Þjóðólfur - 05.09.1902, Qupperneq 2
142
engan verri óvin, en klerkastéttina, er
studdi hermannaflokkinn af alefli gegn
honum.
Lokun skólanna veldur — eptir áreið-
anlegustu fréttum — víðast hvar megnum
óspekttim; menn reyna að stemma stigu
fyrir lögreglunni með grjótkasti og gadda-
vír o. s. trv. Sumstaðar hafa lögreglu-
menn orðið að fá vopnað herlið til hjálp-
ar. Meðal herforingjanna eru margir, sem
halda með munkunum og nunnunum.
Tveir meiri háttar herforingjar hafa verið
teknir fastir eða verða í öllu falli kærð-
ir fyrir rétti, af því að þeir hafa neitað
að hjálpa til við lokun skólanna. — En
einkum þykir það þó eptirtektarvert, að
yfirrétturinn í Lyon hefur dæmt úrskurð
stjórnarinnar um að loka nunnuskólunum
í St. Charles ógildan. Hlutaðeigandi amt-
maður ætlar reyndar að áfrýja dómnum,
en álit réttarins sýnir þó, að þar meðal
lögfræðinga þykir efasamt, hvort aðferð
stjórnarinnar er lögum samkvæm.
Agreiningurinn milli Tyrklands og
Serbíu virðist fara vaxandi. Sagan seg-
ir, að soldán hafi frá Albönum fengið
áskorun um, að segja Serbum stríð á hend-
ur. Albanar, sem eru herskáir menn,
bjóðast til að berja á Serbum án styrks
Irá hinum hluta Tyrkjaveldis. Svar sold-
áns þó enn ófrétt.
I Lundúnum hefur Chamberlain ný-
lenduráðgjafi haldið fund með ráðaneytis-
forsetum frá nýlendum Breta (Astralíu,
Nýja-Zeeland o. fl.). Af því sem gerzt
hefur á fundinum er þess getið, að ný-
lendurnar skuldbindi sig til að greiða eigi
að eins ríflegan skerf (3—400 þús. £) til
herflotakostnaðar Bretaveldis, heldur einn-
ig að minnsta kosti 75,000 £ til — minn-
isvarða yfir Victoríu drottningu!
Bretastjórn kvað ætla þeim Botha og
Delarey sæti í hinu fyrirhugaða lög-
gjafarþingi fyrir Transvaal og Oranfu.
Fregn hefur borist um uppþot á K o r e a til
útrýmingar öllum útlendingum. Nokkrir
japanskir kaupmenn þar í landi gerðir
höfði styttri!
Hörgurinn í Hörgsdal.
Fyrir rúmum 10 árum, 1890 eða 1891,
fannst í Hörgsdal í Mývatnssveit merkileg-
ur fundur. Bóndinn þar, Arni Flóvents-
son, var að grafa fyrirhlöðu skammt norð-
ur frá bænum. Þegar gröfin var orðin
rúmlega 2 álna djúp, varð fyrir honum
grjótbálkur, er gekk um gröfina þvera ná-
lægt rniðju hennar. Var bálkurinn hæstur
um miðjuna, hér um bil 1 al. á hæð, en
lækkaði út til endanna báðum megin og
var þar ekki hærri en um T/2 alin. Breidd-
in var hér um bil 1 alin. Viðarkolaagn-
ir fundust á víð og dreif í þessum bálki
milli steina. A miðjum bálkinum lá stór
hellusteinn aflangur, og hvíldi hann á 4
steinum, sem stóðu í ferhyrning undir
röðum steinsins. Steinar þessir, sem báru
helluna, námu jafnhátt bálkinum til beggja
handa, þannig að hellan bar upp yfir bálk-
inn með allri þykkt sinni, en undir henni,
milli þeirra 4 steina, sem nefndir voru,
mynduðust nokkurskonar hlóðir. Ofan í
efra yfirborð hellunnar var bolli; var hún
þykkust í miðju, en þynntist út á við til
raðanna. Undir hellunni 1 hlóðunum lá
lítill bollasteinn kringlóttur, og hjá honum
nokkrir kljásteinar. Eldslitur virtist vera
á efra yfirborðí hellunnar, en ekki að neð-
an, og ekki á hlóðunum undir henni eða
þeim steinum, sem þar lágu, en viðarkola-
agnir sáust í hlóðunum sem annarsstaðar
í bálkinum. Arni var einn að verki og
gat ekki ráðið við stóru helluna, en þurfti
grjót í hlöðuveggina. Braut hann því
helluna í 5 stóra parta og notaði þá 1
veggina ofanjarðar að utanverðu. Líka
tók hann upp það af grjótbálkinum, sem
hlöðugröfin tók yfir, en ekki gróf hann
út fyrir enda hans. Bálkurinn stóð í gam-
alli gólfskán, sem náði um alla hlöðu-
gröfina og var blandin ösku og viðarkolum.
Árið 1897 barst Fornleifafélaginu óljós
fregn um þennan fund og þótti allmerki-
legur. Þrem árum síðar fór Brynjólfur
fornfræðingur Jónsson að Hörgsdal og
fékk nákvæma skýrslu um fundinn hjá
Árna bónda, og er sú skýrsla prentuð í
Árbók Fornleifafélagsins 1901. I fyrra
veifti alþingi félaginu nokkurn styrk til
að láta rannsaka þetta, og nú í sumar
fékk félagið þá rektor Björn M. Ólsen og
kaptein Daniel Bruun til að taka að sér
rannsóknina, er þeir framkvæmdu dag-
ana 14.—17. ágúst síðastl., og hefurhinn
fyrnefndi látið blaði voru í té eptirfarandi
skýrslu um árangurinn:
sNiðurstaðan af rannsókninni er í stuttu
máli sú, að skýrslaÁrna bónda hefur reynzt
sönn og rétt í öllum verulegum atriðum,
enda er hann greindur maður, skilríkur
og minnugur. Brot hellusteinsins, 5 að
tölu, fundust f hlöðuveggnum, og hefur
að vísu nokkuð kvarnazt úr hellunni, en
þó ekki meira en svo, að öll lögun henn-
ar sést greinilega, þegar brotin eru lögð
saman. Ofan í hana, nær miðju, hefur
verið dálítill bolli óreglulegur að lögun,
aflangur, 4^/2 þuml. að þvermáli á skemmri
veginn, en 63/4 þuml. á Iengri veginn, og
27.3 þuml. á dýpt; virðast varla vera manna-
verk á bollanum; að öðru leyti er lögun
hellunnar, eins og greint er hér að fram-
an; hún er 35 þuml. á lengd, þar sem
hún er lengst, en 27 þuml. á breidd, þar
sem hún erbreiðust; þykktin mest 8 þuml.
nær miðri hellunni, en minnkar út til rað-
anna.
Sömuleiðis tókst að finna báða enda
grjótbálksins, sem hellan Iá á. Varð sú
raunin á, að Árni hafði út fyrlr hvorug-
an endann grafið. I endunum fundust
eldbrunnir, sótugir steinar, viðarkol, leif-
ar af sviðnum beinum, ennfremur lítill
snældusnúður úr steini í austurendanum.
Með því að fylgja hinni greinilegu gólf-
skán, sem fyr var getið, og grafa þvert
og endilangt undir hlöðunni og í kring-
um hana, fundust Ijós og ótvíræð merki
þess, að hér hafði staðið gamalt hús með
torfveggjum, og námu undirstöður veggj-
anna allt í kring jafnhátt gólfskáninni.
Húsið hefur snúið frá norðri til suðurs og
verið sem næst 42 fet á lengd og32—33
fet á breidd að utanmáli, en 31 fet á
lengd og (rúmlega) 20 fet á breidd að
innanmáli. Veggir og gaflar hafa verið
ákaflega breiðir, 5^2—6 fet. Yfir þvera
tóftina norðanverða, xo fet frá innri brún
norðurveggjar, hefur grjótbálkurinn geng-
ið, sem hellan lá á. Hefur bálkurinn
gengið fast upp að innri brún vesturveggj-
ar, en hinumegin, að austanverðu, hefur
hann ekki náð alveg að veggnum, heldur
hefur þar verið bil eða gangrúm milli hans
og veggjar, rúmlega 3 feta breitt. Hvar
dyr hafa verið á húsinu er óvíst.
Lítill vafi virðist geta leikið á því, að
hér sé fundinn hinn gamli hörgur, sem
,bærinn í Hörgsdal er við kenndur«.
Mótmæli og leiðréttingar,
Herra ritstjóri! Samkvæmt prentfrelsis-
lögunum frá 1855, n. gr., krefst eg þess,
að þér takið eptirfarandi leiðréttingar óbreytt-
ar upp í 1. eða 2. nr., sem út kemur af
blaði yðar Þjóðólfi eptir að þér hafið feng-
ið þær í hendur.
Þér hafið í Þjóð. LIV, 33. dróttað því að
mér, að eg muni hafa fengið ráðherrann til
að setja ákvæðið um ríkisráðssetuna inn í
stjórnarskrárfrumvarp það, sem hann lagði
fyrir alþingi. Þettalýsi eg hér með tilhœfu-
lausar getsakir. Það atriði hefur aldrei bor-
ið á góma í viðræðum þeim, sem eg hef
átt við ráðherrann, og eg hafði enga hug-
mynd um, að það mundi síanda í frumvarp-
inu, fyr en eg sá sjálft stjórnarfrumvarpið
hér í Reykjavík.
Þér hafið og í sama blaði, og optsinnis
áður, sagt, að eg hafi á stúdentafundinum í
Khöfn 30. nóv. f. á. Iofað að koma í veg
fyrir, að búseta ráðherrans hér á landi yrði
lögleidd. Þetta lýsi eg helber ósannindi,
eins og eg þegar hefi gert í yfirlýsing minni
í „Austra", dags. 19. júlí þ. á. Eg hefaldrei
á æfi minni, hvorki í opinberri ræðu né
riti, haft eitt orð á móti því, að sjálfstœdur
og óhddur ráðherra fyrir ísland væri búsett-
ur í Reykjavík. En á móti búsettum undir-
tyllurddgjafa, sem háður væri eptirliti frá
ábyrgðarlausum dönskum yfirrddgjafa, hefi
eg barizt, og um slíkan ráðgjafa var að eins
að ræða á stúdentafélagsfundinum.
Þér segið ennfremur í sama blaði, að grein-
ar Hávarðar og Atla í ísafold, sem þér
heimildarlaust eignið mér, hafi verið ritaðar
til þess, að spana menn til að hafna stjórn-
arfrumvarpinu vegna ákvæðisins um ríkis-
ráðið, enda hafi þar ekki verið tilfærð um-
mæli um rfkisráðssetu ráðgjafans eptir aðra
en þá menn, sem nú sitja d pingi. Öllu
þessu mótmæli eg. I greinum þessum er
ekki með einu orði mælt með því, að hið
umrædda ákvæði sé fellt burt, hvað þá
heldur að stjórnarfrumvarpinu sé hafnað
vegna þess. Það er þvert á móti skýrt tek-
ið fram í greininni „Umræðulok" (ísaf. XXIX,
50), að þessar greinar hafi að eins verið rit-
aðar til að útlista fáein merkileg söguleg
ágreiningsatriði í stjórnarbótarbaráttunni og
sýna sumum þjóðfrelsisgörpunum sjálfa sig
í spegli, en sem dregið hafi verið að gera,
unz full trygging fyrir framgangi mdlsins
var fengin. Hvernig þér getið haldið því
fram, að ritstjóri „Austra“ og Benedikt sál-
ugi Sveinsson eigi nú sæti á þingi, er mér
lítt skiljanlegt, en eptir þá báða voru tilfærð
ummæli í grein Atla, og eptir hinn síðar-
nefnda meira en nokkurn mann annan.
Þá hafið þér f sama blaði haldið því fram,
að eg eða aðrir flokksbræður mínir, utan
þings eða innan, hafi fengið herra mála-
flutningsmann Einar Benediktsson til þess
að hefjast handa gegn ríkisráðssetuákvæðinu
með fundarhöldum hér í Reykjavík. Þetta
hefur hr. E. B. sjálfur þega/ lýst ósannindi
á opinberum fundi hér í bænum, og er frá
þeirri yfirlýsing hans skýrt í blaðinu „Reykja-
vík“ 17. þ. m.
Þótt ástæða væri til, að mótmæla mörgu
fleiru í grein yðar, verður nú hér við að
sitja að sinni.
Reykjavík 19. ágúst 1902.
Valtýr Guðmundsson.
* * * # •«:
* * # #
Nýjar skýringar,— Nýjar sannanir.
Viðurkenningar Valtýs.
Það er auðheyrt á þessum mótmæla-
rembingi doktorsins hér á undan, að grein-
in í 33. tbl. Þjóðólfs hefur kornið dálítið
óþægilega við kaun mannsins. Og skal
nú stuttlega athugað, hve mikill staður er
í þessum »mótmælum«, og hversu þau
detta öll í mola og verða »humbug« eitt,
þegar þau eru rakin úr umbúðunum og
liðuð sundur, auk ósanninda þeirra, er
»mótmæli« þessi fela í sér og sýnd skulu
verða.
Nr. 1. Ummælin í Þjóðólfi um að Val-
tý mundi líklega kunnugt um, hvernig
ríkisráðssetuákvæðið hefði kornið inn í
stjórnarfrumvarpið, voru eingöngu rniðuð
við orð Valtýs sjálfs á tundinum hér í
bænum 11, þ. m., þar sem hann lét ótví-
ræðilega í Ijósi, að það væri ekki ráðherr-
ans sök, að þetta ákvæði hefði verið sett
inn. — En hverjum það væri að kenna
þess lét hann ógetið. Samkvæmt þessu
lá beinast við að ætla, að doktornum væri
eitthvað kunnugt um þetta, og eptir allri
framkomu hans 1 pólitíkinni áður, var
hann manna vísastur til, að benda ráð-
herranum á, að smella nú þessu gamla
deiluefni þarna inn til að greiða sínu eig-
in frv, braut. Annað né meira var ekki
gefið í skyn í Þjóðólfi. Þessu atriði er
svo háttað, að það verður hvorki sannað
né ósannað, því að naumast fer ráðherr-
ann að gefa nokkrar yfirlýsingar í þá átt.
Nr. 2. Mótmæli doktorsins gegn um-
mælum þeim, sem eptir honum eru höfð
af stúdentafundinum í Hötn 30. nóv. f. á.
hefur hann »gengið með« rétta 9 mánuði.
Nú fyrst fæðast þau. Svona langur með-
göngutími með slíka hluti er dálítið grun-
samlegur, og virðist bera vott um, að
doktorinn hafi verið eitthvað hikandi við,
að reka þetta ofan í viðstadda fundarmenn,
undir eins og hann sá skýrt frá þessum
ummælum sínum opinberlega, hafi ætlað
sér að láta gróa gras yfir það, eða að
minnsta kosti sjá, hvort honum mundi
ekki auðnast að sjá loforð sitt rætast, það
loforð, að hann skyldi sjá um, að ráðherr-
ann yrði aldrei búsettur á Islandi. Einmitt
af pví, að hann hefur viljað sfytna gegn
ráðherrabúsetufrumvarpi stjórnarinn—
ar, hefur hann ekki fyr Ijst pví yfir, ad
hann hafi dtt við ráðherrabúsetu 10-manna
frumvarpsins. En nú pegar auðsœtt var,
að stjórnarfrumvarpinu varð ekki hnekkt,
pd var kominn tími til pess fyrir hann, að
lýsa pví yfir, að hann hefði ekkert haft á
móti slíkum tdðherra, heldur hinum,
undirtylluráðherranum, er hann svo kallar.
Hann hefur því með þessu komið óþægi-
lega upp um sig, hvernig hann hefur^ptl-
að að viðra þetta allt fram af sér, þang-
að til hann var viss um, að heitorð hans
á stúdentafundinum bar engan árangur.
Það er líka mörgum kunnugt, að einmitt
eptir að konungsboðskapurinn birtist, varð
dr. Valtýr í fyrstu hinn æfasti og lét þau
orð falla, að þennan þremil skyldu Is-
lendingar aldrei fá, en sansaði sig svo
von bráðar á því, að hyggilegra væri að
hafa ekki hátt um þetta, eða berjast gegn
konungsboðskapnum opinskátt, því að
það gat spillt fyrir ráðherratign hans sjálfs.
En þó gat maðurinn ekki fengið það af
sér, að lýsa yfir því, að svona lagaðan ráð-
herra væri hann ánægður með. Það vissu
víst ofmargir landar í Höfn um skoðanir
hans í því efni, til þess að hann gœti þá
lýst því yfir. — En nú hyggur hann, að
sér sé óhætt að skella allri skuldinni á
ráðherrann í 10-manna frumvarpinu. Það
muni engir fara að rekast í því, að bera
þessi undanbrögð ofan í hann nú eptir 9
mánaða meðgöngutímann.
Nr. 3 er viðurkenning frá doktornum um,
að hann hafi ritað greinar Hávarðar og
Atla í Isafold, eins og Þjóðólfur hafði full-
ar sannanir fyrir. En auðvitað var dokt-
orinn ekki spurður um leyfij!), hvort eigna
mætti honum greinar þessar. Það var
Ijóta ósvinnan! En það skiptir afarmiklu,
að pessi viðurkenning er fengin. Þá geta
menn sjálfir dæmt um, til hvers refirnir
hafa verið skornir. Og doktorinn gefur
enn fleiri upplýsingar. Það er auðséð,
að hann hefur einnig ritað greinina »Um-
ræðulok« í 50. tölubl. Isafoldar, pd er ör-
vænt var znn, að greitiar Hávarðar oz Atla,
bœru tilœtlaðan árangur. Þá fyrst er þvf
lýst yfir, að greinar þessar hafi verið rit-
aðar í mesta meinleysi(H). Sami skolla-
leikurinn eins og endranær. Og þetta er
svo auðvelt að sanna eins og 2 og 2 eru
4, Jiví að dr. segir hreint og beint ósatt,
þar sem hann er svo djarfur að segja og
undirstryka það, að »dregið hafi verið
að birta þessar greinar, unz full trygging
fyrirframgangitndlsins varfengin [auðkennt
af höf.]. Sannleikurinn er nú einmitt sá,
að Hávarðargreinin birtist f ísafold30 júli,
tveimur dögum síðar, en tndlið
kemur fyrst d dagskrd íneðti deild og kosin
er nefnd t pad, þ. e. einmitt á þeim tíma,
er nefndin byrjar að íhuga málið, en Atla-
greinin birtist 2. dgúst, pjóðhdftðardaginn,
rétt þegar álitið er að koma úr nefndinni,
og 4 dögum áður, en frv. kemur til
nýrrar umræðu í deildinni og til samþykkt-
ar í einstökum greinum, en greinin »Um-
ræðulok« birtist fyrst 9. ágúst, degi síð-
ar, en tndlið et afgreitt úr neðri deild til
efri deildar. Þá fyrst gekk höf. úr skugga
um, að hann hefði unnið til einskis í
þetta sinn að minnsta kosti, hefði til
einskis ögrað heimastjórnarflokknum með
miljón-uppgjöfinni og ríkisráðsákvæðinu.
Er nú unnt að hugsa sér öllu ljósari og
ótvíræðari sannanir fyrir því 1. að dr.
Valtýr hafi ætlað sér að sundra málinu
meðan tími var til, og 2. að hann fer
með staðlaus ósannindi í þéssari mótmæla-
romsu sinni, er hann segir, að »full trygg-
ing fyrir framgangi málsins hafi verið feng-
in«, er greinarnar voru birtar. En auðvit-
að hefur það verið með ásettu ráði, að
þær voru birtar einmitt á þessum tíma,
þegar þingið var að taka málið til með-
ferðar, en ekki fyr, svo að þessar merkis-
ritgerðir doktorsins skyldu ekki falla í
gleymsku, heldur vera ferskar í huga þing-
manna, er þeir fóru að ræða málið. Það
var engin tilviljun, að þær birtust einmitt
1 »fyllingu tímans«, enda blandaðist engum
heimastjórnármanna hugur um hinn sanna
tilgang þessara ritsmíða. »ísafold« hefði