Þjóðólfur - 08.08.1902, Blaðsíða 1
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 8. ágúst 1902.
Jfs 32.
Bið j ið ætí ð um
OTTO M0NSTED’S
” DANSKA SMJÖRLÍKl,
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Yerksmiðjan er hín elzta stærsta í Danmörku, og býr til óefað liina beztn
vörr og- ódýrustu í samanburgi við gæóiu.
■g Fæst hjá kaupmönnum. ^
Stjórnarskrármálið.
Nefndin í því máli klofnaði loks í
tvennt, ekki út af efni stjórnarfrum-
varpsins, heldur út af því, að minni
hlutinn (Guðl. Guðmundsson, Ól. Briem
Sig. Stefánsson) gat ekki sætt sig
við, að meiri hlutinn (Hannes Þorsteins-
son, JónJónsson, Lárus Bjarnason, Pét-
ur Jónsson) vék að því í áliti sínu,
þó mjög hógværlega, að menn hefðu
naumast getað vænzt jafngóðra boða
frá stjórninni, sem raun varð á, eptir
gerðum meiri hluta alþingis í fyrra.
Jafnvel þótt meiri hlutinn gerði sér
far um að minnast sem allra minnst
á deiluatriði flokkanna í áliti sínu, og
orðaði það því mjög vægilega, var
samt ekki nærri því komandi, að hinir
vildu skrifa undir það. Þeir vildu fyrir
hvern mun kljúfa nefndina, þótt ekk-
ert bæri á milli í aðalatriðunum. Að
öðru leyti hefur klofningur þessi eng-
in áhrif á gang málsins. Því er borgið
f þetta sinn vegna þess að heima-
stjórnarmenn urðu nú í meiri hluta
við kosningarnar. En hvernig sem það
fer 1903, má hamingjan vita. Vér birt-
um hér álit meiri og minni hlutans- í
stjórnarskrárnefndinni:
Alit meiri hlutan$.
Vér, sem háttvirt neðri deild kaus í nefnd
til að láta uppi álit vort um frumvarp það
til stjórnarskipunarlaga, er lagt hefur verið
fyrir deildina af hendi stjórnarinnar, skild-
um nefndarkosninguna svo, sem vér ætt-
um að lýsa skoðun vorri á því, hversu
hinni æðstu umboðsstjórn yrði haganlega
skipað, þá er hið nýja stjórnarfyrirkomu-
lag væri komið í kring.
Vér erum þeirrar skoðunar, að greiða
beri sem bezt fyrir því, að frumvarp stjórn-
arinnar komist sem fyrst í gegnum þingið.
Þess vegna höfum vér afráðið að segja
háttv. deild nú þegar frá undirtektum vor-
um tindir það, um leið og vér áskiljum
oss að kveða seinna upp úr með tillögur
vorar um skipun umboðsstjórnarinnar.
Stjórnarskrármálið hefur nú verið nálega
lotulaust efst á dagskra þings og þjóðar
meira en hálfa öld, og allan þenna langa
tíma, að síðustu 5 árunum undanskildum,
liefur það verið einróma krafa þings og
þjóðar, að æðsta stjórn sérmála vorra væri
annarsvegar flutt inn í landið, og að þing-
inu hins vegar væri fengin hæfileg tök á
stjórninni.
Fyrri þátturinn f kröfu vorri er nú feng-
inn oss, svo að vel má við una. Hans
Hátign konungurinn hefur nú gefið oss
kost á því, að ráðaneytið fyrir ísland verði
flutt frá Kaupmannahöfn og heim til
Reykjavíkur, og kunnum vér Hans Hátign
og ráðherra vorum beztu þakkir fyrir það.
Vér skulum og fúslega játa það, að þing-
inu er í frumvarpinu fengin nokkur tök á
stjórn landsins. Ráðherrann á nú ekki að
eins að taka laun sfn úr sjóði landsins,
heldur en þinginu nú og fengin umráð
yfir launakjörum hans og stjórnarráðs hans
á sama hátt og yfir öðruni gjöldum lands-
sjóðs, og það er engan veginn þýðingar-
lftið atriði. Hann á að skipta með oss
súru og sætu, og verður því fyrir sömu
áhrifum og aðrir menn, sem á landinu
búa. Orð hans og gerðir verða lagðar
undir sama dóminn, almenningsálitið, og
annara manna gerðir. Hann á hér eptir
virðingu sína miklu fremttr undir þingi og
þjóð, en hingað til.
Hins vegar getur oss ekki dulizt, að
nokkuð vantar á, að þinginu sé tryggð
lagaleg tök á stjórninni. .
Vér hefðum helzt kosið, að girt hefði
verið fyrir það í frumvarpinu, að stjórnin
gæti gefið út bráðabirgðafjárlög ofan f fjár-
lög þingsins.
Og enn hefðum vér bæði talið það eðli-
legast og tryggilegast, að gert hefði verið
ráð fyrir því í frumvarpinú, að ráðherrann
hefði þegar frá upphafi borið ábyrgð gerða
sinna í landinu sjálfu.
Margir mundu og helzt hafa kosið það,
að ráðherrann hefði eigi allt af skilyrðis-
laust átt heimtingu á eptirlaunum. Margir
mundu og hafa talið það æskilegast, að
það hefði eigi verið beint tekið fram í
frumvarpinu, að sérmálin skyldu borin
fram í rfkisráðinu.
Þá mundu og flestir hafa óskað bæði
þess, að friðhelgi alþingis hefði verið lýst
í frumvarpinu og þess, að konungi hefði
verið gert að skyldu að vinna eið að stjóm-
arskránni.
Loks mundu flestir eða allir hafa kosið,
að ákvæðin uin að fella megi niður útsvars-
greiðslu sem skilyrði fyrir kosningarrétti,
hefði eigi síður náð til bænda, en annara
almennra kjósenda.
En að svo stöddu eigum vér ekki kost
á neinu af þessu.
Engu að síður leyfurn vér oss hiklaust
að ráða háttv. deild til að samþykkja frurn-
varpið án efnisbreytinga, og það því frem-
ur sem stjórnin eptir 2. og 13. gr. frum-
varpsins auðsjáanlega býst við því, að
hæstiréttur verði að eins bráðabirgða-
dómstóll um gerðir ráðherrans. Aðalkröfu
vorri, þeirri, að ráðherrann og stjórnar-
ráðið eigi heima í landinu sjálfu, er full-
nægt, og þinginu jafnframt fengin full sið-
ferðisleg tök á stjórninni.
Og þetta stóra, góða boð þökkum vér
stjórninni því betur fyrir, sem vér naum-
lega gátum vænzt svo liðlegra undirtekta
eptir gerðir meiri meiri hluta alþingis í
fyrra, enda væntum vér þess, að fá allar
sanngjarnar óskir vorar fylltar með tíman-
um, nú er ráðherrann á að fara að lifa
með oss, nú er hann getur gefið sig allan
við vorum málum einum, nú er þingið
getur haft áhrif á hann og hann aptur á
það, enda þótt stjórnin hafi í þetta skipti
fullljóst afmarkað löggjafarþingi voru verk-
svið þess f þessu máli.
Orðabreytingar höfum vér hugsað oss
þær, er hér segir:
1. í stað: „ráðgjafinn fyrir Island" komi
alstaðar: „ráðherra fslands" og í stað:
„ráðgjafi": ráðherra.
2. í 6. gr. b. falli orðin: „í kaupstöðum
og hreppum" burtu.
Loks áskiljum vér oss rétt til að setja
seinna annað orð í stað „landritarans".
Alit minni hlutans.
Vér getum eigi verið samdóma ástæðum
þeim, er meiri hluti nefndarinnar hefur fært
fram í þessu máli.
Um þau atriði hins fyrirliggjandi frum-
varps, er tekin eru upp óbreytt úr frumvarpi
alþingis 1901, leyfum vér oss að vísa f nefnd-
arálit meiri hluta nefndarinnar í stjórnar-
skrármálinu 1901 (Alþt. 1901 C, bls. 301).
Að því er snertir þau atriði hins frum-
varpsins, er stjórnin hefur bætt við, sérstak-
lega það, að ráðgjafinn og stjórnardeildin
sé búsett í Reykjavík, þá teljum vér að þeim
verklega umbót á stjórnarframkvæmdinni í
landinu, og á samvinnu ráðgjafans við al-
þingi, en hins vegar viljum vér láta þess
getið, að með því stjórnarfyrirkomulagi, er
hér er í boði, er eigi að öllu leyti fullnægt
kröfunni um innlenda „æðstu stjórn" í lands-
ins málum, eins og henni frá upphafi stjórn-
arbaráttunnar hefur verið haldið fram, og
þótt þessi hluti af sjálfstjórnarkröfum vorum
hafi eigi verið tekinn upp í frumvörp þau,
er þingin 1897, 1899 °S t90i höfðu til með-
ferðar, þá var það eigi fyrir þá sök, að menn
vildu falla frá þeirri kröfu eins og meiri
hlutinn gefur f skyn (sbr. ávarp e. d. 1901),
heldur fyrir þd sök eina, að í bréfum lands-
höfðingja og hinna fslenzku ráðgjafa um
málið höfðu komið fram tvfmælalaus afsvör
um, að þessari kröfu yrði sinnt.
En þar sem kröfunni um búsetu hinnar
æðstu stjórnar í landinu er með þessu frum-
varpi að því leyti fullnægt, að ráðgjafinn og
stjórnardeild hans á að verða búsett hér, og
þar sem vér, eins og áður er sagt, teljum
þetta verklega umbót, er sjálfsagt sé að taka,
þá viljum vér hiklaust leyfa oss að ráða
hinni háttvirtu deild til að samþykkja frum-
varpið óbreytt að orðum og efni.
Þar sem meiri hlutinn hefur f álitsskjali
sínu við haft þessi orð : „Vér naumast gát-
um vænzt svo liðlegra undirtekta eptir gerð-
ir meiri hluta alþingis í fyrra", þá finnum
vár ástæðu til að mótmæla aðdróttun þeirri
til meiri hlutans á alþingi 1901, erí þessum
orðum felst sem gersamlega ástæðulausri.
Vér finnum ekki ástæðu til að fara ýtari
orðum um frumvarpið né álit meiri hlutans,
en munum í umræðunum gera grein fyrir
hinum einstaklegri atriðum.
Málið var til 2. umræðu í neðri
deild í fyrra dag, og birtum vér hér
stutt ágrip af aðalatriðunum í þeim
umræðum, tekið lauslega meðan á um-
ræðum stóð.
Framsögumaður meiri hlutans (Ldrus
Bjarnason) kvaðst ekki vita, hvort rétt
væri að nefna sig framsögumann meiri
hlutans, þar sem öll nefndin hefði verið
sammála um, að taka frumvarpinu án efn-
isbreytinga. Minntist á, að stjórnarskrár-
baráttan hefði byrjað með kröfunni um
landstjóra, síðan heíði komið miðlunin og
þá loks valtýskan Allt til 13. ág. 1901
hefði hann getað skilið þá stefnu, hún
hefði verið það, sem kallað er „Opportun-
ismus", en úr því væri sér hún óskiljan-
leg. Atkvæðagreiðsluna í efri deildinni
þá, kvaðst hann verða að skoða slys,
sprottið af kappi, sem æskilegt hefði ver-
ið, að ekki hefði átt sér stað. Nú hefði
stjórnin boðið meira, en meiri hlutinn á
alþingi í fyrra vildi fá, en minna heldur
en minni hlutinn vildi fá, eptir því, sem
óskir hvorutveggja komu fram á þinginu.
Okkur væri nú boðin búsetan og það hlyti
að gleðja alla heimastjórnarmenn; hins
vegar gæti þeir ekki verið eins ánægðir
með sumt annað, eins og vikið væri á í
nefndarálitinu. Það væri tekið fram í frv.,
að sérmál Islands skyldu borin upp í rík-
isráðinu, en þess hefði þó hvorugur flokk-
urinn í fyrra óskað. Annað atriði, sem
heldur væri ekki hægt að saka mótflokk-
inn um, væri það, að afnema mætti með
almennttm lögum útsvarsskyldu, sem skil-
yrði fyrir kosningarrétti. Það væri reynd-
ar leit á bónda, sem ekki greiddi útsvar,
en með þessu væri samt hallað á þá stétt,
sem sízt skyldi, því að það væri ótilhlýði-
legt, að húsmaður, sem ekki greiddi út-
svar, hefði kosningarrétt, en aptur á móti
ekki bóndi, nema hann greiddi eitthvað
til allra stétta. Kvað heimastjórnarflokk-
inn taka frv. án efnisbreytinga, en í því
trausti þó, að þingið tæki síðar óskir hans
til greina, og að á þinginu 1903 verði af-
greidd ábyrgðarlög, því að þó að siðferð-
islegu tökin séu fengin á ráðherranum
með búsetunni, þá séu hin lagalegu nauð-
synleg eigi að síður. Kvaðst hafa búizt
við, að ráðherrann mundi ekki víkja frá al-
mennum varnarþingsreglum með því að
láta dæma ráðherra, sem hér væri bú-
settur, suður í Kaupmannahöfn. Breyting-
arnar, sem nefndin stingi upp á væri ein-
ungis orðabreytingar, en ekki efnis. „Ráð-
herra" fyndist sér tremur tákna valdið, sem
hann hefði, heldur en „ráðgjafi". Það hetði
átt vel við, þá er konungar voru einvald-
ir, en nú væri ráðherra réttara. Önnur
breytingin væri, að „í kaupstöðum og
hreppum" félli burtu, þessi orð væru alveg
óþörf, því að aðrir karlmenn væri eigi hér
á landi, en þeir, er byggi í kaupstöðum
og hreppum. Þriðja breytingin, sem nefnd-
in hefði viljað gera, hefði verið, að setja
annað orð f stað „landritara" í frv.; sér
þætti það óheppilegt, bæði af því, að
landshöfðingjaritarinn hefði áður verið
nefndur þessu nafni, en starfssvið þessara
manna væri rnjög ólíkt og hins vegar liggi
ekki í orðinu, að hann skuli vera valds-
maður, en þessi maður á að vera æzti
valdsmaður landsins, á að taka við valdi
landshöfðingja. Hins vegar hefði nefnd-
inni ekki komið til hugar neitt betra orð,
hann hefði leitað til orðhagra inanna, en
engir getað fundið viðunandi orð. Sum-
ir hafi stungið upp á, að setja í staðinn
höfuðsmaður, aðrir lögmaður o. s. frv.
Guðlaugur Guðmundsson sagði, að nefnd-
in hefði hlotið að klofna, þar sem sumir
vildu setja þær ástæður inn í nefndarálit-
ið, sem aðrir vildu ekki hafa og hvorug-
ir viljað víkja. Hann kvaðst lfta öðruvísi
á atkvæðagreiðsluna 13. ág. 1901, frs.m.
meiri hl. (L. B.) áliti hana slys, en hann
áliti það heppilegt ráð, er tekið hefði ver-
ið eptir ítarlega íhugun og hið heppileg-
asta verk, sem unnið hefði verið síðan 1897,
er tarið var að breyta til í þessu máli.
Sagðist verða að geta þess, að meiri hlut-
inn á þingi í fyrra hefði látið í Ijósi, að
óskum hans væri eigi fullnægt með þvl,
sem tekið var upp í frv. Það hafi ávarp-
ið gefið í skyn, enda hafi stjórnin nú tek-
ið það til greina og bætt við búsetunni.
I n.ál. minni hl. sé það skýrt tekið fram,
að hann áliti hana vera kost og svo mik-
inn, að kostnaðurinn verði léttur á met-
unum í samanburði við það. Það hafi á-
vallt verið stefna síns flokks að taka því
bezta, sein fengizt gæti, en sett það sem
skilyrði, að deiluatriðin um samband Is-
lands og Danmerkur væru látin liggja á
milli hluta, en nú fyndist sér samt, að eitt
deiluatriðið væri komið inn í frv. þetta,
hverjir hefðu stuðlað að því að koma því
að kvaðst hann ekki vita, en ekki hafi
það getað verið þeir menn, sem ávallt hafi
viljað sneiða hjá því. Stjórnin hafi hing-
að til haldið þvf fram, að ríkisráðsseta ráð-
f