Þjóðólfur - 25.04.1902, Qupperneq 3
67
W. FISCHERS verzlun
miraMKeninMMm^nnnnenn^
Með skipinu ,Dannebrog‘ eru nú komnar miklar birgðir
af allskonar vörum.
Matvörur — Nýlenduvörur — Töbak — Vinföng
Góðar, danskar KARTOFLUR
Vefnaðarvörur — Járnvörur
Borðviður — Trjáviður — Saumur o. fl. til bygginga
og margt fleira.
Góðar vörur og ódýrar gegn peningum.
SKILVINDAN
ALFA‘
sem notuð er mest allra skilvinda í Evrópu kostar
ALFA L. aðskilur 40 potta á kl.t. og kostar 95, I
ALFA KOLIBRI —»— 125 — » — — — 150,
ALFA D. —»— 200 — » — — — 225,
ALFA BOBY —»— 250 — » — — — 290,
ALFA BOBY H. —»— 300 — » — — — 325,
ALFA B. —»— 450 — » — — — 500,
Skilvindan ,ALFA‘ hefur fengið yfir 500 fyrstu verðlaun og 250,000
af þeim eru nú notaðar í Evrópu.
DC Nánari upplýsingar fást síðar.
Menn snúi sér til hr. verzlunarstj'. Árna Einarssonar í Reykjavík,
eða aðalumboðsmanns Flóvents Jóhannssonar á Hólum í Hjaltadal.
VERZLUNIN
,GODTHAAB‘
QJ
gi* hefur alltaf miklar birgðir af öllum nauðsynjavörum t. d. matvÖFU
! Kaffi. Sykur. Töbabi o. fl. o. fl
Flest til bygginga, svo sem Þakjárn — Pappa innan og
Málning— Fernisolíu —
Betrekstriga - Kalk — Cement — Múr-
"S
2 <!S utan húss — Saum allskonar
3 ---------!
»* 5 Kítti
£? oi
steina — Ofna — Eldavélar m. m.
3 Til bátaútgjörðar: Færin alþekktu
Cr £3 ■.
crq'
Kaðla — Öngla
3 ^
N .
*"* >'
5“ o"
w cre
3 o
7?
n>
"O O
1°
a
so
Netagarn — Segldlilt margar tegundir bæði úr bómull og hör .
Gaddavírinn —-ætíð nóg til af honum.
Saltfiskur og harðfiskur mjög ódýr.
Að eins vandaðar vörur eru fluttar.
|Hvergi í bænum fá sveitamenn
jafngott port fyrir hesta sína.
Veraslunin ,,GODXHAAB“
C'
3
VQ
stenzt alla samkeppni, bæði hvað snertir verð og VÖrugæði. ■
Thor Jensen.
mzmmmmzz / / / / /:mzm
menn regla, að sekir botnverplar skjóta
lögreglunni svona ref íyrir rass með 0-
skertan afla og veiðarfæri, og án þess að
gjalda sektir. En hver ber ábyrgðina ?
Eiklega lögreglustjórnin hér lagalega, þá
6r varðskipið hefur afhent henni söku-
dólginn. En allir sjá, að það er hlægi-
legt, að hafa að eins mann vopnlausan
við gæzlu á skipinu. Geti lögreglustjór-
inn hér ekki sett fleiri menn á skipið og
látið þá hafa eitthvað í höndunum, þá
mundi varðskipið eflaust hlaupa undir
bagga, og setja þangað 3—4 vopnaða
hermenn, unz dómnum væri fullnægt. Því
að það er líka dálítið leiðinlegt" fyrir her-
skipið og yfirmenn þess, að láta marga
sökudólga smjúga þannig refsingarlaust
tír greipum sér, er þeir hafa verið staðn-
ir að lögbroti, handsamaðir og dæmdir.
Röggsemi Vestmanneyinga.
Önnur kjördæmi landsins ættu að taka
Vestmanneyinga sér til fyrirmyndar í mót-
spyrnu gegn valtýskunni. Þeir standa stöð-
ugir fyrir og láta ekki æsingar Valtýinga á
sig fá. Nú er það t. d. sannfrétt þaðan
úr eyjunum eptirmönnum, er þaðan komu
nú með »Lauru«, að allir þeir kjósendur
(33), er í vetur skoruðu á Jón Magnússon
landritara, hafa bréflega sent honum þakk-
læti fyrir, að hann hefur gefið kost á sér til
þingmanns þar í eyjúnum, ogsegja, að það
sésvo fjarri því, að nokkurn iðri þess, að
hafa skorað á hann, að engum þeirra komi
til hugar að velja nokkurn annan. En
Jón landritari hafði fyrir skömmu lýst
því yfir í Isafold, að ef nokkurn iðraði
þess, að hafa skorað á hann, þá væri sá
kjósandi laus allra mála. En þessari yfir-
lýsingu hafa nú Vestmanneyingar svarað
svona einarðlega og drengilega. Og það
sem rneira er, að 3 kjósendur, er ekki
stóðu á hinum fyrsta áskorunarlista, hafa
n ú ritað nöfn sín undir þetta þakklætis-
ávarp til landritarans, svo að hann hefttr
nú vissa og óbifanlega 36 af 56 kjósend-
um og auðvitað fleiri, er til kemur, og
hann sækir kjörfundinn. Þar ertt því eng-
ar vonir fyrir Valtý lengttr, og eiga kjós-
endttr þessir því þökk og heiður skilið
fyrir alla frammistöðuna. Betur að víðar
væri jafn eindreginn áhugi á því að vfkja
nú Valtýingum úr sæti.
Hr. Kristján Jónsson
°g
32-aura hefndin.
• Dýpra og dýpra, sagði and-
skotinn .... Eintómar kvarn-
ir og ekki nema tvær í þorsk-
kindinní*.
yónas Hallgrímsson.
Með »Ceres« fékk eg á mánudaginn var
svolátandi bréf, sent mér finnst rétt, að
konti fyrir almennings augu:
Reykjavík. 24, marzm., 1902.
Prófessor Finnur Jónsson.
Maklegt svar upp á rógbuiðar-og svívirð-
ingargrein yðar til mín í „Þjóðólfi" 21. þ. m.
sem eg eigi sá fyr en degi síðar, mun koma
í „ísafold" næst, líklega 29. þ. m.
Kristjdti Jótisson.
Þetta er eitthvað hátíðlegra en að senda
greinar í blöðin án þess að tilkynna manni
það. Það má geta nærri, að sú grein,
sem hér er átt við, og nú mun komin,
sé mergjuð. Við bréfið hef eg tvennt að
athuga.
1. Ritari þess sýnir 1 því sömu eigin-
legleikana, sem upp á síðkastið hafa kom-
ið berar og berar 1 ljós, einkum það, að
hann kann ekki vel að greina sundur orð
og hugmyndir. Það að maður fer beint
framan að honum og slöngvir s a n n -
1 e i k a n u m í augu honum, það kallar
hann »rógburð«; nei, hr. Kristján, »róg-
burður* er ög verður allt annað; þér
megið ekki gleyma reglunni: distingu-
endum est. — Hvað »svívirðinguna« snert-
ir, þá er von til, að hann nefni það orð;
en hún er ekki mín meginn. Aptur:
Distinguendum est.
2. Bréfið var ófrímerkt og kostaði
32 aura. Hér játa eg afdráttarlaust, að
hr. Kristján hefur náð sér niðri. Svona
glæsilega hefnd, að láta mig borga undir
þetta stutta og laggóða bréf, hefði mér ver-
ið ómögulegt að hugsa upp. Eg játa mig
yfirstiginn og vonast til að geta sagt al-
veg »pass« um viðureign við þessa glæsi-
legu og göfugu mannssál. Hér eptir verð-
ur .hr. Kristján frægur fyrir tvennt: sinn
alfræga »statsrétt«, sem þegar er orðinn
nafntogaður um allt Island, og nú fyrir
32-aura hefndina. Verði honum að góðu.
Khöfn, 10. apríl 1902.
Finnur Jónsson.
Gufuskipið „Patria“
kom hingað frá Kaupm.hefn 22. þ. m.
með tilhögginn við í Landakotsspítalann
katólska og ýmsar vörur til kaupmanna
hér. Farþegi með þvf Gunnar Einarsson
kaupm., ennfremur danskur yfirsmiður að
spítalanum. Skipið lagði af stað frá Höfn
15. þ. m., 4 dögum á eptir »Lauru«.
Hyrningarsteinn spftalans verður lagður
á morgun (laugardag 36. þ. m.) um kl. 5.
Póstskipið „Laura"
kom hingað í gærmorgun. Með því
komu : Jón Vídalln konsúll, Knud Zimsen
mannvirkjafræðingur með konu sinni, As-
geir Sigurðsson kaupm., Ólafur Arnason
kaupm. frá Stokkseyri, Þórarinn B. Þor-
láksson málari og danskur málari Drach-
mann (sonur skáldsins Holgers Drach-
manns).
Sumargleði
hélt Stúdentafélagið í fyrra kveld í Iðn-
aðarmannahúsinu með áti, dansi og
drykkju. Skemmtun þessi þótti mjög vel
takast.
Dáinn
er nýlega í Skálholti i Biskupstungum
Sigurður Magnússon, fyrrum lengi
bóndi á Kópsvatni 1 Ytrihrepp, á 75.
aldursári (f. áBerghyl2. des, 1827). Hann
var sonur Magnúsar Andréssonar alþingis-
manns í Syðra-Langholti og konu nans
Katrínar Eiríksdóttur dannebrogsmanns
á Reykjum Vigfússonar. Kona Sigurðar
var Kristrún Jónsdóttir bónda á Kóps-
vatni Einarssonar, og eru börn þeirra:
Haraldur bóndi á Hrafnkelsstöðum í Ytri-
hrepp, Magnús bóndi í Austurhlíð í Bisk-
upstungum, Sigríður kona Skúla læknis
Arnasonar í Skálholti, Kristín og Steinunn.
Sigurður heit. bjójafnan rausnarbúi á Kóps-
vatni, en var hættur búskap fyrir skömmu
og fluttur til tengdasonar sfns að Skál-
holti. Hann hafði skarpa greind, og var
mjög skemmtinn í tali og orðheppinn,
fjörmaður tnikill og framkvæmdarsamur,
yfirhöfuð einn með allra myndarlegustu
bændum í Ytrihrepp á sinni tíð.
Ólafur, elzti sonur Jóns bóksala Ólafs-
sonar, hefur í f. m. fengið veitingu fyrir em-
bættinu sem forstjóri (chiefj útlánsdeildar-
innar á almannabókasafninu {Public Library)
í Chicago, Hann var settur til að þjóna því
fyrir ári sfðan. Hann er nú á 1. ári um tví-
tugt. — 11 sóttu á móti honum um embætt-
ið, 5 af þeim háskólakandídatar.
Yflrlýsing. Með því að Björn kaup-
maður Kristjánsson hefur í „Isafold" eignað
Halldóri Jónssyni bankagjaldkera greinar um
bankamálið, er birzt hafa í Þjóðólfi með
merkinu: „Landnemi" og „Bóndason" skal
þess getið, að H. J. er ekki höfundur þess-
ara greina eða á nokkurn minnsta þátt í
þeim. 24/4 1902.
Hannes Þorsteinsson.
f JNUIRSKRIFAÐUR
V J yflrréttarmálafœrslumaður er til
viðtals um niálsóknir, fasteignasölu, lög-
fræðislegar leiðheiningar 0. s. frv.
kl. 10-11 f. h. og kl. B—7 e. h.
24. apríl 1902.
Einar Benediktsson.
Heimsins vönduðnstu og ódýrustu
Orgel 4 Fortepiano
fást með verksmiðjuverði beina leið frá
Beethoven Piano & Organ Co og frá Corn-
ish & Co, Washington, N. J. U. S. A.
Orgel úr hnottré með 5 áttundum, 13
tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönduð-
um orgelstól og skóla, kostar í umbúðum
ca. 125 krónur. (Orgel með sarna hljóð-
magni og líkrigerð kostar í hnottréskassa
minnst 244 krónur í umbúðum hjá Peter-
sen & Steenstrup). Flutningskostnaður frá
Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26—
40 krónur eptir verði og stærð orgelsins.
Öll fullkomnari orgel og fortepiano til-
tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára á-
byrgð.
Allir væntanlegir kaupendur eiga ad
snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi fé-
laganna hér á landi :
Þorsteinn Arnljótsson.
Sauðanesi.