Þjóðólfur - 09.05.1902, Blaðsíða 2
Úrfelling'ar. — Ósamkvæmrii.
Því miður verður að sleppa hér svo af-
armörgu, er þurft hefði að minnast á í
þessari sögu E. H. En ekki má þó al-
veg ganga fram hjá skýrslu hans um at-
ferli »Framfaraflokksins« á síðasta þingi,
því að þar verður höf. skrafdrjúgast um
erhann fer að réttlæta samþykktfrumvarps-
ins. En alveg gengur hann fram hjá því,
hvernig Valtýingar voru kúgaðir til að
taka ýms ákvæði upp í frv., hvernig þeir
neyddust til að sleppa allri breyt-
ingu á 6r.gr. o.s.frv., o. s. frv.
minnist alls ekki á hin fyrirhug-
uðu hrossakaup hægri m. stjórn-
ari nnar um þessa grein, hversu
Valtýr var a 111 af að reka erindi
hennar, vildi ávallt sætta sig við
hið allra minnsta, og dragnaðist
þetta smáttog smáttuppávið,
unz frv. var svo úr garði gert, er
það var lagt fyrir neðri deild
síðastl. sumar, að engin hægrim.
stjórn hefði samþykktþað. Þetta
er margbúið að sýna og sanna, enda tjáir
E. H. ekki að neita því, og þess vegna
dregur hann líka alveg fjöður yfir það.
Hann getur að eins þess, er fellur í hans
»kram«, einskis annars; allt upptugga og
samsuða úr Isafold, allt á að vera að
þakka ávarpi efri deildar, sem Valtýingar
neyddust til að orða, eins og þeir gerðu
í þeirri von, að fá það samþykkt af neðri
deild, en felldu hreintogbeintþingsálykt-
unartillögu þá, er bað um innlenda stjórn,
er bæri ábyrgð fyrir innlendum dómstóli
(Þ.skjal 471). Við þessu vildu þær ekki
líta, hetjurnar, sem síðar þóttust fara að
biðja um ]andstjóra(!!).
Veigalitlar valtýskar varnir.
E. H. viðurkennir það samt beinlínis
(bls. 42) að frv. »Framfaraflokksins« hafi
verið svo háttað, að hin nýja stjórn gat
ekki heitið því staðfestingu«, og rétt á
eptir: »en að hinu leytinu hafði hún hina
ríkustu hvöt til að fá breytingu á því« (I!)
vegna útgjaldabyrðarinnar á ríkissjóði.
Er það ekki nógu kynduglega orðað
þetta, að stjórnin getur ekki annað en
samþykkt frv., og hún getur heldur ekki
annað en breytt því (!!)? En þetta er svona
vísdómslega hugsað hjá höf., til að fá það
út, að tilboðið í konungsboðskapnum um
ráðgjafa búsettan hér, hafi einmitt átt rót
sína að rekja til frumvarpsins, sem bað
um hið gagnstæða(!), ráðgjafa í Höfn!
Þetta eru alveg sömu hugsunarreglurnar,
sem Valtýingar hafa jafnan fylgt. Þá er
þeir halda einhverju fram, sem er alveg
gagnstætt því, sem ofan á verður í reynd-
inni, þá segja þeir ávallt, að þetta hafi
einmitt verið það, sem þeir hafi barizt
fyrir að fá, alvegeins og ef kaupandi beiddi
kaupmann um að selja sér tunnu af stein-
olíu, en hann léti hann hafa í þess stað
tunnu af kexi. Þá mundi Valtýroghans
nótar segja í þess manns sporum, að
það hefði einmitt verið kexið, sem hann
hefði verið að sækjast eptir, með því að
biðja um steinolíuna (!!).
Höf. heldur því fram í fullri alvöru, að
því er séð verður, að það hafi mátt »ganga
að því allt að því vísu, að stjórnin mundi
af fremsta megni leita við að bjóða önnur
boð« vegna annmarkanna, er á frv. hefðu
verið frá Dana sjónarmiði. Nei, þvert á
móti, þetta er tómur reykur og vitleysa,
eintómar sjónhverfingar. Þeir sem knúðu
frv. gegnum þingið (framfaraflokkurinn svo
nefndi) gerði það einmitt til að binda
hendur stjórnarinnar einmitt við þetta frv.
koma í veg fyrir, að hún byði annað eða
meira, en frv. fór fram á. Þeir gátu ver-
ið nokkurnveginn vissir um, að stjórnin
mundi heita þvl samþykki sínu. En að hún
færi sjálfkrafa að bjóða oss Islendingum
eitthvað annað og meira, svona upp úr
þurru, það var harla ólíklegt, enda gerði
flokkur Valtýs það, sem hann gat, einmitt
til að sporna gegn því, að stjórnin fengi
nokkra vitneskju um hina réttu afstöðu
þings og þjóðar í þessu máli. Að vitna
í ávarp efri deildar sér til réttlætingar er
alveg þýðingarlaust fyrir þann flokk. Það
sem ljósast sýnir hið sanna innræti leið-
toganna er vonzkan út af sendiför Hann-
esar Hafsteins, er þeir vissu um, að fór
með bréf til ráðgjafans undirritað af 13
þingmönnum, þar sem skýrt var hlutdrægn-
islaust frá gangi málsins á þingi og beðið um
ráðgjafa búsettan hér á landi, en ekki um
neinn undirtylluráðgjafa, sem hinn flokkur-
inn er ávallt að klifa á.
Það var þetta bréffrá heima-
stjórnarflokknum í þinginu, er
valinn maður var sendur með, er
mest og bezt mun hafa stutt að því,
að koma Islandsráðgjafanum Al-
berti í réttan skilning á afstöðu
flokkanna, svo að óskir heima-
st jórnarm ann a voru teknar til
greina í k o n u n gsb o ð s k a p n u m .
Það er sama hvernig sem Valtýingar
»marghrossa« á móti þessum sannindum,
þeir geta aldrei úr skafið, að þeir gerðu
sitt til að spyrna gegn ráðgjafabúsetu hér.
Þessvegna er eðlilegt, þótt E. H. gangi
fram hjá þessu atriði, eins og öllu öðru,
er heimastjórnarmenn hafa unnið til að
koma málinu í rétt horf. Þess vegna far-
ast dr. Valtý eins orð og honum farast á
fundinum 30. nóv., þar sem hann þykist
geta hindrað það, að ráðgjafinn verði
nokkru sinni búsettur hér á landi. Þess
vegna senda 5-menningarnir bréfið sitt
fræga 6. des., allt gert til þess að dylja
hinn sanna vilja flokksins, eintómur skolla-
leikur til að gera allt annað óaðgengilegt
í augum ráðgjafans, en einmitt frumv.
þingsins. En biekkingarnar mistókust.
Ráðgjafinn sá í gegnum vefinn, gat auð-
vitað ekki gengið fram hjá frv. samþ. af
þinginu (að nafninu til) en bauð jafnframt
það fram, er gekk í þveröfuga átt við að-
alstefnu frumv. Þá höfðu heimastjórnar-
menn unnið sitt mál, og hinir sáu ekki
annan kost vænni en að »taka þá sömu
stefnu«, voru pólitiskt dauðir að öðrum
kosti. Annars er óþarft að lýsa hringl-
andanum í þessari marklausu »central-
stjórn« flokksins. Það hefur verið minnst
á hann allrækilega 1 Þjóðólfi áður.
Það er mjög margt eptir að athuga í »sögu«
Einars, en þvf miður verður að sleppa
því; þetta mál er þegar orðið nokkuð
langt, og verður hér því staðar numið.
E. H. kallar þetta sjálfsagt »skammir«.
Það er venja hans. Annars er það ekki
ánægjulegt, að ræða við fólk, sem um-
hverfir sannleikanum, segir, að svart sé
hvítt og hvítt sé svart, þvert ofan í óræk
sönnunargögn. Það fer svo, að menn
leiða hjá sér slíkar umræður. Ef and-
mæla ætti t. d. hverri vitleysu, sem Isa-
fold og hennar nótar Einar & Co hafa
borið á borð fyrir fólk, síðan valtýskan
kom í heiminn, það yrði langi lesturinn.
En sagan, sem dæmir óhlutdrægt um
menn og málefni hún mun dæma fram-
komu þess flokks, er liaft hefur Isaf. að
málpípu. Og vér óttumst ekki þann dóm,
þrátt fyrir »óvirðingarflekkinn«, sem E. H.
þykist hafa kllnt á heimastjórnarflokkinn
með sögunni sinni. E. H. hefur hingað
til verið svo óheppinn, að lenda í hönd-
um þeirra manna, er hafa vanbrúkað
hann, brúkað hann til að flytja póli-
tiska villulærdóma, og berja þá inn í
fólkið, og ávöxturinn af þessari margra
ára iðju er þessi pólitiska skáldsaga, er
hann hefur nú hleypt af stokkunum, er
mun eiga að standa á moldum valtýsk-
unnar sem einskonar bautasteinn »úbrot-
gjarn í bragartúni«. En E. H. ætti held-
ur að fást við annan skáldskap en þenn-
an, taka sér önnur þakklátari og viðráð-
anlegri yrkisefni t. d. um flugur og ullar-
lagða eða þá um nýjar »vonir« t. d. um
ráðgjafavonirnar hjá Valtý, stórabanka-
vonir hjá Indriða og B. Kr. og Ameríku-
vonir hjá sjálfum sér. Það væri gaman
að fá smellna skáldsögu um allar þessar
lýsandi leiðarstjörnur á hinum íslenzka
söguhimni nýju aldarinnar, þessar »vonar-
stjörnur« landsins með öllumþeim »drabönt-
um«, er í kringum þær snúast.
Loks skal þess getið, að sýnt mun verða
ítarlega og óhrekjanlega fram á það í öðr-
um stað innan skamms, hvernig Hafnar-
stjórnarflokkurinn og aðalmálpípa hans,
Isafold hafa hagað sjer gagnvart ráðgjafa-
búsetunni hér síðan í fyrra sumar, og
hversu vel því Co sæmi að tala digurt
nú eptir framkomu sinni. Þetta mun
verða sýnt og sannað með nægum dæmum.
Launaviðbótarmál
dr. Yaltýs Gnðmundssonar og tilraun
lians til að vera gerðnr að prófessor.
[Álitsskjal háskólans í Kaupmannahöfn,
orðrétt þýtt eptir háskólaárbók Dana 1900—
1901, bls. 696—-697, prentaðri 1902].
„Háskólaráðinu var sent frá heimspek-
isdeild háskólans 22. júní árið 1900 bæn-
arskjal frá dr. phil. Valtý Guðmundssyni,
undirkennara, þar sem hann beiðist þess,
að undirkennara-stöðu þeirri í sögu Islands
og bókmenntum, sem hann hefur, yrði
breytt í aukaprófessorsembætti með próf-
essorslaunum, sem færi hækkandi.
Valtýr undirkennari gat þess í bænar-
bréfi sínu, að hann væri fæddur 1860, og
hefði verið gerður að'undirkennara við
háskólann 29. apríl 1890, með 2,500 kr.
launum; 1893 hefðu laun hans veriö hækk-
uð um 500 krónur, en sjö sfðustu árin
hefði hann hvorki fengið né beðið um neina
Iaunaviðbót.
Af því, að sá fjárhagur, sem hann ætti
nú við að búa, gæti hvorki álitizt hægur,
ef litið væri til þess, hve aldraður maður
hann væri, eða til þess í hvaða stöðu hann
væri og til útláta þeirra, er hún hlyti að
hafa í för með sér, þá vonaði ha.nn, að
ráðaneytið teldi það ekki nema eðlilegt,
að hann nú leitaðist við að ná í hagkvæmari
stöðu, eptir að hann hefði unnið, sem
kennari við háskólann í meira en 10 ár.
Að hann ekki léti sér nú nægja, að sækja
um kauphækkun, heldur hefði einmitt kos-
ið sér að biðja um, að gera sig að auka-
prófessór með hækkandi kaupi, þá hefðu
ástæður hans til þess sumpart verið það
fjárhagslega hagræði í framtíðinni, sem
slíku embætti fylgdi, en líka hitt, að hann
væri nú sem stæði sá eini fastakennari við
háskólann, sem ekki hefði fengið slíka
stöðu. Ef þessu ætti lengi áfram að halda,
mættu ókunnugir, einkum útlendir vísinda-
menn, sem hann stæði í sambandi við, —
hæglega fara að álykta, að annaðhvort
væri hann sjálfur, vegna sinnar eigin per-
sónu, í fremur lágum metum við háskól-
ann, ellegar þá vegna fræðigreinar þeirr-
ar, sem hann hefði með höndum, en til
þess að ætla, að svo væri, kveðst hann
þó alls enga ástæðu hafa. Þó að honum
sjálfum bæri ekki að leggja dóm á kennslu-
starf sitt við háskólann, yrði hann þó að
taka það fram, að hann um næstliðin 10
ár allajafnan hefði mátt gleðja sig við dá-
indis ánægjulegan áheyrendafjölda, þegar
tekið væri tillit til námsgreinar þeirrar,
sem hann kenndi.
Jafnhliða störfum sínum við háskólann,
hefði hann lfka alltaf haft á prjónunum víð-
tækari vísindalegar stúdéringar, en árang-
urinn af þeim hefði hann þvf miður hing-
að til ekki séð sér fært að láta koma fyr-
ir almenningssjónir, nema að lítilfjörlegu
leyti, og væri það að nokkru leyti því að
kenna, að hann á síðustu árum hefði upp
á tekið sér annað erfiði, raungæfilegs eðl-
is, sem hann héldi þó ekki, að yrði alveg
þýðingarlaust fyrir danska ríkið, en eink-
anlega ekki fyrir ísland, burðarland sitt.
Heimspekisdeildin lét í bréfi 22. júní
1900 þá skoðun sína 1 Ijósi, að það væri
hennar sannfæring, að það yrði að halda
því fast fram, að ur^iirkennarastaðan mætti
hvorki í sjálfu sér gefa né ætti að gefa
þeim, sem í þeirri stöðu væri, vissa von
um, að fá með tímanum stöðu, sem auka-
prófessor eða reglulegur prófessor. Til
þess, að menn geti náð slíkri stöðu, út-
Áeimtist,1) að starf peirra manna, sem und-
irkemiara, hafi verið njtilegt og hafi haft
einhverja merking fyrir hdskólann, ellegar
pd að eptir slíka menn liggiframúrskarandi
vísindaleg rit. Hvorutveggja þessar kröf-
ur hefði heimspekisdeildin líka alltaf gert
hingað til, til þeirra auka-undirkennara,
sem hún hefði mælt fram með, að gerðir
yrðu að prófessorum, en hdskóladeildin
gæti ekki kannazt við, að Valtýr undirkenn-
ari Guðmundsson skaraði í neinu af pví,
sem nú var talið, svo fram úr ýmsum öðt -
um undirkennurum háskóladeildarinnar, að
af peitri dstæðu œtti að gera honum hærra
undir höfði en þeim. Að einu leytinu hefði
dr. Valtýt ekki innt af h'óndum neitt vís-
indalegt rit, sem hefði nema verulega pýð-
ingu, síðan hann gaf út sína efnilegu og
góðra gjalda verðu doktorsdispútazíu (1889),
1) Allar leturbreytingar gerðar af pýð.
og frá sjónarmiði hdskólans væri ekki ann-
að hægt en að lýsa ódncegju yfir pvi, að
raungœfilegt erfiði, sem lcegi með öllu fyrir
utan vcrksvið háskólans, hefði d síðari dr-
um tekið fyrir, að dr. Valtýr Guðmundsson
gœti að öllu leyti gefið sig við peim stúder-
ingutn, sem hann hefði með svo mikilli
heppni byrjað.
A hinn bóginn hefðu ttndit kennara vinnu-
brögð /tans ekki lœst sig svo inn i önnur
störf hdskóladeildarinnar, að pau væru otð-
in neinn ónissandi hluti af deildinni. Þetta
sýndi sig meðal annars i pvi, að háskóla-
deildin hefði aldrei purft d pvi að halda, að
nota aðstoð hans við pau margbreyttu störf,
sem liggja fyrir utan fyrirlestrana, ogpess-
vegna hefði deildin helduf ekki látið í Ijósi
óskir um pað, að koma honutn i tidnara
satnband við si%, svo sem öðrum deildarmanni.
Út af því, að dr. Valtýr hefði tekið það
fram í bænarbréfi sínu, að hann væri, sem
stæði sá eini fasti kennari við háskólann,
sem ekki hefði verið gerður að aukapró-
fessor, getur háskóladeildin þess, að kon-
ungsveitingin fyrir þessu undirkennaraem-
bætti hafi verið sérstakur taumdráttur, dr.
Valtý f vil, sem honum at góðgirnd ráða-
neytisins og ríkisþingsins var sýndur í önd-
verðu, þegar hann hlaut þessa stöðu í
fyrstu, en þessi taumdráttur þá hafði í
sjálfu sér ekki fólgna í sér neina ástæðu,
til þess einnig nú að taka dr. Valtý fram yf-
ir aðra dugandi og góðsverða undirkenn-
ara, með því að fara að gera hann einan
að prófessor.
Háskóladeildin gæti þessvegna ekki mælt
fram með bónarbréfi hans, að því leyti
sem það færi fram á, að undirkennarastaða
hans yrði gerð að prófessorsembætti, en
hins vegar lagði kún pað d vald ráðaneyt-
isins, hvort það vildi reyna að bæta úr
efnahag dr. Valtýs, með launaviðbót, ef á
annað borð væri hægt, að fá fé til þess.
Háskólaráðið gat þess í bréfi til ráða-
neytisins 2. júlí 1900, að það féllist að
öllu leyti á framsögu háskóladeildarinnar,
um skipan aukaprófessora, og skaut pví
undir ráðaneytið, að útvega dr. Valtý launa-
viðbót". ________
Fágætur vísdómur
er það sem Valtýsmáltólið fræðir lesend-
ur sína um nú síðast, að því er kosningarn-
ar snertir. Það segir t. d. að „Dalavalds-
maðurinn rnikli" (Björn sýslum. á Sauðafelli),
eigi að steypa Þórði Thoroddsen í Gullbringu-
og Kjósarsýslu(!!). Stefáni í Fagraskógi sé
ætlað að „taka“ Ólaf Briem í Skagafirði(!!),
og einhver Jósafat (líkl. Jósafat á Holtastöðum,
fremur en Jósafat ættfræðingur), hann á viti
menn að leggja Guðlaug flatan í Vestur-
Skaptafellssýslu(!!). Ekki getur blaðið þess,
hvort þessi glíma þeirra Guðlaugs og Jósa-
fats eigi að fara fram í „Dyrhólagatinu" eða
ekki. Það mun þó enn vera kyrt í kjör-
dæmi Guðlaugs, þótt spekingurinn mikli og
margfróði, „Dyrhólagatistinn", væri að rogast
með það vestur undir Snæfellsnesjökul f vet-
ur. Hann hefur líklega ætlað að hræða Lár-
us með því heljartaki, karlfuglinn. Næst
fræðir blaðið líklega lesendur sína á því, að
Hermann á Þingeyrum ætli sér að varpa
Axel í Suðurmúlasýslu, Pétur á Gautlöndum
komi suður í Mýrasýslu, og hrindi Magnúsi
prófasti frá, en nýr maður Jón Jakobsson sé
valinn til þess að leggja Jóhannes sýslumann
Norðntýlinga á hælkrók. Þetta er alveg í
samræmi við hina vitleysuna, og ekki vit-
lausara, en margt annað, sem birzt hefur í
því málgagni, svona á borð við átsöguna um
Scheel-Vandel, Nilsson höfuðlausan í Grinda-
vík og Dyrhólagötin, að ógleymdum fögnuð-
inum yfir 3 ára gamalli lygasögu um forlög
Andra heimskautafara, sem blaðið henti á
lopti og hámaði í sig sem splunkurnýjan sann-
leika, fyrir tæpum 2 mánuðum. Ó, mættum
við fá meira að heyra!
Skipsbruni.
Eptir frétt vestan afísafirði, hafðinorskt
hvalveiðaskip brunnið norður við eyna Jan
Mayen, hafði kviknað 1 kolunum. Skip-
verjar 45 alls komust slyppir út á ísinn, en
það vildi þeim til lífs, að norskt hvalveiða-
skip var þar í nánd, er bjargaði þeim af
ísnum. Komst það skij> alla leið þaðan
norðan úr íshafi vestur a Isafjörð, en komst
ekki á norðurhafnirnar vegna Iss. Sam-
kvæmt þessu getur ekki verið mjögmikill
ís úti fyrir heldur, að eins ísspöng allbreið
meðfram Norðurlandi. Eptir veðuráttu hér
syðra nú, þykir líklegt, að ísinn fari að
hypja sig burt frá landimt.
Glasgow-prentsmiðjan.