Þjóðólfur - 20.06.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.06.1902, Blaðsíða 1
54. árg. ...........*— Reykjavík, föstudaginn 20. júní 1902. M 25. Fyrir 2 krónur WWWWWWWW greta nýir kaupendur fengið síðari hluta þessa yfirstand- andi árgangs Þjóðólfs frá 1. júlí til ársloka. í kaupbæti fylgja tvö síðustu sögusöfn blaðsins (I 1. og 1 2. hepti), yfir 200 bls. með mörgum fallegum skemmti- sögum, en ekki verða þau send neinum fyr en blað- ið er borgað. Áskript að þessum hálfa árgangi er einnig bindandi fyrir næsta árgang blaðsins. BC Nýir kaupendur gefl sig fram sem allra fyrst, áður en upplagið af sögusöfnunum þrýtur. ll 11111 ■ 111 ■ i ■ iTTÍi'íl I í» i'l i ■ 111 ■ 11! i 11.»i IT1T1 ÍTi'iTl i i i lillTái ii'ii ■ i iliTi iiTl iTi iil 11 l'i t'i*i É11 i'l i k i i i É111 ■ 11 Alþingiskosningar. iii. í Eyjafjarðarsýslu endurkosnir 4. þ. m. Klemens Jónsson sýslumaður, og Stefán Stefánsson hreppstjóri í Fagraskógi. — Atkvæða- tala ókunn. 1 Barðasírandarsýslu endurkosinn 9. þ. m. Sigur^ur Jensson prófastur í Flatey, með 34 atkv. Séra Guðm. Guðmundsson í Gufudal fékk 15 atkv. í ísafjarðarsýslu kosnir II. þ. m. Skúli Thoroddsen ritstjóri, með 235 atkv. og Sigurður Stefánsson prestur í Vigur með 230 atkv. Hannes Hafstein sýslumaður fékk 137 atkvæði og Matthías Ólafsson kaupmaður í Haukadal i24atkv. Hall- dór Jónsson á Rauðamýri tók framboð sitt aptur á kjörfundi. Atkvæðatala í Húnavatnssýslu var þannig, að Hermann fékk 192 atkv., Jósafat 146, Páll Briem 110 og Björn Sigfússon 94. í Dalasýslu fékk Björn sýslumaður 82 atkv., en séra Jens 77. Eru nú þegar koninar fréttir um kosningar í 15 kjördæmum, er valið hafa 23 þingmenn. Ófrétt er enn um kosning 7 þingmanna í 5 kjördæmum (Suður-og Norðurþingeyjarsýslu, Norð- ur- og Suður-Múlasýslu og Austur- Skaptafellssýslu). Af þessum 23 þing- mönnum eru 12 í heimastjórnarflokkn- um, 9 í Valtýsflokknum og 2 utan Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKl ~ sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan er hin elzta og stærsta í DanmÖrkn, og býr til óefað hina beztn vörn ogr ódýrnstn í samanbnrði við sieðin. Fæst hjá kaupmönnum. ^ flokka (J. M. og E. B.). Svo bætast enn við að líkindum 5—6 í heima- stjórnarflokkinn, en að eins 1 — 2 í Valtýsflokkinn. Hljóta því heimastjórn- armenn að verða í allmiklum meiri hluta, þá er öll kurl eru komin til grafar. Afmælisgjöf — Hlutabankinn staðfestur. Sú fregn barst hér út um bæinn snemma morguns 17. þ. m., á afmælisdag Jóns Sig- urðssonar, að bankafrumvarp síðasta al- þingis hefði verið staðfest af konungi 7. þ. m. — Eins og menn vita, á samkvæmt því frv. landsbankinn að standa óhaggað- ur með fjármagni því, sem hann nú hef- ur, en má ekki gefa út fleiri seðla, en þeg- ar eru gefnir út (750,000 kr.). Einkarétt- inn til frekari seðlaútgáfu næstu 30 ár fær hlutabankinn fyrirhugaði, sem líklega verð- ur stofnaður næsta ár, úr því að þeir War- burg hafa gengið að frumvarpinu og það verið staðfest. Eins og kunnugt er, björguðu heima- stjórnarmenn á síðasta þingi málinu við með naumindum, þannig, að landsbank- inn skyldi standa, en ekki ofurseljast hluta- bankamönnunum, Warburg & Arntzen. Var það afarmikil lagfæring, er meðhaldsmönn- um hlutabankans var meinilla við, og „ísa- fold“ kallaði pá „fleyg" til að drepa málið, því að þeir Warburgsliðar töldu vísast, að þeir Warburg mundu aldrei að frumvarp- inu ganga, er þeir fengju ekki öll pen- ingaráð landsins þegar 1 hendur. Til allr- ar hamingju var þó þeim voða afstýrt í bráð og ef til vill um langan aldur, svo að barátta heimastjórnarmanna í þessu máli, hefur þó haft afarmikla þýðingtg jafn-ákaflega, sem það var sótt af hinna hálfu. Að þeir Warburg sáu sig um hönd og gengu að frumvarpinu, þótt þeir létu ólíklega við því í fyrstu, mun mest hafa stafað af áköfum undirróðri einstakra hluta- bankaelskenda, er þeir sáu, að landsbank- inn var tekinn að færast í aukana. Þeim Warburg hefur verið sýnt tram á, að ef þeir gengju ekki að þessu nú þegar, svo að allt væri klappað og klárt, þá er aukaþingið 1 sumar kæmi saman, þá mundu þeir aldr- ei til eiltfðar ná hér neinni fótfestu, því að nú væri vöknuð alvarleg, sterk hreyfing í landinu gegn hlutabankafyrirkomulaginu, en með landsbankanum og eflingu hans, enda væri nú verið 1 óða önn að útvega honum meira starfsfé, tækifærið kæmi því aldrei optar. Og svo hafa þeir unnið ráð- gjafann til að hraða staðfestingu frum- varpsins, áður en hið nýkosna alþingi kæmi saman, er gæti fundið upp á því, að senda þingsályktun, eða eitthvað málið áhrær- andi til ráðgjafans. Vissu þykjast menn hafa fyrir þvt, að einn þingmaður, sem nú er talinn flokks- leysingi í sumum blöðum og erlendis dvaldi langvistum í vetur, hafi meðal ann- ars unnið kappsamlega að því, bæði við ráðgjafann og þá Warburg, að málið yrði útkljáð sem allra fyrst. Allir kannast og við ummæli annars þingmanns, er hann hitti þá Warburg í tyrra haust eptir þing, að hann skyldi sjá um, að frumvarpið yrði „lagfært“ næst, eins og þeir vildu. Munu flestir renna grun í, hver sú lag- færing muni eiga að vera. Jafnvel þótt sá þingmaður hafi væntan- lega ekki mikil áhrif á gerðir þingsins í sumar og málið horfi nú öðruvísi við, en ætlað var í fyrra haust, þá er þeir War- burg þóttust ekki vilja ganga að því, eins og það kom frá þinginu, þá er samt ekki ugglaust um, að einhverjar tilraunir verði gerðar af hálfu hlutabankamanna nú þeg- ar í sumar, að gerabraut þeirra Warburgs eitthvað greiðari. En væntanlega verður flokkum svo hátt- að á þingi nú, að t. d. lög um niðurlagn- ing landsbankans og samsteypu hans við hina fyrirhuguðu nýju bankastofnun fái fremur lítinn byr, og þess vegna verði ekki j fitjað upp á því. En seinna koma sumir dagar. Það er ekki öll nótt úti enn. Hug- mynd sú mun lifa heit og rík í hluta- bankamannabrjóstum, að takast muni inn- an skamms, að koma landsbankanum á kné, og leggja hann undir hlutabankann. Höfudmáltól Warburgsmanna hér i bœ er 11Ú þeg-ar vid hina fyrstu frétt um stofnun hlutabankans byrjnð á því, að gera seðla landsbnnkans tortryggileg-a(!!) sem óinn- leysanlega gagnvart hinum innleysanlegu seðlum hlutabankans. Ekki er ráð nema í tfma sé tekið. Slfk ofsókn, sltkt óslökkv- andi illskuhatur gegn peningastofnun, er landið á, mun alveg eins dæmi, þá er menn- irnir hafa fengið sinn vilja að nokkru eða miklu leyti. Nei, það er ekki nóg. Nið- ur með landsbankann, fyrir alla muni. Fyr eru þeir Warburg ekki ánægðir, segjaskó- sveinar þeirra. Hér verður því þjóðin að vera alvarlega á verði, svo að ekki verði hrifsaðir af henni þeir mofar, er hún enn heldur eptir. Og þótt þingið í suinar verði ekki svo skipað, að nein hætta verði á ferðum, þá má halda róðrinum svo ósleitu- lega áfram til næstu kosninga, að þá verði þeir þingtnenn f meiri hluta, er Warburg í hefur tangarhald á. Og væri þá björninn unninn. Um það skal engu spáð að sinni. En allur er varinn góður. Og því fer fjarri, að þetta mál sé enn út af dagskrá. Sjálfstæði þjóðarinnar 1 peningamálum er engu minna vert, en pólitiskt sjálfstæði hennar, því að pólltiskt sjálfstæð er í raun og veru engin þjóð, sem er í annara þjóða vasa í fjármálunum. Að öðru leyti skal engum getum um það leitt að sinni, hvort þessi nýja bankastofn- un muni verða landinu til gæfu eða ógæfu. Reynslan verður að skera úr þvf. Eðlileg samkeppni í peningamálum getur verið góð, þar eins og annarsstaðar, og það er engu hægt um það að spá, hvemig sam- vinna eða samkeppni landsbankans og hlutabankans muni reynast. Það færi bet- ur, að hlutabanki þessi yrði landi voru og þjóð ekki „hefndargjöf", heldur lyptistöng til einhverra verulegra framfara þjóðinni til þroska og þrifa, en ekki til ófarnaðar og undirokunar. Hina fyrirhuguðu hluttöku landssjóðs í þessu fyrirtæki mun þingið í sumar taka til frekari athugunar. Skilvindukaup bændanna á íslandi. Sjálfsagt er það margt og mikið, sem Búnaðarfélag Islands á fyrir höndum að vinna 1 þarfir landbúnaðarins. Það hefur þegar byrjað á ýmsu í þá áttina, sem mun verða honum að góðum notum í framtíð- inni, en ekki er það ætlun mín, að fara að telja upp né yfirvega gerðir félagsins síðan það tók til starfa, því það er þegar búið að rita töluvert um það efni, afmér mikið færari mönnum, heldur vildi eg leyfa mér að vekja máls á einu atriði, sem ætti að vera í þess verkahring, og að mín- um dómi þess vert, að um það væri rætt og ritað; en það er hvernig að fyrirkomu- lagið á skilvindukaupum bændanna hér á landi ætti að vera; því það fyrirkomulag, sem nú er í því efni, er ekki eins og það ætti að vera Eins og mönnum er kunnugt, eru það aðallega kaupmenn — eða þá umboðs- menn þeirra — sem hafa þann starfa á hendi, að útvega bændum skilvindur. Sumir þeirra verzla ekki öðruvfsi með þær, en að menn panta þær hjá þeim, og borga þær f peningum fyrirfram, eða þá að öðrum kosti við móttöku. En apt- ur eru þá sumir, sem hafa látið þær í »reikning« til einstakra manna, — sem standa sig þá vel hjá kaupmanninum — og eptir á borgun. Þetta sýnast nú ekki nein vildarkjör, þegar miðað er við það háa verð, sem er á skilvindunum hjá þeim, því það getur naumast verið vafi á þvi, að þeir gætu selt þær talsvert ódýrar en þeir gera, ef þeir hugsuðu eins mikið um annara hag, sem sinn eiginn. En það mun nú optar vera svo, að þeir vilji fá meira en fyrirhöfn sína borgaða, fyrir að útvegahlutinn — auk hins upphaflega verðs; þeir vilja jafnframt græða á sölunni. Eg hef dæmi fyrir mér þessu til sönnunar. Það er skýrt frá því í »Austra«, 47. tbl. 1901, að Þorgrímur læknir Þórðarson á Borgum hafi pantað nokkrar skilvindur, »Alexandra« nr. 13, beint frá verksmiðj-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.