Þjóðólfur - 06.05.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.05.1902, Blaðsíða 2
þar sem menn líka heimta kosningarrétti nn aukinn. Óeirðirnar hafa verið í minni stíl en í Belgíu, en þó hefur ekki vantað vanalegar stympingar milli lýðsins og lög- regluliðsins í Stokkhólmi með grjótkasti og sverðshöggum, særðum mönnum og handteknum. Og á fundum og samkom- um um land allt hafa menn stappað stál- inu hver í annan. En framfaraflokkur- inn í Svíþjóð er í minni hluta. Haldi maður austur á bóginn til Rúss- lands og Finnlands, er ástandið þó enn ískyggilegra. Æsingarnar hafa hér dýpri rætur. Einhver fréttaritari hefur lát- ið sér þau orð um munn fara, að ástand- ið á Rússlandi væri svipað því sem það var á Frakklandi rétt á undan stjórnar- byltingunni miklu, en þess er jafnfamt get- ið, að rússnesk alþýða sé svo langt á ept- ir tímanum, að hún sé ekki' fær um að hagnýta sér pólitisk réttindi, eins og þau séu hjá Vesturevrópuþjóðum, þó að hún ætti kost á að fá þau. En á því er víst að öðru leyti engin hætta, því að keisari virðist meira og meira aðhyllast ráð stæk- ustu apturhaldsmanna, t. d. Pobédonoszev, yfirprókureur fyrir hinni helgu Synódu. Að ráðum þessa manns kvað hann þannig nú hafa vikið Wannovski kennslumálaráðgjafa frá emhætti, þó að það sé gefið út, að hann hafi fengið lausn vegna bilaðrar heilsu. Seinustu fréttir segja, að í fylkinu Poltawa hafi bændur (fyrir æsingar stúdenta) gert uppþot og usla mikinn, þará meðalbrennt 64 höfðingjasetur. Verkamenn í St. Péturs- borg og nágrenninu ætla 1. maí að leggja niður vinnu og heimta styttri vinnutíma (iotíma á dag) en þeiráðurhafa haft og ýms önnur hlunnindi. I Finnlandi eiga óeirðir þær, er orðið hafa seinustu dagana, rót sína að rekja til tilskipunar keisara um landvarnarskyldu, er þykir ólögleg. í Helsingfors hafa Kós- akkar verið látnir sefa óspektirnar og hafa að sögn gert það með vanalegri hörkti og barsmíðum. Finnlandsráðgjafinn í Pétursborg, Rúss- inn v. Plehwe (sem annars er prússneskur að kyni — í föðurætt—og nú 56 ára gl.) er orðinn innanríkisráðgjafi í stað Ssipjagins, og þykir ekki örvænt um, að Finnum holl- ari maður verði skipaður í hans stað. Um morðingja Ssipjagins er sagt, að hann sé 25 ára gl., af aðalsætt og að faðir hans hafi verið rekinn í útlegð til Síberíu. Hánn kvað vera tregur til sagna, jafnvel ekki viljað segja nafn silt. Furðu þykir það sæta, að honum tókst að vinna á S.; ráð- gjafinn hafði seinustu dagana fengið ýms ógnunarbréf og var umkringdur af lög- regluþjónum, er hann var myrtur; jafnvel þjónn sá, er fylgdi honum og varð fyrir einu skotinu, var leynilegur lögregluþjónn. Það er haldið, að fleiri hafi verið í vitorði með Malyschev (eða hvað hann nú heitir). í París hafa Frakkar eptir tilmælum vina sinna hafið rannsókn meðal Rússa þar í bæ og að sögn fundið ískyggileg bréf, og 1 Wiborg á Finnlandi þykjast menn líka hafa haft þef af samsærismönnum, en ósann- að mun það þó vera. Jarðarför Ssipjagins fór fram með mestu viðhöfn; keisari sjálfur, krónprinsinn og stórfurstarnir báru kistuna út að llkvagn- inum. Ráðaneytisforseti í Noregi varð ekki Berner, heldur Blehr, er áður sat í ráða- neytisdeildinni norsku í Stokkhólmi. Af nýjum ráðgjöfum má nefna dr. Sigurð Ibsen, son skáldsins, áður deildarstjóra í innan- rikisráðaneytinu (f. 1859). Hann á að sitja í Stokkhólmi. Biilow ríkiskanzlari hefur verið svo lag- inn að fá Austuríkismenn og Itali til að endurnýja sambandið við Þjóðverja (þrí- pjóðasambandið). Wilhelmína drottning Hollendinga, hefur verið hættulega sjúk (af taugaveiki), en kvað nú vera í apturbata. Landar henn- ar voru þvf hræddari um hana sem hún er með barni og á bráðum að fæða þann ríkiserfingja, sem þeir þrá svo mjög. IFrakklandi eiga þingkosningar fram að fara á morgun. Þó að það sé líklegt, að stjórnin vinni sigur, þykir það ekki alls kostar víst, að Waldeck-Rousseau haldi ráðaneytisformennskunni áfram; menn segja, að hann sé orðinn þreyttur. Millerand (sósíalistinn) ætlar í öllu falli að segja af sér eptir kosningarnar. Sem forsetaefni í stað W. R er m. a. nefndir Bourgeois, er gegndi sömu stöðu veturinn 1895—96 og seinna var erindsreki Frakka á friðar- fundinum í Haag, Doumer, hingað til land- stjóri í Indo-Kina, áður í ráðaneyti Bour- geois, og Barthou, sömuleiðis nafnkunnur stjórnmálamaður. Þar á móti þykir von- laust um, að Meline komist að. Hin nefndu forsetaefni (sér í lagi Bourgeois) fylgja ná- lega sömu stefnu sem W. R. Sven H e d i n, landkönnunarmaðurinn sænski, sem eitt ísl. blað tók af lífi í vet- ur, er eptir nýkominni frétt lagður af stað til Norðurálfu 15. þ. m. Meiri hluti landþingsins hefur samþykkt, að kjósendurtil nýlenduráðsins í Vestur- eyjum skuli fá að að greiða atkvæði um sölusamninga við Bandaríkin, og vill að því búnu taka nákvæmari ákvörðun. Af minni hlutanum vill annar (hægri) hafa almenna atkvæðagreiðslu og láta söluna vera undir henni komna, hinn (vinstri) vill (eins og stjórnin) selja án atkvæðagreiðslu. Deilur eru hér meðal skipeigenda(Rhedere) og verkamanna, er vinna við skipin í höfn- inni (Havnearbejdere). Verkamenn lögðu niður vinnu 17. þ. m. fyrirvaralaust, heimta m. a. launaviðbót. Skipeigendur setja hart á móti hörðu, en illa gengur að afgreiða skipin. Nú er þó farið að tala um miðl- un, sagt að prinz Valdemar ætli að hjálpatil. Rétt var tilgáta Þjóðólfs um ástæðuna til þess, að fréttaritari hreyfði ekki við nýju sögunni um Andrée. Sagan vakti hér enga athygli, því að hver athugull blaðlesari sá, að það var þvættingurinn frá í fyrra, sem var genginn aptur. Og reyndist það fljótt satt að vera. Reykjavík 6. maí. Nýjustu ensk blöð, er ná til 1. þ. m. skýra frá, að Waldeck-Rousseau og ráða- neyti hans hefur sigrað við kosningarnar á Frakklandi með nær 2 miljóna (1,845, 298) atkvæða mun fram yfir mótstöðumenn sína. Að því er sölu Vestureyja snertir er það síðast að segja að 29. f. m. var málið rætt 1 fólksþinginu og þar samþykkt með 98 atkv. gegn 7 uppástunga frá A. Nielsen, að ríkisdagurinn sé samþykkur afhending- unni, ef íbúar eyjanna láta í ljósi með al- mennri atkvæðagreiðslu (plebiscit.) eins og fór fram 1867, að þeir séu sölunni sam- þykkir. Ráðaneytisforsetinn Deuntzer lét í ljósi, áður en atkvæðagreiðsla fór fram, að ráðaneytið mundi aðhyllast þessaupp- ástungu, sem nú verður lögð fyrir lands- þingið, hvort sem það getur nú komið sér saman um hana eða ekki. En samkvæmt þessu hefur stjórnin orðið að slaka til við fólksþingið, því að upphaflega vildi stjórn- in selja án nokkurar atkvæðagreiðslu. Óeirðir allmiklar em við Efri-Níl og í Kongoríkinu, og gangast innbornir menn fyrir þeim. Sýslufundur Árnesinga. Sýslunefnd Árnesinga hélt hinn venju- lega fund með sér dagana 14.—18. f. m. Til umræðu komu 61 málefni, hér skal drepið á hið helzta: 1. Ábyrgðarbeiðni kom frá þeim Erl. Þórðarsyni í Þorlákshöfn, Guðna Jónssyni á Hlíðarenda og Guðmundi Jónssyni bónda á Hrauni í Ölfusi þess efnis, að sýslufé- lagið tæki að sér ábyrgð á allt að 20,000 króna upphæð, sem þeir ætluðu að verja til að koma á fót tóvinnuvélum við Varmá í Ölfusi; þessa upphæð hafa þeir von um að fá í landsbankanum. Eptir langar og ítarlegar umræður var ábyrgð tekin á þess- ari upphæð með því skilyrði, að einstak- ir menn tækju að sér allt að 7,000 króna upphæð. Sýslufélagið fengi svo 1. veð- rétt í vélum og húsi, enjafnskjótt og 7,000 kr. væri afborgaðar af höfuðstólnum, skyldi ábyrgðir einstakra manna falla niður. For- menn fyrirtækis þessa höfðu leitað ábyrgð- ar á */3 hluta aðallánsupphæðarinnar hjá sýslunefnd Rangárvallasýslu. Þó ótrúlegt sé, fengu ábyrgðarleitendur h r e i n t og umsvifalaust nei! Afsvar þetta kom sér mjög illa nú og lá við sjálft, að það yrði málinu öllu að falli. Fyrirtæki þetta virðist þó áreiðanlega vera báðum sýsl- unum til sameiginlegra hagsmuna, og engu ver standa Rangæingar að þvf að hafa almenn not af vélunum, en sumar upp- sveitir Árnessýslu. Það hefur því miður sýnt sig þarna sem optar, við hvaða örð- ugleika ýmsar framfarir eiga að stríða — og lakara verður það til lhugunar síðar meir, þegar undirtektir þessar koma helzt frá þeim mönnum, sem láta einna hæst með að allt liggi í kaldakoli vegna fólks- leysis og annara þar af leiðandi örðug- leika.—Sannaststundum máltækið: »Bregð- ur hönd á venju«. 2. Um rjómabúsmeðmæli beiddu for- stöðumenn þriggja búa í Ölfusi allt að 2,000 kr. hvert. Samskonar beiðni úr Sandvíkurhreppi um allt að 2,000 kr. Hrunamannahreppi 3,500 og eitthvað höfðu þeir fengið áður. Biskupstungur beiddu um 3,000 kr. 3. Til sjómannakennslu veittar allt að 100 kr., en bundið því skilyrði, að 70— 80 nemendur noti kennsluna og borgi 70 aur.—1 kr. sem inngöngugjald. Kennsl- an fari fram í veiðistöðunum milli ánna og í Þorlákshöfn — öllum sjómönnum frá fermingaraldri jafnheimil kennsla. — 4. Þrjár útsvarskærur komu til nefnd- arinnar; tvær af þeim teknar til greina, samkvæmt óskum kærenda. 5. Sýslunefndin ályktaði, að fara þess á leit við Búnaðarfélag Islands, að það hlutaðist til, að nákvæm rannsókn gæti sem fyrst farið fram, hvort takast megi að veita Hvítá yfir Flóann, eða Þjórsá yf- ir Skeið og Flóa. 6. Framskurðasamþykkt var borin upp og staðfest fyrir skurði í Sandvíkur- Eyr- arbakka- og Stokkseyrarhreppum. 7. Eptir ósk Brynjólfs á Sóleyjarbakka o. fl. var laxveiðitími færður frá 7. júní til 15.S. m.; haustveiði álitin nauðsynleg!. 8. Landstjórnin beðin um að láta framkvæma sem fyrst endilega mælingu á Sogsbrúarstæðinu, svo unnt verði að koma málinu á rétta leið sem fyrst. 9. Færsla kjörfundarstaðar úr Tryggva- Skála við Ölfusárbrú o. fl. funda þaðan frestað. 10. Borin upp tillaga, að brúargæzla falli niður á báðum brúnum, yfir Þjórsá og Ölfusá, einkum þeirri síðari. Tillaga þessi felld 1 einu hljóði, en í þess stað beðið um, að Iandstjórnin láti athuga, hvort ekki megi komast af með minna og ódýrara eptirlit með brúnum. 11. Umverðlaun úr styrktarsjóði Krist- jáns konungs níunda sóttu þrír; meðmæli sem vel maklegir fengu þeir í þessari röð: Jón Jónsson hreppstjóri á Hlíðarenda í Ölfusi og Guðmuudur Hannesson bóndi í Tungu í Flóa. 12. Sjö bændur sóttu um verðlaun úr Ræktunarsjóði og fengu allir meðmæli. 13. Fjallskilareglugerð fyrir afréttina milli Hvítár og Þjórsár endurskoðuð og breytt víða. 14. Frumvarp um friðun skóga ( Gnúp- verjahr. samþykkt. 15. I kjörstjórn við næstu kosningar til alþingis kosnir séra Magnús Helgason á Torfastöðum og prófastur Valdimar Briem á Stóra-Núpi. 16. Áætlað vegafé kr. 1665,00, afborg- anir lána kr. 856,17, gjöld sýslusjóðs kr. 5.46i,59- Á fundinum var skýrt frá, að allvel væri komið áleiðis með viðgerð á lendingu í Norðurvörinni í Þorlákshöfn, og vel látið yfirleitt af því. sem búið er að leysa af hendi þar; um 200 kr. búið að útborga úr sýslusjóði til þessa á móti því að vinn- unni verði haldið áfram í sama horfi og landsjóður leggi til samkværot fyrri fjár- lögum 400 kr. JVr í viðbót við hina síðustu grein mína útaf Krist- jánsfarganinu vil eg, eptir að hafa lesið þokkasvar hr. yfirdómarans, sem hann lof- aði mér hátíðlega í 32-aura hefndarbréf- inu, einungis gera þá athugasemd, að það er satt, að eg fyrir kurteisis sakir heimsótti þennan mann í fyrra sumar, af því að hann hafði boðið mér tvisvar eða þrisvar að slfta inn til sín« ; hefði eg þekkt hann þá, eins og eg þekki hann nú, hefði eg auðvitað ekki »þegið gott boð«. Kosn- ing Ottosens bar stuttlega á góma fyrir þá sök, að yfirdómarinn fór sjálfur að fyrra bragði að talaumhana og athug- aði sjálfur, að eg hefði verið framboðs- maður hans. Hann fordæmir mig fyrir það, að eg hafi farið að skipta mér af stjórnmálum Islands, þar sem eg sé ekki íslenzkur embættismaður, en hann gleym- ir því, að þessi áfellisdómur hans verður nm leið að falla á hans eigin flokksfor- ingja, dr. Valtý, sem er ekki fremur ís- lenzkur embættismaður en eg. En þetta með öllu öðru, sem í greininni stendur, sýnir Ijóst, að yfirdómarinn hefur ekki haft vald yfir sér sjálfum og geðsmunum sínum, þegar hann skrifaði hana. Að öðru leyti snerti eg ekki við þessari daun- illu sorpdyngju, sem »ísafold« flutti 29. marz. Eins og boðskapur konungs koll- varpaði öllum 30-ára »stats«-réttarrann- sóknum yfirdómarans, eins er þessi grein hans dauðadómur yfir honum sjálfum á annan hátt, og með það má eg vel vera ánægður. — Að endingu minni eg að eins á, að það var hann, sem átti upptökin að persónulegum brígslum. »Eins og hann hrópaði inn í skóginn var honum svarað« í eitt einasta sinn. Nú má hann eiga ssíðasta orðið«. Khöfn, 25. apríl 1902. Finnur Jónsson. Póstskipið „Ceres“ kom í gærmorgun. Með því komu: Guðjón Guðlaugsson alþrn. (trá Ljúfustöð- um), D. Thomsen kaupm., P. Thorsteins- son kaupm. frá Bíldudal með dóttur sinni, R. Riis frá Borðeyri, Árni Riis verzlun- arstj. Srykkishólmi, Pétur Ólafsson verzl- unarstj. Patreksfirði, Carl Proppé verzl.m, Dýrafirði, Ágúst Flygenring kaupm. Hafn- arfirði, Daníel Bruun kapteinn, Flensborg skógræktarfræðingur, frú Á. Sigurðsson með syni sfnum og frú Anna Gudmunds- son kona dr. Valtýs. En dr. Valtýr varð eptir í Vestmanneyjum til viðtals við kjós- endur þar, en engar vonir um, að hann geti snúið eyjarskeggjum. Gufuskipið „Perwie“ frá Thor E. Tulinius kom frá Höfn í gærmorgun með vörur tilkaupmanna hér og til Vestfjarða. Ráðgjafasætið kvað dr. Valtýr telja sér hér um bil víst, fer ekkert í launkofa með það við þá sem hann talar, að hið mikla kosningakapp Hafn- arstjórnarflokksins og kosningarnar nú muni hefja hann upp í sætið, enda geti ekki ver- ið um annað ráðgjafaefni að ræða, nema ef til vill Pál Briem, en hann komi naumast til greina. Það er reyndar harla langt síðan, að Valtýr hefur fengið þessarráðgjafaumleit- anir innvortis; það er ekki mikið að marka slíkar ímyndanir. En þægilegt væri það óneitanlega fyrir hann, að geta nú losnað við þennan leiða háskóla, sem ekki kvað meta starfsemi hans mikils, og setjast hér að sem æzti maður í spánnýrri stjórnarbyggingu, veit- andi vinum sínum bita og sopa etc. etc. og fara svo loks á eptirlaun úr landsjóði. Af sjálfu embættinu mundi V. naumast öfunds- verður, en peningarnir og völdin gera allt sætt. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.