þess að þetta hrífivilji þeir þar efra fá kjörstaðinn fluttan frá Ölf- usárbrúnni upp að Húsatóptum á Skeið- um, eða til vara að Hjálmholti!. Auðvit- að þarf samþykki sýslunefndar til þessa, og má vera, að sá greiði verði látinn ept- ir þeim ? Svo er að sjá, að atkvæðasmöl- unum uppi við fjöllin sýnist ekki einhlítt kjörfylgið við prestinn, þar þeir þurfa að fá kjörstaðinn færðan svo gífurlega frá al- mannaleiðum sér í hag, að fullir 1 2/3 hlut- ar kjósenda mundu telja sér frágangssök að sækja fundinn þangað. Það er að eins um réttaleytið, sem suðursveitirnar eiga þar leið um; Ölfus og Grafningur og meiri hluti Grímsness aldrei. Sumir hafa verið að geta til, að Sig. búfræð. mætti vel una við staðina Hraungerði eða Selfoss, því þar er hann kunnastur, en ekki fara að ýta undir þessi afbrigði hér, eins og hon- um er þó helzt eignað — honum á þó að að vera kunnugt um, að kosningalögin nýju, sem verða vafalaust afgreidd á aukaþing- inu að sumri, gera ráð fyrir fjölgun kjör- staða og leynilegum kosningum; virðist þvf þessi tillaga hans bera einhvern ó- hreinlyndiskeim eða eitt hvað þvílíkt — og óvíst, að þetta auki fylgi við hann. [Það mun mega telja áreiðanlegt, að Sig- urður búfr. bjóði sig ekki aptur fram til þingmennsku, svo að það hefur þá ekki verið sjálfs síns vegna, hafi hann verið hlynntur kjörstaðarfærslunni. Aths. ritstj.\. Heyrandi f liolti. + Halldór Kr. Frlðriksson fyrv. yfirkennari andaðist hér í bænum 23. þ. m. á 83. aldursári. Hann var fædd- ur á Stað í Grunnavík seint í nóv. (27.?) 1819 og voru foreldrar hans Friðrik Eyjólfs- son prests síðast á Eyri í Skutulsfirði Kol- beinssonar og Sigríður Ólafsdóttir Þorbergs- sonar prests á Eyri Einarssonar. Hann missti ungur föður sinn, er drukknaði á Isafjarð- ardjúpi, lærði fyrst hjá afa sínum, séra Eyjólfi og síðar hjá dr. Svéinbimi Egils- syni, útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1842, sigldi þá til háskólans, og tók þar aðgöngu- próf (examen artium) og 2. lærdómspróf, lagði einkum stund á íslenzku og guð- fræði, var skipaður fastur kennari við lærða skólann vorið 1848, en yfirkennari varð hann 1874, og fékk lausn frá em- bætti 1895 eptir 47 ára þjónustu við skól- ann. Hann var alþingismaður fyrir Reykja- vík 1855—1886 og 1893, bæjarfulltrúi 1854—61, 1872—78 og 1880—98, for- seti búnaðaðarfélags Suðuramtsins frá 1868—-99 og eptir það forseti búnaðar- félags landsins þangað til næstl. sumar, að hann sagði af sér. I sáttanefnd bæj- arins var hann síðustu árin. Riddari dannebrogsorðunnar varð hann 1874 og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.