Þjóðólfur - 06.06.1902, Síða 4

Þjóðólfur - 06.06.1902, Síða 4
92 tókst þeim því vonum framar vel að storka klíkuþessari.—Þá eiga Reykvíkingarmikinn heiður skilið fyrir frammistöðuna, en síður Borgfirðingar, enda þótt séra Þ. B. sé að mörgu leyti vel hæfur þingmaður og hafi nú lýst því yfir, að hann sé alls ekki í Valtýsfiokknum. Snæfellingum var eng- inn vandi á höndum við kosninguna. Hún var fyrirfram viss. Það er alleptirtektavert, að enginn peirrn <? þingmanna, sem nú er frétt um að kosn- ir séu, hefur greitt atkvœði með stjórnat- skrdrfrumvarþi stðasta a/þingis. Enginn þeirra, er greiddi atkvœði með þvi, hefur því enti verið endurkosinn, og eru nú 4peirra fallnir (Valtýr, séra Ól. Ól., M. Torfason, Þórður Guðm.). Það er einkennilegt tákn tímans. Það »smásaxast á limina hans Björns míns« sagði húsfrú Axlarbóndans forðum. f Fjórir helztu kapparnir úr valtýska liðinu eru nú þegar fallnir í valinn við kosningar í þeim 6 kjördæm- um, sem frétt er komin úr. Það er nfl. foringinn sjálfur dr. Valtýr, séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli, Magnús Torfason sýslumaður (þessir allir áttu sæti á síðasta þingi) og Jón Jensson yfirdómari. Ur heimastjórnarflokknumhefur hins vegar fall- ið að eins i þeirra manna, er á síðasta þingi voru: Björn Bjarnarson í Gröf, og það fyrir manni, sem vér nú teljum eindreginn í heimastjórnarflokknum, (Þórh. Bj.) þótt »ísaf.« vilji nú í harðréttinu eigna sér hann, þrátt fyrir það, þótt hún teldi hann óalandi og óferjandi í flokknum rétt fyrir kosningarnar(!l). »Nú er bágt til bjarga, b . . . . krákan svarta«. PóstskipiO „Laura‘‘ kom hingað í gærmorgun beinaleið frá Leith. Með henni komu allmargir farþegar, þar á meðal Björn Sigurðssonkaupm., Sigur- jón Jónsson læknir, Sig. Þórólfsson búfr. frá námi við Askov lýðháskóla, Pétur Hjaltested úrsmiður, 'Pétur Brynjólfsson ljósmyndari, stúdentarnir Jón Stefánsson, Páll Jónsson, Páll Sveinsson, Sveinn Björnsson, frk. Guðríður Jóhannsd. (dómkirkjuprests), frk. Ingibjörg Helgadóttir (kaupmanns), margir (24) danskir landmælingamenn o. fl. Frá Vestmanneyjum kom dr. Valtýr Guðmunds- son af kjörfundi þar eptir rúma mánaðar- dvöl þar í eyjunum. StrandferOabátarnir »Skálholt« og »Hólar« báðir komnir og allmikill fjöldi farþega með hvorum tveggj- um. Með »Skálholti« kom séra Vilhj. Briem á Staðastað, Halldór Steinsson lækn- ir f Ólafsvfk o. fl. þaðan, en með »Hól- um« séra Pétur Jónsson á Kálfafellsstað með konu og dóttur, Jón Finnbogason verzlunarstj. á Búðareyri við Reyðarfjörð, húsfrú Petra Jónsdóttir frá Stöðvarfirði og Guðrún systir hennar (unnusta Halldórs læknis Steinssonar), Þorsteinn Mýrmann borgari af Stöðvarfirði o. fl. „Vesta“ fór norður um land áleiðis til útlanda í gær. Með henni fór til Akureyrar Sig- hvatur Bjarnason bankabókari til að setja þar á laggirnar útibú frá landsbankanum; ennfremur fór frk. Jörgina Davíðsson til Akureyrar o. fl. HeiOursmerki. Skáldið Benedikt Gröndal hefur verið sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar. PóstafgreiOslusýslanin við pósthúsið hér, er Vilhj. heit. Jóns- son hafði á hendi, er veitt Guðna Eyj- ólfssyni póstþjón. Húnavatnssýslu austanverðri 27. maí. Nú tekur útlitið að gerast heldur dauf- legt hjá oss Húnvetningum, og þó eigi eins og við hefði mátt búaát eptir atvikum. Það eru nú liðnar 5 vikur af sumri, ísinn búinn að liggja hér og fylla hvern fjörð ög vík síðan í góubyrjun og sér hvergi í auðan sjó enn. Það gefur að skilja, að tíðarfarið muni fara nokkuð eptir þessu og ísinn hafa óheillavænleg áhiif á það, enda erhéreinn- ig margur farinn að verða tæpur með hey; sauðburður að byrja og því eigi enn séð hvernig fara muni, fari tíð eigi að batna og jörðin að gróa. — Ekki beldur er útlitið mjög efnilegt hvað bjargræði snertir manna á milli, og þó betra en ætla mætti, þegar þess er gætt, að önnur verzlunin hér á Blönduósi, sem hefur mjög marga viðskipta- menn, brást svo hraparlega, að við hana hefur engin matvara fengizt síðan í fyrra sumar. Menn vonuðu, að hún mundi fá ein- hvern matvöruslatt í fyrra haust, en sú von lét sér til stórskammar verða. Af þessu leiddi, að hin verzlunin á Blönduósi, sem P. Sæ- mundsen veitir forstöðu, hljóp undir bagga með mörgum, er svona var komið, og hjálp- aði eða gerði úrlausn mörgum, sem í vand- ræðum voru, svo hún varð fyrir þessa sök einnig uppiskroppa með nauðsynjavöru, er á leið veturinn, en hefði óefað getað komizt af með vöru fyrir sína viðskiptamenn fram á vor, ef verzlunarstjórinn eigi hefði kennt í brjósti um þá, sem í vandræðum voru stadd- ir, þótt auðvitað engin skylda á honum hvíldi til að hjálpa þeim, nema mannkær- leiksskyldan, og á hann því fremur skilið lof en last fyrir þessa hjálpsemi sína. Á Hólanesi var og treiningur af matvöru allt til þess tíma, er „Vesta" átti að koma þang- að í marzferðinni, og þegar þess er gætt, að verzlun þessi er ung undir núverandi eig- anda hennar C. Berndsen, eða síðan í fyrra, þá finnst mér að þessum kaupm. eigi verði legið svo mjög á hálsi fyrir sína framkomu. En engin verzlun hér við austanverðan fló- ann hefur þó staðið sig eins vel, og eg vil segja, afstýrt bersýnilegum vandræðum eins og Skagastrandarverzlunm, sem verzlunar- stjóri E. Hemmert veitn forstöðu. Hún hef- ur eigi einasta haft nokkurn veginn nægar birgðir af matvöru handa sínum föstu við- skiptamönnum, heldur og hefur herra Hemmert hjálpað fjölda manns lengra að t. d. framan úr þingi, Vatnsdal, Langadal, Svartárdal o. s. frv., og sýnt þá hugulsemi, lipurð og hjálpsemi, að vel væri vert opin- berrar þakklætisviðurkenningar og væri ósk- andi að aðrir stéttarbræður hans vildu taka hann sér til fyrirmyndar, er líkt á stendur. Það hefur mátt sjá það af öllu, að hann hef- ur eigi farið í neitt manngreinarálit, heldur eingöngu tekið tillit til þarfa hinna nauð- stöddu, hvort heldur voru fátækir eða (efn- aðir, er í hlut áttu, og hefur hann þannig sýnt, að hjálpsemi hans hefur verið sprottin af einlægum vilja á að gera flestum úrlausn og afstýra þannig vandræðum í lengstu lög. Pólitiskur áhugi hefur aldrei verið hér betur vakandi en nú. Hverjir ná muni kosn- ingu hér, er þó enn eigi hægt að segja með vissu. Auk vorra fyrri þingmanna bjóða þeir sig fram Páll amtmaður Briem og Björn bóndi Sigfússon á Kornsá. Öllum algerlega hugsandi og sjálfstæðum mönnum, sem eigi eru gersamlega heillaðir af blindu flokksfylgi, virðist engin ástæða til að hafna vorum fyrri þingmönnum, sem í öllu fylgdu ein- beittii fram þeirri stefnu á síðasta þingi í stjórnarskrármálinu, sem allir hugsandi menn hér eru fast fylgjandi, og sem vér nú eig- um kost á að fá staðfesta á næsta þingi, ef ekki tekst því ólánlegar til með kosningar þær, er nú fara í hönd. Vér vonum, að svo fari, þegar á hólminn kemur, að kjós- endur hér í sýslu eða meiri hluti þeirra sýni, að þrátt fyrir allar „agitationir" og skvald- ur þeirra, sem tekið hafa að sér að gylla amtmann fyrir kjósendum — um hinn munu þeir þegar vera vondaufir — að þeir eigi séu þeir vlndhanar, að vilja eitt í dag og annað á morgun, eða „stimpla" sjálfa sig sem pólitísk þeytispjöld. — Húsbrunl. Hinn 29 f. m. brann allur bærinn á Melgraseyri á Langadalsströnd til kaldra kola, þar á meðal tvö timburhús áföst. Allt vátryggt, hús og mtinir. Veðnráttufar í Rvík f maí 1902. Meðalhiti á hádegi. -F 7.0 C.(íf. + n.s) —„ nóttu . + 1.9 „ (í f. + 4.2) Mestur hiti „ hádegi. + 12 „ (h. 7.). —kuldi „ — . o „ (h. 28.). Mestur hiti „ nóttu . + 6 „ —„— kuldi „ „ . +- 4 „ (aðfn.h.29.). Framan af mánuðinnm var hér fagurt veður, lagðist svo 1 rigningar með logni, um miðjan mánuðinn með björtu veðri; gekk svo til norðanáttar, opt bráðhvass og kaldur. Þessi mánuður er talsvert kaldari en sami mánuður í fyrra. Það var á hvíta- sunnudag í fyrra, að hitinn komst upp í 2/ stig. l/6 J. Jónassen. WW í skóverzlunina 4 Austurstræti 4, hefur með s|s ,LAURA‘ komið mikið af allskonar 8KÓFATNAÐl Þar á meðal: GUTTAPERKASKÓR á kr. 2,10—23. HPS^Skófatnaðurinn er vandaður. Verðið mjög lágt! Þorsteinn Sigurðsson & Stefán Gunnarsson. LeÍrtaU ýmislegt nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Brúðarkortin Og Lukkuóskakort fást á 5 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum oghjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Brúkuð íslenzk frímerki, helzt gömul, en einsþau,sem nú eru f gildi,erukeyptháu verði. Finn Amnndsen Haakonsgade 26. Bergen, Norge. Kjöbenhavns Forskoleseminarium Nörrebrogade 27 Kbhavn N. uddanner Lærerinder for Börneskolens yngste Klasser (Alderen 6—10 Aar). Optagelsespröven afholdes midt i Au- gust. Uddannelsen varer 11 Maaned- er, den afsluttes midt i Juli næste Aar. Til Optagelse fordres almindelige gode Skolekundskaber. Seminariet er stats- anerkjendt og Eleverne kan faa Stats- understöttelse. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Seminariet. Kirstiue Frederiksen. J. Th. Hims. Emilie Jansen. cand. theol. VERZLUNi= B. H. BJARNASON fékk nú, eins og til stóð, margvís- legar vörur með „LAURA'í. Þar á nieðal: Ljáblöðin með fílnum af öllum lengdum, sem í ár, eins og að und- anförnu, munu reynast mikið betri og ódýrari en allstaðar annarsstaðar, LJÁ- BRÝNI, BRÚNSPÓN. — Portland-cement nýbrennt pr. tn. á Kr, 8,75 aur. O. m. fl Gott Islenzkt smjör og aðrar vandaðar búsafurðir eru einatt vel borgaðar í verzlun B. H. BJARNASON. Hér með tllkynnist vinnin og vanda- inönnnm, að kona mín Þórdís Bjarn- ardóttir andaðist liér í Reykjavík 2. þ. m. Reykjavík 4. júní 1902. Jón Guðmundsson, austanpóstur. Sundmaga og Gotu kaupir enginn hærra verði fyrir pen- inga út í hönd, en Ásgeir Sigurðsson. Finnandinn að svipuhólk með stöf- unuui: J. S. skili honum í Lindargötu nr. 16. — Týndist frá Árbæ niður í Reykjavík. í síðastliðin 6 ár hef eg þjáðst af alvarlegri geðveiki og hef árangurs- laust neytt við benni ýmsra meðala, þangað til eg fyrir 5 vikum síðantók að nota Kína-lífs-elixír frá Waldemar Petersen í Frederikshavn og veitti það mér þegar í stað reglubundinn svefn, og er eg hafði neytt 3 flaskna af elix- írnum fann eg töluverðan bata og vona eg því, að eg nái fullri heilsu, ef eg held áfram að neyta hans. Standdur í Reykjavík. Pétur Bjarnason frá Landakoti. Að ofanskráð vottorð sé gefið af fúsum vilja og að vottorðsveitandi sé með fullu ráði og rænu vottar L. Pálsson. prakt. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að lfta vel eptirþvi, að ■ F standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með gias í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Kramvara alls konar, þar á meðal g ó ð u og ódýru Kjöla- og Svuntutauin, Gardínutauin alþekktu, Sirzin Og Tvisttauin, sem aldrei hafa kom- ið eins falleg og ódýr eptir gæðum, Flonelette hvítt og mislitt, Flauet af mörgum litum, Sessuborð úr rósóttu flaueli, Silki af ýmsum litum, Yfirstykkjatau, fallegir Barna- kjólar, Sjöl og Herðaklútar, Sól-og Regnhlifar og m. fl. nýkom ið með „Laura" og „Ceres" í verzlun Sturlu Jónssonar, Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.