Þjóðólfur - 08.08.1902, Page 4

Þjóðólfur - 08.08.1902, Page 4
128 göngu úr þinghúsinu upp í kirkjugarð og lögðu fallegan blómsveig á legstað Jóns Sigurðssonar. Fyrst lék lúðrafélag Reykjavíkur i er- indi af þjóðhátíðarsöng íslendinga: ,Ó guð vors lands'. Þar næst gekk þing- maður Snæfellinga, Lárus sýslumaður Bjarnason, og gat þess með fáum en kjarn- yrtum orðum, að heimastjórnarþingmenn vildu með athöfn þessari sverja sig sýni- lega í ætt við Jón Sigurðsson og hina heillaríku starfsemi hans. Þá lagði þing- maður Reykvíkinga Tryggvi bankastjóri Gunnarsson blómsveiginn á legsteininn. Lúðrafélagið lék aptur eitt erindi af þjóð- hátíðarsöngnum og þar með var þessari látlausu en áhrifamiklu athöfn lokið. Hver og einn einlægur ættjarðarvinur og heimastjórnarmaður hlýtur að fagna þessari nýbreytni fulltrúa vorra. Þeir gátu ekki kosið sér fegri ímynd og einingar- band, en starfsemi og minning Jóns Sig- urðssonar. Því að starf hans og viðleitni mun um aldur og æfi vera ljós á vegum allra þeirra manna, jafnt kvenna sem karla, er vilja af einlægum hug vinna að við- reisn lands og lýðs. ,Reiðigjarn löggjafi4. Undir þessari yfirskript snýr ritstjóri „Isafoldar", Björn Jónsson, við sögunni um, að hann var rekinn út af lestrarsal alþing- is 31. f. m. Sagan er svona: Björn var þennan dag staddur í þing- húsinu. Hann hafði vafsazt nokkra stund innan um neðri deildarsalinn, en eg sat þar í sæti mínu við þingstörf. Við urð- um samferða út úr neðri deild, og spurði eg Bjöm þá jafnframt, hvort hann hefði eigi lesið prentuðu auglýsinguna á dyrunum um, að óviðkomandi menn mætti eigi ganga þar um, en honum þóknaðist ekki að svara. Hann fór þá ínn á lestrarsalinn og fór að hnýsast í óleiðréttar ræður þingmanna. Eg fór þá til skrifstofustjóra, minnti hann á, að eg hefði komið því til leiðar, að Einari Hjörleifssyni var vísað út í fyrra fyrir sömu sakir. Skrifstofustjóri fór þá inn á lestrarsal og spurði Björn fyrst, hvort hann hefði nokk- urt bílæti, og varð Bjöm að játa, að hann hefði það ekki. Sagði skrifstofustjóri þá Birni, að honum væri óheimilt að vera þar og bannaði honum að fara í plögg þingmanna. Bjöm kvaðst «kki mundi fara og skor- aði skrifstofustjóri þá á þingmenn, er voru þar viðstaddir og skrifstofuþjónana, að fleygja Birni út, en er enginn varð til þess, var sent eptir forseta neðri deildar. Björn karlkvölin skalf eins og hrfsla meðan á þessu stóð, en fór svo að gera sig líklegan til að fara út, þorði auðsjáan- lega ekki að bíða eptir úrskurði forseta. Skrifstofustjóri bannaði honum þá að fara út, sagði honum að bíða úrskurðar forseta. En Bjöm kvaðst fara þegar honum sýnd- ist og fór, eri hitti forseta í ganginum. Forseti kom síðan inn á lestrarsal, sagði, að Björn hefði ekkert bíiæti haft og hefði þannig verið f leyfisleysi á lestrarsalnum, enda hefði hann undir engum kringum- stæðum neitt leyfi til að fara í plögg þing- manna. Jafnframtbrýndi forseti það ræki- lega bæöi fyrir skrifstofustjóra og eptir- litsmanninum á lestrarsalnum, að enginn mætti vera þar án bílætis og enginn mætti hnýsast þar í skjöl þingmanna. Þannig hafa báðir ritstjórar ísafoldar verið reknir út fyrir óleyfilegt snudd í plögg- um þingmanna. Einhverju ónotaþvögli stautaði Björn út í minn garð, en eg fyrirgaf honum það, vesalingnum, enda þótt einum afþingsins þjónttm — prentaranum — mundi ekki líð- ast annarsstaðar, að vaða upp á einn af þingsins herrum. Rvík 4. ág. igo2. Lárus Bjarnason. Alþingi. n. Þingmannafrumvörp ný. Uin eptirlaun (Guðj. Guðl ). Gjald af hvölum, sem veiddir eru vid Island (Ari Brynjólfsson). Um manntalsping (Lártts Bjarnason, Guðl. Guðm., Herip. J.). Gagnfrceðaskóli í Akureyrarkaupstad (Arni Jónsson, Pétur Jónsson). Skipting Isafjardarsýslu í tvö kjötd<zmi{Guð- jón Guðlaugsson). Um gjaldfrelsi afréttarlanda (St. St. Skagfi, 01. Briem). Um undanþdgu frá lögum um bann gegn botnvörpuveidt/m (Landhelgisleigumálið frá í fyrra) (Guðl. Guðm., Þorgr. Þ.). Um aS selja Muta af Arnarhólslód (Tryggvi Gunnarsson). Afnám framtals d lausafé til tlundar og breyting á gjöldum peim, sem bundin eru við lausafjártiund (Guðl. Guðm., 01. Br.). Þingsályktunartillögur nýjar. Um ihugun verzlunarmdlsins, einkum út- flutning á keti (Pétur Jónsson o. fl.). Um rdðstafanir gegn útbreiðslu berklaveik- innar (Magn. Andr.). Þingnefndir. Afndm lausafjdrtiundar 0. fl. (N. d.): Guðl. Guðmundsson, Ólafur Briem, Ólafur Da- víðsson, Jón Magnússon, Sighv. Arnason. Þrdðlaus rafmagnsskeyti (Þingsályktun): Tryggvi Gunnarsson, Guðl. Guðmunds- son, Jón Jónsson, Pétur Jónsson, Stefán Stefánsson (Skagfi). Samgöngumdl (þingsályktun): Tr. Gunnars- son, Ól. Davíðsson, ÞórhallurBjarnarson, Þorgr. Þórðarson, Björn Kristjánsson. Stofnun lifsdbyrgðarfélags (þingsályktun): Þórður Thoroddsen, Hannes Þorsteins- son, Ólafur Briem, Stef. Stefánsson Skagfi, Þorgr. Þórðarson. Dómaskipun m. fl. (þingsályktun): Lárus Bjarnason, Björn Bjarnarson, Hermann Jónsson, Guðl. Guðmundsson, ÓlafurDa- víðsson. Eptirlaunamál (E. d.): Guðjón Guðlaugs- son, JósafatJónatansson, Júlfus Havsteen. Botnvörpumál (N. d. hlutfallskosning): Guðl. Guðmundsson, Lárus Bjarnason, Þorgr. Þórðarson, Pétur Jónsson, Hannes Þor- steinsson. Verzlunarmdl: Tryggvi Gunnarsson, Her- ntann Jónasson, Eggert Benediktsson, Magnús Andrésson, ÞórhallurBjarnarson. Loptritun Marconi’s er mjög sennilegt, að komizt hér á innan skamms. Á þingfundi í neðri deild 5. þ. m. las landshöfðingi upp bréf frá stjóminni, þar sem farið var fram á, að þingið veitti nú stjórninni heimild til að verja þeim 35,000 kr. á ári, er ákveðn- ar eru á síðustu fjárlögtim um fjárfram- lag til fréttaþráðar neðansævar, til þess að leita samninga og fá ákveðin tilboð frá loptritunarfélagi nokkru f Belgíu, er hefur tjáð sig fúst til að sinna málinu. Ergert ráð fyrir í bréfi þessu, að 3—4 stöðvar verði hér á landi, aðalstöðin í Reykjavík eða í nánd við hana, en hinar nálægt Seyð- isfirði, Akureyri og Isafirði. En hvort lopt- skeytin frá útlöndum til Islands verða send um Færeyjar eða frá Hjaltlandi eða Jót- landsskaga, er óráðið. Það er því vonandi, að einhver alvarleg hreyfing komist á mál þetta bráðlega. Málið er nú afhent til athugunar nefnd þeirri, er neðri deild setti til að íhuga loptritunarmálið. „Hólar“ komu austan um land 3. þ. m. Meðal farþega hingað : séra Jón Helgason presta- skólakennari úr kynnisför frá Vopnafirði, Georg Georgsson Iæknir og konsúll af Fá- skúðsfirði, Jón Stefánsson kaupstjóri af Seyðisfirði (Filippseyjakappi) o. fl. „Ceres“ kom hingað frá útlöndum 4. þ. m., og með henni um 20 farþegar, þar ámeðal: Haraldur Níelsson cand. theol. úr Stokk- hólmsför sinni, Benedikt Einarsson lækn- ir frá Chicago (ættaður úr Mývatnsveit), Ingvar Búason lögfræðiskand. frá Winni- peg, báðir snöggva ferð, Garðar Gíslason verzlunarumboðsmaður frá Edinborg o. fl. Húsbrunl. Hinn 2. þ. m. brann íbúðarhús Björns hreppstjóra Þorlákssonar á Varmá í Mos- fellssveit. Var það vátryggt fyrir 2500 kr. Innanhússmunum varð bjargað. Ósennileg fregn, en sönn þó, hef- ur flogið hér um bæinn þessa dagana, að séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli hætti prestsskap nú í haust, flytji hingað til Reykjavlkur og gerist ritstjóri „Fjallkon- unnar", er menn segja, að hann hafi keypt. Ástæða: fótaveiki. Skol Á Stöðvarfirði er til sölu 7* íbúðarhús nýlegt, með mjög góðum kjörum. Fylgir lóð og gott uppsátur. Semja má við Isl. Glsla- son á Stöðvarfirði eða Eirík Torfason, Bakkakoti í Leiru. Auglýsing. Sunnudaginnn 3. þ. m. tapaðist úr Foss- vogi Ijósrauðskjótt hryssa 7—8 vetra, óaf- fext, aljárnuð með 6-boruðum skeifum; mark heilrifað hægra, sýlt vinstra. Hryssan er bráðvökur og í bezta standi. Henni óskast leiðbeint til undirskrifaðs. Eyrarbakka 5. ágúst 1902. Guðni Jónsson. Ungar og góðar kýr eru til sölu hjá Guðna Þorbergssyni á Kolviðarhól. Mustad’s smjörlíki (no rsk vara) fæst nú keypt hjá flestum verzlunarmönnum. Reynið það, og þér munuð komast að raun um, að það er bezta smjörlíkið. / / / / / / / / / / /• / / / / / / / / / / / / / / / N ý kom i ð í verzl. Godthaab mjög stórar birgðir af Eldavélum, Ofnum, Gufurömmum, Hreinsunarrömmum, Skolpþróm, RÖrum (allar stærðir), m. fl. selst að eins með verksmiðju verði að við bættu flutningsgjaldi. BOTNFARFI. Nordens Kobberstof. Framvegis nægar birgðir hjá Verzl. Godthaab. Munið eptir, að það er samkeppni frá þessari verziun, sem hefur fært niður verðið á vörutegund þessari. Ljósgrár hestur dekkri 1 faxi, hér um bil 10 v. með mark standfjöður fr. hægra, jámaður með slitnum skaflaskeifum tapaðist í nl. júní. Hver, sem kynni að hitta hest þennan, er vinsamlega beðinn að senda hann til mfn mót borgun. Þorlákshöfn. Jón Arnason. Smáar 'bllltUdösir með loki eru keyptar í Austurstræti 4. Heimsins vönduðnstu og ódýrnstu Orgel og Forteplano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Co og frá Corn- ish & Co, Washington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönduð- um orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 krónnr. (Orgel með sama hljóð- magni og líkri gerð kostar í hnottréskassa minnst 244 krónnr í umbúðum hjá Peter- sen & Steenstrup). Flutningskostnaður frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26— 40 krónur eptir verði og stærð orgelsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára á- byrgð. , Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi fé- laganna hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðaluinhoðsmadur á íslandi Dr Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. Brúkuð fslenzk frímerki, helzt gömul, en einsþau,sem nd eru ígildi,erukeyptháu verði. Finn Amundsen Haakonsgade 26. Bergen, Norge. ROGN og andre islandské Pro- dukter modtages til Forhandling. Billig Betjening. Hurtig Afgjörelse. Einar Blaauw. Bergen. Norge. Til þeirra sem neyta hins ekta Kína-lífs-ellxírs. Með því að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at- hygli manna að því, að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr. og selst með sama verði sem áður nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandl hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Astæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs síns vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi í grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en I kr. 50 a. fyrir hverja flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. the.ol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.