Þjóðólfur - 05.09.1902, Side 1
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 5, september 19 02.
M 36.
Bið j ið ætíð um
OTTO MONSTED’S
DANSKA SMJÖRLÍKl,_________“
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Vet-ksmiðjan er hín elzta og stærsta í Danmörkn, og hýr til óefað hina beztn
vöru ogr ódýrustu f samanbnrði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
Heiðraðir kaup-
endur Þjóðólfs eru beðn-
ir að minnast þess, að
gjalddagi blaðsins var 15.
júlí.
iillii i i'Til riTITiTiTiTITiTiTiTTiíiTTiTiTiTiTSTiTiIiTfTlTiTiIiTiiTíiiliiTiiTriTiTiTiFinriTiTrfTiTiTTTÍ
Starf aukaþingsins.
i.
Stjórnarbótin og ríkisráðs-
setuákvœflið.
Þegar þess er gætt, að starfstími
þingsins í sumar var að eins einn mán-
uður, gegnir furðu, hve miklu það
hefur getað afkastað. Að vísu eru
mörg þtirra rúmra 20 frumvarpa, er
þingið afgreiddi sem lög ekki þýð-
ingarmikil, en meðal þeirra eru 5—6
mjögþýðingarmikil stórmál, auk margra
(11) þingsályktana, er þingið afgreiddi,
og eru sumar þeirra annaðhvOrt mik-
ilsháttar nýmæli, eða á annan hátt
þýðingarmiklar.
Merkasta og mikilsverðasta verk
þessa aukaþings, það verk, sem víð-
tækust og þýðingarmest áhrif mun
hafa í framtíðinni er bráðabirgðasam-
þykkt þingsins í stjórnarbótarmálinu,
samþykkt ráðherrabúsetu hér á landi,
og þar með flutningur æzta stjórnar-
valdsins inn í landið. Þótt þingið
hefði ekkert annað gert en þetta,
var það eitt nóg til að halda nafni
þessa fulltrúaþings uppi í sögunni,
einkum þegar þess er gætt, að fyr-
ir lá annað frumvarp, er einnig hafði
vilyrði um staðfestingu, frumvarp, er
ekki þokaði heimastjórn vorri eina
spönn áfram, heldur þvert á móti apt-
ur á bak. Þetta frumvarp var valtýska
frumvarpið frá 1901, er þá var knúð
fram með svo mikilli frekju, eins og
frægt er orðið. Og það er á margra
manna vitund, að f sumar átti að róa
að því öllum árum leynt og ljóst, að
þingið tæki það frumvarp fram yfir
stjórnarfrumvarpið. Jafnvel nú eptir
þing er verið að hampa kostum og
yfirburðum þess frumvarps yfir hitt,
með því að gera svo mikinn hvell, sem
gert hefur verið út af orðunum „í rík-
isráðinu" í stjórnarfrumvarpinu, orðum
sem flestir eða allir heimastjórnarmenn
að minnsta kosti voru mjög gramir yf
ir, að skotið var inn. En eins og mál-
ið horfði við, og eptir skýrum yfirlýs-
ingum ráðherrans hefði afnám þessara
orða úr frumvarpinu, verið sama sem
alger dauðadómur alls frumvarpsins hjá
stjórninni, ogþá ábyrgð gagnvart þjóð-
inni vildi meiri hluti þingmanna eða
réttara sagt enginn þingmanna nú taka
sér á herðar. Að vísu mundi Valtý-
ingum hafa verið það kært, að heima-
stjórnarmenn hefðu ónýtt málið á þenn-
an hátt, því að þá stóðu Valtýingar
svo vel að vígi, að saka hina um, að
þeir hefðu að eins gert þetta málinu
til falls, en af engum öðrum ástæðum.
Þá mundu Valtýingar hafa hrópað hátt,
að aldrei hefði þeim komið til hugar
að hreyfa við þessu atriði, og mundu
hafa barizt með hnúum og hnefum
gegn úrfellingunni, til að sýna hvað
þeir væru einlægir við kolann, og vildu
ekki stofna málinu í hættu. En nú,
er þetta var ekki gert, þá eru þeir
óánægðir yfir því og segja, að það
hefði átt að gerast. En hversvegna
samlöguðu þeir sig þá ekki við heima-
stjórnarflokkinn, og reyndu að fá því
til vegar komið, að þingið yrði einhuga
á því, að nema þessi orð burtu. Það
hefði verið dálítil níeining í því, og
heldur von um einhvern árangur, en
að 'óðrum kosti alls ekki. En sam-
komulag um það á þinginu hefði aldr-
ei fengizt, eins og það nú var skipað
Það hefði ekkert orðið úr því annað
en ný sundrung, nýr klofningur, nýjar
deilur, nýtt banatilræði við þennan
nýja verulega heimastjórnarvísi vorn.
Þjóðin hafði heimtingu á því af full-
trúum sínum, að þeir tefldu nú ekki
málinu enn einu sinni í tvísýni, —
jafnlangt og það var komið áleiðis, —
fyrir dutlunga ráðríks ráðherraíKaupm -
höfn, er skákaði inn í frumvarpið á-
kvæði, sem áður hafði valdið hörðum
deilum, ákvæði, sem auðvitað er í sjálfu
sér mjög óviðkunnanlegt, en getur ekki í
reyndinni haft og mun ekki hafa neinar
ófarscelar afleiðingar í fór tneð sér fyr-
ir fullkomnari sjálfstjórn hér á landi,
eða hnekkja s'ótinum þrifutn og þroska
þjóðar vorrar á ókotninni fratnfara-
braut hennar í framtíðinni. Þetta
verða menn vel að athuga, því að það
er mergurinn málsins, en ekki hitt, hvort
maður kann vel eða illa við það frá
ríkisréttarlegu og teóretisku sjónarmiði,
þótt því skuli ekki neitað, að það hafi
sína míkilsverðu þýðingu, að í engu
sé þar á oss hallað. En þeir sem nú
æpa hæst, þar á meðal einhver Skugga-
Sveinn í „Fjallkonunn:" um það, hversu
óviðurkvæmilegt, jafnvel óærlegt(ll) það
sé af þeim mönnum, er áður hafi bar-
izt gegn ríkisráðssetunni, að samþykkja
nú þetta ákvæði í frumvarpinu, þeir
ættu að gæta þess í öllum hávaðanum,
að vera svo „ærlegir" að kannast við
þá meginreglu, sem hvarvetna gildir:
að til þess að fá einhverjar verulegar,
stórkostlegar umbætur — eins og t.
d. þær sem nú eru í boði á stjórnar-
fari voru — þá verða menn opt að
vinna til að sleppa einhverju, sem
mönnum fyr hefur þótt iniklu skipta,
tneðan hégótni einn og hneykslisskóbœt-
ur voru i boði, eins og var í valtýsk-
unni idpy, þá er mótstöðumenn þeirr-
ar flónsku lögðu mesta áherzluna á
ríkisráðsetuákvæðið, sem dugði þá vel
til að hnekkja þeim ófögnuði, er þá
var í boði. En nil er sannarlega allt
annað uppi á teningnum. NÚ hefði
verið stór ábyrgðarhluti fyrir fulltrúa
þjóðarinnar að gera ríkisráðsetuákvæð-
ið að fótakefli stjórnarfrumvarpsins —
ráðherrabúsetunnar. Að vísu eru til
þeir menn, sem telja þetta frv. einskis-
virði og verraheldur en alla valtýsku(ll),
en við þá menn er naumast orðum
eyðandi, enda munu þeir aldrei fá eyra
þjóðarinnar fyrir slíka fjarstæðu, hversu
hátt sem þeir hrópa um „afsal allra
landsréttinda" landráð og banatilræði
við þjóðina og þar fram eptir götun-
um, og hverjum nöfnum, sem þeir nefna
það: „ný-valtýsku" eða hvað það nú
er. Þeir koma aldrei valtýskunni sinni
í hásætið með þeim ráðum.
En setjum nú svo, að þjóðin snerist
gegn fullt.rúum þeim, er nú á auka-
þinginu samþykktu stjórnarfrumvarpið,
gyldi þeim óþökk eina fyrir vikið, og
heimtaði af hinum nýju fulltrúum sín-
um 1903, að þeir kipptu þessu deilu-
atriði burtu úr frumvarpinu, hverjar
sem afleiðingarnar yrðu, þá er þjóðin
áuðvitað einráð um það og sjálfsagt
að hlíta þeim úrskurði, því að í þessu
er þjóðin hinn eini rétti málsaðili.
Vilji hún leggja út í nýja harða bar-
áttu, sem ekki er séð fyrir endann á
út af þessu atriði, vilji hún vinna það
til að tefla málinu í fullkomið tvísýni,
þá sjáum vér ekki, að nokkur maður
geti haft nokkurn skapaðan hlut á móti
því. Að vísu mundi það ekki að
eins kosta aukaþing 1904, heldur ef
til vill mörg, mörg aukaþing, með
harla óvissum árangri, en í það væri
samt ekki horfandi, ef þjóðin væri
einhuga í því, að svo skyldi vera og
svo þyrfti að vera. F.n fulltrúar henn-
ar á þingi 1902 geta aldrei orðið sak-
felldir með réttu, þótt þeir tækju held-
ur þann kostinn, sem nær lá til að
binda enda á þetta mál, samkvæmt
eindreginni kröfu þjóðarinnar, heldur
enn þann kost, er alls óvænlegur var
til samkomulags við stjórnina, og fyr-
irsjáanlegt var, að baka mundi þjóð-
inni nýja, vonlitla stjórnarbaráttu. Menn
verða einnig að gæta þess, að það er
enn eptir að leggja fullnaðarákvæði á
þetta mál, því er skotið fyrir dómstól
þjóðaritinár. Og svo getur hún kveð-
ið upp úrskurð sinn um, hvort hún
leggur svo tnikla, svo alvarlega áherzlu
á þessi tvö orð í hinu samþykkta frum-
varpi, að hún vilji ónýta það, sem
þingið einhuga hefur talið réttast ept-
ir atvikum að fallast á, vegna þess,
að óséð er, að vér fáum í bráð að
minnsta kosti nokkurt tilboð um flutn-
ing æzta valdsirtS inn í landið, hvort
oss verða aptur boðnir svipaðir kostir
að þessu leyti, ef vér sleppum nú tæki-
færinu til að ná yfirstjórninni hingað
til lands. En úr því að það sþor er
stigið, þá er auðveldara síðar að ná
enn meiru — fullkominni sjálfstjórn —
og það þrátt fyrir þennan ríkisráðssetu-
nagla ráðherrans í frumvarpinu. Það
erutn vér sannfœrðir um. Sá nagli
neglir oss ekki um aldur og æfi, girðir
aldrei fyrir enn frekara sjálfstæði oss
til handa, hvað sem hver segir. Og
það er mergurinn málsins.
Útlendar fréttir.
KaiipmannnhiifH 15. ágúst.
Frá borgarastríðinu 1 Venezuela eru
nýkomnar svolátandi fréttir :
3. þ. m. tókst orusta við Barcelona niilli
uppreistarmanna og herliðs Castro’s for-
seta. 3 dögum seinna brutust uppreistar-
menn inn í bæinn og urðu menn Castro’s
að gefast þar upp eptir tveggja daga vörn;
voru þá fallnir að öllu samtöldu 8 hers-
höfðingjar, 23 ofurstar og 167 dátar. Nu
tóku sigurvegarnir að ræna borgina, þar
á meðal konsúlatsbyggingar Bandamanna
í Norður-Ameríku, Itala og Hollendinga
svo og búðir útlendra kaupmanna — mis-
þyrmdu og drápu varnarlausar konur og
börn og settu alla embættismenn fasta.
Bandamenn kvað nú vera staðráðnir í,
að skakka leikinn, hafa þegar sent her-
skipið »Cincinnati« til Barcelona. Heyrzt
hefur og, að Þjóðverjar muni ef til vill
líka senda herskip þangað vestur.
í K o 1 u m b í u og í svertingjalýðveldinu
Haiti er ástandið litlu eða engu betra
en í Venezuela. Við Ha'iti-ey, þar sem
stjórnleysið kvað keyra úr hófi, hefur am-
erískt herskip nú hafnað sig.
Banatilræði var nýlega af ókunnum
manni veitt fylkisstjóranum 1 Charkov í
Rússlandi, O b o 1 e n s k i fursta •, fékk hann
eitt eða fleiri skot í hálsinn af fjórum,
sem á hann var hleypt — lifir þó enn.
Illræðismaðurinn höndlaður.
Að öðru leyti hefur ekki borið á óeirð-
um í Rússlandi í seinni tíð; þess hefur
og verið getið, að keisari mundi varla líta
svo hörðum augum á hina svonefndu óróa-
menn sem fyr; eptir hans boði kvað það
þannig vera, að öllum þeim stúdentum,
er eptir óeirðirnar í Moskva í febrm. þ.
á. voru hnepptir í varðhald í Smolensk,
hefur verið sleppt úr haldi.
Ekki virðist það óhugsandi, að ráða-
neytið Combes hafi reist sér hurðarás
um öxl á skólamálinu umtalaða. Mót-
spyrnan er víst eiginlega talsvert öflugri
og alvarlegri en fyrst var haldið. Yms
ofifrelsisblöð, einkum þau, sem eru í hönd-
um Gyðinga, hefja stjórnina til skýjanna
og hrósa happi yfir hörku hennár gegn
klaustralýðnum, sem þau gera gabb að.
En þessi blöð hafa Kklega heldur ekki
gleymt því, að Gyðingurinn Dreyfus átti