Þjóðólfur - 09.05.1902, Síða 2

Þjóðólfur - 09.05.1902, Síða 2
74 verk það, er nú fyrir hendi liggur, erauð- veldara en áður; en engu að síður verða ýmsir erfiðleikar á. Því enda þótt ætla megi, að ýmsir þeirra manna, ór deildin sendir til Islands, muni vera jafnokar hittna fyrri mælingamanna að dugnaði, þolgæði og áhuga á verkinu, þá skortir þá mjög þekkingu á landseðli, loptslagi, samgöng- um og háttum landsmanna o. fl. Deildin leyfir sér því áð skorá á Islend- inga að þeir, samkvæmt gamalli og góðri venju, liðsinni og leiðbeini þeim mönnum, er hún sendir. í ýmsu, er þeir sakir ókunn- tigleika þurfa hjálpar við. Þótt í tilskipun ráðaneytisins sé að eins farið fram á, að deildin ákveði áðurnefnda einstöku staði með sérstöku tilliti til sjávar- mælinga, þá virðist þó sennilegt, að innan skamms muni þykja brýn nauðsyn á nýj- um ög nákvæmum landsuppdrætti eins og tíðkast meðal annara þjóða, og verður þá óhjákvæmilegt, að gera enn ítarlegri land- mælingar. Til stuðnings landmælingum er nauð- synlegt, að gæta vel og varðveita hina á- kveðnu staði, sem merktir verða með járn- stöngum, málmbútum, jarðfestum stein- límdum sívalningum, vörðum o. fl. Deildin vonar, að Islendingar með hinni alkunnu ættjarðarást sinni, menntunarfýsn og áhuga á framförum landsins, muni sjá og kannast við þýðingu þessara mælinga og muni varðveita merki þau, er hún læt- ur setja upp með ærnum' tilkostnaði og fyrirhöfn. E. C. Rasmussen, „Oberstlautenant, höfuðsmaður landmælingadeildar herforingjaráðsins. * * $ Þjóðólfur vill mæla sem bezt með þessu nytsama fyrirtæki, sem orðið getur til þess, að vér fáum ekki að eins áreiðanlegar sjávarmælingar, sem eru harla mikils verðar fyrir siglingamar, heldur einnig á- reiðanlegan og endurbættan landsuppdrátt, er afarmikill fengur væri í. Það má því óhætt treysta því, að landsmenn greiði götu þessara mælingamanna á allan hátt og varist að skemma merki þau, er þeir setja upp. „Ekki batnar Birni enn“. Nei, hann er samur og jafn skilningurinn hjá Birni Kristjánssyni enn. En hann er nú í 25. tölubl. Isafoldar kominn bersýnilega í bobba.og grípurþví til þeirra handhægu ráða, sem viss tegund manna notar opt ( líkum kringumstæðum, sem sé : ósannindi, hártog- anir og útúrdúrar — deilumálinu óviðkomandi. Hann byrjar á þeim tilhœfulausu ósannind- um, að eg hafi játað, að „bóndason" „fari með rangt mál og ranga bankareikningsá- ætlun“. Ekkert þessu líkt hef eg nokkurn- tíma sagt, eins og allir menn vita, sem greínir mínar hafa lesið. Því næst beitir B. Kr. þeim útúrdúrum, að hann sé nú löksins farinn að uppgötva það, að deilumálið okkar í milli sé um reikn- ingsfortn, eptir að hann hefur brotið heilann um þetta mál í heilan mánuð og ritað um það álnarlánga blaðadálka. Og þó tók eg það greinilega fram í fyrstu grein minni í 15. tbl. Þjóðólfs, „að eg vildi sanna það, að ,Bóndason‘ hefði rétt fyrir sér í þessufónni (0: reikningsformi, sem hann viðhefur), en að B. Kr. fari þar með rangt mál“, og að „eg ætlaði ekki að blanda mér neitt í deilurnar um hinar einstöku fjdrupphœSir, sem notað- ar hafa verið bæði fyrognú í reikningsdæm- unum“. Að B. Kr. vill nú fara að flytja deilurnar yfir á hinar einstöku fjárupphæðir, burt frá reikningsforminu, sýnir, að hann er kominn í vandræði og reynir, svo lítið beri á, að snúa sig út úr aðalmálinu. Það er þess vegna í öðrulagi ósannindi hjá B. Kr. „að eg sé samþykkur (honum) í öllu öðru (en forminu), sem hann hefur fund- ið að áætlun ,Bóndasonar‘“. Um þetta hef eg ekki látið beint neina skoðun í ljósi, hvorki með né móti. Að eins hef eg sýnt fram á það — með aðstoð Indriða — að ályktanir B. Kr. um skerðing gullforðans er staðlaus þvættingur, og sem B. Kr. sjálfur hefur neyðst til að kingja. Það eru í þriðja lagi ósannindi hjá B Kr. að „Bóndason" telji 4. lið (o: hinar umþrátt- uðu 44,643 kr.) meðal „hreinna drstekna", því að hann telur hann að eins sem jafn- adaruppjiæd tekjumegin. Allar ályktanir B. Kr., sem hann svo byggir á þessu, eru þess vegna tóm hauga-vitleysa. Þetta skal eg nú sanna. „Bóndason" færir þessa umþráttuðu upp- liæð prisvar sinnum í reikningsáætlun sinni. 1. undir 5. lið gjaldamegin, af því að féð er borgað út úr sjóði (partur af upphæðinni: vextir og afborgun 75,000 kr.). 2. undir 4. lið tekjumegin, sem jafnaðarupp- hæð, af því að féð er ekki sönn útgjöld (p: fé, sem eytt er). 3. undir 8. lið gjaldamegin, af því að upp- hæðin er eign bankans í gallforðanum í árs- lok. Upphæðin 62,143 kr. innibindur tvennt: 1. Eign í gullforðanum 44,643 kr. 2. f sjóði 17,500 kr. Þetta virðist B. Kr. ekki skilja enn, og kemur því með þá haugavitleysu, að „Bónda- son“ ætti að færa fjárbæðina enn pá „til jafnaðar gjaldamegin". Þá yrði fjárhæðin færð einu sinni tekju- megin en prisvar sinnum gjaldamegin. Eg skal trúa B. Kr. fyrir því, að slík reiknings- aðferð gœti hæglega endað í tukthúsinu. B. Kr. rangfærir orð mín ennfremur um töluna 62,143 kr. Eg hef sagt, að „Bónda- son“ fái út ágóðann allan í árslok réttilega 62,143 kr. „eptir peim tölum, sem hann not- ar“. Og þessu verður ekki neitað. En eg benti á, að um pad „mætti deila“, hvort rétt- ara væri að nota sem af borgun töluna 42,643 kr. eða 25,000 kr. Öll hans þvæla út úr þessu er því alveg botnlaus. Þó að eg í sporum „Bóndasonar" mundi fremur hafa notað tölurnar 25 þús. kr. og reiknað dæmið eptir þv! (sem B. Kr. gleyp ir fegins hendi við) þá segi eg alls ekkí þar með, að rangt sé, að nota töluna 44,643 kr., því að slíkt er álitamál. Ýmislegt mælir með hvortveggju. Hugsun „Bóndasonar" er auð- skilin. Hann ályktar semsvo: Sá sem tekur H/4 milj. kr. lán, er borgast á með 75 þús. kr. á 28 árum, hann borgar alls 28 X 75,ooo kr. — . . 2,100,000 kr. Af upphæðinni er afborgun . 1,250,000 — en vextir alls................850,000 — Afborgun er þannig að með- altali á ári.................. 44,643 Vextir........................ 30,357 — Samt.: 75,000 kr. „Bóndason" miðar þannigekki við fyrsta ár- ið, eins og hlutfallið er þá á milli afborgun- unar og vaxta, en tekur meðaltal allra (28) áranna. Og í raun réttri gerír B. Kr. það líka í stnum áætlunum; hann miðar ekki all- ar áætlana-upphæðir sínar við fyrsta árið eingöngu, svo sem kostnað við útibú, vaxta- tekjur o. fl, heldur hugsar hann sér, að kostnaðurinn verði þetta, tekjurnar verði þetta að meðaltali í einhvern vissan árafjölda. Því að það á jafnt við banka sem einstaka menn að tekjurnar og gjöldin geta orðið nokkuð mismunandi einstök ár, eptir árferði o. fl. Af þessu er það ljóst, að „Bóndason" hef- ur nokkuð til síns máls og að hann velur tölur sínar á líkan hátt eins og B. Kr. sjálf- ur. Það situr þess vegna illa á B. Kr. að fordæma þær tölur, sem eru fengnar út með meðaltali. En eins og eg tók beint fram áður, kem- ur það ekkert deilumáli okkar B. Kr. við, hverja afborgunartöluna menn velja, því að hann hefur viljað útskúfa tölunni alveg, að henni sé „ofaukið tekjumegin", eins og hann hefur orðað það. Reyndar er B. Kr. þó kominn svo langt nú síðast, að hann viðurkennir: „að vel mætti setja 25 þús. kr. tekjumegin í dæminu, ef verið væri að semja adalreiknitlg í drslok" en svo bætir hann við: „en um það er hér ekki að tefla". Jú, það er nú einmitt pað, sem erhérum að tefla. Það er einmitt áætlun yfir aðal- reikning í árslok, sem „Bóndason“ semur, eins og eg hef alltaf verið að reyna að troða inn í B. Kr., og sem loksins hefur þó tekizt — að nokkru leyti. Já, það er „blátt áfram“ dœtlun, „bygð á dætluðum tölum“ í aðalreikningsformi í árs- lok, sem „Bóndason" semur. Og hví í ó- sköpunum skyldi hann ekki mega það? Er það af því, að B. Kr. hefur „aldrei séð d- œtlun samda ( öðru formi", en hann hefur gert (nfl. kassareikningsformi)? Það er þó óneitanlega kynleg ástæða. Eg veit ekki til, að áætlunarform B. Kr. sé enn neinstaðar fyrirskipað, svo að allir séu endilega skyld- ugir til að við hafa það, og ekkert annað. Eg fæ ekki betur séð, en að hver maður hafi jafnan rétt til að gera áætlanir í því formi, sem honum sjálfum þóknast, alveg ántillits til þess, hvað „stærðin" B. Kr. „hefur séð“ eða ekki séð. Og þó að B. Kr. sé svo fáfróður, að hann hafi „aldrei séð dcetlun samda í öðru formi" en hann hefur gert í greinum sínum, þá úti- lokar pað ekki, að annað áætlunarform megi viðhafa og sé fullkomlega eins réttmætt. Og eg hef einmitt sýnt það og sannað, að dœtl- unarform „Bóndasonar" er venjulegast aðal- reikningsform hér á landi og gleggra fyrir allan almenning, heldur en áætlunarform B. Kr. af pví að svo liti út eptir formi B. Kr., að bankinn atti ekkert í árslok nema 17,500 kr. (eptir tölum „Bóndasonar"); en pað er rangt, því að hann á 17,500 kr. í sjóði og aitk pess jafn stóra upphœð í skíru gulli liggandi fyrir (inniföldu í gullforðanum), sem afborguninni nemur. Það er með öðrum orðum þetta, sem B. Kr. er svo meinilla við, að altnenningur skuli fá að skilja þetta, að bankinn eignast gull- forðann með pví að borga hann. Þetta sýn- ir reikningsform „Bóndasonar" og sjálfsagt fyrir þær sakir þykir B. Kr. það óhafandi. Og í raun réttri er engin annar munur á reikningsformi þeirra tveggja „Bóndasonar" og B. Kr. en þessi. En hversvegna er B. Kr. svo umhugað um að breiða yfir þennan sannleika? Hví má ekki almenningur sjá það og skilja það, að bankinn eigrastgullforðann sjálfur jafnóðum og hann borgar hann ? — Gleðilegt er það, að B. Kr. skilur 100 kr. dæmi mín og viðurkennir þau rétt. Hann hefur þá víst líka skilið dæmið um 2400 kr. — og sannfærst. B. Kr. er enn að bögglast með þá setn- ingu, að bankinn geti komizt í skuld við útlendan banka í árslok. Pessu getur stjórn bankans alveg ráðið sjálf. Hún veit allt af, hve mikið borgast inn erlendis og getur hag- að sér eptir því; ef hún vill ekki að bank- inn lendi í skuld erlendis, þá gefur hún ekki út ávísanir á erlenda banka fyrir meiri upp- hæð en svo, að þar verði engin skuld. Slíkt fer eptir samningum milli bankanna, hvort þeir leyfa hvor öðrum að að „draga" á sig meira en inneigninni nemur, alveg eins og milli banka og einstakra manna. — Annars kemur þetta ekkert sérstaklega landsbanka við. Það mundi gilda alveg eins um hluta- félagsbanka. Hann mundi án efa þurfa að hafa miklar útborganir erlendis, svo sem vexti (t. d. 100 þús. kr. árlegaj til hluta- bréfa-eigenda, er að sjálfsögðu mundu vilja fá þá útborgaða erlendis. Þessir útúrdúrar B. Kr. er því hvorki nein speki né neitt rothögg, því að þeir gilda alla banka, jafnt Iandsbanka og hlutafélags- banka. Af því að eg hef ekki hingað til rekið of- an í B. Kr. aptur ýmsar lokleysur í grein- um hans, þá dregur hann út af því þá á- lyktun, að eg sé þeim samþykkur. En þetta er argasta hugsunarvilla. Eg finn ekki neina skyldu mína að „vakta" B. Kr.; hvorki að passa upp á það, að hann ekki segi eða skrifi einhverja vitleysu, né heldur að mótmæla þeim ölium eða leiðrétta þær. Slíkt mundi Iíka kosta mig meiri tíma og fyrirhöfn, en vert væri að eyða í jafn ó- skemmtilegt starf. Eg skal þó ógn stuttlega — honum til geðs — benda á villurnar í þeim 7-liðum, sem hann þykist vera að „slá föstum" í 25. tbl. „ísaf." 1. og 2. „Bóndason" gerir banka, sem gefa má út 2T/2 milj. kr. ( seðlum, vaxtatekj- ur og provisionstekjur á ári 126,500 kr.; þetta er hér um bil 5%af allri seðlafúlgunni. Þetta hyggur B. Kr. sé ofmikið; ætlar að 108 þús. kr. sé hæfilegt; það samsvarar rúmlega 4%. Með Vissu er ekki hægt að segja, hvor rétt- ara hefur; reynslu vantar í því efni. En eg hef á öðrum stað sannað það*), að eptir 10 ára (1891 — 1900) reynslu Landsbankans hef- ur hann haft nálægt 7% af seðlafúlgunni í tekjur þau ár að meðaltali. Þetta bendir á, að „Bóndason" muni vera nær hinu senni- lega heldur en B. Kr. 3. Vextir af varasjóði Landsbankans 6000 kr. vill B. Kr. fella burtu úr áætlun „Bóndason- ar“. En liður þessi á að standa, því að á- ætlun „Bóndasonar" er miðuð við Lands- bankann, og hann á varasjóð, sem gefurþetta í vexti að minnsta kosti. 4. Það er álitamál hvort standa skuli 44,643 kr. eða 25 þús. kr. Rammvitlaust að færa upphæðina í priðja sinn til útgjalda eins og B. Kr. vill. 5. Það er álitamál hvort kostnaður við banka- hald í Rvík skuli reikna 22 þús. eða 25 þús. Þegar enginn sparissjóðsdeild er bankanum sameinuð og 3 útibú sett á stofn, verða störf- *) Ritgerð í Andvara 1902. in við bankahald í Rvfk nokkuð á annan hátt en nú. 6. Liðurinn á að vera 17,500 kr. og par að auki afborgunarupphœðin Alitamál hvort hún skuli talin>25 þús. kr. eða 44,643 kr. eins og eg hef sýnt að framan. 7. liður B. Kr. er allur rangur. Af því að það yrði nokkuð langt mál að benda á villurnar í þeirri áætlun, skal eg geyma það hentugleik- um s(ðar. ’ B. Kr. langar ógn til, að eg hafi ritað þær greinir um bankamál, sem bera merkin „Landnemi" og „Bóndason". Eg vil ekki eigna mér það, sem eg á ekki, og hvað eg hef skrifað veit eg betur en B. Kr. En þrátt fyrir neitun mína og yfirlýsing ritstj. Þjóðólfs stagast hann enn á því, að eg sé sama sem „Bóndason", líklega til þess að geta sagt ósatt bœði í hinni fyrstu málsgreín ritgerðar sinnar og í hinni síðustu. Halldór Jónsson. Sýnishorn réttargangsins í Rangárvallasýslu M 3. Sýslumaður M. Torfason hefur í 14. tbl. Þjóðólfs þ. á., og að líkindum í uppáhalds- blaði sínu „Isafold", gert tilraun til þess,að svara grein minni í Þjóðólfi nr. 10. — Þetta svar sýslum. getur eigi kallazt annað en til- raun, þar sem segja má, að hann fari kring um grein mlna eins og köttur ! kring um heitan graut. Énda getur það heldur ekki talizt óeðlilegt, þótt hann hafi farið varlega við grein mína, með því að honum mun hafa þótt hún tiifinnanlega heit, og því getað ótt- ast fyrir, að hann kynni að brenna sig enn- þá meir, ef hann gengi nákvæmar inn á at- riði hennar. En til sannindamerkis um það, að svar sýslumannsins er næsta takmarkað og ófullkomið er það, að kann minnist alls ekkert á, hversvegna hann hélt hinum á- minnsta dreng, Guðjóni Böðvarsyni, í heilan mánuð í ströngu varðhaldi, á meðan hann játaði sekt sína, en sleppti honum úr þessu stranga varðhaldi, jafnskjótt og hann bar á móti sekt sinni. Heldur eigi minnist hann á nokkurn hátt á spurningar þær, sem hann við rannsóknirnarhafi lagt fyrir dreng þennan. Og í þriðja lagi talar hann alls eigi neitt um framkomu sína gagnvart mér, við réttarpróf- ið í Hala, öðruvísi en að lýsa mig ósann- indamann að þeim grun mínum, að eg væri undirorpinn ofsóknum frá yfirvaldsins hálfu. En þótt hann kunni að veragóður rannsókn- ari, þá er hann þó eigi hjartnanna eða nýrn- anna rannsóknari, og er því, eptir hlutarins eðli, ófær til að dæma um það, hvað einhvern grunar eða grunar ekki. Hvað sjálfan mig snertir, þá hef eg að vísu mikla ástæðu til þess að gleðjast yfir svari sýslumannsins, því að í svari hans kem- ur það þó berlega fram, að eg er með öllu sýkn af þeim áburði og orðasveim, sem gengið hefur, á meðan réttarrannsókn þessi hefur staðið yfir: að eg hafi nafirað eða hrætt Guðjón til þess að meðganga á sig saklaus- an töku á hinum umræddu munum. Þessi yfirlýsing sjálfs sýslumannsins gleður mig ó- endanlega mikið, og því fremur, sem það er grunur minn, að eg hefði mátt bíða lengi eptir henni, hefði eg ekki ritað grein mína. Kemur mér því til hugar þetta gamla og góða „cítat", sem sagt hefur verið um annan dómara: „ Þetta, sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann". — En að sama skapi sem yfirlýsihg sýslumannsins gleður mig, hlýtur hún að hryggja þá, sem í skamm- degi vetrarins hafa skemmt sjálfum sér og öðrum með því, að hafa slíkar óhróðurssög- ur um mig á vörum, sem trúverðuga sögu- sögn, og ! einfeldni sinni álitið, að yfirvald- inu hér í sýslu kæmi það svo harla vel. Það hlýtur að hryggja þá, þessi yfirlýsing, því að það er fyrir þá harður — en auðvitað réttlátur —dómur þetta, felldur af sjálfu yfir- valdi þeirra : að þeir séu allir óvandaðir menn, sem óhróðurssögurnar um mig hafa flutt og trúað þeim.— „En engin rós er án þyrna". Það getur manni dottið í hug, þegar maður les þessa yfirlýsingu sýslumannsins í grein hans. í sömu greininni, sem hann kemur með þessa yfirlýsingu, kemur hann með nýjar dylgjur um það, „að ýmislegt ! fari mínu hafi við réttarrannsóknirnar komið í ljós, sem mér myndi hafa komið betur, að verið hefði í myrkrunum hulið". Hvað sýslum. á viðmeð

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.