Þjóðólfur - 24.10.1902, Blaðsíða 1
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 24. október 19 02.
43.
Biðjið ætíð um
OTTO MONSTED’S
DANSKA SMJÖRLÍKI,
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Yerksmiðjan er hín elzta o§r stærsta í Danmörkn, og býr til óefað hina beztn
vöru og ódýrnstn í samanburði við gœðin.
^ Fæst hjá kaupmönnum. ^
Ritd óm u r.
Guðmundur Friðjónsson: ,Úr heimahögrum‘.
„Einn með hnýttum höndum skóf hann
himingrautarpottinn sinn“.
Alp.rímur.
„ . . . áætlað tilgert og stælt".
S/. G. Steþhansson.
I.
Þessi orð duttu mér undir eins í hug
þegar eg fór að lesa »Ur heimahögum«
eptir G. F. —- Þegar eg hafði lesið bók-
ina var eg sannfærður um, að þau áttu
fyllilega heima um hana.
Það kemur skýrt fram í bók þessari,
að þessi »þrítugi faðir« hennar hefur of-
litla »krítík« á sínum eigin gerðum og er
honum eigi síður ábótavant þar, en þeg-
ar hann dæmir um aðra, eins og honum
hefur stundum rækilega verið sýnt fram á.
En það má auðvitað finna honum ýmis-
legt til málsbóta, t. d. að hann hafi ekki
haft færi á, að afla sér þekkingar og sé
því, eins ög menn sjá glöggt, lítið mennt-
aður maður. — En þó að vér getum vor-
kennt honum að þessu leyti, þá teljum
vér alls eigi rétt, að láta það hindra oss
algerlega frá, að láta uppi rökstutt álit
og dóm um bók hans. Vér viljum því
síður ganga þegjandi fram hjá þessum
bæklingi hans, sem höf. hefur ekki átt
að venjast áður rökstuddum dómum um
»skrif« sín. Ritdómararnir hafa látið nægja,
að kalla hann »ómenntaðan stálkjapt« (Sk.
Th.) og rit hans »samsetning« (E. H.), en
slíkir sleggjudómar hafa ekkert gildi. Enn
þá síður viljum vér þó leggja stund á, að
»teygja eyru« höf. á sama hátt, semsum-
ir kunningjar hans hafa gert langa-lengi.
Eg skal þegar taka það fram, að nauða-
lítið er 1 bðkina varið. Einstöku kvæði
og kvæðabrot eru ekki illa gerð, en þau
hafa ekkert það við sig, er geti gefið þeim
rétt til þess, að menn veiti þeim eptirtekt
sem skáldskap. Þau eru að eins góð
viðbót við þetta daglega stefjahnoð, sem
menn »Iáta inn um annað eyrað og út
um hitt«, en í minni lesendanna verður
ekki annað eptir, en orðskrípin og sérvizku-
prjálið, sem þessi bók hefur í miklu rík-
ari mæli, en flestar eða allar »sópdyngjur«
eldri hagyrðinga.
Flest eru kvæðin nauðalík að anda og
búningi. Sömu einkennin koma í ljós
spjaldanna á milli, hvar sem leitað er,
rímið stirðlegt, hortittar margir, orðaval-
ið ósmekklegt og mjög óviðeigandi, til-
gerðin fram úr hófi, endurtekningar marg-
faldar, samlíkingarnar hinar sömu kvæði
eptir kvæði, opt ófagrar — minna á »graut-
arpottinn« — og sumar enda ófyrirgefan-
lega afkáralegar, hugmyndasamband efnis-
laust og víða ramvitlaust.
Kvæðunum er skipt í fjóra flokka, er
höf. kallar »Móðurminning«, »Munablóm«
»Dánardægur« og »Uti og inni«. — Á
undan þessum kvæðum eru inngangsljóð
frá »skáldinu«, furðanlega tilkomulítil og
bragðdauf, bæði að efni og formi, enda
þótt höf. hafi þar reynt að líkja eptir eldri
ljóðasmiðum.
Vér viljum sem fæst tala um þessa
»Móðurminning«, sem skáldið setur fremst
ljóðaflokkanna. Surnt er þar heldur ó-
vanalegt og virðist ekki með feldu, enda
er ekki kyn þótt minningin sé dauf og
rugluð, þar sem hann hefur einungis verið
tveggja ára samkvæmt hans tímatali, þeg-
ar hann missti móður sína. Aptur verð-
ur að dvelja nokkuð við »Munablómin«.
Þar koma einkenni höfundarins berlegast
fram og í þessum kvæðabálki virðist hann
ætla, að sér hafi tekizt bezt, enda hafa
vfst fá skáld ort meira en hann af ásta-
kvæðum í hlutfalli við önnur ljóð. Það
er því rétt að líta á nokkur þessara kvæða,
með þeirra kostum og kynjum.
Fyrsta kvæðið heitir »Vegamót«. Þar
finnur hann »vinu sína« sfrjálsa en þó
bundna á gatnamótum«. Hann lýsir því,
hve ákaflega hugfanginn hann hafi orðið,
og segir svo:
„Þótt eg hefði átján'W) augu
átt í vituvi brúna minna
mænt eg hefði’ í einu öllum
inn í veröld harma þinna'* 1. —
Þetta hefur G. þótt agætt, þvf að hann
segir seinna í sama kvæði:
„Þótt eg hefði átján augu
öllum skyldi eg til þín mæna“.
En sú dyggð, ef hann hefði horft á hana
með átján augum, »öllum« í einu, en
ekki t. d. með 17 og einu »út íbláinn«,
— eða jafnvel sínu í hverja áttina eins
og kameleon. Svona á • nú ástin að vera!
— Til er vísa eptir Egil Totu, sem var
vestur undir Jökli og er engu líkara, en
Guðmundur hafi haft hana fyrir sér, þegar
hann setti þetta saman. Vísa Egils er svona:
„Lítil átjdn augnatól
alltaf þangað störðu.
Glitraði ylmild ennisól
J yfir muna-jörðu“.
Það er líka fleira f þessari vísu, sem G.
virðist snortinn af, sem sjá má við sam-
anburð á kvæðum hans. — Tvisvar í þessu
kvæði biður hann vinu sína að koma
»austur á bóginn endalausa«. Svo kemur
í einni vfsu:
„Alfa vona og óska minna
er á vegum dagrenninga".
Hvað »alfa« á að vera, er óvíst, nema höf.
sé að byrja á gríska stafrófinu, — í annari:
„Draumskygn sjón mín deildi í henni
dagrenningar skyndiboða".
í þriðju:
„Dagrenningar veizluboði".
Svona er allt kvæðið tómt merglaust orða-
gjálfur, eintótnar endurtekningar á þessum
sérvizkuorðtim, en engin skáldleg hugmynd.
Annað er »Brúnahverfi«. Það er orkt
undir fornyrðalagi og á víst að jafnast við
kvæðin í Sæmundareddu, en er sama orða-
gjálfrið og 1 fyrra kvæðinu, sundurlaust
fimbulfamb, sem reynt er að setja þráð í
með nokkrum nöfnum úr goðafræðinni.
Hann talar um » U t g a r ð ástar sinnar«(l!)
svo kenist hann í »Miðgarð elsku sinn-
ar«(l!) og vitum vér engan nerna Hannes
stutta hafa haft slíkar samlfkingar í ásta-
ljóðum. Hannes kvað svona:
„Undir kærleiks Útgarð þinn
eigra eg von að hugga.
Ástar-Miðgarðsorminn minn
el eg í næturskugga".
En sá er munurinn, að Hannes er kjarn-
yrtari og kemur því í eina vísu, sem G.
hefur í heilu kvæði, — en G. fer lfka um
sgervallt Helluland hyggjtt sinnar«(!I) og
átti ekkinema »eitt skref« eptir »aust-
ur í Álfheim«. Þar sat vina hans »fvaf-
urloga, dáfríð, dulspök og dökk á brún«,
og er hann þvi vfðförlari en Hannes.
»Gullið mitt« — byrjar á því, að »góð-
viðrið þaggar tómleik« hans. Eptir
því ætti »tómleikinn« að geta haft hátt.
Svo situr hanu sunnau undir »hald-
kvæmum steini« (sbr. »Lektor situr sál-
arlaus, sunnan undir steini*) og segir:
»Þú anda míns hádegi sb j a rm i«(!!). En
svo er það ekki nóg og kemur hann þá
með í næsta erindi: »Þú anda míns há-
degissunna«. Smekklaus endurtekning.^-
En þó kastar fyrst tólfunum, þegar þessari
líking er hnýtt í enda kvæðisins:
„Hver þráður í trefjavef muna míns
á móndul í hugskoti þínu“.!l
Skrítnir eru »tnunavefir« Guðmundar, pilt-
ar!
»Tvær sólir« eru tvö erindi. Hann
»horfir« og »starir« og »mænir« á og
»mælir« meyna, en verður svo litið á sjálf-
an sig og hann er þá »lágur«, »lítill« »létt-
ur á voginni« og »mjór«. Þá loks »að
endingu« töfrar hún hann.
»Vegalengd« heitir eitt. — Þar eru til-
þrifin. Fyrsta vísan byrjar svo :
„Eg veit það ekktf vina mín,
en veit það reyndar þó“ —.
Eptir þessi kjatnyrði kemur ýmislegt til
greina, sem bætir úr »Vegalengdinni«, t.
d. þetta, seinast í fyrstu vísunni:
„Því alltaf dvelur rnuni minn
við munarroðann þinn".
Og í öðru versi :
„i seli (I) hefir muni minn
við meyjarblómann þinn".
Svo er »muni« skáldsins úr sögunni, en
þá tekur »andinn» við, sbr. 3. vers:
„En andi rninn er ferðafrjáls
hann fellur þinni önd um háls" —
og loks í fjórða:
„Jd (!!) andi minn er ferðafrjáls.
Hann fellur um pinnar andarháls".(!!)
Ekki er að furða þótt »blóðmissan«, sem
hann kvartar undan í formálanum, hafi
gengið nærri honum, þegar hann ól ann-
að eins afkvæmi og þetta.
»Áfangastöð« heitir eitt kvæðið. Það
er líka sannkölluð áfangastöð endileysu
og fimbulfambs. »Sólskríkjan blístrar«
en skáldi er »hábundinn« af »gangþung-
anum«, — en »guð faðir« gaf honum
»flugþolna vængi«, — sem seinna verða
að »hjúp« eða »flughjúp« og hefur þá
andvarinn »varla til hálfs« »yfirferð« á
við anda hans. Svo fer andi hans »fljúg-
andi« »á fljúgandi, þiáðbeinni rás«, að
kanna hið »saumlausa traf«, — en það
merkilegasta er, að þrátt fyrir allar þess-
ar »rásir« og »flug« þá »áir«(I!) hann
» a 11 a 11 ð «(!!) (nfl. er alltafkyr) hjá
vinu sinni — og »þar er honum
markaður bás«. — Gera önnur leir-
skáld betur? — »Já«. Eitt kannske bet-
ur í næsta kvæði, sem heitir:
sAndinn og hafrænan«. Þar er skáldi
meðal annars að tala um, hvað »attg-
sýnhans hugar« hafi verið »einhæf
og sljó í æsku«, þegar trúin flúði hann,
og þá trúði hann í einfeldni sinni, »að
andinn og hafrænan yrði’ ekki sén«. En
nú er þetta orðið öðruvísi og þvf til sönn-
unar kemur hann með þetta erindi:
En nú hef eg bæði þau sannlega séð,
já, séð þau og haft af þeimkynni;
pví sýnileg ímynd hins sannhelga guðs
er sdlin i elskunni minni".
Hver getur nú fundið hugsunarsamband
í þessu erindi, eða nokkurn botn í þess-
ari skýringu hans ? Þarna segist hann
hafa »séð þau bæði sannlega og haft af
þeimkynni«af því, að »s á 1 i n í elsk-
unni hans sé ímynd hins sannhelga
■guðs. Hver skilur? — Svona er vit-
leysunum hrúgað saman í endalausa flækju.
Svo er nú skáldi á »Næturferð«, þegar
»blikudrög himninum loka« og »við hafs-
brún er þúsundföld þoka«. »Já«,
segir skáldi. »Já, blika’ er í lopti
og bakki til hafs«. Ágætt að fá
upplýsingar um það aptur. Svo rfður
hann »löturhægt« á »ljónhvata fáknum«,
»ragur« »með beinþröngan, skorpnaðan
skóinn«, xhorfir utn öxl«; »j á (!!) harm-
þrunginn augunum rennir« o. s. frv. —
Þá er þó betra um »Nótt á sólmánuði*,
enda bjargast skáldi þar við annars efni t. d.:
.Ljómar Ægis ljósgrænt tún.
lágar öldur fiissa:
aptansroði árdagsbrún
er að faðma’ og kyssa—
vikið við úr vísu Þ. E.:
Ár um njólu aldinn Mar
út hjá póli gaman :
Árdagssól og aptan þar
eiga stóla saman".
»Vornótt« er langt kvæði og þreytandi.
Sífeld endurtekning um »rauðleita refla«,
sem »tindra við grænan rekkjustokk«, »ár-
sal, sem er uppi til þerris«, breiddur á
blágræna teina« o. s. frv. — alltaf sama
samlíkingin margtuggin, krydduð með
vanalegum smekkleysum, og aukið við
stælingum eptir Steingrím og Bjarna Th.
— »Uti á vegum storms og hrlða«, er
skáldi að tala um, að »leggja árar nið-
u r í s k u t i n n » . Það er víst eitthvað
einkennileg sú fleyta, þar sem árarnar eru
lagðar »niður í skutinn«. Manni dettur
1 hug leirburðurinn eptir samal »Bjarka«
um daginn:
Allt þitt líf er aptur í skut,
eignaðir þér í Stefni hlut“.(!!!)
Eptir lýsingunni er fleytan líka »rifinn«,
»fúinn« og »lekur nökkvi«, sem rekur á
reiðanum. — Ef her er um nokkurn bát
að ræða, sem til er, þá á þetta bezt heima
um »dvergaferju« skálda sjálft.
»Ástin er sterkari en helja«. I þessu
»tnunablómi« segir skáldi f fyrstu fjórum
vísunum frá ástarangri sínu. Httgurinn
fer á fund til ástmeyjar hans á nóttunni
»yfir hjarnið og gljána«. Svo fer hann
að segja frá atburði: Skaldi »vafraði
að sauðum«, einsoghann segir, og »hristi
í vetlingnum hnipraða mund og hrökkl-
a ð i f ó t u m a ð snænum«, og »beitti höm-
inni að hríðinni«. I næstu vfsu segirhann: