Þjóðólfur - 16.05.1902, Side 3
79
og mælskumaður hinn mesti. ' Hvor-
ugan þessara þingmanna verður Arnes-
ingum vansæmd í að hafa á næsta þingi,
hvað sem »ísafold« kann að segja um þau
hoðorð, hún hefur svo lengst af hringt
gómabjöllu sinni, að við heimastjórnar-
menn höfum látið okkur það í léttu rúmi
liggja, þó hún kalli okkur viðrini og stór-
hneykslismennina o. s. frv.
Arnesingar!
Látið Eggert í Laugardælum og séra
Ólaf í Arnarbæli sitja heima í sumar, þeir
hafa nóg annað að gera en að vasla í
þingmennskustörfum. Eggert má ekki fara
frá Zöllnersfélaginu, æðarfuglinum og odd-
vitastörfunum, en séra Ólafur hefur nóg
að gera, sem prestur í svo víðáttumiklu
prestakalli, sem Ölfusið er; svo má hann
til að hugsa um rjómabúið sitt og ýmis-
leg fleiri störf. K j ó s a n d i.
* *
*
Með því að grein þessi eryfirleitt kurt-
eislega og stillilega rituð, hef eg veitt
henni rúm í blaðinu, enda þótt mér hefði
verið hugþekkast, að mín hefði þar lítt
eða alls ekki getið verið, því að eg er
lítt vanur því, að prenta hól um sjálfan
mig, og læt auk þess persónulega allar
kosningadeilur í Árnessýslu afskiptalausar,
enda þótt eg vilji ekki synja flokksmönn-
um mínum um rúm, til að láta skoðanir
sínar í Ijósi á hóflegan hátt f jafnmiklu
áhugamáli. Eg hef aldrei ætlað mér að
komast að þingmennsku í Árnessýslu, með
því að bakbíta og sverta persónulega mót-
kandídata mfna. Slfkra meðala þarfnast
góður málstaður ekki, eða á ekki að
þarfnast, en það er hann, sem d að sigra,
en ekki rógur og undirróður. Sögurþær,
sem smátt og smátt eru að berast hing-
að af kosningafargani Valtýinga í Árnes-
sýslu, læt eg þvf að minnsta kosti eins
og vind um eyrum þjóta, vil helzt ekki
trúa þeim, helzt ekki heyra þær.
H. Þ.
Pistlll af Snæfellsnesi 2. maf.
Þjóðólfur minn! Það er sjaldan, að þér
berast nokkrir pistlar héðan úr sýslu. ísa-
fold fær aptur á móti þessfleiri. En ekki
er trútt um, að oss Jöklurum þyki sumir
þeirra undarlega tilorðnir og rennum grun
í, að guðsmaðurinn okkar sígáði’ eða sann-
leiksástin á Mosfelli hafi haft hönd í bagga
með. En hvað um það. Þó ekki sé til
annars en að skemmta hinum sígáða og
sannleikspostulann reykvízka skulu nú hér
talin nokkur atriði, er munu sýna það
ljóst, að deyfðin og framtaksleysið hér er
engan veginn eins átakanlegt og sá »gamli«
vill vera láta.
I janúar var fyrir forgöngu sýslumanns
vors opnuð inn í Hólmi lesstofa með öll-
um íslenzkum blöðum og tímaritum auk
allmargra útlendra. Hafa skilorðir menn
sagt mér, að lesstofan hafi verið vel sótt
i vetur, bæði af Hólmverjum og enda af
mönnum ofan úr Helgafellssveit.
Sýslunefnd vor hefur sýnt þá rögg af
sér að veita verðlaunafé til undaneldis
gripa: nauta, fola og hrúta. Er það þarft
verk og vonandi að það geti orðið búnaði
vorum til vaxtar og viðgangs.
Þá er að geta höfðinglegrar gjafar til al-
mennings þarfa, er dugnaðar- og ráðdeild-
armaðurinn Bjarni kaupmaður Jóhannsson,
er dó í vetur, gaf Stykkishólmi og sýslunni
eptir sinn dag. Mun kona hins látna og
sýslumaður vor, er Bjarni sál. fól skipta-
forstöðu búss sfns hafa fýst hinn látna til
þessa höfðingsskapar.
Dánargjöf þessi nernur, að því er sagt
er, nálægt 20,000 kr. En sá er gallinn
á, að nokkur hluti hennar er lítt tryggð-
tir og skal hér stuttlega gert grein fyrir,
hvernig á þvf stendur. Þegar Bjarni vissi,
að sótt hans mundi draga hann til dauða,
vildi hann selja útveg sinn, hús og vöru-
leifar, til þess að búa sem bezt í haginn
fyrir konu sína. Um það leyti varstadd-
ur inn í Hólmi Magnús nokkur Þórarins-
son úr Norðurmúlasýslu, sem er eitthvað
handgenginn Sigurði prófasti Gunnarssyni.
Varð það úr, að Bjarni sál. seldi Magnúsi
þessum 3 skip sín, hús og vöruleifar fyr-
ir 28,500 kr. Sagt er, að séra Sigurður
hafi samið kaupsamninginn, og mun hann
þar vart hafa gætt hagsmuna bússins svo
sem þurfti, því að engin trygging önnur
er þar seb fyrir skaðlausri lúkning skuld-
arinnar, sem á að greiðast á 26 árum, en
hinar seldu eignir, sem eru óvátryggð-
ar. Bjarni sál. hafði samt haft rænu á
að heimta húsogskip vátryggð. Enhvað
verður. Tveirn dögum síðar, eða 4 dögum
áður en Bjarni deyr, fóru þeir Magnús og
prófastur til Bjarna og fengu hann til að
gefa eptir vátrýgginguna. þar til hentuleik-
ar Magnúsar leyfðu. Var sálusorgarihins
deyjandi manns samningsmaðurinn og ann-
ar vitundarvotturinn að þessum samningi.
Hinn vitundarvotturinn, Jón hreppsstjóri
Magnússon, neitaði því síðar í áheyrn Magn-
úsar sjálfs, að hann vissi nokkuð um ept-
irgjöfina á vátryggingunni og þar við
stendur. Þegar eg heyrði söguna datt mér
ósjálfrátt í hug hin alkunna þjóðsaga:
»Gaf húnjenn guðskonan«. En 'hvernig á
því stendur geta sjálfsagt sálarfræðingarnir
í Reykjavík leyst úr; eggetþað ekki.
Jöklari.
*
* *
Aulaleg ofsókn.
I sambandi við þennan pistil mætti
geta þess, að ísafoldarritstjóranum mun
verða ofraun, að ætla sér að setja Lárus
sýslumann á kné sér og kenna honum lög.
Ritstj. hefur í síðasta blaði 12. þ. m. lát-
ið hreppstjóra vestan undir Jökli, sem
sakaður er um skjalafals, gabba sig til
þess að rita hina rnestu lokleysugrein um
sýslumann, og þykist nú ákaflega hróðug-
ur að geta sannað(!) fyrir almenningi, að
sýslumaður hafi beitt mann þennan hin-
um hraparlegustu ólögum. En ritstj. hefði
þurft að lesa upp lagaskruddur slnar frá
Hafnarverunni forðum, áður en hann fór
að láta sakborning þennan hafa sig að
ginningarfífli, því að allir, sem hafa nokkra
minnstu nasasjón af lögum, sáu undir eins,
að ísafoldargrein þessi var eittstórt »gat«
frá upphafi til enda, og að lögreglustjóri
þarf ekki að eltá mann, sem kærður er
um glæp, á varnarþing hans, meðan á
rannsókn stendur 1 málinu, auk þess
sem fullyrt er, að hreppstjóri þessi
hafi lofað sýslumanni að mæta í Stykk-
ishólmi. En svo rýkur hann hingað
suður, og ætlar að fá málsfærslumann
hér til að skrifa kæru yfir sýslumanni, en
þá er málsfærslumsður hafði kynnt sér
málavextina, réð hann honum frá því og
féllst þá hreppstjórinn á, að hætta við það.
Þetta hefur málsfærslumaðurinn vottað
skriflega, og er það til sýnis. En svo
fékk veslings maðurinn áheyrn hjá Isafold-
armanninum(!!) er varð harla glaður yfir
þessum happafeng(l). Birni vorttm veitti
ekki af að líta í litla lagasafnið 1. bindi
bls 105 og 165 og glöggva sig þar á kon-
ungsbréfi 16. febr 1787 og umburðarbréfi
kansellíisins 3. maí 1800. Hver veit nema
hann kæmist þá að þeirri niðurstöðu, að
hann þyrfti að lesa betur á sig lögin, áð-
ur en hann fer að vanda um gerðir sér
fróðari og menntaðri manna. En annars
svarar það hálfilla kostnaði fyrir Isa-
foldarmanninn, að vinna svo mikið til
að svala heipt sinni á sýslumanni í
bráð, að verða sjálfur fyrir öllum skell-
unum á eptir, og sýna með því almenn-
ingi enn einu sinni svart á hvítu, hve
sýnt honum er um, að »gatifisera« alstað-
ar og 1 öllu. Flestum tnun hafa þótt
hann vera búinn að sýna það svo ræki-
lega áður, að naumast væri á bætandi.
En ávallt safnast í sarpinn, heimskusarp
Isafoldar, svo að það verður ekki erfitt
fyrir Lárus sýslumann, að kveða þennan
nýjasta ísafoldardraug niður.
Húnavatnssýslu (Hrútafirði) 7. maí.
Nú er okkur Húnvetningum haslaður
völlttr að Sveinsstöðum 7. júní. Ekki er
það að efa, að þar sem kjörfundurinn er
bæði á hentugum tíma og stað, að hann
muni verða sóttur töluvert betur en síðasti
kjörf. Undirbúningur mikill af hendi Val-
týinga eða Hafnarstjórnarmanna, í austur-
sýslunni er róinn lífróður fyrir amtmann og
Björn Sigfttsson. Gæðingar amtmanns hafa
verið að safna nöfnum undir áskörun til
amtm. um, að bjóða sig hér fram; hafa
Valtýingar gleypt við þessu skjali, en við
hinir kunnum ekki enn þá að meta þann
heiður og þá upphefð, sem héraðið kynni
að hafa af amtmanni, sem fulltrúa sínum,
og höfum því ekki getað léð því nöfn
okkar. Annars hefur amtm. alveg spilað
með sig á ritsmíðum sínum í »N1.« — við
teljum hann ekkert hættulegan keppinaut
hér, og eg tel vfst, að Húnvetningar sýni
nú sömu festu og á síðasta kjörfundi, enda
er engin ástæða fyrir okkur til þess að
hafna þingmönnum okkar, sem báðirreynd-
ust trúir flokksmenn.
Þingmálafundur.
Að tilhlutun Björns Bjarnarsonar og
Þórh. Bjarnarsonar, sem væntanl. þing-
mannaefna við næstu alþingiskosningar í
Borgartjarðarsýslu, var á Akranesi hald-
inn fjölmennur þingmálafundur 9. maí
1902 kl. 6 e. h. (Fundarstj.: Jón Sig-
urðsson hreppstjóri, skrifari: Matthías Þórð-
arson skipstjóri).
Á fundinum voru samþykktar þessar til-
lögur:
1. Fundurinn óskar: a ð væntanlegt frum-
varp stjórnarinnar með búsetu ráðgjafans
fyrir Island í Reykjavík, verði samþykkt
á aukaþinginu í sumar alveg fleygalaust.
2. Að aukaþingið geri það sem í þess
valdi stendur, til að efla svo landsbank-
ann, að hann geti fullnægt viðskiptaþörf
landsmanna (— aukna seðlaútgáfu og veð-
deild),
3. en a ð svo framarlega sem hlutafél-
agsbankafrv. síðasta þings er staðfest, áð-
ur en aukaþingið kemur saman, skori
þingið á stjórnina, að nota til fulls heim-
ild þá, sem henni er gefin til hluttöku í
nefndum banka fyrir landssjóðs hönd.
4. Fundurinn tjáir sig nlynntan lögum
um kosningar til alþingis, þar sem með-
al annars sé ákveðið, að kosningar séu
leynilegar, landinu skipt í jafnmörg kjör-
dæmi eins og tala er þjóðkjörinna þing-
manna, og kjörstöðum fjölgað.
5. að aukaþingið geri það sem í þess
valdi stendur, til að flýta fyrir því, að
landið komist sem fyrst í þráðlaust tele-
graf-samband við önnur löud Norðurálf-
unnar.
6. Fundurinn áleit æskilegt, að Akra-
nes fengi kaupstaðarréttindi, og sérstakl.,
að lögreglustjóri yrði þar búsettur.
7. Fundurinn óskar, að frumv. um styrkt-
arsjóði fyrir fjölskyldur sjódrukknaðra
manna fengi framgang.
Ræður hnigu lauslega að fleiri málum,
en engar ályktanir gerðar.
Jón Sigurðsson. Matth. Þórðarson.
Þinginannaefni.
Eptir því sem frétzt hefur, verða ekki
í neinum kjördæmum jafnmargir kandí-
datar til þingmennsku, eins og í Múla-
sýslunum, að minnsta kosti 6 í hvorri, í
Norður-Múlasýslu: séra Einar Jónsson í
Kirkjubæ, Ólafur Davíðsson verzlunarstj.
á Vopnafirði, Jón Jónsson héraðslæknir
þar, Jón Jónsson hreppstjóri (fyr á Sleð-
brjót), sera Einar Þórðarson í Hofteigi og
Jóhannes sýslumaður, en í Suður-Múla-
sýslu Guttormur, Jón Bergsson á Egils-
stöðum, Ari Brynjólfsson á Þverhamri,
Björgvin Vigfússon umboðsmaður, séra
Magnús Blöndal í Vallanesi og Axel Tul-
inius sýslumaður, og auk þess ef til vill
Sveinn Ólafsson úr Mjóafirði, séra Jón
Guðmundsson í Nesi og séraLárus Hall-
dórsson fríkirkjuprestur, en óvíst mun
samt um framboð þessara þriggja síðast-
töldu. Sunnmýlingar verða því ekki f
vandræðum, þótt Jón Ólafsson gugnaði
við þá. — I öllu þessu moldviðri kvað
G-uttormur einn vera fullkomlega viss um
endurkosningu, Ólafur Davíðsson nokkurn-
veginn, um næstu tvo óvissara. Þó er full-
yrt, að sýslumennirnir muni verða vegnir
og léttvægir fundnir, einkum Axel.
..Skálholf4
kom að vestan 10. þ. m. Hafði kom-
izt norður fyrir Horn og dálítið austur í
Húnaflóa, en varð að hverfa þar aptur
sakir hafíss, komst heldur ekki á Reykjar-
fjörð. Með því komu að vestan amtsráðs-
mennirnir: séra Páll prófastur Ólafsson í
Vatnsfirði, séra Páll Stephensen á Mel-
graseyri (varamaður í stað séra Sigurðar
í Vigur, er hafði nú öðrum hnöppum að
hneppa), séra Kristinn Daníelsson á Sönd-
um, séra Þorvaldur Jakobsson 1 Sauðlauks-
dal, Snæbjörn Kristjánsson hreppstj. í Her-
gilsey, Björn Bjarnarson sýslumaður á Sauða-
felli og Sæm. Halldórsson kaupm. í Stykk-
ishólmi; ennfremur komu Torfi Bjarnason
skólastj. í Ólafsdal, Einar Magnússon veit-
ingam. á Vatneyri, Magnús Þórarinsson
kaupm. í Stykkishólmi, Ármann Bjarnason
verzlunarstj. samast. o. fl. Allir þessir
fóru aptur með Skálholti 13. þ. m.
„Hólar“
komu norðan og austan um land 13.
þ. m., komust þeir alla leið til Akitreyr-
ar, þó með illan leik, og á norðurleið ekki
á neinar hafnir nema á Mjóafjörð utar-
lega og Fáskrúðsfjörð, með því að ís-
spöng lá alstaðar meðfram landinu, en
nokkurnveginn autt úti fyrir. Á suðurleið
komst það á allar hafnir samkvæmt áætlun.
Með „Reykjavílc“
upp í Borgarnes fór í gærmorgun Jón
Jakobsson forngripavörður áleiðis norður
í Skagafjörð á kjörfund.
Hafísinn liggur hér enn þá fyriröll-
um Húnaflóa — er ritað úr Hrútafirði 7.
þ. m. — og eru engar líkur til þess, að
neinir straumar séu í honum, sem beri
hann í burtu, en án þeirra þokast hann
ekki, þar sem hann er samfrosinn út fyr-
ir öll fjarðamynni. Hrútafjörður er því
ekki siglingalegur og fer að verða bagi
að þvf, ef nokkuð dregst til muna að
sigling komi, þó eru menn hér vesturfrá
til muna betur staddir með matbjörg held-
ur en austurhluti sýslunnar, því til skamms
tlma hefur kornmatur fengizt á Borðeyri.
I austursýslunni mun vera fullkomin neyð
manna f milli, enda Blönduós vörulaus f
allan vetur.
Slysfarir.
Hinn 5. þ. m. féll maður útbyrðis og
drukknaði af fiskiskipinu »Málmey«, (sem
er eign hins dansk-íslenzka fiskiveiða- og
verzlunarfélags vestra). Maður þessi hét
Björn Ólafsson, ættaður úr Hrúta-
firði, efnismaður um tvítugt.
Hinn 4. f. m. drukknaði ofan um ís á
Mjóafirði örskammt frá landi, ungur dreng-
ur sonur hjónanna á Krossstekk. Móðir
hans, sem ætlaði að hjálpa honum féll
einnig ofan um fsinn, en önnur kona, er
með henni var fékk bjargað henni.
Fyrir skömmu varð úti maður milli
Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar, J ó h a n n
Jóhannesson frá Desjarmýri, roskinn að
aldri.
Ólafsdalsskólinn.
Þau urðu úrslit þessa skólamáls á amt-
ráðsfundi Vesturamtsins 12. þ. m.,aðamt-
ið keypti ekki skólann, en gaf skólastjór-
anum, Torfa Bjarnasyni, upp skuld hans
við amtssjóð um 17,000 krónur, þvf að
skólastjóri kaus það heldur, en að selja.
Mál þetta er því lfklega til fulls og alls
út af dagskrá, að því leyti, að amtið eða
landsjóður mun ekki kaupa skólann úr
þessu, og fór þar vel sem fór.
Baráttan um Heimastjórn.
Afrek Valtýsliða
heitir nýr ritlingur, prentaður í Glasgow prent-
smiðju. Er þar, eins og minnzt var á í síðasta
viðaukablaði, rakin afskipti Hafnarstjórnar-
flokksins og ísafoldar af stjórnarbótarmáli
voru síðan í fyrra sumar, og mun ritlingur
þessi, þótt stuttur sé, færa mönnum heim
sanninn um, hvflíkan skollaleik þetta Co
hefur leikið, og hversu herfilega illa því hef-
ur tekizt að dylja mótsagnirnar og vitleys-
urnar í öllum þessum leiðangri þess gegn
sönnu þjóðfrelsi íslands. Verður ef til vill
síðar minnst betur á ritling þennan, er al-
menningur ætti að lesa með athygli. Hann
er mjög lipurt, skýrt og skilmerkilega skrif-
aður. Aptan við hann er dálítil smágrein
um afstöðu Páls Briems amtmanns í þessu
máli.
Appelsinur
eru alveg spánný kosningabeita, sem sjálf-
ur höfuðsmaður Hafnarstjórnarflokksins, dr.
I Valtýr, er farinn að gæða Vestmanneying-