Þjóðólfur - 19.12.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.12.1902, Blaðsíða 3
203 sem „gainli rauður“ glotti bara og virði að vettugi slíkar aðíarir raannanna. Eld- tryggur járnskápur er stóð í skrifstofunni og geymdi bækur og peninga verzlunar- innar, náðist snemma úr eldinu, eptir að húsið var fallið, en eigi reyndist ha nn bet ur en svo, að peningarnir eyðilögðust og bækumar urðu nær því alveg ónýtar. Ein- stakir menn biðu mikið eignatjón bæði verzlunarstjórinn, verzlunarmaður Bjarni Benediktsson, er missti aleigu sína og ennfremur ýrnsir einstakir menn, er áttu vörur og ýms áhöld geymd í húsunum. Matvörum þeim er björguðust, er komið fyrir í húsum kaupfélags Þingeyinga, en Jauslegum skúr slegið utan um saltið, sem óskemmt er. Verzlunarstjóri Stefán Guð- johnsen ráðgerir að sigla nreð næstu ferð „Egils" snemma ( næsta mánuði, og má að lokum geta þess verzluninni og hinum unga verzlunarstjóra til lofs, að matvöru- birgðir þær, er björguðust, munu eigi miklum mun rninni, en verzlunin hefur haft að undanförnu, og mætti gizka á, að slík- ar væru eigi margar verzlanirnar á Norð- urlandi, er birgðu sig svo vel á haustnótt- um, sem verzlun Örum & Wulffs. Að því er ahnenning snertir, er þá útlitið eigi heldur svo næsta ískyggilegt. BarOastrandarsýslu (Patreksf.) 27. nóv. [Veðurátta — Skemmdir af ofviðri — Fiskafli — Botn- verptar — Onóg strandgæzla — Kirkjubygging á Vatn- eyri — Söngmannaskortur — Pólitík — Þingmannsefui). Veðurátta hefur verið hér mjög stirð, síðan veturinn byrjaði, sífelldir stormar og kaföld. Þó yfirgnæfði suðvestan veðrið nóttina milli 14. og 15. þ. m. Þá var líka geysistórt flóð, svo sjór féll uppundirhús; sumstaðar fuku bátar. Á Bíldudal er sagt, að fokið hafi 14 bátar og 2 í Tálknafirði. Hér urðu engar skemmdir, sem teljandi sé, helzt lítilsháttar á bátum og bryggjum. Nú síðustu undanfarna daga, hefur verið þíðviðri og blfða, svo nú er að mestu leyti leystur allur sá snjór, sem kom í hretinu, þegar „Skálholt" var á ferðinni. Fiskafli var hér dágóður um tíma í haust, og hefði líklega verið til þessa tíma, ef ensku botnverpingarnir hefðu ekki eyði- lagt 'nann. Þeir hafa verið hér í flóanum 1 allt haust; svo þegar þeir voru búnir að eyðileggja allt utan til í firðinum, þá færðu þeir sig upp á skaptið, „trolluðu" hér inn eptir öllum firðs, og það næstum inn und- ir botn. Aldrei finnur maður sárara til þess, hve lítilmagna vér erum sem þjóð- félag, heldur en þegar vér sjáum þessa ensku yfirgangsseggi brjóta hér landslög, og taka björgina frá oss rétt undir bæjar- veggnum, fyrir augunum á yfirvöldunum, án þess að hægt sé, að hafa hendur í hári þeirra. Það er alltaf að verða deginum Ijósara, hve ónógt þetta eina „varðskip" er, því þessir ensku ræningjar liggja inni í fjarð- armynnunum, óáreittir haust eptir haust, rífa hér upp ógrynni fiskjar, en vér fáum varla málsverð, þótt vér höfum beztu beitu. Það er líka fullljóst, að meðan þetta eina „varðskip" hagar ferðum sínum, eins og það hefur gert hingað til, þá höfum vér Vestfirðingar lítil not af því, því þá sjald- an það sézt hér á ferð, þá er það helzt framan af sumrinu, en um þann tíma er hér sjaldan mikið af botnverpingum, því fiskur er þá vanalega ekki genginn inn á firðina, en úti fyrir fjörðunum geta botn- verpingar ekki veitt sökum botnlagsins. Aptur á móti seinni part sumars og á haustin, eru flestir firðir fullir af fiski, og þá er líka fullt hér af botnverpingum. Þá geta þeir líka verið óhultir, því þá kemur „varðskipið" hingað aldrei, því þá er það farið til Austfjarða, og þeir vita, að þaðan fer það ekki að koma til að ónáða þá. Það mundi víst borga sig vel, þótt „varð- skipið" skytist hingað vestur fyrir landið, svo sem tvisvar eða þrisvar á tímabilinu, frá miðjum septerober til miðs nóvember- mánaðar. I það minnsta væri jafngott, þótt því væri bent á það. í fyrra haust var hér allmikið talað um, að koma upp nýrri kirkju hér á Eyrum, sem ekki sýndist heldur óþarft, því að sækja kirkju til Sauðlauksdals er lítt gerandi. Þá var safnað frjálsum samskotum, og gekkst sóknarpresturinn rnest fyrir því, og heyrði eg sagt, að hann hefði látið vel yfir undirtektum fólks í því efni, og að menn hér á Eyrum muni hafa skrifað sig fyrir rúmum ioookrónum, og má það gott heita af ekki fólksfleira plássi, líklega nálægt 300 manns. Síðan í fyrra sumarhefur ekki heyrzt minnst á þessa fyrirhuguðu kirkju, nema í sumar á safnaðarfundi í Sauðlauks- dal. Þá var talað um sóknarskipting; svo voru kosnir 3 menn, sem þeir kölluðu „byggingarnefndhinnarfyrirhuguðukirkju", Það er víst óhætt að segja, að það hef- ur verið ráð í tíma tekið að kjósa bygg- ingarnefndina, þvf ekki hefur heyrzt að nokkuð væri farið að viða að kirkjunni enn þá. Svo heyrði eg sagt í sumar, að verið væri að leita samskota handa kirkjunni, meðal ýmsra skipamanna, en um árangur af því hef eg ekkert heyrt enn. Ekki hef- ur áhuginn verið svo mikill hjá þeim, sem mest hafa talað um þessa kirkjubyggingu, að þeim hafi dottið í hug, að stofna til tombólu fyrir hana, sem þó mun víðast gert, þegar um eitthvert fjárspursmál er að ræða. Það mun líka óhætt að fullyrða það, að það mundi margur bæði utanhér- aðs og innan, gefa með glöðu geði ýmsa muni til tombólu handa hinni tilvonandi Eyrarkirkju. Það eru líka mikil Kkindi til þess, að menn gætu búizt við góðum ár- angri af tombólu, væri hún haldin um það leyti, sem fiskiskipin hætta veiðum, því þá er opt margt um manninn hér, en margur svo lyndur, að hann sér ekki ept- ir nokkrum aurum, þegar það væri til jafn nauðsynlegs fyrirtækis. Það er vonandi, að það verði hugsað um það næsta sumar að halda tombólu handa kirkjunni, því varla mun ofmikið komið af peningum. Þegar maður hugsar um hina tilvonandi kirkju, þá hlýtur manni ósjálfrátt að detta í hug, hverjir skuli nú syngja í henni, þegar hún kemst upp. Þvl eins og nú er ástatt hér, þá heitir varla, að hér sé nokk- ur, sem byrjað geti sálmalag, hvað þá heldur kennt söng. Það væri því öldung- is nauðsynlegt, að skólanefndin hlutaðist til um, að hingað væri fenginn maður, sem gæti kennt söng, hann ætti jafnframt að vera. barnakennari, því þótt barnauppfræð- ing sé hér í góðu lagi, og þeir kennarar, sem hafa verið, hafi marga góða kennara- hæfilegleika, vantar samt mikið, þar eð hvorugur hefur getað veitt unglingum nokkra tilsögn í söng. Á pólitík er hér nú ekki minnst fremur en hún væri ekki til, og er það einna líkast því, sem öllum standi á sama um hana, en það getur þó varla verið. Ekki heyrist annað, en allir séu ánægðir með gerðir aukaþingsins í sumar; mun því lík- lega ekki mikið hugsað um, að skipta um þingmann, enda þótt mörgum þyki gamli þingmaðurinn okkar atkvæðalítill. Þó mun framkoma hans á þingi allajafna hafa verið óaðfinnanleg. En eg álít nú, að það sé lítil ástæða fyrir oss, að vera að halda í séra Sigurð einungis af göml- um vana, því annað get eg ekki álitið það vera, þar eð vér eigurn ýmsa í leikmanna- röð, sem vel væru fallnir til þingmanns; einn þeirra er Ingóliur kennari Kristjáns- son á Vatneyri. Hann er vel skynsamur maður, og rétt vel máli fafinn,1 og mun vera nokkuð meiningarfastur, ef því er að skipta, einnig er hann frjálslyndur og ann heimastjórn. Ekki veit eg, hvort hann býð- ur sig fram til þingmennsku næsta ár, en trúlegt þykir, að hann gefi kost á sér, ef á hann er skorað og það ættum vér að gera, þvl nógmunverða af embættismönn- um á þinginu, þótt einn gangi úr skaptinu. Það* sýnist nú líka tími til kominn fyrir þetta kjördæmi, að fylgjast með hinum í því, að velja þingmenn sína af bændastétt- inni og hætta við prófastana. Bxm. Svar til Þ. E. Þorsteinn minn skáldi hefur orðið vond- ur og það til muna, út af því sem eg sagði um kvæðið hans í Þjóðólfi. Svona geng- ur það. Sannleikanum verða menn sár- reiðastir. Svo fer Helgi Pétursson að hugga hann í Isafold, og toga upp á honurri eyrun, sem voru farin að lafa til muna. En að sá maður skuli nokkurn tírna minnast á skáld- skap, svo nokkur heyri I Þorsteinn lætur sina aflvana reiði koma niður á einhverri „vinnukonu", líklega fremur af þvl að hann hættir sér síður í karlmannahendur, en hinu, að honum sé orðið tamara að fást við kvennfólk. Ham- ingjan hjálpi honum ef það væri vinnukona sem hann ætti við, því varla mun sú nokk- ur vinnukona hér í bænum, sem eg get hugsað að hann stæði snúning. Þá er sóm- inn meiri að fara halloka fyrir Hreggviði gamla. Annars væri vert að minna skáld- ið á, að tala virðulega um vinnukonurnar, því þær eru yfirleittallteins virðingarverð- ar og hann. Það er annars von þó Þorsteini sé sárt um kvæðið. Það er eitt af því fáa, sem frá honum hefur sézt f öll þessi ár, sem hann hefur því nær verið „tilproppaður". Það gefur manni í skyn hvað undir tapp- anum býr, Nú er farið að „ólga upp með"; hver má vita hver undur birtast, þegar tappinn fer alveg úr honum, sem nú má fara að búast við. Þar verður líklega eitt- hvað fyrir jarðfrœditiginn til að rannsaka. Allt af sér þó á, að Þorsteínn er lærður maður I Hann getur brugðið fyrir sig „logik" þegar svoberuudir! At því „svunturnar" sem eru sýnilegar, geta verið „ljómandi", þá hljóta „filjómarnir", sem eru ósýnilegir, að geta „glampað“\ — „Herra viðtini", seg- ir hann síðan. Smekklegt og líklega rétt! Honum hlýtur að vera það allra manna kunnugast, hvoru kyninu sá vanskapnaður likist fremurl Seinast kastar hann að mér skolli mikl- um leirhnaus, — en hittir ekki. Þó hann segi eitthvað hér á eptir, má búast við, að það verði harla „þunnt". Eg verð kannske ekki dauður þegar „tappinn" fer úr honum. Að eins stutta kveðju: „Syngdunú,Þorsteinn, þinn Björnsonarbrag og brýndu nú gogginn og róminn, því kannske hér syðra einn sólbjartan dag vér sjáum þá „glampa“ á „hljóminn". Þú lafir þó einn með þeim öptustu’ í för, sem „aflið“ sér finna „í höndum" og láta’ ekki stöðvast „hinn leiptrandi hjör unz Loki er hjjggvinn úr böndumV‘ Og þá heitir félagið líklega einhverntíma „Þorsteinn & Loki“, „passar"------! Þetta er seinasta orðið til Þorsteins fyrst um sinn frá hans einlægum Hreggviði. Húsbruni. Hinn 13. f. m. brann til kaldra kola í- búðarhús Einars smikkara Bjarnasonar á Isafirði og varð nær engu bjargað úr því, en fólkið,'(sem bjó í húsinu, kornst með naumindum úr eldinum, sumt fáklætt, þvf að það var flest háttað, er eldsins varð vart, en hann gaus fyrst upp í norðurenda hússins, þar sem útgefandi „Vestra" Kr. H. Jónsson hafði skrifstofu sína, og missti hann þar bækur, húsgögn, fatnað o. fl., er var óvátryggt. Aðrir leigjendur í húsinu misstu og aleigu sína að kalla mátti, og var þegar byrjað á samskotum á Isafirði handa þeim. Hefðu slökkvitól ekki verið við hendina er fullyrt, að stórbruni hefði orðið úr þessu. Um upptök eldsins vita menn ekkert. Húsið var vátryggt fyrir 7000 kr. og innanhúsmunir hússeiganda fyrir 3000 kr. — Um hinn mikla bruna á Húsa- vfk vfsast til ítarlegrar skýrslu hér á öðr- um stað í blaðinu. Brúin á Héraðsvötnum fauk í ofsaveðrinu 14. —15. f. m., og liggur hún þar á ísnum eða í vötnunum, en ekki hefur frétzt um, hve mikið hún hefur skemmzt. — I sama veðri fauk brú á Sæmundará á Vatnsskarði. Drukknun. Hinn 30. okt. drukknaði á Eyjafirði fram undan Höfðahverfi Jón Pdlsson frá Hóli, en 3 mönnum öðrum, er með honum voru á bátnum varð bjargað, meðfram vegna þess, að þeir gátu haldið sér um stund uppi á sundi, en Jón einn var ósyndur. Sýnir þetta dæmi meðal annars, hversu sundkunnátta getur komið að góðu liði, þá er lífsháska á sjó ber að höndum og hjálp er nærri. Hvalveiðabann. Allmikil hreyfing er vöknuð á Norður- og Austurlandi til að banna algerlega eða að minnsta kosti takmarka hvalveiðar hér við land. Eptir fundarboði frá Skapta ritstj. Jósepssyni, er kom með „Mjölnir" til Ak- ureyrar, var haldinn þar almennur fundur um rnálið 18. f. m. Varþarkosin 3 manna nefnd til að koma fram með ákveðnar til- lögur í því. Lagði sú nefnd þær tillögur fram á almennum fundi viku síðar, og voru þær svo látandi: „Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja lög, er algerlega banna hvalveiða- mönnum að flytja hvali hingað til lands eða í landhelgi. 7il vara skorar fundurinn á alþingi að leggja 500 kr. gjald á hvern hval, er hval- veiðamenn flytja til lands. Aðaltillagan samþykkt með svo að segja öllum atkvæðum og varatillagan sömuleiðis. Mannalát. Hin 13. f. m. andaðist á Akureyri Stef anía Stefdnsdóttir (prests að Hálsi í Fnjóska- dal Ámasonar) systir Stefáns alþm. í Fagra- skógi, en ekkja Magnúsar Baldvinssonar timburmanns á Kamphóli í Arnarneshrepp, 56 ára gömul, merk kona og velmetin. Einka- dóttir þeirra hjóna er Guðrún kona Bjarna skipasmiðsEinarssonar á Akureyri. Hinn 23. f. m. andaðist Ol'óf Sigtryggs- dóttir kona séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Þóroddstað í Kinn, vel raenntuð kona og vel látin. Hinn 24. f. m. andaðist Jóhann Berg- vinsson í Garðsvík á Svalbarðsströnd, greindur maður og fróður um margt. Hann hafði lengi búið myndarbúi á Gautsstöðum. „Gjallarhorn" heitir nýtt hálfsmánaðarblað, er byrjað er að koma út á Akureyri. Á helzt að ræða málefni Akureyrarbæjar o. fl. Utgefendur Bernhard Laxdal og Jóns Stefánsson verzl- unarmaður. Bindindis-málfundur mjög fjölmennur var haldinn 1 Iðnaðar- mannahúsinu 15. þ. m. Fundarstjórí Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri. Málshefjandi Haraldur Nfelssop cand. theol. Varhann mest hlynntur vínsölubanni, og í sama strenginn tók Guðm. Björnsson héraðs- læknir, en stórtemplarinn (I. E.) vildi hafa algert aðflutningsbann. Tveir af vínsölu- kaupmönnum bæjarins (B. H. Bjarnason og D. Thomsen) andæfðu aðflutnings- oe vfnsölubanni. Loks var samþykkt með öllum þorra atkvæða svolátandi ályktun: „Fundurinn tjáir sig því meðmæltan, að aðflutningsbann sé leitt í lög jafnskjótt sem fyrir því er fengið fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar". ^RÚKUÐ FRÍMERKI frá Islandi eru keypt háu verði. Verð- listi ókeypis. N. S. NED ERGAARD. Skive — Danmark.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.