Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.04.1902, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 25.04.1902, Qupperneq 2
66 Tekjur: 1. Eign í ársbyrjun...............100 100 Gjöld: 2. Utborgað fyrir vörur . . . . ioo ioo En það er ekki rétt, því að þálitisvo ú't, sem B. Kr. ætti ekkert í árslok, hefði tapað 100 kr. á árinu, sem er ekki rétt; hann hefur engu tapað. Dæmið á að setja þannig upp: Tekjur: 1. Eign í ársbyrjun................100 2. Vörur keyptar fyrir.............ioo 200 * Gjöld: 3 Utborgað fyrir vörur . . . . ioo 4. Eign 1 árslok 1 vörum . . . .100 200 Ef B. Kr. tæki 100 kr. af peningum slnum og legði í sparisjóð, væru það ekki »sönn útgjöld« enda þótt hann færði í kassabók sinni: »útborgað iookr. oglagt í sparisjóð«. Og heldur ekki eru það sannar tekj- ur, þótt hann hefji aptur þessar 100 kr. úr sparisjóði og færi 1 kassabókina: »inn- borgaðár 100 kr. frá sparisjóði«. Hann er sem sé ekkert fátækari, þótt hann fari með 100 kr. til sparisjóðs, og ekkert ríkari, þótt hann sæki þær þangað aptur. B. Kr. mundi eptir sínum reiknings- reglum setja þetta dæmi upp þannig: Tekjur: 1. Eign í ársbyrjun .... ■ . 100 100 Gjöld: 2. Utborgað til sparisjóðs .... 100 100 En þetta er ekki rétt, því að þáliti svo út, sem B. Kr. ætti ekkert 1 árslok, hefði tapað 100 kr. á árinu, en sem ekki er rétt. Hann hefur engu tapað. Dæmið á að setja þannig upp. Tekjur: 1. Eign 1 ársbyrjun................100 2. Innlagt í sparisjóð.............100 200 Gjöld: 3. Utborgað til sparisjóðs . . . ioo 4. Eign í árslok í sparisjóði . . . 100 200 Á líkan hátt er um hvern, sem tekurlán, hann öðlast ekki við það neinar sannar tekjur, hann er engum eyri ríkari á eptir, og hann innir ekki af hendi nein »sönn útgjöld« þótt hann endurborgi lánið, hann er engum eyri fátækari á eptir. Eins og þetta gildir um alla privatmenn eins gildir það um alla sjóði. Alliraðalreikningar eigaþvíaðvera færðir svo, að þeir beri það með sér, hverjar eignirnar eru f árslok, og því þurfa þær upphæðir í reikningunum, sem ekki eru sannar tekjur, að færast einnig til út- gjalda »til jafnaðar« og þær upphæðir, sem ekki eru s ö n n útgjöld, að færast einnig tekjumeginn »til jafnaðar«. Þetta er svo sjálfsagður sannleikur, að eg sagði í fyrri grein minni, að það væri »stórmerkilegt«, að kaupmaður B. Kr. skuli ekki vita það. Þetta vita allar sveitastjórnir á landinu og gera upp hreppsreikningana samkvæmt því; þetta veit »bóndason«, og gerir upp reikning sinn samkvæmt því, og þetta vita náttúrlega allir þeir, sem gera upp þá reikninga, sem eru prentaðir í Stj.tíð., svo sem landshöfðinginn, amtmennirnir báðir, biskup, landfógeti, bæjarfógeti H. D. Eir. Briem, Björn Jensson reikningskennari við lærða skólann, Jón Jensson yfirdómari, og margir, margir fleiri, sem ekki verða neitt minni menn við það, þótt B. Kr. setji í ísafold háðsmerki við nöfn þeirra, fyrir reikningsformið, sem þeir nota. Samkvæmt því sem eg hef hér að of- an sýnt og sannað, getur B. Kr. ekki með minnsta rétti mótmælt því, að bankinn græðir samkv. þeim tölum, sem »Bónda- son« notar, fyrsta árið 62,163 kr. eða — eins og eg hef skýrt frá, að eg mundi telja réttara 25,000 + 17,500 = 42,500 kr., sem hann ver á þann hátt, að hann kaup- ir gull fyrir 25 þús. (o: afborgun af gull- skuldinni) en leggur 17,500 kr. í varasjóð. B. Kr. tekur í síðari grein sinni (Isaf. 21. tölubl.) dæmi af H. J., sem hefur árslaun 2400 kr., og á að borga þar af í afborg- un af láni 1000 kr. á ári. Það dæmi setur hann þannig upp: Tekjur: 1. I árslaun..................2400 2. Af laununum greidd afborgun á ári......................1000 3400 Gjöld: 3. Greidd afborgun af láni . . . 1000 4. Lagt til heimilis á árinu . . . 2400 3400 Um þetta segir hann svo: »Þaif nú meir en hina einföldustu, óbrjálaða skynsemi til að sjá, hver haugavitleysa þetta er?« Samt sem áður sýnir nú þetta dæmi, hvernig það er upp sett, þó svo mikla framför hjá B. Kr. frá því hann reit fyrri grein sína, að eg gæti gefið honum 4 (vel) fyrir það, þar sem eg mundi ekki gefa honum meira en 2 (illa) fyrir dæmi hans í 15. tölubl. Isaf. Því að sannleik- urinn er, að tekjuhliðin er rétt í dæm- inu, en allslæm skekkja í 4. lið (gjalda- megin). 4. liður á sem sé að skiptast í tvennt: i° Lagt til heimilis á árinu . . . 1400 20 Gróði ársins.......................1000 Það liggur sem sé í augum uppi, að ef H. J. getur borgað af árslaunum sínum 1000 kr. í afborgun af láninu, eins og B. Kr. gerir ráð fyrir, og kemst af með 1400 kr. til heimilisins, þá leggur hann upp (græðir) 1000 kr. á árinu. Þennan gróða notar hann til þess, að minnka skuld sína, eykur allt svo hinar skuldlausu eignir sín- ar um 1000 kr. Þess vegna er hann sann- arlega 1000 kr. ríkari í árslok, en hann var í ársbyrjun. Þetta þarf dæmið að sýna. Það er því bert, að lítið vantaði á, að þetta væri rétt uppsett hjá B. Kr. B. Kr. skilur ekki e n n leiðrétting Indr. Einarssonar á villu hans (í 70. tölubl. ísaf. 1901) um borgun til banka í gulli. Þessa villu leiðrétti Indr. ((72 tölubl. Isaf. 1901) með þessari athugasemd: »Almennt gildir sú regla, að skuld við önnur lönd verði ekki greidd nema í vörum eða pen- ingum (gulli). Bankinn hér hefur engar vörur. Þess vegna var gert ráð fyrir, að hann yrði áð greiða skuld sína með hinu lánaða gulli. ' En það er rangt. Því bankinn getur keypt skuld, t. d. víxil hér á landi fyrir seðla, og fengið hana borg- aða í gulli erlendis«. Þetta segirlndriði. B. Kr. staglast enn á villunni, og seg- ist vera Indr. samdóma! B. Kr. er sam- kvæmt þessu samdóma Indriða, þegar Indriði segir vitleysur; hann er samdóma setningum eptir Indriða, sem eru svo rangar, að Indr. sjálfur neyðist til að lýsa opinberlega yfir, að þær séu rangar. Það má vera gaman fyrir B. Kr. að hafa svona v í 11 a usar skoðanir, og hafa opinn faðm Isafoidar til þess að prédika þær fyrir fólkinu sem óyggjandi »sann- leika« — alveg mótmælalaust. Það er von, að B. Kr. kalli hana fyrir bragðið »heiðarlegt blað«, sem »bægir frá öllum greinum um mikilsverð landsmál, sem eru villandi og blekkjandi«. Eg nenni ekki 1 þetta sinn að leiðrétta og benda á ýmsar fleiri villur í grein B. Kr. og stóryrði hans og fúkyrði til mín, læt eg eins og vind um eyrun þjóta. Eg skil það svo ógn vel, að þetta dálæti Isafoldar hefur hleypt svo miklum vindi 1 hann, að hann má til að losa sig við dálítið af honum til þess að springa ekki. Frá útíöndum engin stórtíðindi að þessu sinni. Síð- ustu vopnaviðskipti Búa og Breta voru við Dreikull 31. marz. Þar stýrði Delarey 1500 Búum. Mannfall allmikið af hvor- umtveggja; féllu þar af Englendingum 3 foringjar og 24 hermenn, enum isosærð- ust. Af Búum féllu og særðust 137 menn. Eptir þessa orustu hefur allt verið kyrrt á báðar hliðar þar syðra, því að nú er farið að semju um frið. Hafa helztu menn Búa, forsetarnir Stejn og Schalk-Burgher, hershöfðingjarnir La Botha, De Wet, Del- arey o. fl. átt tal við Kitchener í Pretoríu, og þykir ekki ólíklegt, að saman hafi dregið, eða dragi, og að enska stjórnin muni sam- þykkja skilmálana, en hvernig þeim er háttað vita menn ekki enn, þvf að þeim er haldið stranglega leyndum. Þó þykjast menn vita með vissu, að Búarmum krefjast fullkomins sjálfstæðis, enda hafa foringj- ar þeirra látið það berlega uppi, að gangi Bretastjórn ekki að því skilyrði, þá verði ófriðnum haldið áfram með miklu meira krapti en fyr. Er svo sagt, að Búar standi nú nú mjög vel að vígi, og hafi 20,000 vígra manna á að skipa, geti því haldið ófriðnum uppi svo árum skipti, ef verkast vill. Lítur út fyrir, eins og það séu Bú- ar, sem nú skapi Bretum skilmálana. Arfleiðsluskrá Cecil Rhodes er nýlega birt og þykir merkileg. Er það afarmikið skjal og ítarlegt. Samkvæmt skránni á mestur bluti eignanna, er menn ætla að séu um 144 milj. kr., að ganga til ýmsra menntastofnana á Englandi og í Ameríku og enda til Þýzkalands, sem styrktarsjóðir fyrir stúdenta til andlegrar og líkamlegr- ar menningar. Oriel-háskóladeild í Ox- ford, er Rhodes stundaði nám sitt við, fær meðal annars nálega 2'/i miljón kr. Til landbúnaðarháskólaí Rhodesíu eru ætl- aðar 48,000 kr. árlega, og grafreitur Rhodes á Matoppohæð þar í landi á að vera friðhelgur staður, og skulu þar greptr- aðir þeir menn, er Suður-Afrika elur á- gætasta. Víða er í arfleiðsluskránni gert ráð fyrir stofnan hins nýja veldis »hinnar sameinuðu Suður-Afriku«, er Rhodes .ætl- aði sér að stofna, og eru ýmsar ákvarð- anir í skránní við það bundnar. A Rússlandi hefur í seinni tíð ýmsum æðri embættismönnum verið veitt bana- tilræði, þar á meðal lögreglustjóranum í Moskwa, og þrisvar sinnum hefur verið reynt að drepa Bobrikoff hinn alræmda landstjóra á Finnlandi, en mistekizt. Er sagt, að nú eigi að gera hann að land- stjóra í Warschau, og munu Finnar lítt harma brottför þessa böðuls, því áð verri harðstjóra geta þeir naumast fengið. Það slys vildi til við fótknattleik í bænum Glasgow, að pallur einn, eráhorfendurstóðu á, hrundi, og létust þar 18 manns, en um 250 meiddust. Múgurinn braut niður vír- girðinguna kringum leikvöllinn, ruddist inn og heimtaði, að leiknum væri haldið áfram, eptir sem áður. Látinn er 12. þ. m. hinn nafnkunni roælskumaður og prédikari de Witt T a 1 m a g e, prestur við höfuðkirkju pres- byteríana í Washington, rúmlega sjötugur að aldri. Fyrlrlestur um sölu íslenzkra afurða erlendis hélt Guðjón Guðmundsson búfræðiskandídat í Iðnaðarmannahúsinu 19. þ. m. Hefur hann í vetur ferðazt um Skotland og England til að kynna sér markaðinn fyrir íslenzkar afurðir þar. Var því töluvert á fyrirlestri hans að græða, þótt margt væri áður kunnugt. Talaði mest um út- flutning á nýju kjöti og hestamarkaðinn, einnig um smjörsölu, útflutning á fiski, ull og gærum m. fl. Áleit, að vér ættum sem fyrst að komast í hagfellt viðskiptasam- band við England, því að þar væri aðal- markaðurinn fyrir vörur vorar. Stakk upp á, að fengið væri stórt, hraðskreitt gufu- skip til að flytja héðan kjöt, smjör og fisk í kæliklefum, og gangi það tvisvar á mánuði milli Englands og helztu hafna á íslandi. Bráðnauðsynlegt væri einnig að hafa erindreka eða ráðanaut, helzt búsett- an í Leith, til að leiðbeina bændum og kaupmönnum um sendingu og sölu á ísl. vörum. Þessu atriði hefur einmitt verið hreyft áður í blöðunum og enda á þingi, en það virtist ræðum. ókunnugt um. Fyr- irlestur þessi mun birtast í heilu lagi 1 Búnaðarritinu innan skamms. Skrif-fimms-skrækur. »Skrifum« og »skrifum« enn, »skorum á« »Vora menn«, (gín við Oss gröfin senn geigvænleg, dimm): Bjargið Oss, »bræður«, þér; bágstaddir erum Vér; í ströngu stöndum Vér »stjórnendur« fimm. Ver erum »vinstrimenn« »vitrir« »stjórnbótarmenn« »sannir« »framfaramenn« ; fjandasveit grimm, »fyrir« Oss »eitrar« þar áður sem björgin var, ætlar til »afsláttar« »umboðsmenn« fimm. Vér elskum »frið« — æ, »frið!« (fjandsköpumst alla við Oss sem ei leggja lið; lund þeirra’ er grimm). »Fleygana« »forðumst« Vér; »fylgið« Oss »eptir«, þér, til lífsins leiðum Vér »leiðtogar« fimm. »Kvíðboga berum« Vér; bæn Vora heyrið þér! orrustan að nú fer, ógurleg, grimm. Hatir ef föllum Vér framavon glötuð er, auður og umbun hver »útvöldum« fimm. Valtý og Warburg enn veitið lið, »góðu« menn ; kollhríðin kemur senn, kvíðvænleg, grimm. Dugið, æ, dugið nú! »drengir«, í von og trú á Valtý, Warburg — nú veitið Oss fimm! (Meira?), K. - £. - B. - J. - S. Úr greipum lðgreglunnar hér í nöfuðstaðnum smaug hollenzkur botnverpill »Camellia« á sunnudagsnótt- ina var. Hafði varðskipið »Hekla« tekið hann nálægt Vestmanneyjum, þvf að sann- azt hafði, að hann hefði verið að veiðum í landhelgi, þótt skipstjóri þrætti fyrir og þættist meðal annars ekki skilja ensku. Bæjarfógeti dæmdi hann á laugardags- kveldið í 1100 kr. sekt og afla og veiðar- færi upptæk. Um þetta leyti skildi her- skipið hann eptir hér á höfninni, — mun hafa ætlað bæjarfógeta, að ábyrgjast hann — og fór suður í Hafnarfjörð. Að eins einn íslenzkur maður (Sig. Pétursson lög- regluþjónn) var settur gæzlumaður á skipinu. Þetta nýtti skipstjóri sér, er hann vissi, að herskipið var farið, og er hann kom út á skipið rét.t eptir miðnætti á sunnudags- nóttina, — hafði verið í landi þangað til — laug hann því að lögregluþjóninum, að bæjarfógeti vildi finna hann, en er því var ekki trúað, gerðist skipstjóri, sem var nokkuð drukkinn, æfur mjög og sagði lög- regluþjóninum, að annaðhvort yrði hann þegar að fara í land, eða hann léti fleygja honum útbyrðis, eða slá honum »niður við« á þilfarinu. Lögregluþj., sem þótti skipstj. líklegur til að framkvæma hótanir sínar þegar í stað, treystist ekki annað en hörfa í land á sama bátnum, er skip- stj. hafði komið á, er þá þegar lét vinda upp akkeri og sigldi burt. Málþráðar- skeyti, er bæjarfógeti lét senda um nótt- ina til Hafnarfjarðar til að aðvara »Heklu« varð árangurslaust. Er það fremur leið- inlegt afspurnar, ef þetta fer að verða al-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.