Þjóðólfur - 28.11.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.11.1902, Blaðsíða 2
190 Leopold Belgíukonungi var í gær veitt banatilræði. Maður einn ítalskur, er Rudin heitir, skaut þrem skotum inn í vagn þann, er hann hugði kon- ung vera í, en enginn varð fyrir skot- um hans. Hann var þegar tekinn höndum. Tún eða sáðland. Margt hefur verið ritað um búnað, en fátt af því hefur vakið meiri athygli, en ritgerð Björns Jenssonar skólakennara: „Undirstaða búnaðarframfara". Margir munu þó ekki hafa skilið ennþá, hvaða nýmæli það er, sem farið er Tram á í rit- gerðinni, en það er að breyta túnunurn í sáðland. A fundi þeim, sem haldinn var í Búnaðarféjagi Islands, var þó skýrt tekið fram, að umræðunum skyldi beint að því, Þær ættu að snúast um það, hvort vér ættum að ráða bændum til að yfirgefa föstu grasrótina í túnum sínum, plægja þau upp og sá svo í þau grasfræi eptir lengri eða skemmri' tíma. Þetta er réttilega út- skýrt í ritstjórnargrein í Þjóðólfi, 46. tölu- blaði. Flestir þeirra, sem á fundinum töluðu, voru á móti því að breyta túnanum í sáð- land. Agrip af þeim umræðum er nú þeg- ar prentað í Búnaðarritinu, og nægir að benda á það; það er hlutdrægnislaus vott- ur um, hvað framfór á þessum fundi. Þar sem túnrækt vor er í góðu lagi, þar er hún svo arðsöm, að vér getum ómögulega búizt við meiri eptirtekju af grasi ræktuðu með sáningu. Af þeirri á- stæðu getum vér ekki ráðið bændum til að plægja upp siétt og góð tún. En svo kemur það til álita, hvort rétt sé að hætta við ofanafristuaðferðina í þýfðum túnum. Því atriði er ekki eins auðsvarað og hinu. Að líkindum yrði dálítill v.erkasparnaður við það, þó ekki mikill, meðan plægingar eru eins dýrar og þær eru nú. En svo er á annað að líta. Reynsla vor með gras- fræsáningu er ennþá ekki orðin svo full- komin, að vér getum sagt,að hún heppn- ist vel, og vér getum heldur ekki ennþá sagt með neinni vissu, hverjum grasfræ- tegundum vér eigum að sá. Aptur á hinn bóginn vitum vér, aö túnaslétturnar með ofanafristu og þakningu borga sig ágæt- lega, þrátt fyrir það hve tafsamar þær eru. Af þessum ástæðum getum vér ekki annað en ráðið bændum til að halda á- fram við ofanafristuaðferðina. En hana má bæta, eins og vikið er á í fundar- ágripinu. Þá kemur þrlðja atriðið: Hvaða aðferð eigum vér að hafa við að græða upp holt og óræktarjörð? Hér er allt öðru máli að gegna en með túnin. I holtum og órækt- arjörð er grasrótin vond og lítil, og þess vegna engin eptirsjón í henni, enda þótt hún mundi fljótlega batna og spretta all- vel með gömlu þúfnasléttunaraðferðinni, ef grasrót hefur verið þar og nokkur að ráði, og borinn verður áburður í. Engu að síður álít eg, að á þesskonar jörð eigi sáningin heima. Móti því talaði heldur enginn á fundinum, en ýmsir með, eins og umræðuágripin bera vott um. Þótt reynsla sé lítil með grasfræsáningu, þá er hún nóg til þess, að vér vitum, að flög gróa fyr, ef sáð er í þau, og vér vitum, að í góðum jarðvegi heppnast sáningin betur en í slæmum. Þess vegna er það rétt hjá B. J., að sáningin mundi heppnast betur í túnum en í útjörð, en andmælendur hans álíta, að sáðsléttur í túnum gefi ekki eins mikið og varanlegt gras, eins og þakslétt- ur í túnum. Þar í liggur ágreiningurinn. Vér þurfum sem allra fyrst að komast upp á að auka út túnin með sáningu, græða holtin og auðnirnar með sáningu, en að öllum líkindum verður okkar grasrækt að stefna að því, að grasið verði viðvarandi, eins og nú er á túnunum. En á meðan að verið er að undirbúa óræktarjörð undir grasfræsáningu, verðum vér að rækta á henni ýmsar aðrar jurtir, bæði til þess að fá endurgoldna þá vinnu, sem vér leggj- um í undirbúninginn og líka til þess að bæta jarðveginn. Hafra og bygg, rófur og kartöflur mundum vér óefað geta ræktað á þennan hátt til stórhagnaðar. Eg hef drepið hér á helztu atriðin, meira verður ekki gert í stuttri blaðagrein. A fundinum var líka tilrætt um það, hvað vér ættum að gera til þess að efla garðræktina. Var þá bent á tvennt: 1. Að komast að því með tilraunum, hvernig grasfræsáningu skuli haga, og hverjar tegundir helzt skuli rækta og 2. stuðla að því, að plægingar verði al- mennt notaðar um allt land. Að þessu vil eg vlkja l£ið eitt. Tilraunir með grasfræsáningu hafa ver- ið gerðar á Gróðrarstöðinni hér í Reykja- vík, en þær eru enn svo ungar, að mér virðist ekki mikið á þeim byggjandi. Landið þar er svo nýrótað, að allt til þessa hefur ekki verið völ á góðu landi til grasfræ- sáningar. Eg hef því að þessu sinni ekki getað farið lengra en svo, að reyna að komast að því, hvaða tegundir mynda við- varandi rót. Nú er strax fengin dálítil bending í þessa átt, og þá liggur næst að spyrja, hverjar af þessum tegundum gefi mest heymagn. Á næsta vori er hægt að fá land í góðri rækt til þessara tilrauna á Gróðrarstöðinni, og þær vil eg að gerðar séu víðar um land. Hef eg hugsað mér það svo, að senda nokkrum áhugasömum og skynugum bændum fræ af þessum sömu tegundum, sjá um, að þeim verði öllum sáð á réttan hátt á góðan, afgirtan blett. Jafnframt því, að þarna fæst svar upp á það, hver tegundin sprettur bezt, þá kemur líka í ljós, hvort þær geta vaxið í hinum ýmsu héruðum landsins. Þessar tilraunir út um landið þyrftn ekki að verða kostnaðarsamar, en verða þó til mikils gagns. Það hefur við mjög miklar llkur að styðj- ast, að íslenzkt grasfræ heppnist betur en útlent,’ en það útlenda mun alltaf verða mikið ódýrara en það innlenda, og það er mikils vert. Það grasfræ, sem þarf í eina dagsláttu, kostar eptir útlendu verði 15—16 kr., og ef til vill þurfum vér að sá þéttar en sem því svarar, og þá verður verðið meira. Hvað plægingarnar snertir, þá erum vér allir á það sáttir, að nauðsyn beri til að þær verði almennt notaðar. En það er mitt álit, að með því verði, sem nú er á þeim, (27—28 kr. á dagsl. og venjulegast roeira) þá séu þær ekki mikið ódýrari en upp- stunga með spaða, með því kaupgjaldi sem nú er, og sé hvorttveggja vel gert, þá verður uppstungan ætíð betri. Eins og verð er nú á plægingum, er þýðing þeirra mest í því falin, að nota hestkraptinn í staðinn fyrir mannskrapt- inn, en þegar þær fara að verða almenn- ar, þá verða þær líka Iangtum ódýrari en þær eru nú. Einar Helgason. Frumskilyrði landbúnaðarframfara. x. Að lengja ábúðartíma leiguliða, og tryggja peim rétt til að njóta verka sinna á ábýlum sinum". „Það, sem myndar verð jarðarinnar, er vinna og áburðnr. Sá, sem á að geta lagt það fram í fullum mæli, verður að hafa þá hvöt til þess, að sjá fram á, að hann fái tilkostnaðinn aptur með ágóða. Kjör leiguliða þarf að laga svo, að liann hafi vissu fyrir að geta notið þess, sem hann leggur í jarðabætur. Ekkert ráð dug- ir til að fyrirbyggja illa meðferð á leigu- jörðum nema pað, að sameina hagsmuni leiguliða o? landsdrottins með skynsamleg um leigukjörum". (Danskt). „Langur leigutími í sambandi við rétt til fulls endurgjalds fyrir allar jarðabætur, sem eigi eru að öllu uppunnar, þegar á- búðartíminn er á enda, er skilyrði fyrir varanlegri frjósemi jarðarinnar, hinn traust- asti sambandsliður milli leiguliða og Iands- drottins, og hin bezta trygging fyrir hags- munum þeirra beggja". (Enskt). (Búnaðar- rit, 1. ár 1887, bls. 136—153: Eendingar til landbúnaðarframfard). 2. Að útvega féikapital) til aðframkvœma með jarðabætur. Ræktunarsjóðurinn er vísir til þess; hann verður að efla, t. d. með þvf að leggja til hans skattinn „af ábúð og afnotum jarða“, eða árlegt tillag úr landssjóði, er því nem- ur. Varatillaga: að láta jarðirnar (ábúa þeirra) vinna hann af sér með ákveðnum jarðabótum, (sbr. ofannefnda ritg. í Bún- aðarritinu). Girðingar um ræktað land og umbœtur d meðferð dburðarins (góður geymslustaður, drýging o. s. frv.) eru frumskilyrði fyrir „ræktun landsins". Að sjálfsögðu fara menn hér sem ann- arstaðar að nota hesta til jarðræktarvinnu (draga plóg, slóða, vagna og önnur hesta- verkfæri), svo fljótt sem efni, samgangna- færi og aðrar ástæður gera það mögulegt, — og grassáning, þegar sæði er til. Á það mætti og minna, að verði farið að gera gangskör að því, að girða tún og önnur ræktunarsvæði almennt, og máske beitarlönd eða hluta úr þeim, með járn- girðingum, rná búast við, að krónurnar fari úr landi í hundruðum þúsunda fyrir girðingaefni — auk þakjárns og annarar járnvöru — nema járnnám og járniðnaður komist á innanlands. Mun það órann- sakað eins og annað, hvort það væri eigi mögulegt og tiltækilegt. 3. að útvega landinu vinnufólk. Með innflutningi (frá Norðurlöndum) hlýtur það að vera unnt, eins og eg hef áður bent á í Þjóðólfi. Fyrir þessu á landstjórnin að beitast. Það væri ónýt stjórn, sem ekki reyndi að bæta úr brýnustu pjóðarnauðsynjum. Hvert þessara þriggja atriða gæti verið efni til umræðu á „búnaðarfélagsfundi", ekkert síður en sáðskiptistillagan — og verður máske enn tími til þess, áður en „ráðherrann kemur". 20/h—’o2. B. B. Ljöðmseli séra Matthiasar jfochumssonar. Hr. D. Östlund prentsmiðjueigandi á Seyðisfirði hefur ráðizt í það nytsemdar og þarfaverk að gefa út öll ljóðmæli skáld- mærings vors séra Matthíasar og verða það 4 bindi. Er 1. bindið þegar prent- að, mjög vel vandað að frágangi á góð- um papplr og er útgáfan hr. Östlund ti! sóma. I þessu 1. bindi eru: 1. Ljóðmæli frá yngri árum skáldsins. 2. Kvæði við tímamót og önnur tækifæri. 3. Kvæði frá seinni árum. 4. Sýnishorn af lýriskum kveðskap Norðmanna síðan 1835, þar á meðal þýðingar á kvæðum eptir Welhaven (t. d. Úr »Apturelding Noregs«, Ólafur helgi), Hinrik Wergeland, Ivar Aasen, Asmund Vinje, A. Munch, Björnstjerne Björnsson, Hinrik Ibsen,Jón- as Lie, Kristofer Janson, Magdalene Thore- son, Hinrik Krohn, Per Sivle, L. Dietrich- son, O. Walsett og Gunnar Rystad. Sum- ar þýðingar þessar eru áður kunnar úr eldri ljóðabók séra Matthíasar og blöðun- um, en sumar ekki. Eru þýðingarnar hinar vönduðustu, enda er séra Matthíasi einkar sýnt um að ná allri hinni skáld- legu fegurð úr frumkvæðunum, án þess að binda sig um of við orðin, og stund- um verða kvæðin öllu smellnari og áhrifa- meiri í íslenzka búningnum hja séra Matt- híasi en á frummálinu. Skáldskapur séra Matthíasar er orðinn svo þjóðkunnur, búinn að ná svo mikilli hylli og miklrt áliti meðal þjóðar vorrar að verðleikum, að ítarlegur dómur um hann hér væri öldungis óþarfur. Mörg kvæði hans eru perlur í íslenzkum skáld- skap, perlur, sem enginn annar núlifandi skálda en séra Matthías hefði getað sótt úr djúpi skáldlegrar andagiptar og lagt fram á sjónarsvið bókmenntanna. Það er ekkert oflof, þótt M. hafi verið kallaður »skáldið af guðs náð« og hinir »bræður« hans í skáldmenntinni þurfa ekki að firt- ast af því, enda hafa margir þeirra viður- kennt, að skáldgáfa hans væri auðugust, hugmyndaríkust, þótt honum geti mistek- izt stundum, þvíaðjafnvel Hómer sjálfur »dottaði« stundum. En það ber miklu minna á sliku hjá Matthíasi, en flestum öðrum. Þau munu vera fá þau kvæði frá hans hendi, þar sem ekki verður vart við einhverja snilld, eitthvert leiptnr, er sýni meistarann. Vegurinn upp á Parnassos er torsóttur og erfiður, og þeir eru fáir, sem komast alla lelð upp. Margir komast aldrei lengra en í miðjar hlíðar og þykir gott. Séra Matthías er kominn allaleiðina eptir dómi íslenzku þjóðarinnar og honum verður ekki hrundið ofan aptur, þótt einhverjir vildu reyna það. Hann er orðinn of fastur í sessi til þess. Hr. Östlund á miklar þakkir skilið fyr- ir að hafa ráðizt í þetta fyrirtæki, og von- andi, að honum verði það heillaþúfa, en skáldinu til ánægju og sæmdarauka í elli hans, sem nú er tekin að færast yfir hann, enda þótt hún alls ekki hafi komið hon- um á kné enn, því að séra Matthías verð- ur aldrei »gamall« í vissum skilningi. Nokkrar prentvillur eru í bókinni, sem óprýða hana. Eru sumar þeirra leiðrétt- ar, en sumar ekki. JV. Sjónlelkap. »Leikfélag Reykjavíkur« lék í fyrsta skipti á þessum vetri 23. þ. m., danskan gamanleik í 4 þáttum »Hugur ræður — hálfurn sigri« eptir Edgard Höyer. Leik- urinn er fremur tilkomulítið að efni, eins og flestir danskir gamanleikir eru. Og sumum leikendunum er allábótavant, enda sumir alls óvanir á leiksviði t. d. sá er leikur unga læknfræðiskandídatinn (Jónas H. Jónsson snikkari) og sú er leikur Elen Holm (Gróa Sigurðardóttir). Þó er ekki að vita, nema J. J. verði brúklegur við frekari æfingu. Hann er alls ekki meðal hinna lökustu nýgræðinga, er hér hafa sést á leiksviði. Frú Birk er mjög vel leikin af frk. Gunnþórunni og Ellen dóttir henn- ar (frk. Emilia Indriðadóttir) einnig mjög liðlega, læknirinn (H. Helgason) sömuleið- is. Mortensen karlinn (Kr. Ó. Þorgrímsson) er og víða mjög vel leikinn, enda er hann kýmilegasta persónan í leiknum og hlut- verkið þvl þakklátt hjá áheyrendum. En leikandinn kann miður vel sumstaðar og spillir það fyrir. Málarinn (Jens B. Waage) er nokkru daufgerðari, en hann mun eiga að vera. Hlutverk frú Stefaníu er leiðin- legt, og nýtur því þar ekki til fulls leik- listar hennar. Æskilegt væri, að félagið sæi sér fært, að taka einhver önnur og veigameiri við- fangsefni til meðferðar en leik þennan, er naumast getur orðið til frambúðar. En eptir því sem kröptum félagsins nú er hátt- að má varla vænta þess, að það ráðist í nein stórvirki, því að það hefur nú misst (að minnsta kosti um sinn) tvo höfuðleik- endur sína, þá Árna Eiríksson verzlunar- mann og Jón Jónsson sagnfræðing, og er það afarmikill hnekkir fyrir félagið. En meðan það er ekki fært um að borga við- unanlega helztu leikendum sínum, þá er ekki von, að þeir geti unað við það til lengdar. Til þess að hæfur leikendaflokk- ur geti haldizt hér saman og leikmennt orðið í nokkru lagi, þarf að sameina alla beztu leikkrapta bæjarins, svo að þeir bregðist ekki, þá er mest á ríður. En það er ekki unnt nema með því, að leikend- urnir fái betri kjör, en þeir hafa átt við að búa hingað til. Að finna ráð til þess er ekki að eins þýðingarmikið fyrir höf- uðstaðinn, heldur fyrir allt landið í heild sinni. Það er hálfvesaldarlegt fyrir borg með 7000 lbúum, að hafa ekkert annað til sýnis en lítilsháttar, efnislitla gaman- leiki, lélega leikna. Það er ekki von, að 2—3 góðir leikendur haldist til lengdar við í félagi, sem verður að hafa viðvan- inga að mestu til uppfyllingar. Kraptar félagsins lamast algerlega við það. Þess skal getið, að í leik þessum, er nú var leikinn, var millibilið milli 2. og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.