Þjóðólfur - 06.06.1902, Side 3
9i
gert. Eru kunnar ýmsar, ekki ófróðlegar
sögur af háttalagi sumra þessara valtýsku
æsingaforkólfa þar í sýslu, sem ef tilvill
verða birtar slðar, þvl að þær eru þess
verðar, að þeim sé haldið á lopti, ekki
um það að tala, hversu rógurinn og níðið
var flutt bæ frá bæ alla stund, einkum
eptir að séra Ólafi var skákað fram, því
að n ú átti til stáls að sverfa. Undirróð-
urinn og æsingarnar af-hálfu Valtýinga í
Árnessýslu voru barnaleikur einn í hitt
eð fyrra í samanburði við aðfarir þær,
er nú voru. En öll ærslin strönduðu að
mestu leyti á því, að allur þorri kjósenda
var farinn að sjá og skilja, hvar fiskur
lá undir steini, og hversu Valtýingarstóðu
á glerhálku gagnvart almenningi í þess-
ari kosningabaráttu.
Hinn örlitli atkvæðamunur milli þeirra
Eggerts í Laugardælum og Péturs kenn-
ara sýnir ljósast, hversu mikið fylgi Pét-
ur hefur t kjördæminu. Bæði nú og síð-
ast hefur hann fallið með mikilli sæmd
og fengið fleiri atkvæði, en tveir prestar,
sem taldir munu vera einhverjir helztu
klerkar í héraðinu. Það eru engar líkur
til, að Árnesingar sendi presta á þing
fyrst um sinn. En það er ekki ólíklegt,
að Pétur stæði mjög vel að vígi, ef hann
gæfi kost á sér næst.
Fyrsta kosningafréttin,
er barst til höíuðstaðarins var kosning-
in í Árnessýslu, og segja kunnugir menn,
að Isafoldar-Birni elskulegum(!) hafi orð-
ið allhverft við, svo að þurft hefði að
styðja hann til sængur. En á ferli kvað
hann þó hafa verið síðari hluta dagsins,
því að kosningin hér í Reykjavík var fyr-
ir dyrum. Svo bættist það ofan á allt
saman, að Þjóðólfur flutti fréttir afkosn-
ingunni í Rangárvallasýslu með sérstökum
fregnmiða snemma á miðvikudagsmorg-
uninn, áður en kjörfundur hófst hér. Höfðu
Valtýingar þá engin önnur fangaráð, en
að fullyrða, að fregn þessi væri ósönn,
og er mælt að Björn hafi ætlað að láta
málgagn sitt flytja mótmæli gegn þessari
frétt og lýsa hana lygi(H) þá þegar. Var
klausa þessi albúin-til prentunar, en rit-
stjorinn gugnaði svo við kosninguna hér
í höfuðstaðnum þá um daginn, að hann
treystist ekki til að láta blaðið birtast
þann dag.
Eg aumkva Isafoldarmanninn fyrir allt
það ómak, alla þá fyrirhöfn, allar þær
bréfaskriptir, allar þær næturvökur, hugar-
víl, andvörp og áhyggjur, er hann hefur
haft mfn vegna til að hrinda mér frá kosn-
ingu í Árnessýslu, og sárvorkenni honum,
hve allt gengur nú öfugt og ömurlega
fyrir honum, eins og reyndar vænta mátti,
því að flokkur sá, sem hefur haft »ísa-
fold« að höfuðmálgagni, getur ekki bú-
izt við betra. Það getur ekki stýrt góðri
giptu, að hafa jafn saurugt máltól sem
aðalmálsvara. Hver málstaður, jafnvel
þótt góður væri, er dauðadæmdur með
slíku varnargagni.
H. Þ.
Kjörfundur Rangæinga
vaa haldinn eins og til stóð 2. júní; gerð-
ist þar fátt sögulegt. Þingmannaefnin
héldu öll ræður, og þótti séra Eggert tala
langbezt. Sýndi hann mjög vel og ljóst
fram á, að það væri heimastjórnarmönn-
um að þakka, að stjórnarskrármálið horfði
eins vel við og það gerði nú.
Sýslum. mótmælti séra E., og kvað að
það væri Valtýingum að þakka, í hvert
horf, að málið væri komið. Sighvatur tal-
aði eins og vant er mjög skynsamlega og
vel, og sýndi glöggt fram á, hve stóri
bankinn væri hættulegur, hve skaðlegt
væri að kasta seðlaútgáfuréttinum m. fl.
Þórðar ræða gekk öll út á að reyna að
bera það af sér, sannleikann, sem Rang-
æingurinn sagði um hringlandaskap hans
í stjórnarskrármálinu 1 vetur í Þjóðólfi,
en lítið varð úr þeirri vörn hans, sem
eðlilegt var, því það er aldrei gott að
finna gild rök til að mótmæla sannleika.
Af meðmlælendum töluðu einna skynsam-
legast Jón Sveinbjörnsson á Ásólfsskála,
og Tómas hreppstj. á Barkarstöðum, en
hrottalegast EinaríMiðey, sem varð sértil
minnkunar á fundinum, Oddapresturinn
vildi ekki með nokkru móti heyra nefnd
afreksverk Jóns Sigurðssonar riddara og
Ben. Sveinssonar, kallaði það að »vekja
þá upp« (!!).
Að síðustu má geta þess, að sýslumað-
ur hafði 7 meðmælendur, og töluðu 5 af
þeim, en Sighv. og séra E. höfðu auk
annara meðmælenda sama meðmælandann
báðir (nfl. Jón Sveinbjörsson), og neitaði
sýslum. í fyrstu að lofa honum að tala
nema einu sinni fyrir báða, en svo skor-
aði Sighv. á sýslum. að lofa Jóni að tala
tvisvar, og lét sýslum. þá til leiðast, að
bera það undir kjörstjórnina og veitti hún
það fúslega, og fékk þá Jón að tala fyrir
Sighvat.
Á fundinum voru alls 385 kjósendur,
og auk þess margt manna (líklega á 2.
hundrað), er ekki höfðu kosningarrétt, bæðí
karlar og konur. Hefur jafnfjölsóttur kjör-
fundur aldrei verið haldinn í Rangárþingi.
Fundarmadur.
Reikningslok.
Með yfirlýstu áliti tveggja hinna
beztu reikningsmanna þessa
lands, reikningskennara lærða skól-
ans hr. Björns Jenssonaroghr.
docents Eiríks Briems, sem birtist
í síðasta blaði Þjóðólfs, er þvl s 1 e g i ð
ómótmælanlega föstu, að eg hef
haft að öllu leyti rétt fyrir mér
í ummælum mínum um reikningsform
»Bóndasonar«.
Engir útúrsnúningar né vífilengjur duga
hér lengur, hvorki fyrir Ísafoldar-Björn né
B. Kr.
Jafnskjótt sem þetta yfirlýsta álit birtist
í Þjóðólfi, gerði Ísafoldar-klíkan tilraun til,
að fá þessa menn, eða að minnsta kosti
annan þeirra, til að lýsa því yfir, að þetta
væri ekki álit þeirra. En sú tilraun mis-
tókst. Klíkan hefur vfst ímyndað sér, að
hún væri búin svo rækilega að rýma burtu
úr hug og hjörtum manna yfirleitt sann-
leika og sannleiksást, »að hér fyndist
ekki« tveir »réttlátir«. Svo mikla sið-
spilling hefur hún þó ekki getað enn magn-
að. Og eg er þess fullviss, að hún fær
ekki þessa tvo menn til að bera ljúgvitni
— hversu fast sem hún leggur að þeim.
Til þess eru þeir ofvandaðir menn.
Hið yfirlýsta álit þeirra stendur óhagg-
a ð. Þetta er skínandi sigur, sem rétt
mál hefur unnið, og maklegur löðrungur
á fáfræði og heimsku Isafoldar og hennar
klíku í þessu reikningsmáli.
Böndin eru nú svo reyrð að B. Kr., að
hann getur ekki spriklað lengur.
Hann er að gefa í skyn, að hann hafi
þó kunnað að búa til bæjarreikning fyrir
14 árum síðan. Hvort hann hefur þá
samið þann reikning, eða einhver annar
fyrir hans hönd, læt eg ósagt; en vanda-
laust er að setja upp reikning í sama
formi frá ári til árs, þegar fyrirmyndin
liggur fyrir framan mann. Til þess þarf
að eins að vera 1 æ s ; og reikningsform
bæjarreikningsins hefur jafnan verið hið
sama, bæði þá er B. Kr. samdi hann, og
á undan og á eptir. Kostir bæjarreikn-
ingsins 1887, sem við Björn Jensson minnt-
umst á, voru að þakka bæjarfógeta og
skrifstofu hans (þar eru samin flest hin
flóknustu fylgiskjöl) en ekki formi reikn-
ingsins, því að þ a ð var ó b r e y 11. At-
hugásemd okkar Björns Jenssonar 1888 er
stíluð til bæjarfógeta og skrifstofu hans,
en ekki til Björns Kristjánssonar, þó að
hann sé nú að reyna til að hnupla henni
handa sér.
Öllum aðdróttunum B. Kr. til mín um
múturo. fl.svara eg með fyrirlitningu. Hann
lætur nú á þessum kosningarrógs-tímum
dynja yfir mig róginn, eins og yfir lector
Þórhall Bjarnarson, skólastjóra Jón Þórar-
insson, Jón Magnússon landritara, o. fl.
mæta menn. Þess háttar er venjulegir á-
vextir illra geðsmuna, öfundar og annara
slíkra mannkosta.
Halldór Jónsson.
Þingmálafundur Reykjavíkur
31. maí.
1. Stjórnarskrármál. Tillaga
frá Birni Jónssyni ritstjóra :
»Fundurinn skorar á alþingi, að sam-
þykkja stjórnarskrárfrumvarp það, er ráð-
gert er í konungsboðskap 10. jan. þ. á.
með ráðgjafabúsetu í Reykjavík, óbreytt
að efni til eða með þeim einum breyting-
um, sem fullkomin vissa er um fyrirfram,
að hljóti konungsstaðfestingu« eigi borin
upp með því, að svolátandi rökstudd dag-
skrá frá Þorl. Bjarnasyni adjunkt varsam-
þykkt með 64 atkv. gegn 55 :
»Með skírskotun til fundarályktunar
þeirrar í stjórnarskrármálinu, er samþykkt
var á þingmálafundi hér í bænum 2. apríl
slðastl. og fundur þessi telur sig algerlega
samþykkan, tekur hann íyrir næsta mál
á dagskrá«.
2. Bankamál. Tillaga frá Sighvati
Bjarnasyni bankabókara :
sFundurinn telur sig algerlega mótfall-
inn , niðurlagningu landsbankans, en er
eindreginn meðmæltur eflingu hans og
auknum seðlaútgáfurétti, og skorar á þing-
mann kjördæmisins, að styðja þau stjórn-
arfrumvörp. er kunna að koma fram á
þinginu í sumar í þessa átt. — En verði
þar á móti bankalög þau, er síðasta al-
þingi samþykkti staðfest af konungi og
komist til framkvæmda, tjáir fundurinn
sig þvl eindregið meðmæltan, að lands-
sjóður gerist hluthafi í banka þessum, svo
freklega sem kostur er á, en efli þó jafn-
framt veðdeild landsbankans sem mest«.
Samþykkt með 61 samhljóða atkvæði.
3. Heimullegar kosnlngar. Til-
lága frá Tr. Gunnarssyni'.
»Fundurinn lætur þá skoðun sína í
ljósi, að heimullegar kosningar til alþing-
ís séu heppilegar, og skorar á alþingi, að
samþykkja sem fyrst lög um þetta efni«.
Samþykkt í einu hljóði.
Svolátandi breytingartillaga frá Jóni
Ólafssy ni:
sFundurinn skorar á alþingi, að sam-
þykkja að aðalefni frumvarp það, sem
borið var fram á slðasta alþingi um heim-
ullegar kosningar«.
Felld með 19 atkvæðum gegn 16.
Ritstj. ísafoldar hefur aldrei haft orð á
sér fyrir fallega framkomu á fundum eða
samboðna svogömlum manni. Þó blöskr-
aði kjósendum fyrst atfarirnar á fundin-
um 31. f. m. — Ræða hans sjálfs var
auðvitað ekki annað en alkunn illyrði úr
»ísafold« og kaldhamraðar rangfærslur.
Það var sök sér. En þegar einn fram-
bjóðandinn, Tr. G., svaraði, þá hélt rit-
stjórinn áfram að tala úr sæti sínu og lét
dæluna ganga, ýmist berhöfðaður eða með
hattinn uppi, alla þá stund, er Tr. G. tal-
aði. Var sém hann ætti alla kjósendur
og vald á öllu og sagði, að hér væri eng-
inn fundarstjóri, þegar séra Þórhallur mælt-
ist til meiri kyrrðar á fundinum. Þótti
kjósendum það eitt bresta á góða stjórn
hjá fundarstjóra, að hann leyfði ritstjór-
anum þetta háttalag, því að full ástæða
hefði verið, að rýma honum burt úr saln-
um. — Þegar tillaga hans var fallin og
fundarmenn höfðu staðfest gerðir fundar-
ins 2. apríl, þá sá ritstjórinn þann kost
vænstan, að hafá sig burtu og fylgdu hon-
um 4 eða 5 valtýskir höfðingjar. — Eptir
það fór fundurinn hið bezta fram og gátu
kjósendur rætt málefni sín 1 friði.
Ritstj. »ísafoldar« hefur í seinni tfð ver-
ið eini þröskuldurinn fyrir því, að fundir
gæti farið sæmilega fram í höfuðstaðnum.
Fundarmadnr.
,Ekki ,,Valtýs‘‘liði‘.
I gærkveldi fór heimastjórnarmaður að
hitta herra lector Þórhall Bjarnarson, sýndi
honum 34. tölublað ísafoldar (ds. í gær),
þar sem lektorinn er kallaður Valtýingur,
og spurði hann, hvort hann teldi það rétt-
nefni.
Séra Þórhallur brosti að þessu heiti og
þótti það »nokkuð óverðskuldað«
eptir því sem sagt væri að flokkstjórninni
og flokksforingjanum hefði legið orð til
sín í vetur. Hann sagðist af alhugfylgja
þeim að málum á þingi, sem aðhyllast óskor-
að og fleygalaust konungsboðskapinn (o:
búsetufrumvarpið).
Eptir mánaðar yflrsetu
út í Vestmannaeyjum er nú dr. Valtýrhing-
að kominn, þingmennskulaus, og lítil eða
alls engin von um, að hann komist ann-
ars staðar að, því að vart mun þykja þor-
andi að tefla með hann á tvær hættur í
Mýrasýslu (þar er kjörfundur 9. þ. m.),
enda ósennilegt, að séra Magnús Andrés-
son dragi sig í hlé, með því að telja má
víst, að Valtýr falli þá móti Jóhanni bónda
í Sveinatungu, er hefur mikið fylgi' þar i
héraðinu, þótt hann ef til vill hrökkvi ekki
við séra Magnúsi, er sumir segja þó nokk-
urt tvísýni á. Séra Magnús getur ekki
heldur stungið kjósendum sínum 1 vasa
Valtýs, að því er vér ætlum. Svo lítil-
sigldir munu Mýramenn naumast vera, að
þeir láti fara svo með sig.
Foringi Hafnarstjórnarflokksins, dr. Val-
týr, er því óapturkallanlega fallinn í val-
inn við þessar kosningar, og er það veru-
legur sigur fyrir heimastjórnarflokkinn. En
í sæti hans er kominn sá maður(Jón Magn-
ússon landritari), sem »ísafold« hefur að
vfsu talið »hávaltýskan«, en er að allra
vitund, alls ekkert á þess flokks bandi, al-
gerlega andstæður atferli flokksins á sfð-
asta þingi í stjórnarskrármálinu, og enn
frekar í bankamálinu. Það er því nokk-
uð léleg huggun fyrir »ísafold« að telja
hann samt sem áður í Hafnarstjórnarflokkn-
um.
„Fimmið“
hans Jóns Ólafssonar er nú aðalumtals-
efnið hér í bænum. Eru víst engin dæmi
til þess við kosningar hér á landi, að nokk-
ur frambjóðandi hafi nokkru sinni fengið
tæpan ^/so hluta greiddra atkvæða, eða
lítið meira en i°/o(!!). Það hefur víst eng-
inn frambjóðandi lagt út í kosningar með
jafnlitlu fylgi. En það er kannske eitt-
hvað veglegt að vera nefndur sem einn af
frambjóðendum í höfuðstað landsins(l).
Menn út um land geta ætlað, að sá mað-
ur hafi ekki eingöngu traust á sjálfum sér,
heldur einnig traust annara. Fyrra »traust—
ið« hefur J. Ó. að sjálfsögðu, en hitt »traust-
ið« virðist hafa verið nokkru minna. Hann
gekk einnig burt af kjörfundi, er hann
hafði fengið 3 atkv., en eptir það fékk
hann 2, og sögðu því gárungarnir, að hann
hefði fengið 3 og 2, þ. e. 3* í aðaleink-
un, og þótti lélegur vitnisburður. Líklega
hafa einhverjir, er ætluðu að greiða hon-
um atkvæði, hætt við það, er þeir sáu
hvernig gekk, en ekki munu þeir hafa ver-
ið margir.
Þökk og heiðup
fyrir alla frammistöðuna eiga flest þau
kjördæmi skilið, er fréttir hafa borizt úr
um kosningarnar, fyrst og fremst Vest-
mannaeyingar, er hrundu Valtý af sér, og
naumast síður Rangæingar, er hristu af
sér sýslumannsokið og björguðu sæmd kjör-
dæmisins að fullu með yfirgnæfandi at-
kvæðafjölda, svo að naumast hefur nokk-
urt kjördæmi rösklegar sópað hreint fyrir
sfnum dyrum, en Rangæingar gerðu nú.
Sýnir það, að þeir eru áhugamenn og
kjarkmenn, er þora að horfast í augu við
yfirvaldið. En víða hefur sú raun á orð-
ið, að embættismannasvipurinn hefur skot-
ið geig í brjóst mörgum kjósendum, jafn-
vel þótt kjörstjóri sjálfur hafi ekki átt 1
hlut. — Þá munaði og minnstu, að Ár-
nesingar gætu að öllu leyti losaðsigund-
an valtýska liðinu, er reyndar má kalla að
þeir hafi gert með því að senda séra Ólaf
heim, en kjósa Eggert, því að hann er
hvorki ákafur flokksmaður né hefur neina
»fortíð« á þingi að breiða yfir, enda finnst
Valtýingum fátt um, að hann skyldi nú
kosinn, en ekki óskabarnið frá Arnarbæli.
Árnesingar geta því huggað sig við, að
þeir hafa með kosningunum sært »ísafold«
og Valtýsklíkuna svo miklu holundar- og
mergundarsári, sem unnt var að veita henni.
Við svo ramman reip, sem var að draga,