Þjóðólfur - 23.12.1902, Síða 1

Þjóðólfur - 23.12.1902, Síða 1
54. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 23. desember 1902. Jú 52. JfuóJadl jfúí/iýaÁMv Bæjarstjórnarkosningar. Eins og bæjarbúum er kunnugt, eiga að fara fram kosningar á 9 fnlltrum í bæjar- sjjómina nú eptir nýárif). Nii eru bæjar fulltrúarnir alls 9, og eiga 5 þeirra að fara frá: Halldór Jónsson, Jón Jensson, Magn- ús Benjamínsson, Ólafur Olafsson og Tryggvi tiunnarsson, en 4 verða kyrrir: Guðm. Björnsson héraðslæknir, Sighvatur Bjarnason bankabókari, Sigurður Tborodd- sen verkfræðingur og Þórhallur Bjarnar- son lektor. Auk þessara 5, er frá fara, á ennfremur að kjósa 4 nýja fulltrúa, sam- kvæmt nýrri samþykkt bæjarstjórnar og skipa hana þá 13 manns eptirleiðis auk formanns (bæjarfógeta). — Þetta er því fyrsta skipti, sem Reykjavíkurbær á að velja 9 bæjarfulltrúa í senn, (7 af almenn- um gjaldendaflokki, en 2 af hærri gjald- endum) alla til 6 árá. Það er því eðlilegt, að nokkur hreyfing sé f bænum um þess- ar mundir og ýmsar bollaleggingar um kandídatana, þvf að það skiptir miklu fyrir bæinn, að valið á þessum mönnum, er eiga að stjórna rpálefnum bæjarins næstu ó ár takist heppilega, og lendi ekki á ein- hverjum gaurum, sem vísari væru að gera ógagn en nokkurt gagn. Meðal ýmsra meiri háttar félaga hér í bænum, hefur nú um hríð verið allmikill undirbúningur undir þessar kosningar og kandídata uppástungur. En ekkert félag í bænum hefur samþykkt „lista“ þann, er blaðið „Isafqld" birtir 20. þ. m., og segir að saminn sé á ráðstefnu(!) meðal „all- margra borgara bæjarins af ýtnsum stétt- um og atvinnuflokkum, ogúrýmsum helztu félögum úr bænum". Þetta eru blaðsins óbreytt orð. Það hlýtur að vera ‘ eitthvert pukursfélag og fámennt mjög, er sarnið hefur þessa skrá, enda er það haft eptir einum, sem kunn- ugt var um samning hennar, að Isafoldar- maðurinn hefði hóað saman 4—5 göml- um og reyndum þingkosningasmölum, og þeir hefðu komið sér saman um „skrána", er birta skyldi sem allsherjar samkomulags- forskript „margra bæjarbúa úr ýmsum áttum og af ýmsum stéttum", það liti svo laglega og „trúverðuglega" út, og allmargir kynnu að bíta á krókinn. En jafnframt voru blaðinu lögð þau'heilræði, að það skyldi varast að brenna sig á boðhættinum: Þú skalt (velja þessa), eins og það hefur svo opt flaskað á fyrrum. Það er að eins á síðustu árum, sem það hefur lagt niður húsbóndatóninn gagnvart bæjarbúum, og hefur Þjóðólfur átt dálítinn þátt í því, að venja það á að taka ekki tóninn ofhátt, til þess að rifna ekki. Svo má lengi læra sem lifir. Nú er gallinn sá við þessa nýju „skrá- setningu" blaðsins, að hún er samsuða örfárra manna, og hefur því ekki neinn styrk eða stuðning hjá neinu einstöku fé- lagi, að minnsta kosti ékki meiri hluti þeirra manna, sem á þeirri skrá eru. Þar eru að eins 2 af 9, sem menn munu almennt hafa hugsað sér að kjósa, þeir Halldór Jónsson bankagjaldkeri og Jón Magnússon landritari. Á fundi Framfarafélagsins, einhvers fjöl- mennasta félagsins hér í bænum, var rqstt um kosningar þessar í fyrra kveld, og gengið til atkvæða um einstök fulltrúaefni, og fengti þessir flest atkvæði (taldir eptir stafrofsröð): 1. Gunnlaugur Pétursson, fátækrafulltrúi. 2. Halldór Jónsson bankagjaldkeri, (nú í bæjarstjórninni). 3. Hannes Hafliðason skipstjóri. 4. Jón Brynjólfsson skósmiður. 5. Jón Jakobsson bókavörður. 6. Jón Magnússon landritari. 7. Magnús Blöndal snikkari. 8. Pétur Hjaltested úrsmiður. 9. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri (nú í bæjarstj.). Er ekki ósennilegt, að fleiri félög hall- ist að þessum lista eindregið, og sum hafa þegar gert það, að því erýmsaþessa menn snertir, sem allir virðast vera frem- ur álitlegir. En auðvitað er enn ekki ráðið, hvort Framfarafélagið heldur hóp um þessa menn alla, þótt sennilegtsé að svo verði. Og það blandast víst engum hugur um, að þessi „listi" er skynsamlegri og betur „samsettur" en Isafoldarskráin, er sleppir t. d. Tr. Gunnarssyni alveg, en tekur t. d. Kristján Jónsson yfirdómara [sá ætti erindi í bæjarstjórn!] og aðra af hans sauðahúsi. Hugmyndin hjá Framfarafélaginu mun vera sú, að Halldór Jónsson og Jón Magn- ússon séu valdir af hærri gjaldendaflokki, en hinir 7, er taldir voru, af hinum al- mennu gjaldendum. En ekki mun samt fullráðið enn, hvernig því verður skipt. Til að endurskoða bæjarreikningana næstu 6 ár, munu menn helzt hafa auga- stað á Gunnari Einarssyni kaupmanni og samsetning vökva þess, er eldinn slekkur er auðvitað leyndarmál uppgötvarans. Á- haldið mun kosta 35 krónur. Er það einkum hentugt til að slökkva eld, þá er hann kemur upp í húsum inni, og ekki er orðinn mjög magnaður, því að við stóra húsbruna getur það auðvitað ekki komið að gagni, enda ofdýrt til, þess, þá er lögurinn í hverjum brúsa mun ekki vera meiri en 8—10 pottar, og getur því ekki enst lengi. En þeir, sem horfðu á, hversu fljótt tókst að slökkva við þessa sýnistilraun á Melunum, sáu að þetta var ekkert »humbug«. Hr. Thor Jensen kaup- maður mun gefa frekari upplýsingar ttm áhald þetta, er verður líklega til sölu hér. Prestkosning. Séra Ólafur Magntisson á Sandfelli var 19. þ. m. kosinn prestur að Arnarbæli með 41 atkv. Séra Einar Pálsson á Hálsi fékk 3 atkv., en séra Einar Þórðarson - Hofteigi ekkert, enda hafði því verið lýs yfir af prófasti, að hann kæmi ekki til greina við kosninguna. 88 kjósendur voru á kjörskrá, en að eins réttur helmingur (44) sóttu fundinn og greiddu atkvæði, svo að kosningin varð rétt að eins lögmæt. Prédikanip í dómkirkjunni um há- tíðirnar: Aðf d.kveld kl.6 cand. theol. B. Hjaltested Jóladag kl. 12: Dómkirkjuprestunnn. ----— 5: séra Friðrik Friðriksson., Annan jóladag: cand. theol. Sigurbj. Á. Gíslason. Sunntid. milli jóla og nýárs: Dómkirkju- presturinn. Gantlárskveld kl. 6: cand theol. Haraldur Nfelsson. Nýársdag kl. 12: Dómkirkjupresturinn. -------— 5: séra Jón Helgason. H ANGIKJOT, KzEFA, Smjör, Chr. Zimsen konsúl eða Hannesi Thor- steinson cand. jur. Hin ýrosu félög hér í bænum ættu að koma sér saman um, að láta ekki atkvæði falla mjög dreift, því að þá geta ýmsir, sem fjöldi manna er óánægður með, kom- izt að. Það verður afleiðingin af því, ef hver potar í sínu horni. Það hefur t. d. heyrzt, að Verzlunarmannafélagið, og enda Goodtemplarafélagið vildi gjarnan koma Jóni kaupmanni Þórðarsyni að í bæjar- stjórnina, og er vfst enginn efi á, að sam- komulag um það gæti fengizt við Fram- farafélagið, svo að það sleppti einhverjum af sfnum lista og tæki hann upp, gegn því að hin félögin styddu ekki þá kandídata, sem almenningur hefur ýmugusi á, og vill ekki hafa, þvf að hér skiptir mestu að sálda sem bezt úr, og komast að fastri niðurstöðu ef unnt er um það, hverjum mönnum sé bezt trúandi til að standa vel í stöðu sinni sem bæjarfulltrúar. Nýtt slökkviáhald til að slökkva eid í húsum inni, sýndi skipstjórinn á »Pervie« nokkrum bæjar- inönni)m 19, þ. m. Var kveikt í smá- spítum og hefilspónum suður á Melum, og þar í hellt steinolfu. Varðúrþví tölu- vert bál, er skipstjóri slökkti á 2 mínút- um. Slökkviáhald þetta (dálftill glerbrúsi) er þýzk uppfundning og ekki stærra en svo, að halda má á því í hendinni, en Harðfiskur, ÍÍautakjöt, ItlNDAKJÖT, Saltfiskur, Hákarl, Stfjnbítur, Cjtellur, TrOS o. fl. fæst til jólanna í verzlun Leifs Th. Þorleifssonar. Með síðustu ferð „LAURA" hef eg aptur fengið hið'góða norska MUSTADS MARGARÍN^ sem óhætt má mæla með. Gun. Elnarsson. Aðfangadagskveld jóla, 24. þ. m., verða bæjarbt éf borin út um bæinti kl. 6 e. m. í staðinn fyrir kl. 5 e. m. eins og venjulegt er. Póstmeistarinn í Rvík 23. desbr. 1902. Slgurður Briem. Álnavara mjög ódýr nýkomin í verzlun Sturlu Jónssonar. Leifs-búð, Lag: Ó blessuð vertu sumarsól. Hjá Leifi kortin ljóma ný með Iopt og sæ og fjöll og ský, með hvolpa, kisu, hýra mey og hundrað „gleym mér ei“; þau fást þar öll með afbragðs prís og Eden sjálf og Paradís í skærum Ijóma leiptra þar í litum alls konar. Hann selur himnesk hjartakort og hefur mörg með „grín“ og „sport", og Krists og Drottins dýrðlinga með djásn og purpura. Og þar fæst gull og gersimar °g góðu nýju vörurnar og allt sem gott og inndælt skín en — ekkert brennivínl Lampar mjög ódýrir fást f verzlun Sturlu Jónssonar. Skuggamyndavél, kærkomin jólagjöf, mjög snotur og all- vönduð með 60 litmyndum, auk margrahreyfanlegra mynda, fæst fyrir 20 kr. í Pósthússtræti 16. — Þar fást nú lfka hin snotru ísl. jóla- og ný- árskort, með ísl. landslagsmyndum og viðburðum. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfaratidi vottorð: Eg hef mjög ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú síðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku Króki í febrúar 1902. • Guðbjörg Guðbrandsdóttir. KÍNA-1 .IFS-EI.IXÍRINN fæsthjá flestum kauproönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel -eptirþví, að —p~ standi á flösk- unum f grænu Iakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.