Þjóðólfur - 19.07.1902, Side 1
54. árg.
Reykjavík, laugardaginn 19. júlí
1902.
M 29.
B i ð j i ð ætíð um
OTTO M0NSTED’S
PANSKA SMJÖRLÍKI
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Yerksmiðjíin er hin elzta og' stærsta í Danmörkn, og býr til óefað hina beztn
TÖru og ódýrnstn í samanbnrði tíö gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
Útlendar fréttir.
Kanpmannahöfn 8. júlí.
Rétt um það leyti sem krýningarhátíðin
átti að byrja í Lundúnum barst sú frétt,
að Játvarður konungur væri orðinn sjúk-
ur, og að krýningin því yrði að bíða betri
tíma. Þessi tíðindi komu að því leyti
eigi óvænt, sem menn lengi höfðu kvisað
um, að konungur væri heilsubilaður. Hon-
um hafi verið eignaðir allir mögulegir
kvillar — allt af með því viðkvæði, að
hann, einkum á yngri árum, hafi ekki
farið svo vel með sig sem skyldi. — Sjúk-
dómur sá, er nú hefur orðið krýningunni
að fótakefli, kalla læknarnir perityphlitis
(blindþarmsbólgu). Konungur, sem fyrir
hvern mun vildi láta krýninguna fara fram
nú, hafði gengið svo lengi með veikina,
að hún, þegar hann lagðist, var komin á
það stig, að læknarnir — til þess að forða
lífi hans — þegar urðu að reyna ískurð.
Fleiri daga á eptir var ástand konungs
þannig, að búast mátti við dauða hans á
hverri stundu; en eptir seinustu fréttum
er nú öll hætta yfirstaðin og batinn tal-
inn viss.
Það má nærri geta, hvílíkt reiðarslag
veikindi konungs urðu fyrir Lundúnabúa
og aðra, sem hlut áttu að máli. í bæn-
um voru samankomnir furstar og stórhöfð-
ingjar úr öllum heimsálfum auk forvitinna
ferðamanna svo hundruðum þúsunda skipti
eða meira. Bærinn var skreyttur hátíða-
búningi, kynstur af nauðsynjavörum voru
samandregin, húsháir áhorfendapallar reist-
ir og plássin seld háu verði. Að eins
fjártjónið, sem kollsteyping krýningarinnar
hefur orsakað, er afskaplegt, og þar við
bætist svo þjóðarsorgin, sein hinir kon-
unghollu Bretar ekki meta minna. Já, svo
ástrfkur er Játvarðurkonungurhjáþegnum
sfnum, að t. d. sumar hefðarkonur létu
— að því er blöðin segja — líða yfir sig
á strætum úti, er þser heyrðu óheillasög-
una ! Fátæklingarnir báru mest kvíðboga
fýrir, að þeir mundu missa af miðdegis-
verðinum mikla, sem þeim hafði verið
lofað ; en af brjóstgæðum — samfara hygg-
indum — hefur konungur — þrátt fyrir
krýningarleysið — látið garmana fá graut-
inn!
Það er látið í veðri vaka, að krýningin
muni geta farið fram í september, eða
jafnvek í ágúst næstk. Allt er það þó ó-
víst. Um aðra eins viðhafnar-krýning eins
eins og nú var áformað, verður í öllu falli
varla að tala.
Meðal þeirra, er sendu Játvarði kon-
ungi hluttekningarkveðju, voru einnig
nokkrir af hinum nýju þegnum hans í
Transvaal.
Irlendingurinn Lynch,er fyrst barðist
með Búum gegn Bretum og því næst var
af löndum sínum kosinn þingmaður, vog-
aði sér nýlega til Englands, ætlaði að
mæta í þinginu. En óðar en hann steig
fæti á land, var hann tekinn fastur og er
nú ákærður fyrirlandráð, Afþvíaðhann
er löglega kosinn, gæta Bretar þess þó
nákvæmlega, að honum sé send þingtíð-
indin og öll þingskjöl til þóknanlegrar at-
hugunar.
Hermálaráðaneytið enska segir nú svo
frá, að Bretar hafi í Afríkustríðinu misst
alls 28,434 menn, (í Afríku dóuio72for-
ingjar 20,870 dátar; eptir heimkomuna til
Englands dóu 8 foringjar og 500 dátar,
105 vantar, en 5,879 eru örkumlamenn).
Eptir fréttum frá Fort-de-France hefur
Peleé-fjall gosið á ný hinn 19. f. m.—
spúði hraunleðju yfir Basse Pointe og lagði
22 hús í eyði.
1. þ. m. brann nokkur hluti afbænum
Lárvík íNoregi (12—15000 íbúar). Það
varð vart við eldinn kl. 3 um daginn og
fyrstkl. 4 næsta morgun var eldhafið bælt.
Um 2000 manns urðu húsnæðislausir. 150
hús brunnu, fjártjónið metið 1 >/4 miljón kr.
Við Rútzow (í Mecklenburg-Schwer-
in) rákust 2 járnbrautarlestir á 5. þ. m.;
1 barn beið bana, 11 manns meiddust
stórvægilega og margir fengu minni skein-
ur; fjártjón talsvert.
Um sama leyti varð enn þá stærra slys
við Gloversville í Norður-Ameríku.
Tveir rafmagnsvagnar keyrðu nvor á ept-
ir öðrum niður eptir fjallbraut. Vagn-
stjórinn á seinni vagninum missti stýrið;
vagninn þaut af stað, tók hinn með, báð-
ir steyptust út af brautinni og farþegarn-
ir rotuðust
I enskum blöðum kvað hafa staðið voða-
sögur um kóleru á S u n d a -eyjum hinum
stærri (Sumatra, Java m. fl.) í Asíu. Ensk
hersveit þar eystra er sagt að hafi misst
2,000 manns.
A pest bólar lítilsháttar hér og hvar, t.
d. í Konstantlnopel.
I Svíþjóð er nýtt ráðaneyti komið
til valda. Forsetinn heitir B o s t r ö m, hef-
ur áður verið ráðgjafi og þykir vera einn
af hyggnustu stjórnmálamönnum Svía.
Það var kosningalagamálið, sem felldi hið
fyrra ráðaneyti (undir forustu v. Otters
admirals;, og það er þetta mál, sem B,
nú er ætlað að leiða til lykta.
Óskar konungur hefur gefið Sven H e d -
in aðalstign.
Samningurinn um endurnýjun þríþjóða-
sambandsins (til 19. maf 1915) er nú und-
irritaður af B ú 1 o w ríkiskanslara og hlut-
aðeigandi sendiherrum. Vinfengi Itala
við Frakka kvað þó vera Þjóðverjum þyrn-
ir í augum.
Victor Emanuel Ítalíukonungur ætl-
ar bráðlega að heimsækja Rússakeisara
og ef til vill fleiri ríkisstjóra.
Ríkisstjóri hér í Danmörku er sem stend-
ur Kristján prins, samkv. lögum 11.
febr. 1871. Bæði afi hans og faðir eru
erlendis. Prinsinn býr um þessar mund-
ir í höllinni Marselisborg við Árósa, sem
Jótar gáfu honum. Árósar eru þannig
nú stjórnarsetur. Slíkt kvað ekki hafa
komið fyrir í mannaminnum !
Ýmislegt. Getgáturnar um, að Salis-
bury ætli að segja af sér, koma nú apt-
ur fram í blöðunum. Að prívatskrifari
hans hefur verið gerður að deildarstjóra í
ráðaneytinu, þykir benda í áttina. Balfour
og Chamberlain eru taldir líklegastir ept-
irmenn.
Talað er um að reisa Cecil Rhodes minn-
isvarða í Lundúnum á opinberan kostnað,
Borgarastríðinu í Venezuela enn ólokið.
Rithöfundur og blaðskrifari Oskar Mad-
sen, sem margir íslendingar meðal hinna
yngri munu kannast við, er dáinn, 35 ára
gamall. Þótti fyrir nokkrum árum vera
einn af hinum efnilígri meðal ungra
danskra rithöfunda.
Rvík 19. júlí.
I nýjustu ensku blöðum frá 12. þ. m.
er fullyrt, að krýningin muni geta farið
fram einhverja dagana frá 8.—12. ágúst, ef
enginn ófyrirsjáanlegur hnekkir kemur á
bata konungs. Er nú konungur orðinn
svo hress, að læknarnir telja óhætt, að
hann færi sig burt úr Lundúnum, því að
hann þurfi að komast í betra lopt. Var
helzt í ráði, að hann sigldi eitthvað á
skemmtiskútu sinni frá Portsmouth, en
brottferðin frá Lundúnum ráðin um 15.
þ. m. — Kitchener var væntanlegur til
Southampton að morgni 12. þ. m., og
mikill viðbúnaður hafður til að fagna hon-
um, einkum í Lundúnum. Er honum mest
þakkað, að Búaófriðnum lauk án þjóðar-
smánar fyrir Breta.
Stórkostlegt slys varð 10. þ. m. í kola-
námu hjá Johnstown í Pensylvaníu. Fór-
ust þar 175 manns.
PóstskipiO ,Laura‘
kom hingað í gærkveldi seint. Með
því kom fjöldi farþega, þar á meðal dr.
H. Krticzka fríherra von Jaden, dómari í
Korneuburg hjá Vín og frú hans, barón-
essa Ásta v. Jaden (dóttir P. Péturssonar
bæjargjaldkera). Ætla þau hjón að dvelja
hér um tíma sér til skemmtunar. Einnig
kom frá Englandi Einar Benediktsson
málfærslumaðúr með frú sinni. Meðal
annara farþega voru Bjarni Hjaltesteð
stúdent, Jón H. Isleifsson stúd., frk. Hólm-
fríður Rósenkranz og frændstúlka hennar;
Ólafur Jónsson (Ólafssonar) frá Chicago og
Benedikt Samsonsson járnsmiður (fyrrum
í Skálholtskoti). Ennfremur komu nokkr-
ir erlendir ferðamenn, einkum Englend-
ingar, alls um eðayfir 70 farþega á skip-
inu hingað.
Þingmenn
eru enn engir komnir til bæjarins nema
Guðlaugur Guðmundsson og Sigurður
Jensson. Lárus Bjarnason væntanlegur
með »Reykjavíkinni« úr Borgarnesi 22.
þ. m. En allur þorri þingmanna að
norðan og austan mun koma með »Vestu«
24. þ. m.
Meðal langferðamanna, er héreru
staddir þessa dagana eru: Eggert Briem
sýslumaður f Skagafirði (kom landveg suð-
ur »fjöll«), Guðm. Scheving læknir Stranda-
manna, Hjörtur Líndal bóndi á Efra-Núpi
í Miðfirði, Ólafur Erlendsson bóndi á Jörfa
í Kolbeinsstaðahreppi o. fl.
Vesturheimsferðir
Og
föðurlandsást.
*Motto«. »Þótt kalt sé Hér tíðum við kaldan norðursæ
ef kærleikur og mannvit ríkti á hverjum bæ,
vér kvarta þyrftum aldrei um anðnuleysi neitt
ogættland vort það mundi þá reynast nógu heitt«.
5. E.
Eins og flestum mun kunnugt, hafa
menn héðan af landi flutzt til Vestur-
heims á seinasta fjórðungi nítjándu
aldarinnar, svo mörgum þúsundum hef-
ur skipt.
Eins og við er að búast, hafa verið
skiptar skoðanir manna, hvort þess-
ar ferðir hafa haft góð eða vond áhrif
á framfarir íslenzku þjóðarinnar á þessu
tímabili. Margir hafa, og halda enn
fram, ei nkanlega V estu rheimsagentarnir,
að ef Vesturheimsferðir hefðu ekki átt
sér stað, mundi fyrir nokkrum tíma
hafa komið hallæri og manndauði fyrir
það, að það hefði verið orðið of margt
fólk í landinu, og færa því til sönnun-
ar, að það sé nógu þröngt nú sem
stendur í sveitunum, og að landið geti
ekki borið fleira fólk, en það gerir nú.
En getur þetta átt sér stað? Eg held
ekki. Það getur vel átt sér stað, að
nokkrum finnist of þröngt í sumum
sveitum; en það kemur ekkiafþví, að
fólkið sé of margt, heldur af hinu, að
það safnast saman svo óreglulega á
vissa bletti. Það er t. d. hér á Norður-
landi, að heilar útkjálkasveitir eru að
leggjast í eyði, en vandræði fyrir menn
að fá sér jarðnæði í hinum betri sveit-
um. Líka álít eg, að Vesturheimsferð-
irnar eigi mikinn þátt í því, hve illa
gengur að fá vinnufólk, og eins og vér
vitum á það mikla hlutdeild í því, hve
búskapurinn gengur illa, því bændur
geta ekki staðizt þann mikla kostnað,
sem stafar af því, að halda kaupafólk.
Af þessu álít eg, að landið vanti
vinnukrapt, og að það geti borið miklu
meiri mannfjölda, en nú er hér. Ef
að engir, eða fáir, hefðu flutzt aflandi
brott, hefði allt fyrirkomulag verið öðru
vísi en það er nú. Það hefðu risið upp
þorp hér og hvar við sjávarsíðuna, þar
sem gott útræði er, og jafnvel í sveit-
um, þar sem landkostir eru góðir.
Jarðabætur hefðu orðið margfalt meiri
en nú er, því að þegar fjölga fór i sveit-
unum, hefðu menn mátt til með að
rækta jörðina, til að geta lifaðaf afurð-
um hennar.
Það er hörmulegt að vita til þess,
L