Þjóðólfur - 12.09.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.09.1902, Blaðsíða 4
148 vegna anna sinna, en þær hafði hún ærnar eins og aðrar íslenzkar konur. Hún mátti og heita vel að sér, eptir því sem gerðist um alþýðufólk, er ólst upp fyrri hluta síðustu aldar; skildi hún vel dönsku, og las dansk- ar bækur sér til gagns. — Þrifin kona var hún mjög, og sérlega lagin til allra verka, enda lagði á flest gerva hönd. — Mun hún hafa haft mjög gott af því að dvelja á ýms- um stöðum í æsku sinni og ávallt hjá góðu og mönnuðu fólki. — f viðmóti var Elín sál. ávallt eins: glaðleg og ljúfmannleg. Bar hún ástvinamissi sinn, erfiðan hag á löngu skeiði æfinnar og allt mótlæti með mikilli stillingu, en þó hygg eg, að sonamissirinn hafi eytt lífskrapti hennar miklu meir en ell- in og það, sem henni fylgir. Jarðarför El- ínar sál. fór fram að Sauðárkróki 1. júlí þ. á. að viðstöddu mjög mörgu fólki. Meðlim- ir stúkunnar „Gleym mér ei“ létu sér sér- staklega annt um, að heiðra minningu El- ínar sái., enda var hún ein meðal stofnenda hennar, og í henni til dauðadags, og sýndi bindindismálinu hina mestu rækt og áhuga. — Væru allar konur líkar Elínu sál. þá hefði öfund og úlfúð ekki lífstfðarábúð á jörð gömlu. X. X. Nýir kaupendur að næsta árgangi ,ÞJÓÐÓLFSl 1903, fá í kaupbæti: tvenn sögusöfn sérprentuð (11. og 12. hepti) með ágætum skemmtisögum yfir 200 bls. í stóru broti |Nánara anglýst síðar. Nýir kaupendur gefi sig þegar fram. Góðir „rabarber“-leggir (um 20 pd.) —.. óskast til kaups nú þegar. Brúkuð íslenzk frímerki, helzt gömul, en eins þau, sem nú eru (gildi,erukeyptháu verði. Finn Amtindsen Haakonsgade 26. Bergen, Norge. íslenzkir bændur ættu að kaupa og lesa „Plóg“ — eina landbúnaðarblaðið, sem gefið er út í landinu. Það munar engan um 75 a. á ári. Búnaðarfélög hreppanna ættu að kaupa nokkur eintök hvert til út- býtingar í hreppnum. Eldri árgangar fást ekki sendir nema borgvn fylgi pöntuninni. 1. árg. kostar 1 kr. 50., 2. árg. 1 kr., 3. árg. 75 a., alls 3 kr. 25 a. fyrir 3 fyrstu árg. — Skorað er á alla, sem skulda fyrir blaðið frá fyrri eða síðari tíð, að greiða skuldir sínar hið fyrsta til undirritaðs, er annast útsendingu blaðsins. Ein- stök númer úr 1. eða 2. árg. fást ekki sérstaklega, með því að upþlagið af þeim árgöngum er svo að segja þrotið. Rvík 18. ágúst 1902. Hannes Þorsteinsson. Asfalt nægar birgðir i verzluninni ,GODTHAAB‘. Einhley pur reglumaður getur nú þeg- ar fengið leigð tvö herbergi hvort áfast við annað í góðu húsi nálægt miðbænum. Ritstj. vísar á. Slæm melting. Af því að konan mín hafði um nokk- urn tíma þjáðst af slæmri meltingu af- réð eg að láta hana reyná Kína-lífs-el- ixír þann, er Waldimar Petersen í Friðrikshöfn býr til. Þegar hún var búin að taka inn úr einu glasi fór mat- arlystin þegar að örvast. Og eptir að hún enn hafði tekið inn úr 2 glösum fór heilsan dagbatnandi; en undir eins og hún hætti að brúka þetta ágætis- lyf fór að sækja í sama horfið og áð- ur; má hún því sem stendur ekki án meðalsins vera. Þetta get eg vottað með góðri sam- vizku og vil því ráðleggja hverjum þeim, er þjáist af sama kvilla og kon- an mín, að nota þennan heilsubitter. Jón Ingimundsson Skipholti. KÍNA-UFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta vel eptirþví, að —jH" standi áfiösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. M Til M Varde-klæðaverksmiðju ættuð þið að koma ullarsendingum ykkar sem allra fyrst. Þess fyr fá menn haldgóð, falleg og ödýr —----- Fataefni.-----------— Nýjar „prufur" til sýnis. Þar á meðal Sjól, Skyrtur, Teppi m. fl. Gerið svo vel og talið við umboðs- manninn: Jón Helgason. (Aðalstr. 14). VATRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðnlunibodsmaðnr á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Rcykjavík. Eg leyfi mér að tilkynna, að kutter T h ö n i s c, er eg hef til sölu, er nú kominn til Hafnarfjarðar og er þar til sýnis. Laufásveg 26, XI/9 1092. Oddur Oíslason. 3MF Undirritadur veitir móttöku gjöfum, er góðfúsir bæjar- menn kynnu að vilja gefa til tombólu, er fríkirkjusöfnuðurinn í Rvík heldur í næsta mánuði. 24 Laugaveg 24. 12. sept. 1902. Guðin. Hallsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Mustad’s önglar (búnir til í Noregi). eru nú eingöngu notaðir við fiskiveiðar með fram ströndum Noregs, einnig við New-Foundland og að öðru leyti um allan heim. Þeir eru hinir beztu og ódýrustu önglar, sem fást í verzlunum. Önglarnir fást nú keyptir hjá verzlunarmönnum alstaðar á íslandi og fiskimennirnir verða að reyna þá. Smellið kænskubragð. Eptir Clark Russel. Árið 1851 var eg skipstjóri á litlu Indíafari, er þótti ágætt í förum. í ágústmánuði var það hlaðið vörum, er áttu að fara til Bombay á Vest- ur-Indlandi, og er eg var nýkominn heim, fékk eg eitt kveld bréf frá göml- um vini mínum, er var skipstjóri; hann hét Francis Mills og voru liðin meir en þrjú ár frá því fundum okkar síðast bar saman. Hann skrifaði mér, að hann hefði nýlega heyrt, að eg væri skipstjóri á skipinu „Hekla", og að það ætlaði að leggja af stað til Bombay í miðjum septembermánuði. Sagðist hann ætla að senda dóttur sína með vini, er hann gæti treyst og sem tæki sig af henni; bauð hann mér að borða miðdegisverð og ræða um þetta við sig. Þótt eg um þessar mundir ætti heima í Shadwell, lofaði eg samt Mills að borða miðdegisverð hjá honum næsta sunnudag, og var það Blackwall-járnbrautinni og vögnunum að þakka, að eg gat haldið loforð mitt. Mills var á að gizka um sextugt, gráhærður og rjóður í andliti; hann hafði alið aldur sinn meir en þrjátíu ár á sjónum, hafði smíðað skip, átt þau og verið skipstjóri á þeim; nú hafði hann tekið sér aðsetur í skrautlausu þægilegu húsi úti a Westbourne Grove. Kona hans var fyr- ir löngu dáin, en hann átti eina dóttur barna, og varð eg mjög hissa, er eg las bréf hans, því eg hugði, að honum þætti vænna um hana en svo, að hann gæti séð af henni. Eg mundi eptir því, að mér hafði litizt vel á hana, en eptir þriggja ára veru á hafinu muna menn eigi einsglögg- lega eptir útliti manna. Ungfrú Minnie Mills var eigi heima þegar eg kom. Gamli skiþstjór- 35 inn og eg höfðum nóg að tala um, áður en við komumst að efninu; því næst sagði hann: „Munið þér eptir henni dóttur minni, Cleaverl?" „Já, eg man eptir henni". „Hún er heitin sóknarpresti nokkrum, JósepMoxon, er hún komst í kynni við fyrir tveim árum; hann kom frá Indlandi og við hittum hann í húsi prests- ins okkar. Hann er aðstoðarprestur í Junglepore, sem liggur í útjaðrinum á Punjaub, og vill hann nú kvongast henni; hann hefur krækt sér í dálítið af peningum og ætla eg að senda hana til hans". „Eg er alveg hissa á því, að þér skuluð geta skilið yður viðhana". „Hversvegna? Jæja, eg er nú annars hissa á því sjálfur, en eg er nú farinn að eldast. Það er mín innilegasta ósk, að sjá hana vel gipta ein- hverjum, áður en dagar mínir eru á enda. Móðir hennar er dáin. Eg kæri mig kollóttan, þótt eg játi, að hún er dálítið óróleg og að hún gerir mig það einnig; hún sækist of mikið eptir skemmtunum, vill fara í leikhúsið, þegar enginn er til þess að fara með henni og þráir að finna vinina, þegar eg er lasinn. Hún er ung, fjörug og mér liggur við að segja, að hún vilji tolla allt of mikið í tízkunni". Um leið og hann sagði þetta leit hann á vinstri hönd sína, er var hnýtt af gigt. „Mér fellur mjög þungt að skilja við hana, en það er henni sjálfri fyrir beztu og maðurinn, sem ætlar að ganga að eiga hana, er sá gætnasti og ráð- vandasti maður, er hinir umhyggjusomustu foreldrar gætu kosið dóttur sinni til handa". „Þér ætlið að láta hana fara burtu með „Hekla" ?“ „Já, eg ætla að láta hana fara með yður". „Eg hygg að þér vitið, að eg er ókvæntur", sagði eg. „Ó“, kallaði hann upp og glotti. „Gamall api hefur dapra sjón; þér eruð of önugur Cleaver; nú jæja, látum svo vera kunningil" „Mér hefur aldrei verið falið neitt slíkt á hendur áður", svaraði eg, „en það mundi gleðja mig, ef eg gæti gert yður einhvern greiða. Ef dóttir yðar fer með skipi mínu sem farþegi, þá skal hana hvorki skorta góða umönnun né gott viðmót. Enginn þekkir betur skyldur skipstjóra

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.