Þjóðólfur - 17.10.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.10.1902, Blaðsíða 3
16y verður að lokum hálfringlaður. Margar einstakar lýsingar í bókinni eru góðar, en í heild sinni eru atburðirnir fremur óeðli- legir, og mjög dularfullur (mystiskur) blær yfir flestum persónunum, er naumastvirð- ast geta átt heima í nútíðinni. En með þessu marki brenndar eru fleiri sögur þess- arar skáldkonu. Þung reynsla sjálfrar hennar frá æskuárunum, þar á meðal kynni hennar af einum nafnkunnum íslendingi, sem nú er látinn fyrir fáum árum, virðist hafa markað sér djúp spor í sálarlífi henn- ar og gert hana að einskonar málsfærslu- manni eða varnaraðila ungra stúlkna, er verða léttúðugum, vel ættuðum stúdentum að herfangi í sakleysi æskunnar. 3. Snorri Sturluson: Gylfngynning. Over- sat af Finnur Jónsson. Köbenhavn (G. E. C. Gad.) 108 bls. 8™ með skýr- ingum og registri. Þýðing þessi, sem landi vor dr. Finnur hefur gert, virðist vera vel af hendi leyst, og skýringarnar aptan við eru til mikils skilningsauka fyrir danska lesendur. Gylfa- ginningu sérstakri hefur áður verið snúið á dönsku bæði af Nyerup og af E. Jesssen, auk þeirra þýðinga, sem gerðar hafa ver- ið af Snorraeddu allri, en dr. Finni þykja þær þýðingar að ýmsu gallaðar, og ekki sem nákvæmastar. Sorgarheimilið. Eg kom inn ! hús þar sem sorgin sat og svörtu var stóll hennar búinn, því heimilisvonin var borin á braut og burt var þess hamingja snúin. Þargægðist fram hvarvetna minning svo mörg sem mildandi hönd á mig lagði. og móðirin gekk þar svo grátin og þreytt þótt glaðleg hún væri í bragði. Mér fannst sem eg hitta þar framliðna sál án frændsemi tengda við mfna, og hvar sem eg lauk þar upp blaði’ eða bók hún benti á minningu sína. Eg hugsaði með mér: hve sæl ert þú, sál, þú sér það sem myrkrið nú skýlir, og þegar eg horfi’ á þín hérvistarspor, minn hugur í faðmi þér hvílir. Mér finnst eins og ýfast mín eldgömlu kaun er einhvern eg sé þann er grætur, því eg geng á brennandi bröndum hvern dág og bölið mig faðmar um nætur. En þegar eg sé yfir sorginni bros og sárin með stillingu borin, þá finnst mér sem lífsaflið lifna á ný — því legg eg svo opt hingað sporin. # * Lausn frá prestskap hefur séra Jón Þorláksson á Tjörn á Vatnsnesi sótt um vegna heilsubilunar. Dáinn er 29. f. m. Magnús Asgeirsson læknir á Dýrafirði, tæplega fertugur að aldri (f. 6. jan. 1863) útskrifaður úr skóla 1884, tók próf í læknisfræði við háskólann vor- ið 1896, var svo settur aukalæknir 1 efri hluta Árnessýslu um haustið s. á., en auka- læknir í Vestur-ísafjarðarsýslu 1899 og fékk veitingu fyrir Þingeyrahéraði 1900, og nú í haust var honjttm veitt Flateyjarhérað í Barðastrandarsýslu, en var ekki fluttur þangað. Hann mun hafa látizt úr lungna- tæringu. Var kvæntur Magneu Isaksdótt- ur, ættaðri af Eyrarbakka, Húsbruni varð nýlega á Sauðárkrók enn einu sinni. Brann þarniður til grunna íbúðarhús Popps kaupmanns, en verzlunarbúðina tókst að verja með naumindum. Þeir fara að ger- ast nokkuð tíðir þessir eldsvoðar f kaup- túnum hér. Er hætt við, að eptirlit með ofnum og eldfærum sé ekki eins gott og nákvæmt, eins og æskilegt væri. Þetta mun vera 3. eða 4. húsbruninn á Sauð- árkróki á næstl. 2—3 árum. Landakotsspítalinn katólski var vígður á hádegi í gær, og voru margir bæjarbúar staddir við þá at- höfn, og skoðuðu spítalann á eptir. Er hús þetta hið vandaðasta, og útbúnaður annar eptir því sem tíðkast á sjúkrahús- um erlendis. Hafa nú læknarnir hér loks- ins fengið spítala, er nokkurnveginn mun samsvara kröfum tímans. En óneitanlega hefði verið viðkunnanlegra, að landið hefði reist slíkt hús. En ei að síður er það gleðilegt, að hér er þó komið á fót sjúkrahús, er getur veitt sjúklingum öll þægindi, sem veitt verða. Hvað sem trú- arbragðakreddunum líður, þá getur enginn neitað því, að líknarstofnun St. Jósefs- systranna, sem spítali þessi er kenndur við, er hin virðingarverðasta. Eru þær og hvarvetna viðurkenndar ágætar hjúkrunar- konur. 6 sjúklingar eru nú þegar komn- ir á spítalann, en hann mun geta rúmað um 40 alls. Verð á sláturfé hefur verið allhátt hér í bænum í haust, bezta kjöt 22—23 a. pd. og stundum jafn- vel 24—25 a., hið rýrasta naumast farið niður úr 20 a., mör 25 a. pd., en gærur að jafnaði ekki meira en 22 a. pd., og láta seljendur lakast yfir því verði. Afar- margt fé hefur komið hingað til bæjarins úr ýmsum áttum, þar á meðal nokkur hundruð austan af Síðu, en ávallt er þó eptirspurnin söm og jöfn, því að markað- ur á fé er orðinn hér harla mikill, sakir hinnar hraðfara stækkunar bæjarins ásíð- ustu árum. Veðurátta hefur verið ágætlega góð það sem af er haustinu, framhald af hinu fágæta sumri, svo að menn muna ékki eptir jafngóðri tfð samfleytt síðan um sumarmál að kalla má. Enginn snjór fallinn enn hér í fjöll. Skarðsheiði t. d. alauð úr Reykjavík að sjá, nú eptir miðjan október, og hefur þar ekki sést hvítur díll í fjallinu síðan seint í sumar, og þykir Reykjavíkurbúum það fágætt. Safarmýri. I fréttabréfi úr Rangárvallasýslu hér í blaðinu 3. þ. m. getur fregnritinn þess með- al annars, að sagt sé, að Safarmýri hafi verið »að mestu teigslegin« í sumar. En nú hefur nákunnugur maður skýrt oss frá að þetta stafi af ókunnugleika fréttaritar- ans, setn býr austarlega í sýslunni. Sá hluti mýrarinnar, sem sé eign jarðarinnar Bjólu og Vetleifsholtshverfisins hefur ver- ið sleginn að mestu upp, en mikill hluti mýrarinnar, er Þykkvabænum heyrirtil, hafi ekki orðið sleginn sakir vatns, og muni ekki ofreiknað, að það sé um 20,000 hesta engi. Störin á því svæði hafi t. d. náð manni í öxl, en ómögulegt að ná þessu mikla grasi sakir vatnsaga. Taldi maður þessi ekki annað fyrirsjáanlegt, en að vest- urhluti Utlandeyja og Þykkvibærinn yrði óbyggilegt svæði og legðist í auðn sakir vatnaágangs úr Þverá og öðrum ám, er þar ægir saman og flóa yfir allt. Sagði hann, að enginn tryði þeim vandræðum, sem ekki væri þessu kunnugur. Til þeirra sem neyta hins ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at-' hygli manna að því, að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr. og selst með sama verði sem áður nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandl hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Ástæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs síns vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi í grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. Notið Tækifærið. Jörðin BJARNARHÖFN í Helga- fellssveit í Snæfellsnessýslu með hjáleigun- um Efrakoti og Neðrakoti og Ámýrum og eyðijörðunum Guðnýjarstöðum, Hrútey og Hafnareyjum (sjá nákvæmari lýsingu í 36. tbl. Þjóðólfs þ. á.), sem er alþekkt ágætis- jörð, er til sölu með góðum kjörum. Menn snúi sér til hr. faktors Richters í Stykkis- hólmi eða cand. juris Hannesar Thor- steinsson í Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 48 Sama þögn sem fyr. „Ó, þér ættuð að svara skipstjóranum, ungfrú!" mælti matseljan. Stúlkan fór að gráta og sneri við mér bakinu. Eg gekk út og spurði eptir Bulstrode skipstjóra. Eg hitti hann í káetu hans og sagði honum alla söguna um ungfrú Minnie. „Eg mundi aldrei taka að mér, að gæta ungrar stúlku", sagði hann brosandi, þótt hann væri hálfhissa. „Eg hef haft dálitla reynslu fyrir mér í þeim efnum, og skal segja yður frá þvf í annað skipti. En ger- ið þér boð eptir stýrimanninum, og vitið hvað hann hefur sér til málsbóta". Aiken kom að vörmu spori. Hann var fölur útlits, en djarfmann- legur á svipinn og ósmeikur að sjá. Eg var ekki lengur yfirmaður hans. Skipið var sokkið og Aiken þurfti ekki framar að hlýða mér, sem hús- bónda sfnutn. í nafni og umboði Mills vinar míns skoraði eg á hann, að segja mér hreinskilnislega, hvernig sambandi hans og ungfrú Minnie væri háttað, hvort hann hefði hjálpað henni við þessa sjálfsmorðsbrellu hennar, hvar hann hefði leynt henni í skipinu, og hvað hann ætlaðist fyrir. Mér virtist Bulstrode horfa á hann með ánægjusvip, og eg verð að kannast við, að Aiken var óvenjulega fríður maður. „Cleaver skipstjóri! “ ávarpaði hann mig einbeittlega og horfði beint framan í mig. „Mér er fullkomlega ljóst, herra minn, að eg hef ekki breytt rétt. En hvort sem um það er rætt lengur eða skemur, þá er því svo varið, að eg og ungfrú Minnie erum ákaflega ástfangin hvort í öðru, og ætlum að giptast". „Hversvegna sögðuð þér mér ekki frá þessu ?“ spurði eg. Hann horfði á mig kýmnislega og eg fann, að eg roðnaði. „Gott og vel", sagði eg, „en þér vitið að það var hreinasti óþarfi fyrir hana að þykjast hafa drekkt sér, og fyrir yður að halda henni leyndri". „Eg bið yður afsökunar — þér gáfuð nokkra ástæðu til þess — þér munið eptir um nóttina —“. „Það var hreinasti óþarfi", sagði eg með mikilli áherzlu. „Hvar leynduð þér henni f" spurði Bulstrode skipstjóri. „Eg hliðra mér hjá að leysa úr þeirri spurningu", svaraði Aiken og 45 báðir upp á þilfar. Eg var naumast kominn upp, þá er skipið rakst á, svo að brakaði 1 öllu. Það tók voðalega veltu á aðra hliðina, svo að það myndaði allt í einu nálega 50 gráða horn við sjáfarflötinn, en hræði- leg, hrollvekjandi óp gullu alstaðar við út um opna káetugluggana, inn- an um bresti og brothljóð í skipinu sjálfu. Hávaðinn og ysinn afþessu öllu saman var svo mikill, að því verður ekki með orðum lýst. Eg hljóp út að borðstokknum og sá, að stórt gufuskip hafði rekizt á okk- ur. Það var hjólgufuskip, eitt hinna fáu slíkra skipa, er fyrrum voru höfð í förum millum Englands og Indlands, þá er leiðin var lögð um Góðrar- vonarhöfða. Eldgneistarnir, er glitruðu innan um þykkan reykinn upp úr reykháf skipsins sýndust mynda stjörnur á himninum. Það var bjart um allt skipið, og hver káetugluggi glitraði eins og sjáaldur í öskuvondu, mannýgu nauti. Eg beygði mig út yfir borðstokkinn, varpaði kveðju á skipstjórann, og bað hann um að halda stefni skips sfns kyrru í skipi mínu, þangað til eg hefði rannsakað, hve skemmdirnar væru miklar. Því næst hrópaði eg á stýrimanninn, en fékk ekkert svar. Eg grenjaði þá enn hærra og skipaði Wickham að hringja skipsbjöllunni. Farþegarnir ruddust allir saman í hnapp aptur í skutnum. Eg sagði þeim, að engin hætta væri á ferðum, og þótt svo færi, að vér yrðurn að ganga af skipinu, þá biði hitt skipið við hliðina og tæki okkur öll, ef á þyrfti að halda. Mér var sagt, að 2 feta djúpt vatn væri komið í skipið, og sá eg þegar, að því varð ekki við hjálpað, og það væri ekki til annars, en þreyta menn, ef farið væri að dæla það. Eg kallaði því aptur yfir á gufuskipið, er lá másandi á bugspjóti voru og gnæfði með stefninu yfir okkur. Eg sagði skipstjóranum frá, hvernig ástatt væri og bað hann um, að taka fólkið á skip sitt. Vér hleyptum þegar í stað niður skipsbátunum og komust allir far- þegarnir á „Heklu" með þeim í tveim ferðum. Eptir beiðni minni hélt ókunna skipið stefni sínu föstu í okkar skipi meðan á þessu stóð. Um þetta leyti var vatnið í „Heklu" orðið 7 feta djúpt. Það var mjög dimmt yfir, svo að vér urðum að nota ljósbera. Nú sá eg stýrimanninn meðal

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.