Þjóðólfur - 06.05.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.05.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. Viðaukablað JK 10. Viðaukablað við Þjóðölf 6. maí 1902. Landsbankareikningurinn 1901. Af reikningi landsbankans fyrir síð- astliðið ár, sem prentaðúr er í síðasta tölubl. Þjóðólfs 25. f. m. má sjá, að verzlun bankans hefur verið bæði mik- il og arðsöm síðastl. ár og að hagur bankans stendur nú með miklum blóma. Til glöggara yfirlits fyrir lesendur blaðsins skal hér stuttlega drepið á helztu atriðin úr reikningnúm og stærstu reikningsliðirnir jafnframt bornir sam- an við reikninga bankans fyrir 5 og 10 árum síðan (árin 1891 og 1896). Lántökur úr bankanum hafa, þegar eigi eru taldir víxlar né ávísanir, ver- ið sem hér segir þessi ár: > o o tn 3 3 0\ ►H OJ Oj 4 G\ C\ O o\ Vl o 4- <T> & CTQ r+' C£^ £Us rr 3 2. (T> fi- ft 3 £0 cr M ^ p ST CTQ p 0\ O tó vp Ln o tv) o o o 4- 4 cr ví crq r p 3 Œ 3 3 cr v: CTQ p* 3 rr» * Q* C/l m n> Q-i < 0> Ctf 3 (/> w . < 2. f—f- m 3 Qj» C/£ Hx 3 c CL p 3- p. 3 P ’-C 0 crq t-H HH 00 4 cn 0° \D b 00 00 4 OJ 0 1 10 1 y 1 1 to HH 4 0 o\ C_/J LJ p\ b\ 4 OJ ►H O Cn O I O I Q\ \ 1 1 OJ 1 KJ~l C>J HH 4 00 to 4 4 O VO Gn CA OJ 2. orq' 3 P •t < 0> c/l vo o\ m vo o r* m í fasteignarveðslánveitingunum síð- asta árið eru talin lán þau, sem tek- in hafa verið í veðdeild bankans, en þau námu alls tæpum 4.95 þús. kr. Lánveitingar úr bankanum og veð- deildinni hafa þannig árið 1901 num- ið freklega ferfallt meira en upphæð sú, er lánuð var úr bankanum árið 1891, og er meir en helmingi hærri en láns- féð 1896. Auk accreditivlánanna, sem aðallega koma fyrst til sögunnar síð- astl. ár, lendir hækkunin sérstaklega á fasteignarveðslánum, eins og eðlilegt er, þar sem veðdeildarlánin eru talin með. Þa hafa sjálfsskuldarábyrgðarlán farið mjög í vöxt á ofannefndu ioáratíma- bili og næstum ferfaldast síðan árið 1891, en hafa að vísu stöku sinnum komizt hærra en síðastl. ár, t. d. árið 1897. Víxillán úr bankanum fara stórum í vöxt. Árið 1891 keypti bankinn víxla fyrir að eins .... 168,942 kr. árið 1896 fyrir . . . 571,450 — en árið 1901 fyrir . . 1,368,962 — Víxillánin eru þannig freklega áttfallt hærri árið 1901 en 10 árum áður: 1891, ogmeiri en helmingi hærri en árið 1896. Ávísanir keypti bankinn: árið 1891 fyrir .... 7,931 kr. — 1896 — .... 72,976 — — 1901 — ■ • • . 196,356 — Hlaupareikningsviðskipti við bank- ann fara sívaxandi. Þau eru sérstak- lega hentug fyrir kaupmenn og aðra þá, er miklar og tíðar peningaútborganir hafa, því að hlaupareikningsviðskiptun- um fylgir sá kostur, fram yfir spari- sjóðsviðskiptin, að inneigendur geta ætfð gefið ávísanir á fé það, er þeir eiga inni án þess viðskiptabók sé sýnd og geta lagt inn og tekið út stórar upphæðir án fyrirvara. í öðrum lönd- •um eru slík viðskipti við banka mjög mikil og almenn.— Hlaupareikningsvið- skiptin (innlög og úttekt samanlögð) hafa verið við landsbankann: árið 1891..............272,090 kr, — 1896.............1,050,677 — — 1901 , . . . . 2,949,273 — Þessi grein bankaviðskiptanna hefur þannig meir en tífaldast síðasta áratug. Sparisjóðsdeild bankans hefur síðast- liðið ár vaxið um þvínær 100 þús.kr. og eru sparisjóðsinnlögin í árslok 1901 hærri en nokkru sinni áður, eða sam- tals rúm fjoo þúsund krónur. — Er þetta mjög gleðilegur vottur um vax- andi velmegun og samhaldssemi. Spari- sjóðsviðskiptin við bankann námu þeg- ar innlög og úttekt eru lögð saman : árið 1891..................678,708 kr. — 1896................1,612,369 — — 190*................2,392,584 — Innstæðufé með sparisjóðskjörum var í arslok: Kr. 1891: 605,241. Eigendur 2323 að tölu 1896:1,065,459. — 3689------- 1901:1,305,179. —5317-------------- Bankaviðskiptin við útlönd eru orð- in eigi alllítil, Fyrir mikið af pening- um þeim, sem sendir eru til útlanda frá Reykjavík, eru keyptar bankaávís- anir. — Aptur borga ýmsir, t. d. fiski- kaupmenn, fjárkaupmenn o. fl. peninga þá, er þeir þurfa að flytja hingað til landsins inn í reikning landsbankans við erlenda banka. Eptir reikningum landsbankans hafa viðskipti þessi num- ið alls, þegar innborganir og útborg- anir eru lagðar saman: Árið 1891................... 20,622 kr. — 1896................1,293,236 — — 1901................2,060,465 — Bankinn hefur haft í tekjur (vexti, disconto, Provision o. fl.), árið 1901 c. 140 þús. kr., en hefur aptur á móti haft frek IOO þúsund kr. útgjöld (ým- iskonar vexti, kostnað við bankahald o. fl.). Afgangurinn, tæp 40 þús. kr. leggst við varasjóð, auk þess sem vara- sjóður þessutan fær ríkisskuldabréfa- vexti af upphæð sinni, eins og hún var í ársbyrjun 1901, eða rúm 75°° kr. Loks bætist við varasjóð gangverðshækkun árið 1901 á erlendum skuldabréfum þeim, er bankinn átti í árslok 1901, en þessi hækkun nemur hér um bil 8,000 kr. — Gróði bankans verður því að öliu samantöldu árið 1901 c. 5.7 þúsund krónur, og þó er veðdeild bankans eigi talin hér með, með því að hún hefur að öllu leyti sérstakan reikning. Varasjóður bankans var í árslok: árið 1891..............102 þús. kr. árið 1896.............173 — — — 1901................270 — — Veðdeild bankans á í árslok 1901 orðið varasjóð, að upphæð 8,700 kr. Stofnfé bankans verður maður að telja seðlafúlgu hans, en hún er nú 750 þúsund kr., en var, eins og kunn- ugt er, eigi nema 500 þús. kr. þang- að til á miðju ári 1900. Með þessu stofnfé sínu og öðru því starfsfé, sem bankinn hefur haft til umráða, og sem hann einnig vitanlega hefur haft nokk- urn arð af, hefur hann komið sér upp varasjóði sem er stcerti en þriðjung- ur af sjálfu stofnfénu. Þar að auki hefur bankinn, síðan hann var stofn- aður, goldið landssjóði í skatt af seðla- fúlgunni um 60 þús. kr. í útlöndum eru þeir bankar kallað- ir allvel fjáðir, sem eiga varasjóð, er nemur 15—20°/o af stofnfé þeirra; stöku bankar eiga að vísu talsvert hærri varasjóð, en margir bankar, og það jafnvel stórbankar, talsvert lægri, en slíkir bankar gefa þá hluthöfum sínum 6—8 eða jafnvel upp í 10% á ári í arð af hlutafénu. Landsbankinn átti í árslok 1901 varasjóð, sem nemur jó°/o af stojn- fé hans, og þetta er fé sem lands- menn eiga sjálfir. Sighvatur Bjarnason. * * * í sambandi við þessa glöggu yfirlits- grein bankabókarans, skal þess að eins getið, að undarlega má þeim mönnum vera varið, sem barizt hafa og berjast enn með odd og egg, fyrir því að landsbankinn eigi að leggjast niður og verða útlendingum að herfangi. Ef bankalögin hefðu farið frá þing- inu næstl. sumar, eins og Valtýingar stofnuðu til og hafa barizt fyrir, þá væri líklega búið að* staðfesta þau nú, og um leið landsbankinn lagður niður á þessu ári. Það hefði verið falleg frammistaða að leggja að velli hina einu innlendu peningastofnun, sem landsm. eiga, sama árið, sem hún stendur í mestum blóma og fleygja frá sér í útlendar hendur sýnilegum mörg þús. kr. árlegum gróða, og það sem meira er vert, að landsmenn hefðu fleygt frá sér umráðum yfir pen- ingaverzlun og peningalánum í land- inu. Sög'n Yaltýs mn Warbnrg. Nú með „Ceres" kom lausafregn um það, höfð eptir Valtý, að þeir Warburg ætluðu að sætta sig við frumvarp síðasta þings, og ráðgjafinn mundi því ráða kon- ungi til að staðfesta það. Því er og viðbætt (eptir Valtý) að síðar mundi verða bú- ið betur um hnútana frá Warburgs hálfu úr því að bankinn hans væri stofnsett- ur hér, enda þótt landsbankinn ætti að standa við hlið hans. Ganga þeir auð- vitað að frumvarpinu eingöngu í þeim tilgangi, að verða hér ráðandi lögum og lofum í peningamálum innan skamms tíma, og er elcki ósennilegt, að þeim takist það, að þeim veiti ekki erfitt að ryðja landsbankanum úr vegi, fá þing- ið til að losa þá Warburg við þann keppinaut, og lofa þeim að hirða reit- urnar. Eptir framkomu þingsins í þessu máli hingað til, er einskis örvænt frá þess hálfu, undir eins og Warburg gef- ur vísbendingu um, að hann vilji fá lögunum breytt. Og það eru þessar vonir, er Warburg byggir á, ef hann gengur nú að frumvarpi síðasta þings, sem hann var áður algerlega horfinn frá. Það er auðvitað fyrir ákafan und- irróður fylgismanna hans hér heima, að hann hefur breytt skoðun sinni á þessu. Þeir hafa talið honum trú um, að ekki væri seinna vænna að stinga hér inn höfðinu, ef hann ætti nokkru sinni að geta gert sér vonir um að ríða lands- bankann á slig, því að nú væri kom- in svo mikil mótspyrna gegn Warburgs- bankanum í landinu og mikil hreyfing í þá átt að efla landsbankann, að all- ur dráttur úr þessu væri háskalegur fyrir þá Warburg. En harla óskiljanlegt er það, að ís- landsráðherrann flýti sér að staðfesta lög þessi einmitt rétt áður en hið ný- kosna þing kemur saman, og svipta það þannig tækifæri til að láta í ljósi álit sitt um jafn-þýðingarmikið mál. Það væri mjög undarlegt fljótræði, og naumast ætlandi, að ráðherrann geri það, svo kunnugt sem honum mun vera um, að frumvarpið þannig lagað var sam- þykkt sem eins konar neyðarúrræði í síðustu forvöð, til þess að koma í veg fyrir annað verra — algerða niðurlagn- ingu landsbankans, — með því að ekki var unnt að hnekkja frv. Warburgs á annan hátt. Vér ímyndum oss, að hinn nýi ráðherra vor hraði ekki svo stað- festingunni, að aukaþinginu í sumar gef- ist ekki kostur á að segja álit sitt um málið. Annars er alls ekki víst, að frétt þessi sé áreiðanleg, nema ef til vill að því leyti, að þeir Warburg munu hafa séð sig um hönd. Hvenær eða hvort frumvarpið verður staðfest, er auðvitað engin vissa fyrir enn. Útlendar fréttir. Knnpmannahöfn 26. apríl. Það er heldur óeirðasamt víða um þessar mundir. Um rósturnar í Belgíu, er litu'út fyrir að ætla að enda í stjórnarbylting, er það að segja, að stjórnin fyrst um sinn heftir unnið algerðan sigur. Hægrimenn, sem eru langsterkastir þar í landi, neituðu kröfu sósíalista uni endurskoðun á stjórn- arskránni, og er svo var komið, sneru for- ingjar mótstöðumanna við blaðinu, treyst- ust ekki til að halda málinu til streitu. Verkamenn, er svo hundruðum þúsunda skipti höfðu hætt vinnu — ekki í því skyni að fá hærri laun, heldur af pólitiskum á- stæðum, — tóku aptur til starfa, og allt situr nú við það sama sem áður. Skömmu áður en óeirðirnar í Belgíu hættu, fór að brydda á óróa í Svíþjóð,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.