Þjóðólfur - 29.03.1902, Qupperneq 1
Þ JÓÐÓLFUR.
Jfo 13.
SaMKVÆMT lögum um stofnun landsbanka 18. sept.
1885, 9. gr, hefur bankinn ákveðið, að setja á stofn nú
með vorinu útibú í kaupstaðnum Akureyri, og skal starfs-
svið útibús þessa vera Norðlendingafjórðungur: Húnavatns-,
Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. —
Að öllu forfallalausu tekur útibú þetta til starfa eigi síð-
ar en 1 5. júni þ. á.
Þetta kunngerist hér með almenningi.
Laudsbankinn 18. marz 1902.
Tryggvi Gunnarsson.
Bidjid æ t í ð um
OTTO MONSTED’S
4 DANSKA SMJÖRLÍKl *
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stœrsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu
Törn og ódýrustu í samanburði við gæðin.
■k: Fæst hjá kaupmönnum. ^
54. árg.
Reykjavík, laugardaginn 29. marz 1902.
LelOpj. í skilvinduauglýsingunni hér
aptar í blaðinu er misprentað: 04 potta í stað
40 potta.
Frá útlöndum.
Mikill Búa-sigur.
Tvö ensk blöð frá 11. og 13. þ. m., er
komu með skipi í Hafarfjörð nýlega, herma
þau tíðindi, að Delarey Búaforingi hafi
snemma morguns 7. þ. m. ráðizt skyndi-
iega á brezkahöfðingjann Methuen lávarð
nálægt Kraipan, er hann vará leið fráWyn-
burg til Lichtenberg, og tekið hann höndum.
Hafði Delarey 1500 manna, en Methuen
1200 (900 riddaraliðs og 300 fótgöngu-
Hðs). Um mannfall af Bretum ber sögn-
um ekki saman, en að minnsta kosti hafa
fallið 3 foringjar og 38 liðsmenn, en særð-
ir 6 foringjar og 72 menn. Auk þess tal-
að um 200 manna er »vanti« af Bretaliði
og er líklegt að meiri hluti þeirra komi
ekki síðar fram og sé í tölu hinna föllnu.
París aðstoðarforingi Methuens varð og
að gefast upp. — Þá er Búar réðust á
Methuen voru þeir klæddir sama einkenn-
isbúningi (khaki) sem Bretar, er því áttu
erfitt með að greina þá frá sínum eigin
mönnum. Sagt er að Methuen hafi meiðzt
á fæti (lærbrotnað ?) í þessum viðskiptum.
Haldið er að Búar muni gefa hann laus-
an aptur gegn því að fá einhverja helztu
menn sína í skiptum frá Bretum, en ekki
teija menn neitt hætt við því, að Búar
muni skjóta hann, því að Delarey sé veg-
lyndur maður. — Methuen er einn hinna
fáu brezku höfðingja, er haft hafa sömu
Hervöld á hendi þar syðra slðan ófriður-
'nn hófst, og Roberts hefur hrósað hon-
um í enska þinginu, og beðið menn að á-
fella hann ekki fyrir þetta síðasta hrapar-
lega óhapp, fyr en ljósari fregnir séu um
Það komnar. Brá Englendingum rnjög í
brún, er þeim bárust þessar fréttir, og
þótti sýnt, að Búar væru ekki með öllu
af baki dottnir. Varð kurr mikill og ó-
rói í þinginu, er hermálaráðherrann las
upp hraðskeyti frá Kitchener um þessar
ófarir. Hrópuðu sumir upp: »skömm«,
»svívirðing«, enírsku þingmennirnir sumir
kölluðu »heyr!«, þá er lesið varumhrak-
farir rfreta og handtöku Methuens, en
aðrir þögguðu niður í þeim, og lenti í
orðahnippingum út af þessu »hneyksli«.
Frá fréttaritara »Þjóðólfs« í Kaupm.höfn
komu nú með »Heklu« nýrri fréttir ds.
16. þ. m. Þar segir svo:
Ofan á ófarasögu þá, er sögð hefur
verið (handtöku Methuen’s o. fl.) kemurnú
sú furðufregn, að Delarey hefur sleppt
Methuen úr haldi skilyrðis-og endur-
gjaldslaust. Það var talið víst, að hann
mundi heimta lausn eins eða fleiri afher-
foringjum Búa, er í haldi sitja hjá Bret-
um, t. d. Cronje og Kruityinger(sem menn
halda Bretar muni dæma höfuðsekan). I
Lundúnum hefja menn Delarey til skýjanna
fyrir veglyndi hans og stjórnin kvað láta
í veðri vaka, að það muni verða endur-
goldið, en jafnframt er þess getið, að engum
Búaforingja verði gefin lausn.
Wolmarans og Wessels heita sendi-
boðar Búa, sem árangurslaust hafa reynt að
fá ýmsar Evópuþjóðir til að miðla málttm
i Suður-Afriku. Þeir hafa nú seinast ver-
ið hjá Rooswelt, forseta Bandaríkjanna i
Norður-Ameríku, er gaf þeim það svar, að
Bandaríkin hvorki vildu eða gætu skipt
sér af málum þeirra.
Án frekari skýringa hefur þess verið
getið í blöðunum, að enska stjórnin hafi
sent til írlands hersveit, er átti að fara til
Suður-Afríku, vegna æsinga þeirra, sem fé-
lagið »United Irish League« hefur vakið
i seinni tíð.
í jarðskjálptunum í Schemacka í Kák-
asus höfðu 126 þorp orðið fyrirskemmd-
um (9084 hús) og fjöldi fólks (talan óná-
kvæm) farizt eða meiðst.—I nýjum jarð-
skjálptum er sagt, að 3000 hús hafi hrun-
ið í bæ þeim, er Tochangori heitir, við
Svartahafið og manntjón orðið töluvert.
1 ------------
Rússakeisari hetur gert Loubet ríkis-
forseta heimboð; í maímán. leggur L. af
stað.
Leo T o 1 s t o i, sem lengi hefur verið
sjúkur, en farið var að batna, er nú apt-
ur þungt haldinn.
Alavantitsj hét maður, ættingi eða
fylgismaður Karageorgevitsj þess, er þyk-
ist til ríkis borinn i Serbíu; hann greip
nýlega til þess óyndisúrræðis, að gera upp-
reisn, líklega í þeim tilgangi að hjátpa K.
til valda, en afdrif hans urðu þau, að
hann í fyrsta herskálanum, er hann reyndi
að vinna, var skotinn til bana af hlutað-
eigandi höfuðsmanni, sem hann í stað skýr-
ingar sjálfurhafði reynt að drepa.
Fólksþingið danska 'nefur með öllum
þorra atkvæða samþykkt sölusamninginn
um Vestureyjar. Nú er eptir að vita,
hvað landsþingið segir!
Ekki minnist fréttaritarinn einu orði á
Andrasöguna frá Hudsotisflóanum — apt-
urgönguna frá því fyrra — sem Isafold
gein svo fljótt yfir nú að vanda. I ensku
blaði frá 13. þ. m. hefur enskur biskup
eða trúboði, er var í Hudsonsflóalöndun-
um fyrir 2 árum tullyrt í samtali við
blaðamann að þetta nýja hraðskeyti frá
New-York væri að eins endurtekning þeirr-
ar sögu, er hann hafði áður heyrt Skræl-
ingja segja frá, og vera mundi uppspuni
einn til að fá dálítið af tóbaki hjá Hud-
sonsflóafélaginu í sögulaun. Færir hann
ýmislegt þessu til sönnunar.
Safnaðarfundur.
Hinn 24. þ. m. var haldinn almennur
safnaðarfundur hér í bænumum kirkjugarðs-
bygginguna. Bar sóknarnefndin mál þetta
fram að öllu óundirbúið, og vissi hún ekki
einu sinni, hversu löng girðingin þurfti
að vera. En fundurinn bætti úr þessu
öllu og samþykkti að gera skyldi myndar-
lega girðingu úr höggnu grjóti eða stein-
steypu, og fól nefndinni að útvega upplýs-
ingar um það. — Þegar þessu máli var
lokið, stóð upp formaður stúdentafélags-
ins og gerði fyrirspurn til sóknarnefnd-
ar og prests um það, hvers vegna þeir
hefðu eigi lagt fyrir fundinn bréf frá
stúdentafélaginu. I því bréfi hafði stúd-
entafélagið lýst óánægju sinni yfir því, er
prestur bannaði að syngja 1 kirkjunni eptir-
mæli eptir Vilhjálm heitinn Jónsson, og
skorað á sóknarneíndina að leggja þetta
fyrir safnaðarfund. Þessu erindi vildi
sóknarnefnd stinga undir stól, og leitað-
ist hún við að finna ástæður fyrir þvf, en
aldrei vissum vér jafnilla smalast. Þá
lýsti formaður stúdentafélagsins yfir því við
fundarstjóra, að á fundinum væru nokkrir
menn, er ætluðu að taka mál þetta uyp.
Því næst töluðu þeir Halldór Jónsson
bæjarfulltrúi og Jón Jakobsson bókavörð-
ur, og átöldu aðferð prests, en þó mjög
hógværlega. I saina strenginn tók Jón
prestur Helgason prestaskólakennari og
bar hann fram þá tillögu til áskorunar á
prestinn, að fundurinn kannaðist við, að
prestur hefði að lögum rétt að ráða, hvað
sungið væri, en skoraði á hann að neyta
þess réttar varlega. — Er því vonandi að
prestur geri það söfnuði sínum að skapi,
að gera ekki sorgbitnum mönnum gramt
í geði með því að meina þeim ástæðu-
laust að heiðra framliðna vini sfna.
Ávarp til konungs
skrautritað með mikilli snilld af Bene-
dikt Gröndal var sent héðan nú með
»Laura«. Efni þess var aðallega þakk-
læti til hans hátignar fyrir boðskapinn
10. janúar, og hatði bæjarstjórnin samið
ávarpið og gengizt fyrir því, að það yrði
sent, en fjöldi bæjarbúa reit nöfn sín
undir það.
Útibúið
á Akureyri, er landsbankinn ætlar að
setja þar á stofn í vor, kvað eiga að
byrja með 100,000 kr. Stjórnendur þess
verða Júlíus Sigurðsson amtsskrifari sem
framkvæmdarstjóri og Stefán umboðsmað-
urStephenssongjaldkeri, auk 3. manns sem
gæzlumanns til aðstoðar.
Skipstrand.
Hinn 24. þ. m. strandaði f Selvogi ís-
lenzk fiskiskúta »Trausti« að nafni, frá
Dýrafirði. Menn björguðust.
VarOskipið
danska »Hekla« (kapt. Hammer) kom
hingað í fyrra kveld í stað »Heimdalls«.
sem ekki kemur hingað í þetta sinn. Skip
þetta er viðlíka stórt og »Heimdallur« og
mjög líkt að útliti og allri gerð. Það
lagði af stað frá Höfn 17. þ. m., enkom
við í Noregi á leið hingað.
„Vesta"
kom hingað 21. þ. m. Varð að snúa
aptur við Látraröst sakir hafíss. Klemens
sýslumaður Jónsson, er var með skipinu
fór landveg héðan norður með pósti. —
»Vesta« fór aptur 26. þ. m. til Flateyjar
og Stykkishólms, og lengra, ef unnt yrði.
„Ceres"
kom hingað af Vestfjörðum 25. þ. m.,
hafði komizt út af Isafirði gegnum ísinn,
og á aðrar vesturhafnirnar, en komst
ekki til Stykkishólms sakir ofviðris, og
tók »Vesta hér vörurnar úr henni, er
þangað áttu að fara. »Ceres« hélt nótt-
ina eptir til Seyðistjarðar og þaðan til
útlanda.
Hafisinn
hindrar nú allar skipaferðir fyrir Norður-
landi og Vesturlandi einnig, suður undir
Látrabjarg, og ætla menn, að jafnmikill
ís hafi ekki komið hér að landi næstl. 20
ár, eða síðan ísárið mikla 1882. Vonandi
er þó, að hann verði ekki landfastur langt
fram eptir sumrinu. — Frétzt hefur, að 3
bjarndýr, er komu með ísnum hafi verið ■
skotin í Bjarnarfirði á Ströndum, Og víðar
er sagt, að bjarndýr hafi gengið á land
og verið unnin.
Aflabrðgð
eru mjög lítil austantjalls, en 25. þ. m.
aflaðist þó dável á Eyrarbakka og Stokks-
eyri. — I Garðsjó, Höfnum og jafnvel í
Grindavík hefur verið góður afli í þorska-
net. __________
Póstskipið „Laura"
fór til útlanda 22. þ. m. Með því tóku
sér far: Sigurður Magnússon læknir, Guð-
jón Guðlaugsson alþm., Jón Þórðarson
kaupmaður með frú sinni, H. Andersen
klæðskeri, Einar Árnason fyrv. verzlunar-
stjóri og Ágúst Flygenring kaupm. úr
Hafnarfirði.