Þjóðólfur - 24.10.1902, Síða 3

Þjóðólfur - 24.10.1902, Síða 3
i7i ið kom einn heimamaðurinn óforvarandis inn í fjósið á Hjaltastað á Utmannasveit og þá hann hafði verið þar litla stund heyrði hann óvenjulegt hljóð, sem honum virtist að koma úr auðum bás milli kúnna, hvar af hann varð hræddur og gekk það- an í hlöðuna, þar aðrir tveir heimamenn fyrir voru og sagði þeim frá þessu, gengu þeir svo allir 3 inn í fjósið og heyrðu þessi sömu ólæti; fréttist svo þetta inn 1 bæinn, hvar eptir presturinn gekk út í fjósið til að rannsaka. hvernig þessu væri varið og þegar hann var kominn upp í þennan sama bás hej'rði hann þessi sömu óhljóð, sem honum virtist vera í veggnum bak við sig, og þegar hann hafði staðið þar stundar- korn, heyrðust þessi sömu ámátlegu hljóð 1 brunnhúsinu innar af fjósinu nokkrum sinnum; hélzt þetta svo við 3 eða4kveld, einasta í fjósinu um gjafatímann ; þar ept- ir heyrðust þessi óhljóð fram f bænum á kveldin og um sfðir inni ( baðstofunni, þá farið var að hátta. hverjum að fylgdu dúnk og högg, sem og einnig skiljanleg raust, hver að nefndi mennina með nafni, og spurði sérhvern að, hvort hann svæfi og jafnvel þótt enginn svaraði með fyrstunni (hvað presturinn hafði þeim bannað að gera), lét þessi raust því ver, og sagði við •sérhvern: nei, þú sefur ekki, þú vakir, þið skulitð öldungis ekki sofa í nótt, hvað og einnig fram kom, þvf vegna þessara óláta, sem nótt eptir nótt við héldust fram und- ir dag, gat fólkið ekki sofið, hvað þegar mönnum leiddist og þetta þannig komst í vana, var þessum anda svarað hvar með óhljóðin framar stilltust, svo hann skrafaði þá við menn nokkuð spakara, en þó með rámri röddu og það ei einasta á nóttunni, hvort sem Ijósið logaði eða ekki, heldur og nokkrum sinnum á daginn; þó gættu menn þess, að raustin kom aJltíð úr ein- hverjum skugga í húsunum. Fólkið sem svaf í baðstofunni sagði, að hann skyldi fara fram í stofu til prestsins (því hann svaf þar), hverju hann svaraði: »Þið skul- uð vita, eg kem þangað, þó eg geri þar ekki vart við mig«, hvað og satt var. Á sunnudagskveldið þann 22. ejusdem (þ. e. sama mánaðar) flutti presturinn sig inn í baðstofuna til að sofa þar um nótt- ina, en svo fljótt, sem búið var að slökkva Ijósið, byrjaði hann hljóðin með sama móti sem fyr, segjandi við þann ogþann: xhvort sefur þú?« nei, þú sefur ekki, þú vakir etc.« hvað þegar æði lengi gengið hafði, kallaði presturinn til hans: »Farðu í burtu héðan og bannaðu ekki mér og fólkinu að sofa«, hverjum þá þessi andi svaraði: »Þið (hjónin) gerðuð ykkur það sjálf, hefð- uð þið verið kyr fram í stofunni, þá hefð- uð þið getað sofið«. Þessu fór nú fram með sama hætti í samfelldar þrjár nætur þar eptir, að hverjum liðnum presturinn svaf aptur fram í stofunni, svo sem áður fyr. Eina nótt þar eptir gerði þessi andi ekki vart við sig, en um kveldin ept- ir, þá menn urðu varir við hann aptur, var hann aðspurður, hvar hann hefði ver- ið á þeirri nóttu; svaraði hann þá með ýlfurlegri raust: »Eg var hérna í kring- um bæinn«. Enginn þar á staðnum þótt- ist þessa vofu séð geta utan ein vinnu- kona, hverri hann birtist í uppvaxtardrengs- líki í töfrabúningi, hvað hið sama nokkr- ir einnig af sóknarmönnum staðfestu. Þeg- ar hann var aðspurður, hver hann væri, svaraði (hann) þann veg: »Eg er einn virkilegur íslenzkur draugur og djöfull«, En þegar spurt var að, hvort hann væri sendur af nokkrum, svaraði já, en lézt þó ei segja vilja, hver það gert hafði, stund- um sagði hann það gert hefði nú sá og nú þessi. Þegar menn tóku f nefið sagði hann á stundum: »Gefðu mér nokkuð í nefið««, hverju hann vildi þó ei móttöku veita; sama var þá presturinn drakk te, þá bað hann að gefa sér einntébolla; en þá honum var sagt að sækja hann, sagði hann að sá og sú skyldi færa sér hann, og þá hann var fram réttur í myrkrið tók hann ekki við honum. Á sunnudagsmorg- uninn þann 1. Martis, þá presturinn var að drekka te, og hann heyrði, að maður úr næsta bæ var kominn, lét hann kalla á þennan mann, hver staddur var í bæjar- dyrum ; þá heyrði bæði hann og aðrir, sem hjá honum voru, að með nokkuð annar- legri raust var til hans kallað : »Páll, þú átt að koma inn í baðstofu til að drekka te«, og með því að sá maður hafði ekki heyrt til þessa anda fyrri, þá spurði hann að, hver til sfn hefði talað, hvar til honum var svarað af þeim manni, sem hjá honum stóð, að það hefði gert sá ókenndi gestur hér.— Hans venjulegt talvarhelztklámogskamm- aryrði, sérdeilis við þá sem hann nokkru atyrtu og þá sem afsóknarmönnum héldu þetta uppdiktun vera, úthrópaði hann og svívirti nær þeir komu til staðarins; frá því sem við hafði borið á heimilinu og enginn af vissi utan sá, sem það gert hafði, sagði hann með rökum. Þegar hann var tortryggður um það, sem hann sagði, þá lézt hann staðfesta það með þessum orð- um : »Við það stend eg, bæði fullur og svangur, feitur og magur«. (Meira). Þilsklpakaup, Þrír skipstjórar héðan, Björn Ólafsson frá Mýrarhúsum, Jafet Ólafsson og Krist- ján Bjarnason fóru til Englands fyrir skömmu til skipakaupa fyrir sjálfa sig o. fl., sem eru í félagi með þeim. Skip það, er Kristján Bjarnason keypti, heitir »Ori- ent« og er 64V2 ton að stærð. Kom hann sjálfur á því hingað 21. þ. m. eptir 12 daga ferð frá Yarmouth áEnglandi. Skip Jafets Ólafssonar heitir »Sophia Wheatly« 82 ton að stærð, en skip Björns Ólafsson- ar »Clulow« er stærst, 99 ton, og hefur áður verið notað sem spftalaskip í Norður- sjónum til að hjúkra veikum fiskimönnum. Ætluðu þeir' Björn og Jafet að leggja af stað með skip þessi frá Englandi um 16. þ. m. Öll þessi 3 skip eru einkar vönduð og góð skip, mjög nýleg. En nú kvað naumast vera orðið unnt að fá til kaups á Englandi hæfilega stór skip til fiskiveiða hér, ekki til nema smáskútur, eða þá of- stór skip (100—200 tons), er áður hafa verið notuð sem spítalaskip í Norðursjón- um, en nú er farið að smíða gufuskip í stað þessara seglskipa, sem óðum er ver- ið að leggja niður, og því engin ný smíðuð. „Laura“ kom af Vestfjörðum í fyrra dag. Með henni komu frá Isafirði: Skúli Thorodd- sen og Björn Þórðarson kaupm. (Rvík). Ísflrzku málafeplin. Rannsóknunum í kosningarkærumálun- um er nú lokið, að minnsta kosti fyrst um sinn, og rannsóknardómarinn Halldór sýslumaður Bjarnason farinn heim til sín til Patreksfjarðar. Ekki befur enn heyrzt neitt um árangur þessara rannsókna, en hætt við, að hann hafi orðið fremur lítill. Svo hefur Skúli Thoroddsen verið 1 meið- yrðamálum við ritstjóra »Vestra«, er gagn- stefnt hefur Skúla, og hafa sakir fallizt hér um bil í faðma fyrir undirrétti. — Þá er hið svonefnda Samsonarmál gegn Hann- esi Hafstein vakið upp og er Skúli sækj- andi þess að sögn. Það lítur út fyrir, að garnla ísfirzka óöldin sé að hefjast á ný með illindum og málastappi. Yfirlýsing. Þcgar eg í sumar (18. iúní), vegna minna bágu heimilishátta, neyddist til að leita amt- mannsúrskurðar um skilnað við konu mfna, var mér áskilið að hafa börnin hjá mér, og varð eg þess vegna að halda heimilinu á- fram, en til þess varð eg að taka þann kvennmann, sem eg gat trúað fyrir börnum mfnum og heimilinu að öðru leyti; valdi eg til þess stúlku, sem eg þekkti af eigin reynslu og hafði verið vinnukona hjá mér hálft ann- að ár. En þegar eg hafði tekið stúlku þessa fyrir ráðskonu, fundu nokkrir illgjarnir ná- ungar hér í bænum upp á því að segja, að hún hefði verið orsök til skilnaðar okkar hjónanna, eu auðvitað var þetta hin mesta lygi og fjarstæða, þvf að orsökin til þess, að eg tók stúlku þessa aptur, var að eins sú, að eg þarfnaðist góðrar umönnunar handa börnunum, og til þess vissi eg eigi aðra stúlku betur fallna en þessa. — Til- gangur manna með áðurgreindan illgirnis- orðróm, hefur því eigi getað verið annar en sá, að sverta heimili mitt, jafnvel þó að slíkt atferli þeirra væri enganveginn göfuglegt, eða af góðum toga spunnið, eins og þá var ástatt fyrir mér, þar sem eg var langt frá ættingjum mfnum, sem annars hefðu getað orðið mér að liði. Meðal annars hafa náungar þessir lagt mér það til lasts, að eg hafi nú, en ekki fyr skilið við konu mína. En eg get ekki skilið, að nokkur sanngjarn maður geti á- fellt mig fyrir það, þótt eg frestaði skilnað- inum svo lengi sem framast var unnt, og það gerði eg, einkum vegna barnanna. Það voru reyndar nægar ástæður til þess, að eg hefði fyrir löngu verið skilinn við konu mína, eptir að eg hafði komizt að raun um, að vera hennar á heimili mínu gat ekki orðið til annars, en skapraunar og óham- ingu, bæði fyrir okkur og börnin, vegna fjölda atvika, sem eg læt hér ógreind. En orsakirnar til þess, að eg dró þetta svo, voru bæði hinar fyrgreindu, og ennfremur fögur loforð konu minnar og tilmæli annara, sem reynsla mín sýndi loksins, að voru með öllu ónýt og urðu að engu. Það er því með öllu rangt, og hin mesta fjarstæða, að áfella fyrgreinda stúlku fyrir skilnað okkar hjóna, 52 tniðjum boganum. Skyldi hann mæla þar af munni fram vísur, er hreppstjórinn hafði ort. En þær voru svo látandi: Kom heill, þú ljúfi lofðung hér, landið allt er helgað þér, ef föður vorum fögnuðum ei, vér færum að sem tudda-grey. Vér erum ræflar, eigum fátt, að eins reisum heiðursgátt, en flesk og sufl það færðu hér, þvf frægum jöfrum unnum vér. Þessi 3 álna langi slöttólfur stóð nú þarna og horfði til himins með húfuna í hendinni og krafsaði með fótunum. En þá er konungurinn kom í hinum skrautlega vagni sínum, varð Þorsteinn svo ruglaður, að hann mundi ekki eptir vísunum, stóð kyr, en tifaði aðeins fótunum fram og aptur. Konungurinn leit við honum og hló. „Þú ert stór vexti“, sagði hann við Þorstein. „Ójá, það er eg", svaraði Þorsteinn og krafsaði með fótunum. „Eru margir þínir líkar hérna í sveitinni?" spurði lconungur. „Já, svona erum við allir hérna“, svaraði Þorsteinn. Konungur leit yfir hópinn, yfir hina smælingjana, er stóðu þar um- hverfis, og sagði því næst við Þorstein: „Langar þig ekki að koma til Stokkhólms, og verða hermaður hjá mér?" „Þakka fyrir boðið", svaraði Þorsteinn. „Eg sé þig víst, áður en eg fer héðan aptur?" spurði konungur. „Verði yður að góðu“, sagði Þorsteinn, hann ætlaði að segja eitthvað smellið, og svo fannst honum, að þetta ætti bezt við. Konungur brosti og kvaddi, en hreppstjórinn vék sér skjótt að Þor- steini, þrútinn af reiði, kallaði hann Þorstein „uxa" og stakk vísunum á sig. Ur því að konunginum væru ekki fluttar þær nú, þá skyldi hann sannarlega fá að heyra þær við miðdegisverðinn, því að hreppstjórinn átti að vera einn heiðursgestanna. 49 skelmirinn sat við sinn keip, því að okkur tókst aldrei að fá sannleik- ann út úr honum né stúlkunni. En hafi hún ekki falið síg í myrkrinu aptur í skipinu, þá veit eg ekki, hvar hann hefur getað leynt henni, en vissulega ekki í káetunni sinni, því að brytinn gekk þar út og inn of opt til þess. Að lokum skal þess getið, að prestur var þarna á skipinu og Bulstrode, sem þekkti Mills persónulega og virti hann, studdi fast að því, að hjónaleysin yrðu gefin saman þá þegar þennan sama dag. Þau voru fús til þess, og með samþykki prestsins voru þau pússuð saman í viður- vist fjölda fólks. Þá er athöfninni var lokið, tók eg í hönd stúlkunnar og óskaði henni til hamingju. En frá upphafi til enda var það allt „hrein- asti óþarfi". Þorsteinn sterki. Eptir Kristófer Janson. Allir verða að hafa eitthvað fyrir stafni í Hfinu, og starf Þorsteins var það að berja á fólki. Hann bar af öllum í því. Frá því að hann þekkti stafina, var hann nafnkunnur fyrir linefana sína, og þá er hann — eins og opt bar við — fékk kjaptshögg hjá kennaranum, af því að hann sagði, að Abraham, ísak og Jakob hefðu verið synir Nóa, eða 5—J—5 væru p= 15, þá var það föst regla hjá honum að ná sér niðri með því í stað- inn, að lúberja hina drengina, undir eins og þeir voru komnir út fyrir dyrnar. Það má geta nærri, að hann var ekki neitt sérlega vel þokk- aður, og það kom stundum fyrir, að strákarnir fleygðu steinvölum á eptir honum, þá er girðing eða eitthvert þesskonar vígi hlífði þeim, og kölluðu á eptir honum, er hann gekk framhjá: „Þorsteinn átvagl", því að hann hafði góða matarlyst, það hafði hann. Móðir hans féll alveg í stafi yfir

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.