Þjóðólfur - 12.09.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.09.1902, Blaðsíða 2
146 er enginn minnsti vafi á því, að með haganlegri stjóm og góðu fyrirkomulagi geti slík félög þrifizt mætavel hér á landi. Það má sannarlega ekki seinna vera, að vér reynum að standa á vorum eigin fót- um í þessu efni, en látum ekki útlend- inga rýja okkur og reita, og setja okkur atarkosti lengur. Vér hefðum átt að setja á stofn vísi slíkra félaga, undir eins og vér fengum löggjafarvald. Sá vísir mundi nú orðinn allálitlegur og félögin standa á styrkum fótum. Vér höfum setið mikið af oss með biðinni, og miklu erfiðara að byrja nú en fyrir 25 árum, en betra er seint en aldrei. Þessi mál, sem nú hafa verið nefnd, eru þýðingarmestu málin, er aukaþingið hafði til meðferðar. En margt fleira, sem vert er að geta tók það á dagskrá, og kom því lengra eða skemmra áleiðis, ann- aðhvort í frumvarps- eða þingsályktunar- formi, og verður minnst nánar á það í næsta blaði. Búnaðar-verðlaun. Samkvæmt tillögum stjórnar land- búnaðarfélagsins, hefur landshöfðingi I. þ. m. nú í fyrsta skipti úthlutað úr Ræktunarsjóði íslands verðlaunum að upphæð 3,425 kr. fyrir jarðabætur. Hafa 32 búendur hlotið þessi verð- laun, hæst 200 kr. hver, minnst 50 kr. samkv. reglugerð sjóðsins. Sjóður þessi var, eins og kunnugt er, stofn- aður með lögum 2. marz 190Ó, og er stofnfé hans andvirði seldra þjóðjarða síðan 1883. Er það nú orðið um 150- OOO kr. Auk verðlauna má veita lán úr sjóðnum til jarðabóta og annara framkvæmda, er að jarðrækt lúta, og er þegar farið að veita lán þessi. En þessir hafa nú fengið verðlaun úr sjóðnum fyrir jarðabætur gerðar á næstliðnum 5 árum: 200 kr. hver: Ólafur Finnsson áFelIs- enda í Dölum; Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði; Þorvaldur Bjarnarson á Þorvaldseyri. 150 kr. hver: Guðmundur Isleifsson á Stóru-Háeyri; Halldórjónsson íVík í Mýr- dal; séra Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni. 125 kr. hver: Bjarni Jónsson í Skeiða- háholti; Guðmundur Ólafsson á Lundum; Jón Jónsson á Syðra-Seli í Hrunam.hreppi; Kolbeinn Guðmundsson 1 Hlíð í Grafningi; Runólfur Runólfsson í Norðtungu. 1OO kr. hver: Björn Þorsteinsson í Bæ í Borgarfirði; Guðni Þorbergsson á Kolvið- arhól; Gtlnnar Jónsson í Holti í Mjóaf.; Hallgrímur Níelsson áGrlmsstöðum; Jakob Jónsson á Varmalæk; Jón Gestsson í Vill- ingaholti; JónJónssoní Holti í Arnessýslu; Kristján Þorláksson í Múla í Nauteyrarhr.; Magnús Jónsson í Klausturhólum; Magn- ús Magnúson í Hvítárholti; Ragúel Ólafs- son í Guðlaugsvík; séra Steindór Briem í Hruna; Þórður Sigurðsson í Grænumýrar- tungu. 75 kr. hvor: Ölafur Jónsson 1 Kata- nesi; Pétur Þórðarson í Hjörtsey. 50 kr. hver : Arni Asgrímsson á Kálfs- stöðum í Hjaltadal; séra Arnór Þorláksson á Hesti; Halldór Halldórsson á Melum á Kjalarnesi; Jón Eirlksson í Hlíð í Skaptár- tungu; Klemens Ólafsson á Kurfii Vindhæl- ishr.; Magnús Ásbjörnsson á Beitistöðum. Mannflutningar. í Þjóðólfi nr. 31 þ. á. stendur grein með þessari fyrirsögn eptirB. B. — Grein- in er ekki löng, en efni hennar er svo þýðingarmikið, að sem flestir ættu að lesa hana og hugleiða. Hinn heiðraði grein- arhöf. vill koma því til leiðar, að stofn- að verði til innflutnings í landið, til að bæta úr því manntjóni, sem stafar af Vest- urheimsferðum. Eg er höf. alveg sam- dóma í því, að eitthvað þurfi að gera til að fylla upp það skarð, sem Vesturheims- ferðirnar gera, því engin ráð tel eg frek- ar en höf. að hepta útflutninginn. Auð- vitað væri æskilegast, ef unnt væri að fá fólk til að vera kyrt og fara ekki af landi brott. En fyrst að það tekst ekki, verð- ur að taka til annara ráða og reyna að sjá landinu borgið á þann hátt, að flytja krapta inn í landið í stað þeirra, sem út flytja. Að líkindum er ekki að tala um innflutning frá öðrum löndum en Norður- löndum, einkanlega frá Finnlandi, því trú- legt þykir mér, að Finnar tækju fegins hendi á móti því að flytja hingað frá harð- stjórn Rússa, ef þeir vissu hér um lands- kosti. Enda gætu þeir nokkurn veginn lifað við sömu lífsskilyrði frá náttúrunnar hendi hér, sem heima í íinnlandi. Væri þá vel unnið, ef hægt væri að létta und- ir böl það, sem þeirþola hjáRússum, og lofa þeim að nota landskosti þá, sem hér liggja ónotaðir og sem gæti orðið til heilla fyrir framfarir landsins. — Ekki svo að skilja, að eg leggi mesta áherzlu á það, að fá Finna inn í landið frekar en aðra Skandínava, heldur hitt, að mér þykir meiri líkur til, að þeir vildu frekar leita hingað til landnáms, heldur en aðrir Norð- urlandabúar, sem eiga við betri kjör að búa. Hér finnst nóg verkefni fyrir nokkur hundruð útlendinga hér á landi, jafnvel nokkur þúsund, því allstaðar liggja órækt- aðir landflákar, sem hægt væri að gera að ágætu ræktuðu landi, bara ef að vinnu- kraptarnir væru nógir og hagsýni jafn- hliða. En nú vantar hvorttveggja svotil- finnanlega. Líka mundi nóg rúm fyrir töluverðan mannfjölda við sjávarsíðuna, svo nóg er plássið, þótt innflutningur tæk- ist hingað til landsins;enda yrði það vafa- laust til heilla fyrir land og lýð, því með innflutningnum kæmu nýir menntunar- straumar, nýtt vinnulag og verkfæri, sem gætu haft stór áhrif á framfarir landsins. En þá kemur spurningin: Hvernig er hægt að korna þessu í kring ? Það er vafa- laust bezta ráðið að hafa agenta, eins og hinn áðurnefndi greinarhöfundur minnist á. Og ef að svo yrði, ættu þeir að ferð- ast um Norðurlönd og »agitera«, og jafn- framt að útvega innflytjendum svo hagan- legan flutning, sem hægt væri að fá fyrir þá hingað til landsins. Mér finnst þetta vera svo þýðingarmik- ið málefni, að alþingi 1903 ætti að taka það til rækilegrar íhugunar og gera það sem það áliti heppilegast til að auka vinnu- kraptinn í landinu, annaðhvort með því að koma í veg fyrir útflutning úr land- inu, eða þá að kosta til innflutnings til landsins. yóhannes Fridlaugsson. Er valtýskan dauð? Fyrlrspurn. Herra ritstjóri I Eg er einn þeirra manna, sem síðustu árin hef fylgzt dálítið með í stjórnmálabaráttunni, og haft bæði gam- an og gagn af að lesa umræðurnarl blöð- unum um valtýsku og heimastjórn. Og eg hef sannfærzt um það betur og betur við nánari íhugun, að það hafi verið stór hamingja fyrir þjóð okkar, að þið heima- stjórnarmenn urðuð ofan á við kosning- arnar í vor, því að óséð er, hvernig far- ið hefði um stjórnarskrármálið á þinginu, ef Yaltýingar hefðu verið þar í meiri hluta. Eg hef með mikilli athygli lesið grein yð- ar í 33. tölubl. Þjóðólfs : »Hvað þeir ætl- uðu sér«, og finnst mér, að þér komið þar með mjög sterkar líkur — eg vil ekki segja beinar sannanir—fyrir því, að ann- að hefði orðið uppi á tertingnum en varð, ef Valtýingar hefðu mátt ráða, og að þeir mundu þá hafa tekið frumvarp sitt, en hafnað hinu og afsakað það fyrir kjósend- unum með rtkisráðssetunni, enda skauzt það upp úr Isafold. Eg er einmitt mjög glaður yfir því, að þér heimastjórnarmenn hafið ekki látið hina villa ykkur sjónir til að eyðileggja stjórnarfrumvarpið, oghafið þér með því sýnt, að ykkur er alvara að að styðja að sem mestu frelsi og sjálf- stjórn fyrir þjóð vora, en tefla ekki á tvær hættur með svona verulegar endurbætur. Og sérstaklega veit eg, að fjöldi manna er mjög þakklátur yður og blaði yðar fyrir það, hversu drengilega og djarflega það hefur haldið vörnum uppi fyrir frelsi landsins og sæmd þjóðarinnar, og verður það seint þakkað sem vert er — við jafn- mikið ofurefli, sem eiga var. En góður málstaður hefur jafnan sigurinn í sér fólg- inn fyr eða síðar, þvf trúi eg, og eg held, að þessi trú mín ætli nú einmitt að ræt- ast, að þvf er stjórnarbaráttu vora snert- ir. Eg er ekkert smeikur um, að þjóðin verði svo fávís, að kjósa á næsta þing menn, sem kollvarpi gerðum þessa þings. Oss ríður lífið á, að komast nú út úr þess- ari stælu til þess að fara að snúa okkur að atvinnumálunum og það gerum vér með því að samþykkja á næsta þingi stjórnarskrárfrumvarp þessa þings alveg óbreytt. því að þá verður það lög, en annars ekki, eða svo skilst mér. En eg hef heyrt suma nágranna mína hreyfa því, hvort ekki geti verið, að valtýska frum- varpið frá 1901 verði vakið upp aptur á næsta þingi og samþykkt, ef Valtýingar skyldu verða í meiri hluta. Og sumir hafa fullyrt, að þetta frumvarp sé alls ekki dautt, af því að það hafi ekki verið bor- ið upp og fellt á þingi í sumar, og þess- vegna geti það orðiö að lögum, ef það verður samþykkt óbreytt á næsta þingi, eins og það var samþykkt 1901. Nú vildi eg fræðast um það hjá yður, hvort þetta getur komið til nokkurra mála, og hvort frumvarp þetta er ekki alveg úr sögunni, á þann hátt, að það yrði skoðað sem nýtt frumvarp, ef Valtýingar hefðu þrek eða krapta til að samþykkja það næst, og hvort þá yrði ekki að kalla saman auka- þing 1904. Eg er hálfsmeikur um, að Valtýingar mundu sletta sér á frv. sitt næst, ef þeir sæju sér það fært, og málið yrði þá með því útkljáð, eins og líklegt er, að þeir hefðu gert nú, hefði hamingj- an ekki hagað því svo, að þeir gátu það ekki. 2/9 1902. Kjósandi i sveit. * * * Það er enginn minnsti vafi á því, að valtýska frumvarpið frá 1901 varð sjálf- dautt á þinginu í sumar, enda þótt það væri ekki beinlínis borið undir atkvæði og fellt. Þess þurfti heldur ekki, því að með samþykkt hins frumvarpsins — stjórn- arfrumvarpsins — var valtýskan að sjálf- sögðu úr sögunni. Ráðherrann hafði gef- ið vilyrði um, að samþykkja hvort frum- varpið sem væri, ogþá er annað var sam- þykkt, en hitt ekki, þá er það sjálfdautt, alveg steindautt, sem hafnað var. En auð- vitað m á vekja það upp aptur, þótt harla ólíklegt sé, að það verði gert, hvernig sem flokkaskipunin verður á næsta þingi, því að þá yrði það að skoðast sem nýtt frum- varp, og þingið að leysast upp til að gera endanlega samþykkt um málið, að afstöðn- um nýjum kosningum. En á þ a ð þing- rof, þær kosningar mundu Valtýingar aldr- ei hætta, hversu liðsterkir, sem þeirværu, því að það væri sýnilegur dauði fyrirflokk þeirra. Hættan á næsta þingi liggur naum- ast í því, að valtýska frv. frá 1901 verði vakið upp, það er orðið svo illa þokkað meðal þjóðarinnar, heldur í þvf, að frv. sem nú var samþykkt verði breytt að ein- hveiju leyti fyrir undirróður einstakra manna, er lifa og hrærast í því að ala á úlfúð og illindum. En það eru samt litl- ar eða engar líkur til, að slík iðja beri nokkurn árangur, heldur mun þjóðin sjá svo um, að málinu verði borgið á næsta þingi og bráðabirgðarsamþykktþessaþings verði endurnýjuð öldungis óbreytt, því að þá er stjórnarbarátta vor til lykta leidd svo vel sem við má hlíta um sinn. En annars er öllu í full vandræði stofnað um óákveðinn tíma og ef til vill fyrir fullt og allt. Og það hlýtur þjóðin að sjá og skilja. R i t s t j, Öfug stefna. Því hefur lengi verið núið um nasir okkar Islendinga, að við værum nókkuð eigingjamir, já, eigingirnin gengisvo langt, að hún blindaði okkur, ekki einungis fyrir skaða þeim, er við vinnum með henni eptirkomendum vorum, heldur einnig skaða þeim, er við vinnum sjálfum okkur með henni. Og því er miður, að ofmikill sann- leiki mun felast í þessum dómi um okkur. — Því verður ekki neitað með rökum, að eigingirni og skeytingarleysi hefur ríkt og ríkir enn of mikið hjá þjóð vorri. Og það er stóift og skaðlegt átumein á þjóðlíkama vorum, en sem óskandi er að læknist af menntunar- og menningarstraum nágranna- þjóðanna, sem vonandi er, að 20. öldin leiði fyr en seinna yfir ókkar niðurnídda land. — Eitt af því marga, sem ber sorg- legan vott um léttúð, skeytingarleysi og oflitla þjóðernisást, er það hvernig farið hefur verið, og, því miður, farið er enn með skógarhríslurnar hér á landi. Eg ætla mér. ekki að fara að lýsa skógunum, sem hér á landi hafa verið, eða fara að rita þeirra sorglegu æfisögu, nei, það er svo mikið búið að rita um þá, búið að lýsa vexti þeirra, og hvað mikið hér var af skóg f fornöld, búið að margtaka fram kosti þeirra, og aptur hvaða stórskaða eyðilegging þeirra hefur gert landinu. Það er mörg þúsund sinnum búið að sýna og sanna fjártjón það, sem landið hefur beð- ið með eyðileggingu þeirra, svo það hefði átt að vera búið fyrir löngu að sannfæra menn um skaða þann, er menn gera árlega með skógareyðslunni, og eg er viss um, að margir þeirra, er áfram halda að rífa hann, hafi þrátt fyrir það séð, hvað þeir gera, og eg er viss um, að ekki er hægt að segja um suma hverja, að þeir viti ekki hvað þeir gera, þegar þeir rífa hríslurnar upp með rótum. En því sárgrætilegri er verknaður þeirra. Óaldarseggir veraldarinnar skiptast í tvo flokka. Annar er nihilistar, sem eyði- leggja eptir ákveðnum reglum. Þeim eru þeir líkir, sem eyða skóginum þannig, að þeir höggva sneiðing á stofninn, svo vatn geti sfður hlaupið í sárið og feygi hann. Hinn flokkurinn er ræningjar, sem fara yfir byggðir, ræna og rupla, brenna og bræla smáu sem stóru, eyðileggja það, sem þeir ekki geta farið með eða notað, held- ur en að láta þá, sem seinna kynnu að vilja setjast þar að, geta notað það til nokkurs. Þessum lfkir eru þeir, sem eyði- leggja skóginn, þannig, að þeir taka í hríslurnar, rífa þær upp með rótum eða snúa þær og elta í sundur. En þessir menn láta sér ekki nægja, að gera sér og niðj- um sínum skaða með því að eyðileggja skóginn á þeiyian hátt, því þegar hann er rifinn svona, hleypur vatn í stofninn, hina sundurtættu limi fósturjarðár okkar, og stofninn fúnar, — heldur rífa þeir í sundur og Iosa jarðveginn, svo hipir nöpru vindar eiga svo hægt með að fletta í sund- ur jarðveginum, og eptir verður land- auðn ein og uppblásnir melar, í staðinn fyrir, að áður spruttu þar fagrar þrýstiíegar hríslur, og í skjóli þeirra ýmsar heilnæm- ar og kjarngóðar fóðurjurtir, sem búsmáli bænda færði þeim margfaldan arð af á hverju ári. Helzt er skógur rifinn til eldsneytis, en nú hagar þó víða svo til, og það hagar alstaðar svo til, sem eg veit, að skógi er brennt, og þekki eg víða til á landinu, að nóg eldsneyti má fá með því að stinga upp mó, sem margfalt er drýgri og betri til eldsneytis, og eg þekki það, að sum- staðar þar sem skóg er brennt, er nóg af góðum mó rétt við túnin, og þar sé eg ekki, hvers vegna þeir rífa skóg til brennslu, sem er margfalt meiri eyðilegging, og tek- ur miklu meiri tíma og erfiði. Það er ekki að sjá, að þeir þeri framtíð fóstur- jarðarinnar og eptirkomenda sinna fyrir brjósti sér; það er að sjáað hugsun þeirra sé heldur sljó, jafnvel sofandi. En það er hver og einn einstaklingur í þjóðarheildinni skyldur til að vinna ættjörðu sinni gagn en ekki ógagn. Það á hver og einn að kann- ast við gagnsemisskylduna, sem hann er skyldur til að láta í té þjóð sinni; hann á að kannast við, að hann er skyldur til að sýna þjóð sinni og ættjörðu velvild, álit og ást, en ekki óvild, fyrirlitningu og hat- ur, og níða það niður á alla vegu, og þeir, sem svo illa fara með sína kæru fósturjörð,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.