Þjóðólfur - 28.11.1902, Blaðsíða 3
3. þáttar óhæfilega langt (um */2 kl.st.).
Áhorfendum leiðist það og það spillir fyr-
ir leiknum.
Kosningalagafrumvarpinu
(leynilegum kosningum) hefur verið synj-
að staðfestingar af kontingi 6. þ. m.
samkvæmt tillögum ráðberrans. Þykir
honum ýmislegt athugavert ( frumvarpinu,
en sérstaklega 3 atriði, er hann telur
koma 1 bága við 17. og 18. gr. stjórnar-
skrárinnar. og geri frv. óhæft til staðfest-
ingar. x. Ákvæðið í 5. gr. um kosningar-
rétt manns þótt hann hafi verið heimilis-
fastur í kjördæminu skemur en eitt ár.
Þetta á að koma í bága við 17. gr. stj.skrár-
innar um að kjósandi eigi að hafa verið
heimilisfastur í kjördæminu eitt ár, þá er
kosningin fer fram. 2. Ákvæðið um 50
kr. veð þingmannsefnisins telur ráðherrann
koma í bága við 18. gr. stj.skrárinnar,
sem skilyrði fyrir kjörgengi. 3. Ákvæðið
1 59. gr. um, að sá sem verði uppvís að
því, að hafa kosið á tveim stöðum, missi
kosningarrétt við næstu kosningar, og við
itrekað brot að fullu og öllu. Þelta vill
ráðherrann láta koma í bága við 17. gr.
stj.skrárinnar, því að honum virðist þykja
vafasamt, hvort það geti kallazt æruskerð-
ing eða megi leggjast til jafns við það,
þótt maðurinn vetði sannur að þessu broti,
En allar hugleiðingar ráðherrans um þetta
efni virðist ekki vera neitt sérlega rök-
studdar. En svo er hann svo »náð-
ugur« að gefa í skyn, að stjórnin muni
leggja fyiir næsta þing frumvarp um leyni-
legar kosningar og nýja kjördæmaskipt-
ingu, að öllu verulegu' sniðið eptir alþing-
isfrumvarpinu, og má þá vænta, að það
verði gallalítið. Það er optast svo, þegar
um þýðingarmikil lög er að ræða, sem
stjórnin hefur ekki fjallað um, að hún
neitar þeim staðfestingar, en þá vinnst
það þó opt um leið, að hún kernur með
það frá sjalfri sér fyrir næsta þing hér
ttm bil í sömu mynd, sem það var í.
Almennt mttnu menn una illa úrslitum
þessa máls hjá stjórninni, máls, sem þing-
ið einhuga samþykkti. En svo mikið er
vlst, að uin þessi úrslit verður hvorki
kennt neinum þingflokki eða einstökum
mönnum. Og að því er ráða má af bréfi
ráðherrans, er vér höfum fengið lauslega
að líta á, er svo að sjá, sem landshöfð-
ingi hafi ekki ráðið frá því, að löginyrðu
staðfest, enda þótt hann teldi upp ýmsa
agnúa á frumvarpinu. En það sést betur,
þá er bréf landshöfðingjans til stjórnar-
innar verður birt í B.-deild Stj.tíðindanna.
Um synjunarástæður ráðherrans o. fl.
þessu máli viðvíkjandi, tViun síðar verða
ástæða til að ræða frekar.
Hlutafélagsbankinn.
Ráðherrann hefur 5. þ. m. gefið út leyf-
isbréf fyrir þá Arntzen og Warburg til
hlutafélagsbankastofnunar hér á landi,
samkvæmt lögum 7. júnl þ. á. Efleyfis-
hafendur nota ekki leyfi þetta (stofna
bankann) fyrir 30. sept. 1903 er ráðaneyt-
inu heimilt að fela stofnun bankans öðru
félagi, sem kynni^ að vera fært um að
fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru í
bankalögunum frá .7. júní. — En þeir
Warburg munu vera einráðnir í að nota
sér leyfið. Að minnsta kosti er ekki ann-
að látið í veðri vaka.
Hafa þeir sent hingað áskorun til Is-
lendinga að skrifa sig fyrir hiutum í bank-
anum, samkv. lögunum, og er Hannes
Thorsteinson cand. jur. umboðsmaður
þeirra. Eiga menn að »skrifa« sig fyrir
hlutum hjá honum fyrir 31. marz 1903.
Eru úrslit þess máls hin æskilegustu
eptir atvikumj úr því að komið var í veg
fyrir, þótt tæpt stæði, að landsbankinn
yrði lagður niður. Það var aðalatriðið,
sem mestu skipti.
Ný lög frá síðasta alþingi, staðfest af
konungi 6. þ. m.
1. Sóttvarnarlög.
2. Um kjörgengi kvenna.
3. Breyting á lögum um kosningar til
alþingis 14. sept. 1877. (Skipting Isa-
fjarðarsýslu).
4. Um að selja salt eptir vikt.
5. Um heimild til að selja hluta af Arn-
arhólslóð.
6. Helmingsuppgjöf eptirstöðva af láni
til brúargerðar á Ölfusá.
7. Um brúargerð á Jökulsá í Axarfirði.
8. Löggilding verzlunarstaðar á Flatey
við Skjálfanda.
9. Löggilding verzlunarstaðar við Járn-
gerðarstaðarvík.
10. Löggilding verzlunarstaðar við Óshöfn
við Héraðsflóa.
I£I
Póstskipið „Laura“
kom hingað frá Höfn í gærmorgun.
Farþegar með því voru Einar Benedikts-
son málafærslumaðnr, M. Lund lyfsali,
kaupm, Valdimar Ottesen, Gunnlaugur
Sigurðsson múrari o. fl.
Von er nú bráðlega á aukaskipi »Morsö«
er kemur með vörur þær, er »Laura« gat
ekki tekið. Það lagði af stað frá Höfn
degi síðar en »Laura«. En sameinaða
gufuskipafélagið ætlar séint að sinna þeirri
almennu kröfu, að skipin séu ekki send
svona hvort 1 hælana á öðru, en svo eng-
ar skipaferðir 2 mánuði ársins samfleytt
að vetrinum til, og um i'/j mánuð að
haustinu. Slíkt fyrirkomulag er alveg ó-
hafandi.
Dáin
er 24. þ. m. að Bráðræði á Akranesi
húsfrú Rósa Pétursdóttir, hátt á
sjötugsaldri. Hún var dóttir hins háaldr-
aða sæmdarmanns O. P. Ottesens dbrm.
á Ytra-Hólmi, sem enn er á lífi, hartnær
níræður. Var hún gipt Jóni Oddssyni frá
Langey Ormssonar, af hinni tjölmennu
Ormsætt vestra og er dóttir þeirra Guðný
gipt í Reykjavfk. Rósa beit. var mynd-
arkona og vel að sér ger.
Kappskák.
Taflfélag Isiendinga í Kaupmanna-
höfn þreytti skáktafl I. þ. m. við „Han-
delsforeningen af 5. Juni’s' Skakklub"
og vann sigur. Tefldu 8 af hvorum;
unnu íslendingar 5 töfl, töpuðu 2, en
1 varð jafntefli. Þessir tefldu af hálfu
íslendinga: Ásgeir Torfason, Eðvald
Möller, Einar Jónasson,Jón ísleifsson,
Karl Einarsson, Lárus Fjeldsteð, Pétur
Bogason og Þorkell Þorkelsson. Síðar
í vetur ætla félög þessi að reyna apt-
ur með sér.
Prima leður og skinn býð eg
skósmiðum og söðlasmiðum með lægsta
verði gegn kontant borgun eða gegn ept-
irkröfu. 2% Rabat. Leðursali hinna stærri
kaupenda á Islandi og f Danmörku.
CARL FLACH.
Aarhus. Danmörku.
J^RÚICUÐ FRÍMERKI
frá íslandi eru keypt háu verði. Verð-
listi ókeypis.
N. S. NEDERGAARD.
Skive — Danmark.
MEÐ s/s „Laura,, hefi eg fengið
í dag mikið af
Ofnum og Eldavélum
ásamt RÖRUM m. m.
Vörurnar seljast fyrir innkaupsverð, að
viðbættri frakt.
Reykjavík 27/n 1902.
Kristján Þorgrlmsson.
V o 11 o r ð .
Undirrituð hefur um mörg ár þjáðst
af taugaveiklun, höfuðverk,
svefnleysi og öðrum skyldum sjúk-
dómum ; hef eg leitað margra lækna
og notað ýms meðul, en allt árang-
urslaust. Loksin sfór eg að reyna hinn
ekta Kína-lífs-elixír frá Valdemar Pet-
ersen í Frederikshöfn og varð eg þá
þegar vör svo mikils bata, að eg er
sannfærð um, að þetta er hið eina lyf,
sem á við þesskonar sjúkleika.
Mýrarhúsum 27. jan. 1902.
Signý Ólafsdóttir.
*
* *
Ofannefndur=júklingur, sem að minni
vitund er mjög heilsutæp, hefur að
minni hyggju fengið þá heilsubót,
sem nú er farið að brydda á hjá
henni, að eins með því að nota Kina-
lífs-elixfr hr. Valdemars Petersen.
Öll önnur læknishjálp og læknislyf hafa
reynzt árangurslaus.
Reykjavík 18. jan. 1902.
Lárus Pálsson.
prakt. læknir.
K.ÍNA-LIFS-EL1XÍRINN fæsthjá flestum
kattpmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kfna-lífs-elixfr, eru kaupendur beðnir
v.p.
að lfta vel eptir því, að -p— standi á fiösk-
unurn 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kfnverji
með glas í hendi, og firmanafnið VValde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hartnes Þorsteinsson, cand. tkeoí.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
68
„Hvernig gat þetta fariQ svona fyrir þér Þorsteinnf" spurði hin aldr-
aða móðir hans.
Þorsteinn svaraði engu, leit ekki á hana, en lá grafkyr og var að
nöldra eitthvað við sjálfan sig um Svía og Svfa. Móðirin andvarpaði
og þurkaði tár af augum sér. Presturinn kom aptur, og ætlaði að fara
að tala alvarlega um fyrir honum, en Þorsteinn leit ekki við honum frem-
ur en ketti og svaraði honum engu orði. Fjóra daga lá Þorsteinn þann-
ig, en fimmta daginn heyrði móðir hans eittlivert þrusk inni í herbergi
hans, og þá er hún gætti að, hafði Þorsteinn velt sér ofan úr rúminu og
stóð uppréttur á gólfinu.
„Láttu mig fá buxurnar mínar", mælti Þorsteinn stuttur í spuna.
Móðirin sló saman höndunum og starði á hann öldungis forviða.
„Guð varðveiti mig! Hvert ætlarðu f" mælti hún öldungis utan við sig.
„Fáðu mér buxurnar, segi eg“. svaraði Þorsteinn. Og honum voru
fengnar þær.
„Er Svíinn þar sem hann var síðast?" spurði hann, meðan hann
var að girða sig.
„Já, ekki veit eg betur. Þú ætlar þó víst ekki að geta honum
neitt illtf"
„Er eg líklegur til þess að geta gert nokkrum manni mein, gamall,
fúinn skíðgarður, eins og eg er núf Það er úti um Þorstein nú, móðir góð“ I
„Guð minn góðurl Hvað skyldi læknirinn segjaf" sagði móðirin
„Læknirinnl Eg er minn eiginn læknir og ræð sjálfur gerðum mínum".
„En þú veizt, að þú áttir að liggja í rúminu að minnsta kosti vikutfma".
„Komdu og kipptu skóm á fætur mér mamma, en stattu ekki þarna
og gláptu", svaraði Þorsteinn.
Móðirin gerði það og Þorsteinn hélt sér við rúmstokkinn, en þá er
hún hafði bundið skóþvengina, hné hann niður á stólinn. Móðirin horfði
óttafull á hann.
„Eg skal fara og sækja hann ívar og hann Ásmund til að leiða
þig", mælti hún.
Þorsteinn sat kyr um hríð, sagði ekkert, en beit á jaxlinn og hélt
65
þorði að æmta né skræmta. Meðan hnefarnir dugðu hélt Þorsteinn sér
uppi. Sveitungarnir vildu gjarnan vera f vinfengi við hann, því að þeim
var það hentast, en kæmi einhver ókunnur maður í sveitina, höfðu þeir
skemmtun af að spana Þorstein upp gegn honum, því að það draup þó
jafnan dálítið á þá af heiðrinum, þá er Þorsteinn hafði endaskipti á karli,
eins og hálmvisk væri í höndum hans. Þorstéinn var einnig orðinn víða
kunnur, og menn komu langar leiðir til að sjá hann og takast á við hann,
en allir fóru þeir halloka fyrir honum. Þorsteinn þóttist nú sannfærður
um, að hann væri mesta hraustmennið í Noregi, en félli hann, þá vissi
hann að úti var um allt. Þessvegna hélt hann stöðugt uppteknum hætti,
sótti markaðssamkomur hingað og þangað, veðjaði við menn og átti 1
ryskingum. Þetta var lífsstarf hans. Hann var nú að vísu orðinn nokkru
bognari í bakinu en fyr, og fæturnir nokkru stirðari og þunglamalegri,
en fullt afl hafði hann samt enn, eða þvf sem næst. Eins og sumir eiga
ættatölur, er þeir geyma vandlega og eru hreyknir af, eins hélt Þorsteinn
nákvæma skrá yfir alla, sem hann hafði jarðvarpað, og hafði ekki yndi
annað meira, en að segja frá öllum erjum sfnum og öllu því hrósi, sem
hann hafði fengið. Þannig liðu tímar, unz Þorsteinn var kominn undir
fimmtugt. Þá var það einhverju sinni, að ungur Svíi kom þar í sveitina.
Hann var á að gizka rúmlega tvftugur, seldi kramvöru, en leitaði sér þó
atvinnu, þar sem hana var að fá, og ætlaði sér að dvelja þar í sveitinni
nokkra daga.
Það var sagt, að hann væri heljarmenni að burðum, og hafði farið
mikið orð af honum löngu áður en hann kom. Hann var ekki hár vexti,
fremur lágvaxinn og þrekinn, leit burðalega út og var bæði fimur og
fjörmikill.
Ólafur sá um, að Þorsteinn fengi vitneskju um þarvist Svíans, og
eitt kveld um sumarið, er Svíinn sat úti á túni með öðrum ungum pilt-
um og skemmti sér við öldrykkju, kom^Þorsteinn þar að þeim skyndi-
lega. Það varð brátt þögn í hópnum.
„Gott kveld", sagði Þorsteinn og yppti í hattinn.
„Gott kveld sömuleiðis", sögðu hinir.