Þjóðólfur - 24.10.1902, Síða 2
170
„En parna [ágætur hortittur] í hópnum var
œrin sú [annar!] ein,
sem óvorum*) lambsóttar kenndi".
Hann talar um að lambið, sem hann
kallar »skrúfhærðan k j úk 1 i n g * ,(!!)
hafi haft kuldahroll og ærin hafi stumrað
yfir því. — Svo kemar »perlan«. tilefni
kvæðisins:
En lambelska ærinnar deyfist og dvfn
og deyiUoks í fráfærnastríði.
En allt af er hugur minn eins til pin /
pó árin og dagarnir Hði\
Mikil dæmalaus tryggð hjá skálda, — minn-
ugri en rollan ! — Og samlíkingarnar:
Öðrumeginnrollanmeð »skrúfhærðankjúkl-
ing«, sem hún gleymir í fráfærnastríðinu,
hinumeginn hann sjálfur »hrökklandi fót-
um að snænum« og gleymir ekki stúlk-
unni þrátt fyrir fráfærnastrfðið!
»Vökunætur« er eitt vers og hefur það
eitt til síns ágætis að sama orðið — »næt-
ur«, er rímað þar saman sex • sinnum.
Önnur list finnst ekki 1 því versi.
»Gastu ekki eins...?« Tilkomulítið,
en ekki eins fráleitt og mörg önnur kvæði
í flokknum. Óþarfi að tvítaka jafnstirð-
legan vísupart og þessi er:
„Eg öfunda sjaldan, og alls engan mann,
nema aptanroðanná gullvængjum sínum".—
Betur nær smekkleysið sér í næsta
kvæði: »Ef þú með mér værir vina«
— Fjórða erindið er laglega kveðið, enda
tekið að mestu eptir Þorsteini Erlingssyni
og kemur því ekki til greina. I hinum
versunum er höf. að »hreyfa ljóði*
um það, að hann mundi undir eins
sleggja af sér« »hýðið og allan
skrápinn« ef vina hans væri með hon-
um. Þetta smekklega orðaval tekur höf.
aptur upp f síðustu vísu. Svona lýstu
sum lélegri rfmnaskáldin því, að fara úr
fötunum og hefur þeim þótt það »finlegt«
orðalag.
»Mæltuhríðar mót og héldu«. —- »verk-
smiðjtilegt kvæði«, en enginn skáldskap-
ur; rímað saman með undnum setning-
um til þess að láta liggja eptir sig einhver
ljóð, en ekki fyrir »inspiratión« og hefur
engan skáldblæ. Þar lýsir skáldi sjálfum
sér svona smekklega:
„Eru vit mín undan þeim
eins og héluð sina í keldu".
»Stökur« eru eitt af »bragablómum«
höfundarins. Þar »sönglar« hann
»Bragalestur« heima í sinni svölu sveit
og »sjón hans f j a 11 a r (11) raklei tt(!!)
Ránarblæju ogrekkju tjöld«; kemst
hann þá að þeirri niðurstöðu, að »í muna-
högum sínum liggi margra ára sina«, en
»hugahéruð hennar hjartakæru sinu hans
eru græn« ! En sú blessuð »grænka!«
»Bragabæn« er langt og mikið kvæði.
Þar er hann að biðja guð fyrir vinu sinni,
með miklum málalengingum og mælgi —
en inngangslaust gengur hann ekki að
svo háleitu starfi. Hann þarf að gera
játningu sfna fyrst, til þess að sýna ástand-
ið, og verður þá þetta að orði :
„Ef eg vina, grátið gæti,
grátstraumarnir mundu iaga
allar nætur, alla daga
ofan í hvílu mína og sæti“.
Og er reika’ eg einn frá bænum
eygðar mundu í bognum línum
hrundra tára af hvörmum mínum
holur margar niðri í snænum".
Skáldi segir, að grátstraumarnir mundu
laga, ef hann gæti grátið. Smekklega
að orði komist, þótt fáir muni kannast
við tár, sem laga, heldur blóð. —
Það var annars ljótt, að Guðm. skyldi
ekki geta grátið; það hefði verið í sann-
leika einkennilegur og »spennandi« sorg-
arleikur, að sjá hann »vafra« a!einan út um
snjóinn, og tárin »laga« af kinnum hans
og mynda » h o 1 u r « í bognum línum í
fannimar á leið hans. Hver mundi sá
vera, er eigi viknaði við þá sjón ?
Næsta kvæði byrjar á þessari heppilegu
fyrirsögn : »Loksins hef eg(!) Til unnustu
minnar«. Þar kemur »munahagi«, —
»skrúð morgundagga«, »slæður morgun-
bjarma« og fleiri fatagarmar, sem skáldi
er með íhverju einasta kvæði.
Engin setning finnst þar frumleg.
i) Hún hcfur ekki talið íér tímann rollan, eptir þessu.
Loksins enda þessi »Munablóm« með
»Aptansöng«. I því kvæði koma enn
fram sömu einkennin ; hugmyndareykurinn,
óskýrleikinn, orðagjálfrið, — samlíking-
arnar um »blóðrauð klæði«, »gullofin mot-
ur« og »glitfagurf lfn« — og þessi frum-
legu snillyrði tekin upp hvað eptir ann-
að. Þriðja erindið er svona :
„Þá hugsa eg vina og horfi til þín,
er hlóðirnar siturðu við
að bakstri og suðu í búningi þeim,
er berðu að íslenzkum sið.
í sótskúrapokunni situr þú ein“ . . .
Það er fróðlegt, að setja hér til saman-
burðar vísu um sama efni eptir Einar
nokkurn »fald« fyrirvestan. Vísanersvona:
„í sóthríð í eldhúsi
er það fríða valkvendi,
eldar lýðum ómeti
eigrar á gríðar stuttpilsi".
Andlegur skyldleiki lýsir sér berlega hjá
báðum þessum hagyrðingum. Samræmið
er betra hjá Einari.
Af öllum þessum kvæðum hefi eg fund-
ið eitt, sem vantar »einkennin« að mestu
leyti: »Ain og sjórinn«. Þetta kvæði
er nógu laglegt, en of langdregið, fjögur
erindi fyrir tvö. Hygg eg reyndar, að
sumum góðum hagyrðingum yrði ekki mik-
ið fyrir að koma »merg málsins* í eina
ferskeytta stöku. —
Eg hefi nú fljótlega farið yfir »Muna-
blómin«, og tekið úr þeim nokkur dæmi
af handahófi. Það er lítt mögulegt að
fara nákvæmlega út í jafnauðugt safn af
smekkleysum, sérvizku og, skáldlegri fyrir-
munun. Menn verða fastir í »leirnum«.
Eg hefi aldrei lesið jafnlangt Ijóðasmíð
um ástir (fullar 6o bls.) jafnstirðlega ort
og frámunalega hugmyndasnautt og ein-
hliða.
Enn er þó ótalinn mesti gallinn, sá,
að í öllum þessum kvæðum finnst hvergi
neisti af ást, þótt leitað sé með log-
andi ljósi, og mundi enginn vita, að það
væri ástakvæði, ef ekki stæði »muna-
blóm« yfir. (Niðurl.).
■ yy. M t
þarfasta málið á dagskrá.
Eptir sveitakennara.
(Niðurl.).
Það er alls ekki kennurunum einungis
að kenna, að uppfræðingin er á lágu stigi.
Auðvitað játa eg það, að kennaraskólar
þurfa að koma og kennararnir að auðgast
að þekkingu. En þeir mega ekki samt
vera oflærðir! Þeir verða allt af að
vera börn f víssum skilningi.
Ef farið hefði verið eptir ráðum og fyr-
irmælum þessara manna yfirleitt, þá hefði
uppfræðingin verið orðin miklu meiri en
hún er nú. Almenningur hefur þokað
heimiliskennslunni hér um bil gersamlega
yfir á umgangskennsluna, svo kennarar
þessir hafa orðið að taka við heimilis-
kennslunni og hún orðið þeirra aðalstarf.
En þetta á ekki að vera. — Umgangs-
kennararnir eiga í raun og veru að vera
á ferðum sínum, líkt og presturinn er í
húsvitjuninni. Þeir eiga að yfirlíta heim-
iliskennsluna, lagfæra hana og auka hana
með sinni kennslu og gefa góð ráð 1
tilliti til áframhaldsins. Að umgangskennsl-
an hefur farið þetta ofan á við, eða útaf
markmiði sínu, ersjálísagt að nokkru leyti
menntamálastjórninni, prestunum ogsókn-
arnefndum að kenna. Þessir menn áttu
að vaka yfir velferð kennaranna, sjá um,
að allt fari vel og skipulega fram, og að
kennararnir hefðu sóma sinn og starf varð-
veitt fyrir heiminum. Eg þekki fá dæmi
til þess, að prestar eða sóknarnefndir hafi
gert sér að skyldu, að vita með vissu,
hvernig kennslan hafi farið fram, hvaða
áhrif kennararnir hafi haft á börnin Og
skyggnst inn í það samband, sem á að
vera milli kennara og heimilisins. Þvi vor-
prófin eru ónóg til að sanna það Sum
heimili styðja að kennslunni, aptur eru
sum, sem spilla fyrir henni. Og efkenn-
arinn á aðnáhylli aðstandenda bainanna,
þá verður hann að vera annað á þessum
staðnum og hitt á hinum. En að ná þess-
ari hylli er nauðsynlegt.
Auðvitað eiga t. d. prestar ekki svo
þægilegt með, að hafa vakandi auga á
öllu því, sem hér að lýtur, en eg álít, að
þeir gætu mikið bætt þessa kennsluaðferð
og létt starf kennaranna, ef þeir legðu sitt
bezta fram. Geta verð eg þess, að hér
um bil allir þeir prestar, sem eg þekki,
hafa yfirleitt hvatt og örfað sóknarmenn
sína til þess, að uppfræðing barna þeirra
yrði sem.mest og bezt. Þetta gera þeir
á hverjum safnaðarfundi og einsí húsvitj-
unum. En það er ekki nóg. Menn hlýða
ekki orðið orðum þeirra, eins og verðugt
væri. — Prestarnir verða að fá það vald,
að þeir megi hreint og beint taka til sinna
ráða, — en þá líkar söfnuðinum máske
illa við prestinn sinn. Það er allt svona
erfitt hjá okkur.
Prestar og sóknarnefndir ættu að gefa
nákvæmar skýrslur árlega, um kennsluna,
samkvæmt fyrirskipunum manna á hærri
stöðum. Það yrði afl’arasælla með skýrsl-
um kennaranna. Þá færu þessir menn
að fylgjast meira með kennslumálunum,
og kennslan yrði betri og árangurinn miklu
meiri.
Með því fyrirkomulagi, sem nú er á
umferðarkennslunni víðast hvar, þreytast
kennararnir og endast ekki nema lftinn
tíma, eins og reyndin hefur sýnt. Þeir
hafa líka séð það, að árangur af starfi
sfnu hefur verið miklu minni, en þeir hafa
búizt við og launin mjög lítil — sama
sem ekkert.
En þótt umgangskennslan sé á þennan
veg nú, þá rýrir það ekkert hið rétta gildi
hennar; hún á að vera miklu hagfeldari
og betri — og það getur hún verið. Það
má læra hana eins og annað. Og hún
mun vera það eina, sem verður að brúka
í bráð. Fyrir það verður að bæta kjör
kennaranna, bæði með lagfæringu á fyr-
irkomulagi kennslunnar og líka að laun
þeirra verði meiri, úr einhverri átt. Það
eru víða svo húsakynni, að það má sam-
laga kraptana eða safna saman börnum
á hagkvæmari hátt, en opt og einatt ver-
ið hefur. Og það er með mörgu móti,
sem má bæta þá kennslu, svo hún nái
takmarki sínu. Og nái hún þvf, þá verð-4
ur komið inn í meðvitund þjóðarinnar,
nauðsynin á að fá skólana. —
Þetta mál verður að skoða nákvæmlega,
því sé því hrundið í gott lag, þá hefur
það f för með sér margfalda blessun fyr-
ir land oglýð — og hver veit, nema það
hvað helzt gæti eytt Ameríkuferðunum,
sem menn álíta að séu mesta mein þjóð-
arinnar.
Það verður að tryggja menn í landinu
með því einu, að bæta kjörin — gera líf-
ið betra. Og það gerir menntunin bezt.
Hún á að koma einstaklingnum á þann
stað í lífinu, sem guð og náttúran hefur
ætlað honum að vera á.
Og þetta er aðalskilyrðið fyr-
ir farsæld þjóðarinnar.
í stuttu máli erálit mittþetta: a ð skól-
ar séu byggðir í kauptúnum og máske
þar sem allra þéttast er búið á stöku stað,
og sjá hvernig þeim reiðir af, færa svo
smátt og smátt skólana upp til sveitanna,
eptir þvf sem þörfin fyrir þá verður sjá-
anlegri og gagnsemi þeirra, — að um-
gangskennslan fari fram f sveitunum, með-
an ekki er tími kominn að byggja skól-
ana, og a ð hún sé bætt svo og að henni
stutt, að hún nái sínu markmiði, sem er:
að taka við af heimiliskennslunni og búa
í haginn fyrir fullkomnara skólalíf, bæði
með kennslu nemendanna og með áhuga
þeim, sem vekti þjóðina til að sjá nauð-
syn og gagn skólanna, aðbæta kjör kenn-
aranna og fræðslu þeirra, og a ð eptirlitið
með kennslunni sé miklu nákvæmara, en
verið hefur.
Frá útlöndum
bárust nokkur blöð með skipinu »Ori-
ent« til 9. þ. m. Tíðindalítið fremur f
heiminum, að því er séð verður. Stór-
kostlegt verkfall í kolanámunum í Penn-
sylvaníu í Norður-Ameríku. Tilraun, er
Roosevelt forseti gerði til sáttamiðlunar
milli kolanámaeigenda og verkamanna,
varð árangurslaus. Er það í lyrsta skipti,
sem forseti Bandaríkjanna hefur skipt sér
af slíkum málum. Til að halda reglu í
héraðinu, þar sem mest kveður að verk-
fallinu hefur stjórnin 10,000 hermenn, er
eiga að vernda þá, sem vilja taka upp
vinnuna, og verja eignir manna fyrir rán-
um og gripdeildum, er jafnan eiga sér
stað, þá er um stórkostleg verkföll er að
ræða f Ameríku. Lýðurinn skemmdi járn-
brautir, reif upp teinana og gerði annan
usla, og þessvegna varð stjórnin að sker-
ast í leikinn. Verkfall þetta hefur þegar
haft mikil áhrif á kolaverðið í Englandi,
og margir kolanámaeigendur þar, sem nú
»spekúiera« í því, að senda kol til Amer-
íku. I New-York var »tonnið« af kolun-
um orðið 90 kr. (þ. e. um 15 kr. skip-
pundið).
A fundi, sem fiskveiðaverndunarfélagið
í Grimsby hélt 1. þ. m., kom fram upp-
ástunga um, hversu nauðsynlegt væri, að
koma sem allra fyrst á hraðskeytasam-
bandi millum Englands annarsvegar og
Færeyja og Islands hins vegar, sérstak-
lega vegna fiskiflotans enska og margs
annars. O. T. Olsen í Grimsby, útgef.
sjófarenda almanaksins (Nautical Alman-
ac) skýrði frá, að hann hefði skrifazt á
við stóra norræna fréttaþráðarfélagið í
Kaupm.höfn um þetta málefni, og það fé-
lag hefði áhuga á því og hefði ætlað að
leggja sæþráð til íslands, en hætt við það,
þá er Marconis-uppfundningin hefði orð-
ið kunn. Undirtektirnar undir málið vora
hinar beztu á þessum Grimsby-fundi, er
sýnir, að Englendingar eru farnir að hafa
áhuga á málinu, svo að væntanlega verð-
ur einhverra framkvæmda 1 því ekki langt
að bíða úr þessu.
Um 17. þ. m. var von á Búaforingj-
unum, Botha, De Wet og Delarey til Ber-
línar, en vandhæfi mikið á, hvernig keis-
arinn ætti að taka á móti þeim, og því
óvíst talið, hvort nokkuð yrði úr förinni.
Bretar horfa ekki hýrum augum á heim-
sókn þessa, og segja, að þessi norðurför
Búanna hingað í álfu sé aðeins pólitisk
æsingaferð en ekki fjárbænaför. Sam-
skotin til Búanna ganga fremur tregt, eink-
um á Þýzkalandi, og eru þó Þjóðverjar
Búavinir. í Miinchen t. d. höfðust ekki
saman nema tæpar 300 kr. Menn afsök-
uðu sig með því, að þeir værn búnir að
leggja svo mikið af mörkum til Búanna
áður, að þeir gætu ekki frekar.
Emile Zola var greptraður sunnudaginn
6. þ. m. Við jarðarförina var meðal ann-
ars Dreyfus staddur, en lögreglan óttað-
ist óspektir við gröfina, og lét því sér-
staklega gæta Dreyfus, er varð að laum-
ast burtu frá gröfinni, svo að fáir vissu.
— Ekkja Zola er enn mjög lasin og gat
ekki verið við jarðarförina. Eignir Zola
eru metnar 1,440,000 kr.
Óskar Svíakonungur hefur sæmt Sverd-
rup norðurfara stórkrossi St. Ólafsorð-
unnar, Aðrir hluttakendur í törinni fengu
silfurmedalíur og einn (P. Henriksen), sem
einnig var í Nansensförinni, fékk gullmed-
alíu.
íslenzkar sagnir.
Um Hjaltastaðarfjandann.
[Eptir eiginhandarriti séra Jóns Oddssonar
á Hjaltastað. Fyrirsögnin í handritinu er:
„Vera relatio de spiritu Hjaltastadensi" (þ. e.
„Sönn frásaga um Hjaltastaðar(fj)andann").
Frásögn þessi er eins og menn sjá, svo ná-
kvæm sem frekast er unnt, með því að höf.
(séra Jón Oddsson), er þá var prestur á
Hjaltastað, hefur samtímis haldið einskonar
dagbók yfir atferli draugsa, og það er þessi
skýrsla prestsins, sem hér birtist í fyrsta sinn
á prenti. Mun hún að eins vera til í einu
handriti. Frásögnin um Hjaltastaðarfjandann
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er mjög óná-
kvæm og ófullkomin í samanburði við þessa],
Anno 1750 þann 13. Febrúar um kveld-