Þjóðólfur - 11.04.1902, Side 2

Þjóðólfur - 11.04.1902, Side 2
til fulls. Hversu vegnaði Noregi undir þeirra stjórn ? Öll velgengni, atvinnuveg- ir og andlegt þjóðlíf í kaldakoli, — en síð- an 1814, að þeir fengu yfirráð sinna mála, hafa þeir leyst úr læðingi, svo að fáum hef- ur fleygt meir fram í líkaml. og andlegum efnum. — Eða Islandi? Beztur var hagur þess og blómlegastur til forna á þjóðveld- istímununi verstur, þegar einveldið hafði náð á því tökunum. Þegar landsmenn van- ræktu og var bægt frá að hugsa um og sjá borgið hag sínum og landsins, þá var þeim lakast farið, en síðan vísir fékkst til sjálfstjórnar hafa þeir dálítið rétt við. ís- lendingar hafa einatt fundið til þess, að stjórnin í Danmörku hefur verið óhæf til að ráða málum þeirra og stjórnin hefur orð- ið að kannast við það sjálf. Arbjarminn fyrir frelsisbaráttu Islendinga er júlíbyltingin á Frakklandi 1830. - Vegna breytinga þeirra, er þá kvikntiðu voru full- trúaþingin sett i Dantnörku og embættis- mannanefndin í Reykjavík og alþingi loks endurreist 1843. — Enn þá ríkari afleiðing- ar hafði febrúarbyltingin; þá var lokið ein- veldinuí Danmörkuoggrundvallarlög Dana sett. — Meðal þeirra hreyfinga var þjóð- fundurinn 1851. Þar hófst eindregin bar- átta við Danastjórn um réttindi þessa lands; stjómin vildi innlima Isl. í Danmörku og þá sögðu fundarmenn: „Vér mótmæl- úm allir". Þá gekk Jón Sigurðsson frain í öndverða fylking og lypti þeim fána, sem Islendingar fylgdu síðan í allri hinni fyrri stjórnarbaráttu. Stöðulögin 1871 viðurkenna, að Island hafi „sérstök landsréttindi" og telja upp sérmál Islands og stjórnarskráin 1874 veit- ir Isl. „löggjöf og stjórn" í sérmálunum. Þar með var fengið löggjafarvald að nafn- inu og landshöfðingjavaldið sfðan ákvarð- að, en hvorttveggja síður en skyldi, eins og brátt kom í ljós í hinum mörgu og ó- þolandi lagasynjunum. Alþingi tekk jafn- vel ekki staðfest lög um afnám Péturslamba og margt var eptir því. Þetta hlaut þjóðinni að svíða og því voru frumvörp til stj.skr. borin upp á alþ. 18S1 0^1883. Þarvarapturreist sjálfsagðasta kraían til umbóta á stjórnarfarinu, heima- stjórnarkrafan. Hún er tengd við hjarta- slög hinnar fsl. þjóðar. Þáreisti Benedikt sýslum. Sveinsson merkið, hið sama er Jón Sigurðsson hafði borið, og hélt því slðan uppi til æfiloka með þeim þrótti og stað- festu, sem þjóðskörung sæmdi. — Frumv. 1881 og i883ákváðu, aðlandshöfðingi skyldi hafa ráðherravald, vera launaður aflands- fé — og landsdómur skyldi settur á stofn. En það fór ver en skyldi, að frumv. þessi urðu ekki útrædd á þingunum, því að þau voru að mörgu leyti hagkvæm,fyrirkomulag- ið var óbrotið og kostnaðarlítið. Á alþingi 1885 og 1886 var samþykkt hin endurskoðaða stjórnarskrá, sem lengst gengur og fullkomnust er allra frv. til stjórn- arskrár Islands. — En hún var ekki aðgengi- leg fyrir Danastjórn og reið svo mjög í bága við ýmsar skoðanir hennar, að varla var að vænta, að hún næði staðfestingu óbreytt, enda þótt stjórnarskipti yrði. Þessu var einnig lýst yfir í nóvemberauglýsing- unni alkunnu. — Þá kom miðlunin 1889. Hún var allsendis óhafandi fyrir Islendinga, en aðgengileg fyrir Dani. Konungur hafði apturköllunarrétt þeirra laga, er snerti sam- band landanna, — en orðið „samband" er mjög teygjanlegt og getur átt bæði við pólitísktsamb.og viðskiptasamband.—Fleiri voru annmarkar á frv. þessu, en einnig hafði það kosti fram yfir fyrri frv., og voru þau ákv. tekin upp í hina endurskoðuðu stjórnarskrá 1893—94. -- Þjóðin reis önd- verð gegn miðluninni og stakk hennisvefn- þorn, svo að hún sofnaði svefninum langa. Á alþingi 1895 var breytt um aðferð. Þingið var orðið þreytt á þessum bláköldu neitunum Danastjórnar og vildi nú reyna aðra leið og skoraði á stjómina að leggja fram frumv. til stj.skr. Þingsályktunin hélt fram öllum aðalkröfum endurskoðunarinn- ar og hélt því í horfinu, en nú var þingið komið út á þá leið, sem var hættulegri við villum og vandfarnari en frumvapsleiðin, eins og brátt kom fram. „Tillagan" kom valtýskunni 1897 af stað, enda þótt það væri tilgangur fæstra flutningsmanna. Með valtýskunni 1897 er fyrst frá því að stjórnarbaráttan hófst söðlað um og blás- ið ótvírætt til undanhalds. Breytingarnar voru þær, að ráðgjafi mátti sitja á þingi, en það var eng- in skylda, og átti að bera ábyrgð fyrir alþingi, en sú ábyrgð var í orði en ekki á borði, af því að slík mál —órann- sökuð pólitisk mál, heyra ekki undir hæstarétt Dana og auk þess engin ábyrgð- arlög til sem dæmt yrði eptir. I endur- gjald fyrir þetta, sem er sama sem ekki n e i 11 áttu ákv.f 61. grein stj.skr. um skyldu stjórnarinnar að leysa upp þingið að falla burt. — Þar með átti þingið að fá stjórn- inni í hendur það eina vopn, sem það hef- ir til þess að samþ. til fullnustu af sinni hálfu breytingar á stjórnarskránni. Frv. þetta féll í n. d., en var flutt aptur á þing 1899, en þá nokkuð aukið, < þá átt, sem gert hafði verið f e. d. 1897. — Frum- varpið mætti sömu andmælum og áður og féll í neðri deild þegar við fyrstu umræðu. Nú var gengið til nýrra kosninga og gengu þær heimastjórnarmönnum f vil, þrátt fyrir megnasta undirróður í nálega öllum kjördæmum. Þeir fengu 16 atkv. en Valtýingar 14 og höfðu fallið sumir þeir, er staðið höfðu fremstir í þeirra flokki á fyrri þingum. Þó fór svo, að tveir töpuð- ust úr þessum flokki, svo að Valtýingar urðu liðsterkari, þegar á þing kom. Nú kom valtýskan í þriðja sinn. Stefnan var söm og áður,en 61. gr. mátti nú standa óbreytt. Það hafði þjóðin áunnið með staðfastri mótspyrnu gegn þeirri breytingu. — Ennfremur var nú fleiru bætt við frv.: þjóðkjörnum þingmönnum skyldi fjölgað, deildaskipuninni breytt, rýmkað um kosn- ingaréttinn og loks ákv., að þingfundir væri lögmætir, ef fullur hélmingur væri viðstadd- ur. Þetta hafði verið heimtað, sem skil- yrði í sumum kjördæmum, en er annars nokkuð varúðarvert og getur orðið „tví- eggjað sverð" fyrir þingið. Þessar viðbæt- ur má allar fá með einföldum lögum án stj.skr.breytingar og eru því einungis til uppfyllingar til þess að afla frv. fylgis^og gera það álitlegra. Þessu er klesst í frv. til þess að hylja galla þess, það er „fylde- kalk“, sern Danir kalla. — Allir þessir við- aukar og breytingar höfðu verið teknir upp í frv. sfðan 'gy fyrir sífelda mótspyrnu þjóðarinnar, skilyrði og viðauka. sem ýms- ir settu. Allt af bauð forvígismaðurinn fram það minnsta, en neyddist smátt og smátt til þess að taka upp þessa viðauka. Og þetta er þjóðkjörinn þingmaður, sem skil- ur og rækir stöðu sína gegn þjóð sinni á þennan hátt. Að öðru leyti var frv. verra en 1899; nú átti ráðgj. sjálfur að ákveða, hvenær for föll sín væru gild. — Yfir höfuð má segja, að frv. 1901, sé sniðið eptir þvf, sem ráð- rfkt ráðgjafaefni vildi af eigin geð- þótta láta sér í hendur búa. Nú var það sýnt á ýmsum veðrabrigð- um, að stjórnarskipti voru fyrir dyrurn f Danmörku, énda barst fréttin um þau hing- að, áður en frv. var samþ. í e. d. Það var bráðlæti að samþ.valtýskuna '97 og '99, en það var slys á þinginu 1901. — Dr. Valtýr er varla svo ókunnugur í Danmörku, að hann hafi ekki vitað, hvað var í vændum. Flokkurinn hefði nú annaðhvort átt að láta málið bíða eptir vinstri mannastjóin, sem full á- stæða var til að vænta hins bezta af —eða fara frekara í kröfurnar, úr því séð var fyrir, að frv. hefði ekki náð staðf. hjá hægristjórn, hvort sem var. En hvorugt fékkst. — Heimastjórnarmenn báru því fram frumv. á hinum forna inn- lenda grundvelli. Það er kallað 10 manna- frumvarpið. —■ Þarer búseta ráðgjafans ákveðin f Reykjavík, hann skal laun- aður af Iandsfé og vera háður lands- dómi, auk þess, sem teknir voru upp all- ir sömu viðaukar, sem nýtilegir voru í hinu frv. í þessu frv. var gert ráð fyrir utnboðs- manni í Höfn, með ráðgjafanafni, sem skrif- aði undir í forföllum ráðgjafans, eptir hans umboði. Þetta atriði var sett til þess að gera búsetu ráðgjafans hér aðgengilegri fyr- ir Danastjórn, og þá, sem óhugsandi töldu að ráðgj. hefði hér aðsetur. — Það var ein- ungis til samkomulags, en alls ekki sett af fúsum vilja. Það var nokkurs konar þrumu- leiðari, meðan himininn var þungbúinn og skýjum hulinn, en var óðara tekinn ofan, þegar birti í lopti. — Ókunnugleiki og á- hrifaleysi stjórnarinnar eru helztu ókost- irnir á núverandi fyrirkomulagi, en úrþeim báðum bætti frv. heimastjórnarmanna. En þessu vildu Valtýingar engu sinna.—Þeir sem mestu réðu vildu ekki rneira en frumv. Hafnarstjórnarmanna; má því til styrkingar meðal annars benda á orð og aðfarir dr. Va'itýs á þingi og síðan,— Þess vegna er það mín skoðun, að aðal- mönnunum sé ekki trúandi og sakir hins sterka og alkunna flokksaga, sem þar rík- ir, sé ekki hægt að eiga undir smærri spámönnum. Það er margt, sem bendir á, að þetta sé það, sem þeir vilja helzt: 1- Þess vegna fór frv. Valtýs lengra en heitið var að staðfesta, enda voru stjórn- arskipti bersýnileg fyrir dyrum. 2. Því vildi flokkurinn í n. d. ekki heyra að málinu væri frestað. 3. Því var frumvarpið barið blákalt gegn- um e. d. samkv, áskorun flokksmanna í n. d. eptir að stjórnarskiptin fréttust. 4. Því felldu þeir tillögu n. d., þar sem þess var getið, að frv. hefði verið sam- þykkt þar, áður en stjórnarskiptin frétt- ust. 5. Því var beðið í ávarpi e. d. um, að sér- stakur ráðherra yrði skipaður fyrir næsta Þ>ng. 6. Því segja þeir í 5-mannabréfinu fræga til ráðgjafans 6. des. f. á., að úrslit máls- ins á síðasta þingi „verði oss hag- felldust eptir atvikum". 7. Því sagði Valtýr á fundi 30. nóv., að hann og sínir menn(l) gætu hindrað, að ráðgjafabúsetan í Reykjavík yrði sam- þykkt reglulega. 8. Því kannast dr. Valtýr við það í „Nationaltidende" 2. des. f. á., að frv. sitt væri miðað við vinstri mannastjórn. En einmitt af því að svona er í pottinn búið, þá stendur flokkurinn nú uppi ráða- laus, síðan þeir sáu að stjórnin féllst á að- alkröfu heimastjórnarmanna. — Þess vegna hringlar hanu síðan á báða bóga, ýmist með „landstjóra", eða „nýjar tillög- ur“, eða „hið hagfeldasta eptir atvik um“, valtýskuna, eða „þingræði", eða þeir þykjast þá einatt hafa beðið um það, sem stjóinin býður: ráðgjafa búsettan í Reykjavfk. Enda þótt vér fáum nú loksins ráðgjaf- ann búsettan í Reykjavík, þá má þó ekki missa sjónar af öðru, sem í lag þarf að kippa. Vér þurfum að fá úrslitadómsvald- ið einnig inn í landið, -• en á næsta al- þingi er þó ekki hættandi á að fara lengra en frv. stjrnarinnar. Á næsta alþingi verður skorið úr um búsetu ráðgjafans. Þess vegna verða kjós- endur þessa lands að velja þá fulitrúa, sem örugglega má treysta til þess að samþ. heimastjórnina og halda friði og satt í þinginu". Jón Úlafsson og Sighvatur Arnason töl- uðu því næst og var drepið lausl. á ræð- ur þeirra í slðasta blaði „Þjóðólfs“. Þess má ennfr. geta, að J. Ó. vildi leggja að jötnu framkomu beggja flokka og varð því að draga taum Valtýinga í flestu, en stinga hendi við hinum flokknum, auðvitað með sem hóflegustum orðum, svo að þaðkæmi eigi berlega fram. Tryggvi Gunnarsson taldi frið og logn- mollu hættulega fram að kosningum. Nú yrði allir, sem fylgdu heimastjórn einmitt að vera velvakandi og gæta þess að Iáta ekki úr greipum ganga hið núverandi til- boð stjórnarinnar. Það væri auðvilað æski- legt að allir gætu friðsamlega fallizt á að fylgja réttu máli á þinginu, en til þessyrði að vanda til kosninganna. Menn hefði þá ekki annan mælikvarða eptir að fara, held- ur en framkomu manna á síðustu árum, einkum á síðasta þingi og síðan. Áleitað því atferli heíði verið beitt á síðasta þingi að enginn er átt hefði þátt í því, mætti koma á næsta þing. Það væri nokkuð skrítilegt, þegarHafnarstjórnarblöðin væru að tala um hverjum það væri að þakka, að núbyðist heimastjórn. Það mttndi liggja ljóst fyrir almenningi, þar sem annar flokkurinn hefði einatt barizt fyrir heimastjórn, en hinn á móti með oddi og eggju, sagt hún væri i alla staði óhaf- andi o. s. írv. Forsprakkarnir hefðu skrif- að kjósendum og lagt til að hallazt að(l) heimastjórn. Þeir hefðu þá hallast frá heimastj. áður. Minntist á hraðskeyti Sk. Th. frá Englandi til Hafnar í vetur, er hann hefði sagt, að Valtýingar hér á landi væru hinir glöðustti yfir boðskapnum, en heima- stjórnarmenn óánægðtr við sorg og sút. Það væri drengileg frásögn og sanngjarn- leg, frá rnanni sem hefði sjálfur talað um „mikil vonbrigði", þegar boðskapurinn birtist. Nú töluðu þeir Lárus H. Bjarnason, Björn Bjarnarson, J. Ó. og Hjálmar Sigurðsson, eins og getið var í síðasta blaði. Hannes Þorsteinssvn svaraði J. Ó. út af aðdróttunum hans gegn „Þjóðólfi" uni það að hann flytti örgustu Estrupskenningu og væri móti þingræði. — Þetta væri allt byggt áeinni línuí aðsendri grein, sem staðið hefði í blaðinu í vetur og kvaðst hann síðar hafa tekið fram skoðun sína á því atriði, sem færi í allt aðra átt. Reyndar væri þetta tipptugga frá Páli Briem, en slfkt hálmstrá væri varla fyrir þá tvo að hanga á [J. Ó. tók aðdróttun sína aptur síðar á fundinum]. Utn þingræði hefði hann svip- aðar skoðanir og L. H. B.; vildi ekki láta ráðgjafa hafa eptirlaun, heldur hverfa til fyrra emb., ef þeir hefðu haftþað á hendi eða embættis með líkunr launum (sbr. till.) — Rakti sögu valtýskunnar frá síð- asta þingi; leiddi rök að því, að frv. væri miðað við vinstrim.stjórn. Sendiför H. H. ogbréf minni hlutans til ráðgj. hefði haft mjög mikinn árangur, eins og fram væri komið, þar sem stjórnin byði nú nákvæml. hið sania í aðalatriðinu, sem lom.frv. fór frani á. Sagan mundi leggja réttan dóm á þessa baráttu, hvað sem nú væri þráttað. Vildi ekki láta kjósa, mann til þings með m i s 1 i tri fortíð. Einn nnk- ilsháttar Valtýingur hefði lýst því yfir á fundi, að veriö gæti, að frv. stjórnarinnar hefði agnúa, sem ekki sæist berl. nú, og þá væri sjálfsagt að samþ. frumv. frá því í fyrra. Samkv. orðum og allri framkomu forsprakkans, sem hefði undravald á öll- um flokknum, mætti allt etns búast við, að þeir yrði móti heimastiórninni. Þess vegna væri baráttan alls ekki úti enn. I./irus //. Bjarnason svaraði fyrirspurnum J. Ó. — „Þingræðið" vildi hanntryggja, sem unnt væri. Benti á, að frv. heimastjórnar- mannahefði haft það ákvæoi, að því að eins gæti stjórnin gefið út bráðabirgðar- fjárlög, að engin fjárl. hefði verið samþ. á þinginu. Vildi láta ráðgjafa fara frá án eptirlauna, þeir gæti aptur horfið til síns fyrra verks. Minntist á nokkur atr., sem nauðsynl. væri að hafa vakandi auga á, auk ráðgjafabúsetunnar. Sýndi t. d fram á nauðsyn á landsdómi, sem verðamundi í lófa lagið að fá síðar. — Einnig vildi hann láta færa æzta dómstól inn í landið og breyta réttarganginum þannig, að kviðdóm- ar yrði upp teknir. — Yfir höfuð yrði þjóð og ping að láta sér annt um öll mál, sem snerta sjálfstæði og þjóðerni, svo sem (auk atvininimála) oankamálið og botn- vörpumálið Isl. mætti ekki skerða rétt sinn og fá hann í hendur ágengum út- lendingum. jUmræðu-ágrip þetta er samið af skrifara fundarins, eptir því sem hann reit upp á fund- inum, og er ítarlegra en það sem birt var í síðasta blaði, en rúmsins vegna hefur þó orð- ið að sleppa hér miklu úr ræðunum. Ritstj.] Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.