Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.07.1902, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 19.07.1902, Qupperneq 2
hve menn eru daufir að rækta jörðina hér heima. En strax og þeir koma til Vesturheims, fá flestir fjölskyldufeður sér óræktaðan jarðarblett og fara að yrkja hann. En það er eg viss um, að varla eru skógarnir þar betri við- fangs en þúfurnar hér heima á Fróni, enda mun 'margur frumbýlingur hafa látið líf sitt fyrir skógunum í Vestur- heimi. En það hefði þó verið nær skapi mínu, að landar mínir hefðu held- ur látið líf sitt í þarfir föðurlandsins, en fyrir Vesturheimsfrumskógunum. En það mun sannast á Vesturheims- frumbýlingunum, að „neyðin kennir naktri konu að spinna", því þegar þeir koma þangað með tvær hendur tómar og með mannmarga fjölskyldu, þá mega þeir til með að rækta landið til að geta lifað, því það er þá um lífið að tefla. Margir af þessum mönn- um hafa verið iðjuleysingjar og let- ingjar hér heirha, en þegar þeir koma vest.ur, hefur neyðin kennt þeim að verða atorkusamir og mestu „stands- menn". Af hverju koma Vesturheimsferðir? Um það deila menn, sem vonlegt er, því að þeir verða ekki á eitt sáttir af hverju þær stafa. Þeir, sem halda með Vesturheims- ferðum, koma með það, að menn fari bara af því að þeir séu að flýja ýmsa skatta og skyldur, sem einatt fari vaxandi, og af því að hér sé ólifandi. Egjáta að vísu, aðþað ermegn óánægja í mörgum bændum út af hækkun ýmsra skattna og skyldna, og þeir eru súrir í sinni við embættismennina, því þeir álíta, að það muni vera þeim að kenna. Og þeir bændur hata víst fá lög eins hjartanlega sem eptirlaunalögin, og get eg naumast álasað þeim fyrir það. Það er sárt fyrir bónda að þurfa að gjalda svo og svo mikið til landsjóðs og vita svo að mikið af fé hans fer í eptirlaun handa embættismönnum. En þá kemur spurningin: Fara þeir til Vesturheims af því að þeir séu að flýja skatta og skyldur ? Eg vil svara neitandi, að minnsta kosti fara fáir af þeim ástæðum, heldur álít eg að þeir fari af nýjungagirni og fáfræði — fjöld- inn aliur — af því að þeir halda að hér sé ólifandi, og að allt sé fengið, þegar til Ameriku sé komið. Orsökin til Vesturheimsferðanna er að miklu leyti sú, að þá vantar trúna á landið, trúna á það, að landið vort gamla geti gefið eins mikið af sér sem Ameríka. Og nú hafa menn einmitt reiknað það út, að dagslátta hér heima af vel rækt- uðu landi gefur af sér eins mikið af sér af peningaverði, sem dagsláttan í Ameríku gefur af sér í hveitiekrunum þar. Hversvegna er þá betra að lifa í Ameríku ? Það sem næst er að athuga, er það, hvaða ráð sé til þess, að sporna við Vesturheimsferðum. Sumir hafa komið með þá uppástungu, að leggja nefskatt á hvern útflytjanda, og aðrir að banna allan útflutoing. Það fyrra álít eg illgerandi, en það seinna ógerandi. Það yrði bara til þess að ala þráa og kergju í þjóðinni, ef ætti að beita kúgunarvaldi við hana. Heppilegasta ráðið held eg að sé, að kenna þjóðinni föðurlandsást, og að það sé vel gerandi, að leggja krapta sína til þess að yrkja jörðina, því að hún muni borga þeim það alveg eins vel sem Ameríka. Það er þessi hugs- un, sem þarf að reyna að koma inn hjá þjóðinni, bæði í ræðum og ritum, og ef það tekst, sem eg efast ekki um með tímanum, þá er stígið stórt spor í þá átt að tryggja landinu þá krapta, sem fólgnir eru meðal einstaklinga þess, l to og að þeir fari ekki burt úr landinu. Og þá von el eg í huga mínum, að ef vér fengjum að líta upp úr gröfum vorum um næstu aldamót, að vér sæj- um að landið framfleytti miklu meiri manníjölda en það gerir nú. Eg álít að það væri vel til fallið, að sem flestir ungir menn stigi á stokk, nú um aldamótin og strengdu þess heit, að flýja ekki landið, heldur leggja alla sína krapta til að vinna að fram-* förum föðurlandsins. Og ef vér gerum það, megum vér leggjast rólegir til hinnar síðustu hvíldar. Jóhannes Friðlaugsson. Vonbrigði V estur-í slendinga. Til áréttingar þessari stillilega og greindarlega rituðu grein hér á undan, þykir vel hlýða að birta hér aðra grein ritaða 5. marz þ. á. af íslenzkum verka- manni í Winnipeg, er dvalið hefur þar nokkur ár. Það er enginn efi á, að hann lýsir ástandinu meðal stéttarbræðra sinna rétt, því að maðurinn er greind- ur og skilorður. Hann segir svo: „Eptir því sem maður kynnist hér betur, kemst m*iður að þeirri niður- stöðú, að íslendirigar hér vestra una alls ekki vel hag sínum. Vonirnar bregðast þeim stöðugt. Það eru að eins örfáir menn, sem hafa við allgóð kjör að búa, einkum þeir sem lifa á náðarbrjóstum stjórn- arinnar, svo sem B. L. Baldvinsson og þeir, sem snúast í kringum „Lögberg"; þeirra vinna er líka létt og erfiðislítil. En hversu heiðarleg hún er, munu fæstir vita. Þeirra vinna er að útbreiða skrum og skjall um allan heim, og lokka menn hingað í þrældóm og ófarsæld. Engir hér heima á íslandi vita hið minnsta um þetta land, nema það sem um þaðer sagt í „Lögbergi" og „Heims- kringlu". Þau blöð segja aldrei rétt frá, segja allt miklu betra en það er, og glæsilegra á allan hátt. Blaðið „Dagskrá II." er eina blaðið, sem segir rétt frá kostum og ókostum þessa lands, enda vilja hin blöðin hana dauða. Nú er kominn nýr ritstjóri fyrir „Lögberg", og þykir mönnum hann miður vel valinn. — Hann hefur þegar sýnt afarmikla hlutdrægni á ýmsan hátt, sbr. meðal annars ritdóminn í „Lögbergi" 16.janúarsíðastl., um „Kær- leiksheimilið" eptir Gest Pálsson, sem birzt hefur í enskri þýðingu eptir Ing- var Búason. Þessi Magnús hefur risið upp öndverður móti Ingvari Búasyni fyrir að hafa leyft sér að sýna, að ís- lendingar séu gæddir góðum sálarhæfi- leikum, ekki síður en aðrir. Mér hef- ur verið sagt, af vel menntuðum manni hér vestra, að þýðingin á „Kærleiks- heimilinu" hafi tekizt mjög vel, og eigi Ingvar þökk og heiður skilið fyrir, en það sem Magnús hafi um það skrifað, sé honunf til minnkunar. Sem betur fer, eru farnar að heyr- ast raddir á þessaleið: „Eg vildi vera orðinn þess megnugur, að geta komizt heim, heim á gamla, friðsæla föður- landið, þá skyldi eg vera fljótur að búa mig á stað". En örbirgðin og aumingjaskapurinn hamlar manni frá því að geta það. Hér verður maður að vera, eins og nokkurs konar fangi, utan við heiminn. Bara að bræður okkar og systur heima á gamla Fróni væru þess umkomin, að geta flutt okkur sjálf yfir sjóinn, fyrir lítið gjald. Þá sæist, hvort ekki fækkaði meðal íslendinga. Og þá mættu þau þokkahjúin „Lögb. “ og „Kringla" tala sín á milli um missir- inn; en við, sem heim kæmumst, gæfum þeim „langt nef"! að skilnaði. Það er annars hryllilegt að hugsa til þess, hvað margir hafa verið narraðir hingað og verið svo mjög á tálar dregn- ir. Og þetta skuli mest vera íslenzku leigutólunum að kenna — „Lögbergi" og „Heimskringlu". Eignir Vestur-íslendinga eru ekki miklar. Allflestir eru eignalausir. Sumir, já margir eiga ekkert. Nei, alls ekk- ert, skulda fyrir fötunum, sem þeir ganga í, og áhöldunum, sem þeir borða með. Þetta er ekki glæsilegt, en þetta er satt. Það eru til mörg hundruð dæmi, sem sanna þetta. Utlit Islend- inga er alftaf að dofna, þeir ganga í kút, eins og Winnipegbúinn sagði. Einu sinni var eg staddur meðal nokkurra íslenzkra verkamanna. Þeir voru að tala um ísland og Ameríku. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að ekki ein einasta hlið á lífinu hér væri eins björt og heima, allar hliðarnar á lífinu heima væru miklu bjartari. Þeir töldu upp þægindin heima: loptið, vatnið, náttúrufegurðina, fjöllin og dal- ina, fossana, árnar, hestana. Hér er þetta allt öðruvísi: loptið óhollt, vatnið slæmt, engift fjöll eða dalir, engar ár eða fossar, náttúrufegurðin engin og útsýnið þvingandi. Illgjörnum hræsnurum er haldið hér á lopti, en samvizkusamir og frjáls- lyndir menn njóta sín hér ekki. Það ranga ber hið rétta ofurliða. Þið bræður og systur, sem heima eruð, en hafið hugsað til að flytja vestur, hættið við það. Sendið heldur fargjöldin til bræðra ykkar og systra hingað vestur, sem aldrei njóta neinna gæða lífsins. Eins og maður veit, er mest af lágthugsandi og lágtstandandi fólki, sem flutt hefur sig vestur, en hið göfugra situr eptir, og það ætti sízt að fara í sama sjóinn. tslandsvinur einn af 18. Frá Eyrbekkingum. Ganga má út frá því sem gefnu, að hin nýafstöðnu kosningaúrslit hafi all- víða valdið meiri og minni óánægju ; þó hefur sú óánægja líklega, sem bet- ur fer, óvíða orðið jafnrík og raun er á orðin hér sumstaðar í Arnessýslu. Þetta er því undarlegra, þar sem sinn maðurinn náði þó kosningu af hvorum flokki og segja má því, að hvorugur flokkurinn bæri hærri hlut frá borði í viðskiptunum. — Það sýnist því mörg- um, sem allir hefðu mátt una úrslit- unum hér sæmilega, og það því frem- ur, sem ekki bar á öðru á kjörfundi, en allir frambjóðendur væru í öllum aðalmálum alveg samdóma. En samt hefur nú farið svo, að einstaka maður úr „stjórnbóta“flokknum unir þessum úrslitum hið versta; er þessi órói ept- ir á því óeðlilegri, þar sem allar líkur eru til, að báðir flokkar hafi við kosn- ingaundirbúninginn engin sæmilegmeð- ul látið ónotuð til þess, að koma sín- um mönnum að; og í öllu falli er það alkunnugt, að allir þeir menn, sem einhver atvinnuráð hafa öðrum mönn- um fremur hér i sýslunni t. d. kaup- mennirnir allir fylgdu þessum svokall- aða stjórnbótar- eða framfaraflokk að málum við kosningarnar; og þó þeir hafi ef til vill farið vel með þetta at- vinnuvald, þá eru þó allar líkur til, að sumir af þeim mönnum, sem heima sátu kjörfundardaginn og áttu atvinnu sína að sækja í þeirra hendur mundu hafa notað kosningarrétt sinn, ef þeir hefðu verið óháðir þessu valdi. — Að minnsta kosti er eg í engum efa um það, að Ólafur Árnason á Stokkseyri synjaði blátt áfram einum sinna búðar- manna um leyfi til þess að sækja kjör- fundinn, og má nærri geta, að sá mað- ur hefði farið, ef hann hefði verið sjálf- ráður, því hann hafði heitið mér með- mæli á kjörfundi, og var Ólafi kunn- ugt um það daginn áður. Munu fleiri en eg líta svo á, að framkoma Ölafs hafi í þessu efni ekki verið með öllu laus við hlutdrægni. Nokkrir menn, sem stunda eyrarvinnu á Eyrarbakka, voru látnir vita af því kjörfundardags- morguninn, að þeir fengju ekki vinnu daginn eptir, ef þeir sæktu fundinn. Þeir fóru þó engu að síður, og var það drengilega gert; þótti þeim at- kvæðisrétturinn meira virði, en tveggja daga vinnumissir, og munu fáir liggja þeim á hálsi fyrir. Það má nú nærri geta, að þeir menn, sem hafa notað önnur eins meðul og þessi, til þess að hafa áhrif á kosningarnar, munu ekki hafa látið hin beztu ónotuð til þess, að afla sínum mönnum fylgis; er því sízt ástæða til, að þessir svokölluðu stjórnbótarvinir beri sig hörmulega, þótt þeim yrði ekki meira ágengt, en þeim varð. Þeir gerðu það, sem þeir gátu, það mega þeir eiga og mætti það vera þeim mikill harmaléttir. Eg hefði ekki gert þessi atriði, sem hér eru talin að blaðamáli, ef ekki hefðu orðið hér ýmsir þeir atburðir síðan kosningunum lauk, sem seint munu fyrnast bæði mér og mörgum öðrum, sem kunnugir eru, og sem eiga rót sína að rekja til kosninganna, bæði beinlínis og óbeinlínis. Til þeirra at- burða tel eg burtför Jóns Pálssonar organista héðan, ásamt fl. Meðfylgjandi yfirlýsing þeirra manna hér í hreppnum, sem greiddu mér at- kvæði á kjörfundi, bregður væntanlega nægilegu ljósi yfir það, hversu óþarft það var, að yfirheyra menn einn á fæt- ur öðrum eptir kjörfundinn, og spyrja þá, hversvegna þeir hefðu greitt atkvæði eins ogþeirgerðu; af henni geta menn ennfremur séð, hversu rakalaus ósann- indi það eru, sem haldið var hér á lopti í vor um „agitationir" af minni hálfu fyrir kosningarnar. — Eg hef aldrei ætlað mér, að ná þáÉgmennsku með því að ganga fyrir hvers manns dyr og grátbæna menn um atkvæði; þrátt fyrir það, þótt eg viti, að sú að- ferð sé nú orðin móðins, þá er eg svo mikill apturhaldsmaður, að eg get ekki tekið hana upp. Eg hef yfir höfuð að tala aðhafst það eitt í þessari kosninga- deilu, sem hverjum manni er sæmilegt Og þarf því ekki að bera neinn kinn- roða fyrir afskipti mín af þeirrj deilu; eg hef einskis manns nafn notað mér til fylgis, sem eg hef ekki haft leyfi til, því síður önnur verri meðul notað. Eyrarbakka 14. júlí 1902. Pétur Guchmcndsson. * * * Vér undirskrifaðir kjósendur í Eyrar- bakkahreppi, sem allir mættum á kjör- fundi að Selfossi 2. þ. m. og kusum Pét- ur kennara Guðmundsson, lýsum því hér með yfir að gefnu tilefni, að hvorki hann sjálfur né heldurnokkur mað- ur fyrir hans hönd, hefur nokkru sinni beðið oss að greiða honum a t k v æ ð i. í sambandi við þessa yfir- lýsingu vildum vér láta þess getið, að oss var kunnugt um skoðanir Péturs á helztu þingmálum, að vér erum þeim skoðunum að öllu leyti samþykkir og töldum oss því skylt, að sýna það með atkvæðum vorum, enda þykjuir.st vér eiga fullan rétt á, að beita þeim eins og oss sjálíumsýn- ist, og munum hafa allan hug á, að ráða

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.