Þjóðólfur - 02.01.1903, Blaðsíða 1
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 2. janúar 1903.
jýíudÁu/ó
Árið 1 902
sem nú er um garð gengið, mun jafnan
verða talið merkisár 1 sögu landsins,
einkum í pólitisku tilliti. Eptir því
sem útlitið var síðari hluta ársins 1901,
voru harla litlar llkur til, að bætt yrði
úr því glappaskoti, sem meiri hlutinn á
þinginu 1901 gerði sig sekan í, að því er
snerti afgreiðslu stjórnarskármálsins og
ölltim er kunnugt orðið. En forsjónin
hagaði því samt svo, að betur rættist úr
en áhorfðist, og í byrjun ársins, (10.
janúar), fengum vér loks loforð frá
konungi um, að kröfur vorar um innlenda
stjórn skyldu teknar til greina á þann
hátt, sem heimastjórnarflokkuriun á síðustu
tímum hefur lagt áherzlu á : að vér fengj-
um ráðherra búsettan í landinu sjálfu, og
meö því flutning æzta valdsins inn í land-
ið frá gömlu selstöðinni í Kaupmannahöfn.
Sá þjóðmálaflokkur, er áður hafði barizt
gegn ráðherrabúsetunni hér, endilega vilj-
að hafa hann búsettan í Höfn sá nú sinn
kost vænstan að taka konungsboðskapn-
um fegins hendi, en með því að þjóðin
vissi, hve miklu ofurkappi hafði verið beitt
afsumraþingmanna hálfu, til að knýjaHafn-
arstjórnarfrumvarpið frá 1901 gegnum þing-,
ið, fóru kosningarnar svo, að sá þingflokk-
ur varð f minni hluta, svo að engin tök
voru á, að samþykkja það frumvarp, og
stjórnarfrumvarpið (ráðherrabúsetufrum-
varpið) var því samþykkt f einu hljóði,
því að þótt ýrnsir væru óánægðir með
innskotsgreinina um setu ráðherrans í rfk-
isráðinu, þá var málinu svo komið, að
ekki var teflandi á tvær hættur að ónýta
það, þvert ofan í óskir þjóðarinnar, og
eiga svo víst annaðhvort: að búa langan
aldur undir hinu núverandi stjórnarástandi,
sem flestir viðurkenna lítt hafandi, eða
hrapa ofan í valtýskuna, og var hvorttveggja
harla óárennilegt og óaðgengilegt. Mundi
og þjóðin lftt hafa þakkað fulltrúum sín-
um fyrir þá frammistöðu. Hún vissi hér
um bil, að hverju hún átti að ganga, sam-
kvæmt konungsboðskapnum og greinun-
um, setn honum fylgdu 1 »Dannebrog«
og »Politiken«. Og þótt leitað hefði ver-
ið atkvæða meðal allra kosningarbærra
manna þjóðarinnar næstliðið vor um það,
hvort þeir vildu aðhyllast stjórnarfrum-
varpið óbreytt með rfkisráðsákvæðinu, eða
láta fella það burtu og eyða þannig mál-
inu að minnsta kosti um sinn, þá er eng-
inn minnsti vafi á því, að allur megin-
þorri atkvæðanna hefði orðið með því, að
taka frttmvarpinu með þessum agnúa, er
í reyndinni, í framkvæmdinni mun ekki
standa þjóðarþroska eða sjálfstæði íslend-
inga fyrir þrifum í framtfðinni. Að fá
hunnuga og að því er ætla má velviljaða,
framtakssama stjórn með ábyrgð fyrir al-
þingi, búsetta í landinu sjálfu er meira
vert en svo, að vér megum varpa því frá
oss með fyrirlitningu, af því að vér fáum
ekki vilja vorn í því atriði, sem vér aldr-
ei höfum getað ráðið neinu um, og
aldrei munu geta ráðið neinu um, hversu
fegnir sem vérvildum, meðan landið heyr-
ir til dönsku krúnunni. Og það atriði er
ríkisráðssetan, og hið ríkisréttarlega sam-
band landanna.
Þeir sem mest hallmæla síðasta þingi
fyrir gerðir þess í stjórnarskrármálinu, og
þeir munu þó vera nokkrir, ættu að
stinga hendinni í sinn eigin barm, og at-
huga, hvað þeir myndu hafa gert, ef þeir
hefðu átt að greiðautkvæði um það, hvort
þeir mundu ekki hafa gert það alveg á
sama hátt, eins ög allt þingið gerði. Vér
erum sannfærðir um, að þeir hefðu gert
það, ef ábyrgðin á forlögum málsins hefði
hvílt á þeirra herðum. Það sem harðast
var aðgöngu, Var valdboð ráðgiafans til
löggjafarþings, en það valdboð sýndi ein-
mitt, hvers vér máttum vænta f máli þessu,
sýndi áþreifanlega, að oss var bráðnauð-
synlegt, að losast við þann ráðherra sem
fyrst, hverju sem tautaði. Vér þurftum
alls ekki að vænta betn né hagkvæmara
tilboða úr þeirri átt. Og satt að segja
máttum vér þakka fyrir, að vér fengjum
ekki afsvar með allt nema valtýskuna.
Þá er allt er skynsamlega og rólega
athitgað verður ekki annað séð, en að
aukaþingið 1902 hafi gert það, sem ept-
ir atvikum var hyggilegast og málinu fyr-
ir beztu, og er því enginn vafi á því, að
þingið að sumri gerir enga breytingu á
því, heldur leggur nú smiðshöggið á það
stjórnarfyrirkomulag, sem vérmunum verða
að una við alllanga hríð að líkindum. Og
vér treystum því, að það fyrirkomulag
reynist vel, margfalt betur en það, sem
nú er.
Það er aukapingið 1902, sem la»t hefur
hymmgarsteininn undir sjdlfsforrœði íslands
d 20. öldinni.
Þetta er langmerkasti, langþýðingar-
mesti viðburður ársins, jafnhliða konungs-
boðskapnum 10. janúar. Valtýsku mörunni,
sem þjóð vora hefur troðið síðan 1897
er nú loks aflétt að mestu leyti og sjálf-
sagt að öllu leyti, ef kosningar til næsta
þings fara jafnvel eða betur úr hendi, en
þær fóru síðast. Og það er skylda þjóð-
arinnar að gæta þess, að svo verði.
Bókmenntir.
íslendinga saga eftir Boga Th. Melsteð.
Gefln út af hinn íslenska bókmenta-
fjelagi. I. bimlis 1. hepti. Khöfn 15)02.
I.
Mjer var það gleðiefni, þegar jeg sá
firsta heftið af þessu riti, sem höf. hefur
nú unnið að um allmörg ár. Hjer er
opið og ófult skarð í bókaríki voru. Vjer
Islendingar, sjálf söguþjóðin, eigum ekki
neitt rit, er reki sögu þjóðar vorrar frá
upphafi til enda, og megum vjer allir vera
þakklátir hverjum þeim manni, sem reinir
að bæta úr þessum tilfinnanlega skorti.
Af því stutta hefti, sem út er komið,
er auðvitað ekki unt að gera sjer neina
áreiðanlega hugmind um, hvernig höf.
muni takast þessi tilraun, sem hann ræðst
i firstur manna, að semja alsherjarsögu
Islendinga frá elstu tímum fram á vora
daga. Sjálfsagt má búast við, að á svo
stóru verki verði íms missmíði í firsta sinn.
Fæst af heimildarritum til sögu vorrar
hafa verið rannsökuð og borin saman
með nógu mikilli nákvæmni, enn þetta
verður að ganga á undan, áður enn unt
er að leiða út úr þeim áreiðanlega sögu
landsmanna. Höf. hefur því átt við mikla
erfiðleika að stríða, og væri ósanngjarnt
að saka hann um það, þó að hann hafi
eigi alstaðar hitt á hið rjetta. Öll frum-
smíð stendur til bóta.
Svo mikið má þó sjá á þessu firsta
hefti, að höf. hefur búið sig rækilega und-
ir sitt vandasama starf, lesið nákvæmlega
heimildarritin og rit þau sem vísindamenn
seinni tíma hafa um þau ritað. Jeg mun
first rekja stuttlega efni heftisins.
Fremst er inngangur. Er þar first
skírt frá nafninu Thule, síðan frá því, er
írar fundu ísland, þá frá upphafi víkinga-
ferðanna-, því næst segir höf. frá þeim
víkingum norrænum, sem firstir fundu
landið. Þá er alllöng grein um stjórnar-
skipun og landslíð í Noregi, áður enn Is-
land bigðist, og loks segir frá, hvernig
Haratdur hárfagri braust til ríkis í Nor-
egi. Eftir þennan inngang hverfur höf.
að hinni eiginlegu Islendinga sögu og
birjar á firsta kafla hennar, landnámsöld-
inni; í þeim kafla miðjum þrítur heftið.
Sumir hafa látið í Ijós við mig, að mest
af þessum inngangi, einkum kaflinn um
víkingaferðirnar og stjórnarskipun Noregs,
sjeu að eins málalengingar og hefðu ekki
átt að standa í sögu íslands. Þessu er
jeg ekki samdóma. Saga vor á sjer ræt-
ur fram í tímann, sjerstaklega í víkinga-
öldinni, og í hinni eldri sögu móðurlands-
ins, Noregs. Enginn getur skilið hina
elstu sögu vora til nokkurrar hlftar, nema
hann hafi grafist rækilega firir þessar
rætur, og sjerstaklega er hin elsta stjórn-
arskipun íslendinga óskiljanleg, nema
menn hafi áður kint sjer vel stjórn-
arfar það, sem landnámsmennirnir áttu
við að búa í Noregi, áður enn þeir leit-
uðu hingað. Höfundinum er því ekki
láandi, þó að hann hafi ritað alllangt mál
þessu efni til skíringar. Lítið er í þessum
kafla um sjálfstæðar rannsóknir, heldur
hefur höf. í honutn að mestu stuðst við
rannsóknir annara vísindamanna, í þætt-
inum um víkingaferðirnar mest við rann-
sóknir G. Storms, Stenstrups, Skene’s o.
fl., í þættinum um stjórnarfar Noregs helst
við ranusóknir Sars, G. Storms, Maurers,
Munchs o. fl. Enn hann hefur valið sjer
góða fulltrúa og tekið frá þeim hið helsta,
sem þarf til skíringar sögu vorri. Sumt
í þessum kafla getur verið vafasamt, enn
höf. hefur hjer farið eftir öðrum, sem hann
vitnar til, og verður honum því eigi bein-
línis gefin sök á því. Hjer er ekki rúm
til að fara mikið út í einstök atriði, enn
þó getjeg ekki bundist þess að benda á,
hve hæpið það er, áð Amhlaibh (=Aleifr,
Ólafr) sá, sem írskir telja konttng í Dyfl-
inni c. 853—871, sje sami maðurinn og
Ótafr hvíti, ættfaðir Ara fróða. Þetta
stiðst að eins við Ólafsnafnið og við einn
stað í Landnámuhandritunum Sturlubók
og Hauksbók, er segir, að Ólafr hvíti,
hafi »unnið Dyflinni á Irlandi og Dyfl-
innarskíri og gerst þar konungur ifir«.
Enn jeg mun á öðrum stað leiða rök að
því, að þessi grein sje ekki upphafleg í
Landnámu, enda ber hún það með sjer,
að hún er komin inn í Landnámu all-
löngum tíma eftir það, að Englar unnu
írland 1172, því að firir þann tfma gat
ekki verið um Dyflinnarskí ri að ræða.
í Eyrbyggju x. k. er Ólafr að eins nefnd-
ur »herkonungur«, og als ekki getið um,
að hann hafi átt rlki á Irlandi. Laxdæla
og Islendingabók Ara, sem báðar minn-
ast á Ólaf hvfta, vita ekki heldur neitt
um þetta ríki hans. Hins vegar rnælir
mjög mart á móti því, að Ólafr hvíti og
Amhlaibh sje sami maðurinn. Forfeður
Amhlaibhs eru taldir alt aðrir í írskurn
riturn enn forfeður Ólafs hvíta í íslenskum,
og ber þess að geta, að ættartala Ólafs
hvíta hlítur að vera einhver hin áreiðan-
legasta af íslenskum ættartölum, með því
að þetta er ætt Ara fróða og rakin af
Ara sjálfum. Irsk rit vita ekkert um, að
Amhlaibh hafi átt Auði djúpúðgu, dóttur
Ketils flatnefs, enn eigna honum tvær
aðrar konur vestrænar (aðra írska, hina
skoska). Um Þorstein rauð, son Ólafs
hvfta og Auðar, er ekki gétið í írskum
ritum, enn aftur segja þau, að sinir Am-
hlaibhs hafi heitið Oistin (= Eysteinn) og
Carlus (= Karl). Imsir hafa haldið, að
Oistin og Þorsteinn (rauðr) sje sami mað-
urinn, enn það nær engri átt, að Ari fróði
hafi ekki vitað rjett nafn jafnnáins forföð-
ur síns, enda telur höf. (B. M.) þetta vafa-
samt (bls. 96) og á sömu skoðun er Sars
(Udsigt over d. norske hist. I. 178. bls).
Amhlaibh er aldrei nefndur »hinn hvíti«
í írskum riturn. Islensk rit segja og, að
Ólafr hvíti hafi fallið á írlandi, enn eftir
írskum ritum eru lfkur til, að Amhlaibh
hafi fallið f Noregi í Hafursfjarðarorustu
(sjá B. M. ísl. s. bls. 48). Af því að menn
hafa ruglað þeim nöfnum saman og vilj-
að gera einn mann úr tveimur, hafa rnenn
komist í verstu ógöngur, þegar menn hafa
verið að berjast við að koma því, sem
sem írsk rit segja um þá feðga Amhlaibh
og Oistin, heirn við það, sem rit vor
segja um Ólaf hvíta og Þorstein son hans.
Ef Ólafarnir eru tveir og Þorsteinn rauðr
þá auðvitað alt annar maður enn Oistin,
þá hverfa allar mótsagnir rnilli íslenskra
og írskra sagnamanna af sjálfu sjer. Höf.
hefur því miður látið leiðast oflangt út í
þessar ógöngur. Hann telur óhikað Ólaf
hvíta sama mann og Amhlaibh í Dyflinni,
og þó að hann telji vafasamt, að Þor-
steinn rauðr og Oistin sje sami maðurinn,
þá fer hann þó rjett á eftir að reina að
sanna, að svo sje, og kemst (á 98. bls.)
að þeirri niðurstöðu, að »annaðhvort sje
að hafna öllum íslenskum sögum um fall
og hernað Þorsteins á Skotlandi, eða þá
að fella það undir frásögn írskra annála,
og hafi Þorsteinn rauðr þá fallið 875 á
Skotlandi«, sje með öðrum orðum sami
maður og Oistin! Jeg hef áður bent á,
að það rnuni vera síðari tíma tilbúningur
og ekki upphaflegt í Landnámu, þar sem
Ólafr hvíti er látinn vinna Dyflinni, og
er þetta eðlilegur sagnablendingur, sprott-
inn af því, að munnmælin hafa eignað
Ólafi hvíta ranglega sumt af afreksverk-
um nafna hans í Dyflinni. Vel getur og
verið, að munnmæli á Islandi hafi eignað
Þorsteini rauð sumt af frægðarverkum
Oistins.
í sambandi við þetta skal jeg geta þess,
að það mun ekki rjett, sem höf. segir
(46.—47. bls.) eftir írskum annál, að Goð-
röðr konungur, faðir Ólafs í Dyflinni, hafi
sjálfur farið vestur um haf til að leita
liðs hjá sini sínum. Höt. fer hjer eftir
ónákvæmri þýðingu, og hefur W. A.
Craigie nú sfnt fram á, að í annálnum
stendur, að Goðröðr hafi gert orð eftir
Olafi. En höf. er vorkunn, þvl að rit
Craigie’s kom ekki út fir enn eftir það, að
hefti þetta af Islendinga sögu var prentað.
Sömuleiðis er það mjög vafasamt, hvort
það er rjett, sem segir í Eyrb. og Land-
námuhandritunum Stb.—Hb, og eftir þeim
í Óláfssögu Tryggvasonar hinni rniklu, að
Haraldur hárfagri hafi sent Ketil flatnef
til Suðureyja með her rnans og Ketiil
unnið eijarnar og gerst sjálfur höfðingi
yfir. Eyrb. er hjer í rauninni ein til frá-
sagnar, þvl að greinin um þetta í Sturlub.
og Hauksb. er samsetningur eftir Eyrb.
og Hkr. (eða Orkn.s.) og síðar skotið
inn í Landn., enn Ólafssaga fer aftur eftir
i