Þjóðólfur - 25.04.1902, Blaðsíða 1
54. árg.
í Slútnesi.
(Vorniiniiiiig).
Hljóðnar í runnum og reykir dvína.
Rjóður og heiður er svipur dags —
á síðustu eikt til sólarlags.
— Suðrænan andar um Mývatnsstrandir.
Nú hvílir svo vær þessi væna byggð
um vatnamiðin sín, fáguð og skyggð.
Og skútabrúnirnar hýrna og hlýna
við himinsins bros — sem fer að dvína.
En Slútnes, það ljómar sem ljós yfir sveit;
öll landsins blóm, sem jeg fegurst veit,
um þennan lága, laufgróna reit
sem lifandi gimsteinar skina. —
I austri rís sveigur af eldskreyttum hæðum
sem ennisspöng yfir Vatnsins brá. —
En hólminn mig töfrar. Þar horfi jeg á
alls himinsins liti í blómanna gliti.
Jeg kveð þau, jeg nefni þau eitt fyrir eitt
1 æskunnar prýði og geislum skreytt. —
Sóldýrð er yfir engjum og fiæðum
og eldslæður blika á fjarlægum hæðum.
En jeg finn öll moldarbarnsins bönd
binda mig við þessa lágu strönd,
sem vakti lífgjafans voldugu hönd
af vatnsins og duptsins æðum.
JJm grein og stofn renna straumar hljóðir;
jeg streyma þá finn um minn eigin barro,
og veit að þeir kvika um víðisins arm.
Svo vítt þeir renna, sem sólirnar brenna.
Þeir bera minn hug yfir hnattanna sund
og hepta minn fót við þessa grund.
— Þeir ólu þá jörð, sem er vor móðir,
ósýnilegir, sterkir og hljóðir.
Jeg veit að allt er af einu fætt
að alheimsins líf er ein voldug ætt
dauðleg, eillf og ótal-þætt
um afgrunns og himins slóðir.
Andvarans bylgjur lundinn lauga.
Lauf varla bærist við hvolfsins grunn
svo létt og hljótt fellur loptsins unn.
En lífsþráin iðar í grösum og viði.
Þau dreymir ttm sumarsins mildi ogmátt
og minnast við bjarntann af kveldsins átt.—
Ilmblóm, með kerfi æða og tauga,
sem andvarans rnjúku bylgjur lauga!
Blaðvarir hvísla svo hljótt þitt mál.
Jeg hallast að bikarsins lifandi skál.
Mér finnst eins og speglist fjötruð sál
í frjóhnappsins daggarauga.
Þó blöðin visni kemst andinn yfir,
sá andi, sem hvelfir jökulsins brún
nteð blikandi tind yfir byggð og tún,
sem bindur það háa í skuggsjá þesslága.
Þú lítur á svipinn þinn, litfríða jurt,
í lognvatnsins gljá. En hann hjaðnar burt.
Þó háloptsins vegi á vængjum þú svifir
samt visnaði mynd þín, hún kemst ekki yfir.
— Að hálfu þú seilist ( himinsins ljós,
en hálf ertu jarðsett við ládauðan ós,
skammlífa, unga engjarós
með eðlið sent deyr — og lifir.
Sóldögg I Upprunans glóð við geymum,
hún glatast aldrei — þó brenni hún lágt.
Framtíð vor býr í hæðunum hátt,
hlut vorn því stærri, sem nú er hann smærri.
Þú rænir og deyðir dýrin smá,
en dýrkar þá sól, sem til flugs þeim brá. —
Að segulsins skauti svo saman við streymum
hver sál og hver jurt, sem neistann geymum.
Því ljósvakans máttuga móðurlind
og moldarnáttúran dauð og blind
tengjast í okkar ytri mynd,
en eru af tveimur heimum.
— 1 — — ... —-----------------—» ----------—
Reykjavík, föstudaginn 25. apríl 1902.
M 17.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTED’S
DANSKA SMJÖRLÍKI
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Yerksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina lieztu
vöru og ódyrnstu í samanbnrói við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum. ^
Týsfjóla I Krjúp þú með krónuna fríða
og kysstu þá mold, sem þú blómgast á;
þó heimti hún blöðin þín himinblá,
af hisminu aptur skal r(sa þinn kraptur.
Þú hrörnar, en upphafs þíns öfl eru sterk
þau yngja með gaddinum sólskinsins verk.
Hefðu upp, blákolla, hjálminn þinn fríða;
því hann skal þitt eigið leiði prýða.
Og vorperla, leyfðu ljósinu inn
í litla viðkvæma barminn þinn
því senn dökknar aptansins sólroðna kinn
og sumrið er byrjað — að liða.
Vængjaðar hjarðir hljóðlega synda
til hvíldar að bökkum við ey og strönd,
en hér og þar lyptist ein harðfleyg önd
og hálsinn teygir svo langt sem hún eygist,
— í gegnum sólroðans tindrandi tjöld,
ef til vill að byggð, sem er skuggsýn í kvöld,
með náttgustsins hjúp yfir holt og rinda,
og hrjóstruga farvegi kaldra linda.
— En hér er svo bjart við hinn blikandi sjó
og blómin þau veita svo holla ró.
Þau hefja manns anda hátt — og þó
hugann við jörðina binda.
Hve frítt væri að sjá frá heiðum til hafna
stráð hólmans blómum um allt þetta land;
breiðast hans skraut um hvern blásinn sand
og brekkurnar klæða til efstu hæða.
Þá hækkaði og fríkkaði fjallsins mynd
ef frjósemi dalsins snerti þess tind.
Hve gott væri reitsins gróðri að jafna
um grýtta landið, frá fjöllum til hafna;
sjá jurtirnar vefa sinn vermandi feld —
og vernda og fela lífsins eld
undir klakanum kalin og felld
með kjarna, sem aptur skal dafna.
Nú dýpkar og blánar hvolfsins hylur
og húmblæjur kvika um geislanna brunn,
sem enn dreypir ljósi á lyngblómsins inunn
og lægsta runninn vermir við grunninn.
Lífstraumar iða hver öðrum mót,
frá efsta kvisti að dýpstu rót —
en yfir öllu er hvölfsins hylur.
Svo hljótt við jurtirnar suðrænan þylur.
Þær breiða ylinn sem eldstjarnan gaf
yfir þá jörð, sem þau spretta af.
— Með nýrri sjón yfir hauður og haf
sá horfir, sem blómin skilur.
Einar Benediktsson.
Reikningar B. Kr.
Eptir
Halldór Jónsson.
Mér hefur ekki tekizt að skrifa svo ljóst
og greinilega í 15. tölubl. Þjóðólfs um
formið á reikningsdæmi »Bóndasonar«,
að B. Kr. hafi getað skilið mig. Hann
heldur enn fast við það ( 21. tölubl. »ísaf.«
að dæmið hafi rangt form, og að »tekju-
upphæðinni 44,643 kr. sé allri ofaukið í
því«.
Eg var hér á árunum kennari í reikn-
ingi 1 barnaskólanum og var þá var við
það, að misjafnlega létt gengur að gera
tölur og reikning skiljanlegan. Það er
opt þolinmæðisverk, og enn er dálítið
eptir í mér af gamalli þolinmæði. Eg
ætla því að gera eina tilraun enn við
B, Kr. í því trausti, að það sé ekki orð-
ið of seint.
Eg benti á það í fyrri grein minni, að
hið sama reikningsform, sem »Bóndason«
viðhefur, er notað af embættismönnum
þessa lands og öðrum þeim, sem gera þá
reikninga, er auglýstir eru í Stj.tíð. (nema
reikn. landsbankans). Þessu hefur B. Kr.
ekki þorað að neita, sem ekki var held-
ur við að búast, en hann kallar þetta form
»jafnaðarreikning«, sem engin heimild eða
venja er fyrir (réttast væri að kalla það
aðalreikning) og setur svo upphrópunar-
merki við nöfn þeirra manna, er við hafa
reikningsformið, Halldór Daníelsson, Páll
Briem o. fl. (»Jóns Sigurðssonar« hjá B.
Kr. er villa; á að vera: reikningur Jóns
Sigurðssonar legats«).
B. Kr. er víst að reyna að hæðast að
þessum mönnum fyrir það, að þeir skuli
viðhafa þetta reikningsform.
Eg skal svo snúa mér að dæmi »Bónda-
sonar«; það er svo í stuttu máli:
Tekjur:
1. Vextir.........................112,500
2. Provision.......................14,000
3. Vextir af varasjóði .... 6,000
4. Árleg afborgun..................44,643
177,143
Gjöld:
5. Vextir og afborgun af gullláni 75,oqo
6. Kostnaður......................22,000
7. Do. við útibú . . . 18,000
8. Afgangur......................62,143
I77A43
B’ Kr. mótmælir hér 4. lið, vill fella
hann burtu og færa 8. lið niður um sömu
upphæð. Orsökin til þess er sú, að hann
vill að eins hafa kassareikning, er þá liti
svo út:
Tekjur:
1. Vextir......................112,500
2. Provision...................14,000
3. Vextir af varasjóði .... 6,000
132,000
Gjöld:
4. Vextir og afborgun . . . 75,000
5. Kostnaður.....................22,000
6. Do. við útibú . . . 18,000
7. Tekjuafgangur................17.500
132,500
Á þennan hátt vill B. Kr. gera reiknings-
dæmi »Bóndasonar« upp. En það e r e k k i
fyllilega rétt, því að með því er gefið 1
skyn, að ársgróðinn se að eins 17,500
kr. sem er vitlaust. Reikningsglöggir menn
geta að vísu fundið út úr þessu, hver árs-
gróðinn muni vera, en almenningur getur
slíkt ekki, og er því dæmið, uppsett á
þennan hátt, villandi tyrir hann.
Fyrir því er það, að bankar auglýsa
ekki í blöðum slíkan kassareikning sinn,
heldur jafnaðarreikninginn einan, svo að
almenningur geti séð fjárhagsástandið
(status).
Eptir dæmi »Bóndasonar« yrði jafnað-
aðarreikningurinn þannig:
Eignir:
1. Gullforði...................1,250,000
2. Fé í útlánum
3. Fé í sjóði
3>767,5°°
Skuldir:
4. Eptir af gullskuld .... 1,205,357
5. Seðlar í umferð .... 2,500,000
6. Eign í gullforða .... 44,643
7. Varasjóður ...... 17,500
3,767,500
Hin 6. og 7. fjárhæð sýnir ágóðann allan
62,143 kr. eins og »Bóndason« fær
hann út réttilega eptir þeim tölum, sem
hann notar, undir 8. tölul. B. Kr. vill
strika út upphæðina 44,643 alla og setja
e k k e r t í staðinn, en slíkt nær ekki nokk-
urri átt, af þeirri einföldu ástæðu, að
bankinn eignast, verður sannur
eigandi að jafnstórri upphæð
gullforðans, sem hann borgar (
afborgun á ári. Aptur á móti má
deila um það, hvort rétt sé að teljaþessa
upphæð ’/aS part af 1,250 þús. kr. (öllu
gullláninu) = 44,643 kr. eins og »Bónda-
son« gerir, eða að eins 25 þús. kr. þetta
fyrsta ár. eins og afborgunin er í raun og
veru. Eg, fyrir mitt leyti álít hið síðara
réttara, og þannig hefði eg gert dæmið
upp, ef eg hefði verið þessi »Bóndason«.
Eg mundi í dæmi »Bóndasonar« hafa
haft 4. tölulið 25 þús. kr., og 8. tölulið
25 þús.-j-17,500 = 42,500. Enþettasam-
svarar ( jafnaðarreikningnum, að 4. tölul.
yrði 1,225,000 kr., og 6. tölul. 25 þús.
kr. En þessi mismunur breytir ekk-
ert formi reikningsins, en um það
snúast deilur okkar B. Kr.
B. Kr. villist sem sé á því, að hann
telur allan 5. lið í dæmi »Bóndasonar«
»sönn ársgjöld«, en það er ekki rétt.
Upphæð sú, 75 þús. kr. samanstendur af
2 liðum, sem sé vextir 50 þús. og af-
borgun 25 þús. Vextirnir 50 þús. eru
sönn útgjöld, en afborgun 25 þús. eru
e k k i s ö n n útgjöld, því að bankinn kaupir
gull fyrir þau, sem er jafnmikils virði og
þessar 25 þús. kr. eru.
Ef B. Kr. kaupir vörur fyrir 100 kr. og
borgar eigandanum 100 kr. fyrir þær,-
þá á hann vörumar. Ef vörurnar eru
sannarlega 100 kr. virði, þá er B. Kr.
hvorki ríkari né fátækari eptir þau kaup.
Hann hefur að eins breytt 100 kr. af eig-
um sínum í vörur. Hvenær sem hann
vill selja getur hann aptur breytt vörun-
um ( 100 kr. Þetta eru því engin »sönn
útgjöld« enda þótt hann færi í kassabók
sinni: »útborgað 100 kr. fyrir vörur«,
eins eru það heldur ekki sannar tekj-
ur, þótt hann selji vörurnar aptur, fái
fyrir þær 100 kr. og færi í kassabók sinni:
»innborgaðar 100 kr. fyrir seldar vörur«.
Þetta dærni mundi B. Kr. vilja setja
upp þannig:
2»5* 1 2 3 4 5 6 7 87»5°°